Morgunblaðið - 26.03.1997, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 26. MARZ 1997 41
FRETTIR
Kvöldganga
út í Engey
HAFNARGÖNGUHÓPURINN
stendur fyrir gönguferð út í Eng-
ey í kvöld, miðvikudagskvöldið
26. mars. Farið verður frá Hafn-
arhúsinu kl. 20 og gengið um
borð í farþegabát við flotbryggju
við Ægisgarð og ferjað úr bátn-
um í eyna.
Gengið verður með strönd eyj-
arinnar og að bæjarstæðunum í
fylgd kunnugra. Engey er nátt-
úru- og minjaperla sem á fáa staði
sér líka. Ef ekki gefur út í eyna
verður gengið með höfninni og
út í Örfirisey.
Allir velkomnir.
Trúnaðar-
bréf afhent
BENEDIKT Ásgeirsson, sendi-
herra, afhenti 20. mars sl. Const-
antinos Stephanopoulos, forseta
Grikklands, trúnaðarbréf sitt sem
sendiherra íslands í Grikklandi
með aðsetur í London.
Lúðrablásarar
fra Bjorgvm 1
heimsókn
UNGLINGALÚÐRASVEIT
Hjálpræðishersins frá Björgvin
heimsækir ísland í páskavikunni.
Lúðrasveitina skipa 28 ungmenni
og léku þau í gær á tónlistardeg-
inum á Eiðistorgi, Seltjamamesi,
og í dag verða þau með tónleika
í Hinu húsinu kl. 14 og í Ráð-
húsi Reykjavíkur kl. 16.
Á skírdag munu þau spila á
samkirkjulegri útvarpsmessu í
Dómkirkjunni kl. 11, verða svo
með tónleika í Norræna húsinu
kl. 14 og spila á samkomu í Hjálp-
ræðishemum kl. 20. Föstudaginn
langa verður svo síðasta samkom-
an með lúðrasveitinni en hún verð-
ur í Dómkirkjunni kl. 20.
Fyrirlestur
um sólir o g
svarthol
UNDUR veraldar er yfirskrift
fyrirlestraraðar á vegum Raun-
vísindadeildar Háskóla íslands og
Hollvinafélags hennar. Næsti fyr-
irlestur er fimmtudaginn 27.
mars kl. 14 í sal 3 í Háskólabíói
en þar mun Gunnlaugur Björns-
son stjarneðlisfræðingur endur-
taka fyrirlesturinn Sólir og svart-
hol: Nýjustu fréttir af furðum
alheimsins.
í erindinu verður fjallað m.a.
um nýlegar uppgötvanir Hubble-
sjónaukans, reikistjömur á braut
um aðrar sólstjörnur, endalok
stórra sólstjama og tilvist svart-
hola.
Aðgangur er ókeypis og öllum
heimill.
Margir söfnuð-
ir saman hjá
Fíladelfíu
SAMEIGINLEG samkoma fjöl-
margra kristinna safnaða og sam-
taka verður í Fíladelfíu, Hátúni
2, mánudaginn 31. mars. Sam-
koman hefst kl. 20. Ræðumaður
verður dr. Tissa Weerasingha frá
Sri Lanka.
Weerasingha hefur stofnsett um
50 kirkjur út frá móðurkirkjunni
í Colombo og hefur auk þess skrif-
að margar bækur. Hann er mörg-
um vel kunnur því hann hefur
áður komið hingað til lands og
tekið þátt í sameiginlegu átaki
samfélaganna.
Samkomurnar eru öllum opnar
og er aðgangur ókeypis.
Gjöf til Bama-
spítala Hringsins
FRJÁLSA flugmannafélagið
styrkti nýlega Barnaspítala
Hringsins með 100 þús. króna
gjöf. I Frjálsa flugmannafélaginu
eru flugmenn Flugfélagsins Atl-
anta. Á fundi félagsins fyrir
skömmu var ákveðið að veita 100
þús. kr. til góðgerðarmála. Fyrir
valinu varð Barnaspítali Hrings-
ins. Á myndinni afhenda Krist-
mundur Magnússon, formaður
Frjálsa flugmannafélagsins, og
Tómas Eyjólfsson, stjórnarmaður
félagsins, Ásgeiri Haraldssyni,
yfirlækni Barnaspítala Hringsins,
gjöfina. Barnaspítali Hringsins
þakkar af heilum hug þessa
rausnarlegu gjöf.
Samkírkjuleg gnðsþjón-
usta í Dómkirkjunni
SAMKIRKJULEG guðsþjónusta
verður í Dómkirkjunni á skírdag
kl. 11. Að guðsþjónustunni stendur
Samstarfsnefnd kristinna trúfélaga
en hana skipa fulltrúar frá Aðvent-
söfnuðinum, Fíladelfíusöfnuðinum,
Hjálpræðishernum, Kaþólsku kirkj-
unni á íslandi og Þjóðkirkjunni. Sú
hefð hefur skapast að Samstarfs-
nefndin sjái um útvarpsguðsþjón-
ustu á skírdag og mun formaður
nefndarinnar, sr. Hjalti Guðmunds-
son, predika.
Fulltrúar hinna ýmsu safnaða
flytja bæn og lesa ritningarorð.
Dómkórinn syngur undir stjóm
Marteins H. Friðrikssonar dómorg-
anista. Einnig leikur unglingalúðra-
sveit Hjálpræðishersins frá Bergen
í Noregi.
Hlutverk ríkisins endurmetið
í LEIÐARA Morgunblaðsins
laugardaginn 22. mars sl. var vitn-
að í erindi orkumálastjóra á nýaf-
stöðnum ársfundi Orkustofnunar.
Af því tilefni hefur orkumálastjóri,
Þorkell Helgason, óskað eftir að
allur viðkomandi kafli erindisins
verði birtur í blaðinu:
„Á seinustu ámm hefur víða í
hinum vestræna heimi farið fram
endurmat á hlutverki ríkisvaldsins.
Tilefnið hefur víðast verið það að
þanþol hins opinbera rekstrar er
talið vera þrotið, þar sem ekki verði
lengra gengið í almennri skatt-
heimtu. Spurt er hvað hið opinbera
skuli kosta og hvernig verkefnum
þess skuli sinnt.
Þessi umræða hefur teygt sig
hingað til lands, enda þótt hlutfall
skattheimtu í þjóðarbúskapnum sé
minna hér en í flestum grannlönd-
um. Þegar hefur orðið eða er í
gerjun stefnubreyting sem á sér
breiðan pólitískan hljómgrunn. For-
stjórar opinberra stofnána verða
því að miða stefnu sína og stjórnun
við þessa staðreynd.
Helstu atriði í þessum efnum,
sem þessir stjórnendur þurfa að
taka mið af, em að mínu mati þessi:
Að jafnaði er ekki að vænta
aukinna fjárveitinga ríkisins til
rekstrarins og má fremur búast við
samdrætti.
Þar sem því verður á einhvem
hátt við komið verður einka- eða
einokunarstaða hins opinbera
rekstrar afnumin og verkefnin eftir
föngum færð til einkamarkaðar.
Sá opinberi rekstur sem eftir lif-
ir verður að standast allar sömu
kröfur og hver annar rekstur á
samkeppnismarkaði. Þetta kallar
m.a. á að tryggt sé að samkeppnis-
rekstur hins opinbera sé vel að-
greindur frá hefðbundnum opinber-
um rekstri, þ.a. fyrir það sé girt
að samkeppnisreksturinn njóti
stuðnings af opinberu fé.
Fjárveitingavaldið mun í æ rík-
ara mæli líta á sig sem kaupanda
þjónustu. Liðin er sú tíð að fjárveit-
ingar miðist við starfsmannafjölda.
Spurt verður hvaða þjónusta verður
leyst af hendi fyrir hið opinbera fé.
Hitt, hvort það skapar fleiri eða
færri mönnum störf verður auka-
atriði.
Krafíst verður síaukins árangurs
og hann mældur, veginn og met-
inn. Og uppfylli stjórnendurnir ekki
væntingar verða þeir látnir víkja.
Þetta eru aðstæður og kröfur
sem ekki verður undan vikist. En
þá þurfa stofnanir og stjórnendur
líka að hafa það svigrúm og þau
tæki sem til þarf. Fyrir það fyrsta
verður fyrirkomulag starfsmanna-
mála og kjör hjá hinu opinbera að
vera hliðstæð því sem gildir á
einkamarkaði. Enn er langur vegur
frá því að svo sé. Ný lög um rétt-
indi og skyldur starfsmanna ríkis-
ins virðast mér litlu hafa breytt til
aukins sveigjanleika í mannaráðn-
ingum og launamálum. Og ég tel
mig hafa reynslu fyrir því, að
ákvæði um ráðningartíma, tilfærsl-
ur og uppsagnir í starfi séu þungla-
malegri en áður var, öndvert við
markmið lagasetningarinnar.
Framundan eru kjarasamningar við
opinbera starfsmenn þar sem þess
er freistað af ríkisins hálfu að semja
um launakerfí sem geri það kleift
að hvetja starfsfólk til dáða, m.a.
með aðlögun að aðstæðum á hveij-
um vinnustað. Ekki virðist þessi
viðleitni fá almennan hljómgrunn
hjá viðsemjendum og er örðugt að
sjá að fastheldni í niðurnjörvað
launakerfí þjóni langtímahagsmun-
um opinberra starfsmanna.
Þá sýnist mér að stjórnvöld séu
enn mjög tvístígandi með umsvif
og hlutverk opinbers rekstrar.
Þannig hafa rannsóknarstofnanir
hins opinbera verið hvattar til þess
á liðnum árum að afla verkefna,
og þar með eigin fjár. Þetta hefur
verið gert með ýmsu móti: Öflun
rannsóknarstyrkja innan lands og
utan eða tekjuöflun með þjónustu-
verkefnum. Nú er svo komið að
þetta eigið aflafé rannsóknarstofn-
ananna er í velflestum tilvikum
orðið álíka eða jafnvel meira en
opinbert framlag til þeirra. Tekjur
Orkustofnunar af þjónusturann-
sóknum námu á sl. ári um 43% af
veltu en fjárveitingar í gegnum
iðnaðarráðuneyti námu 49%. Af-
gangurinn, 8%, var fjárveiting á
vegum utanríkisráðuneytis til jarð-
hitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóð-
anna, og má líta á það sem sölu á
þjónustu í þessu samhengi.
En nú hafa margir forstöðumenn
rannsóknarstofnana það á tilfínn-
ingunni að stjórnvöldum þyki nóg
að gert og að þau vilji takmarka
möguleika stofnana til að sinna
verkefnum á markaði, jafnvel til
að afla styrkja. Leikreglurnar í
þessum efnum verði umfram allt
að vera skýrar: Fyrst þarf að
ákveða verksvið stofnana og þá um
leið að kveða á um hvaða rekstur
eigi að færa á einkamarkað eftir
því sem hann getur við honum tek-
ið. En þegar slíkur heildarrammi
er fenginn verður að heimila stofn-
unum að haga rekstri sínum á sem
hagkvæmastann hátt; þar með tal-
ið að afla fanga þar sem henta
þykir og framboð er að fá. En að
sjálfsögðu verður að hafa það
tryggt að hugsanlegur samkeppn-
isrekstur sé ekki rekinn með niður-
greiðslum af neinu tagi. Það er
vaxandi skilningur meðal almenn-
ings, stjórnmálamanna, stjórnenda
og starfsmanna opinberra stofn-
ana að endurskoða verði tilgang
og hlutverk opinbers rekstrar og
að hann eigi sér sín takmörk. Ég
er með fyrrgreindum orðum að
vara við öfgum í þessum efnum:
Að samdráttur i opinberum rekstri
fái ómarkvissan sjálfstilgang. Það
þarf ekki að vera sjálfgefið að
opinber rekstur eigi að hopa hve-
nær sern glittir í einhvern einka-
rekstur. í okkar örsmáa þjóðfélagi
getur verið ávinningur að því að
opinber rekstur og einkarekstur
starfi samhliða og jafnvel saman.
Þetta kann sérstaklega að vera
ákjósanlegt í rannsóknarstarf-
semi, þar sem einkarekstur er
a.m.k. enn of óburðugur til að tak-
ast á við brýn verkefni fyrir at-
vinnulífið."
Skatta-
mál hjá
Heimdalli
FUNDUR í skattahópi Heim-
dallar verður í kvöld kl. 20.30
þar sem m.a. verður fjallað um
hvernig staðið skuli að skipu-
lagningu fyrir skattadag ársins
1997. Þegar fundi skattahóps
lýkur um kl. 22 hefst opið hús.
„Allir Heimdellingar og vinir
þeirra eru velkomnir til að slá
á létta strengi og lyfta sér að-
eins upp fyrir páskafríið. Bæði
fundurinn og opna húsið eru í
húsi Sjálfstæðisflokksins, Val-
höll, við Háaleitisbraut," segir
í fréttatilkynningu Heimdallar.
Ræktunar-
sýning hesta-
mannafé-
lagsins Gusts
HIN árlega ræktunarsýning
hestamannafélagsins Gusts í
Kópavogi, svokölluð dymbil-
vikusýning, verður haldin í
Reiðhöll Gusts í kvöld, miðviku-
dagskvöld, og hefst sýningin
kl. 20.30. Miðaverð er 1.000
kr. fyrir fullorðna og 500 kr.
fyrir böm. Forsala aðgöngum-
iða verður í Reiðhöllinni í dag
kl. 16.
Meðal atriða á sýningunni
má nefna að ræktunarbú sýna
afurðir sínar en þar getur m.a.
að líta þekkt hross eins og
Maístjömu og stóðhestinn
Loga, úrvalshryssur og stóð-
hestar í Gusti koma fram,
landsþekktir skeiðmeistarar
leggja gæðinga sína, í fyrsta
sinn verður keppt í stökki í
reiðhöll hér landi og Bragi
Andrésson mætir með Pilt. Þá
mun Helga Rós Indriðadóttir
syngja nokkur lög, segir í
fréttatilkynningu.
LEIÐRÉTT
Nóg bensín á Þyrli
Þeirrar ónákvæmni gætti í
frétt Morgunblaðsins í gær, um
bensínskort, að sagt var að all-
ar bensínstöðvar frá Ferstiklu
í Hvalfirði austur til Hafnar í
Hornafirði hefðu verið orðnar
bensínlausar. Þetta var ekki
rétt, samkvæmt því sem starfs-
fólk Veitingarstofunnar Þyrils
í Hvalfirði upplýsti í gær, því
þar mun að sögn ávallt hafa
verið til nægt bensín. Beðist
er velvirðingar á mistökunum.
Röng dagsetning
í minningarorðum um Stein-
unni Traustadóttur sem birtust
í blaðinu 9. mars síðastliðinn
var rangt farið með útfarardag
Steinunnar. Hið rétta er að
Steinunn var jarðsungin 2. des-
ember. Hlutaðeigandi eru beðn-
ir velvirðingar á mistökunum.
+
Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og
útför
EINARS MALMQUIST.
Guðbjörg Malmquist,
Ása Malmquist,
Einar Fr. Malmquist,
Kalla Malmquist,
Gunnar Malmquist,
Úlfar Malmquist,
Gunnar M. Gunnarsson
og fjölskyldur.