Morgunblaðið - 26.03.1997, Page 53

Morgunblaðið - 26.03.1997, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. MARZ 1997 53 MYNDBOND/KVIKMYNDIR/UTVARP-SJOIMVARP Kröftugt réttar- haldsdrama Morðstund. (ATimetoKill) Spcnnumynd ★ ★★ Framleiðendur: Amon Milchan, Michael Nathanson, Hunt Lowry og John Grisham. Leikstjóri: Joel Schumacher. Handritshöfundur: Akiva Goldsman byggt á bók John Grisham. Kvikmyndataka: Peter Menzies. Tónlist: Elliot Goldenthal. Aðalhlutverk: Matthew McConn- aughey, Samuel L. Jackson, Kevin Spacey og Sandra Bullock. 143 mín. Bandaríkin. Warner myndir 1997. Útgáfudagur: 17. mars. Myndin er bönnuð börnum innan 16 ára. 10 ÁRA gamalli blökkustúlku er nauðgað og misþyrmt alvarlega af tveimur suðurrískum kynþáttahöt- urum. Faðir stúlkunnar, Carl Lee (Jackson), tekur lögin í sín- ar hendur, þegar útlit er fyrir að ódæðismennimir fái vægan dóm. Þá fer allt í háa- loft, og er líður að réttarhöldun- um yfir honum kemur betur ljós að það er ekki einungis einn maður sem dómur mun verða kveðinn upp yfir, heldur margir ólíkir málstaðir. „Morðstund" er á köflum mjög áhrifamikil mynd, sem tekst á við mörg atriði í samskiptum hvítra og svartra í suðurríkjum Bandaríkj- anna. Ólíkt mörgum löngum mynd- um (myndin er 143 mín) skaðar lengdin myndina ekki, heldur veitir hún kvikmyndagerðarmönnunum svigrúm til að leggja áherslu á mannlega þáttinn, sem virðist oft gleymast í öllu lögfræðirausinu. Matthew McConnaughey nær mjög góðum tökum á krefjandi hlutverki sínu, sem lögfæðingurinn sem tekur að sér að veija Carl Lee og sannar það að hann sé upprennandi kvik- myndastjarna. Aðrir leikarar eru allir með tölu prýðilegir, meira að segja í minnstu hlutverkum og eiga aðstandendur myndarinnar hrós skilið að hafa komið saman slíku úrvalsliði leikara. Schumacher, sem áður hefur leikstýrt annari Grisham mynd ,„The Client", held- ur vel utan um atburðarás myndar- innar. Handritið er vel skrifað, þó svo að hin margumtalaða banda- ríska væmni læðist inní lokamínút- ur myndarinnar, sem gæti ofboðið sumum. Þegar á heldina er litið er „Morðstund" frábær afþreying og góð dæmisaga um tengslin á milli ólíkra kynþátta. Ottó Geir Borg Ný mynd um Fridu Kahlo ►MEXÍKÓSKA leikkonan Salma Hayek hefur hreppt aðalhlutverkið í kvikmynd um ævi listmálarans Fridu Kahlo. Hayek, sem er þekkt hér á Fróni fyrir smáhlut- verk í „From Dusk Till Dawn“ og aðalkvenhlutverkið í „Desperado", er vinsæl sjónvarpsstjarna í Mexíkó. Frida Kahlo lenti ung í mjög alvarlegu slysi og var bundin í hjólastól til æviloka. Það af traði henni þó ekki frá því að hafa áhrif í listamannahópum ásamt manni sinum, listamanninum Diego Rivera. Að sögn Hayek hefur Frida sérstaka þýðingu fyrir íbúa Mexíkó. Hún er fulltrúi tímabils þar sem list og stjórnmál fléttuðust saman og fólk var ófeimið við að tjá skoðanir sínar. „Saga Fridu veitir Mexikóbúum innblástur," segir Hayek. Mexikóski leikstjórinn Roberto Sneider stjórnar þess- ari útgáfu af lífi Fridu. Mynd Sneider verður byggð á bók Hayden Herrera „Frida: A Biography of Frida Ka- hlo“, og eru það Trimark Pictures sem framleiða hana. Líf Fridu hefur áður verið kvikmyndað. Árið 1984 leikstýrði Paul Leduc kvikmyndinni „Fridu“ með Ofeliu Medina í aðalhlutverki, og árið 1992 gerði Ken Mandel heimildarmyndina „Frida Kahlo: A Ribbon around a Bomb“. Nokkrar tilraunir hafa verið gerðar siðustu ár til þess að koma ævisögu listakonunnar á hvíta tjaldið með stjömum á borð við Madonnu og Lauru San Giacomo. Úr þeim myndum hefur ekkert orðið m.a. vegna óánægju Bandaríkja- manna af mexíkóskum uppmna sem vilja að mexí- kósk leikkona fari með hlutverk Fridu. HJÚLASHAUTA SÖNGLEIKURINN SEM HEFUR FAfílQ SIGURFOR UM HEIMALLAN SALMA Hayek fer með hlutverk Fridu Kahlo í nýrri mynd um ævi lista- konunnar. rrv Kakkalakkakímni IDIR íbúö Joe (Joe’s Apartment) Gamanmynd ★ 'h Framleiðandi: Diana Phillips og Bonni Lee. Leikstjóri: John Payson. Handritshöfundur: John Payson, byggt á MTV stuttmyndinni „Joe’s Apartment". Kvikmyndataka: Pet- er Demig. Tónlist: Carter Burwell. Aðalhlutverk: Jerry O’Connel, Meg- an Ward og Robert Vaughn. 77 mín. Bandaríkin. Warner myndir 1997. Útgáfudagur: 13. mars. Myndin er öllum leyfð. ÞESSI mynd er gott dæmi um heiladautt skemmtiefni, sem sjón- varpstöðin MTV hefur sent frá sér á síðustu árum. Beavis og Butthead og aðrar persónur stöðvarinnar hafa öðlast heimsfrægð og endurspegla oft bandaríska þjóðfélagsþegna á ógurlega sannfærandi máta. „íbúð Joe“ íjallar um einn af þessum þegn- um, sem verður fyrir því óláni að leigja íbúð þar sem 50.000 syngj- andi og dansandi kakkalakkar eru innifaldir í leigunni. ' Kakkalakkamir reyna sitt besta að halda þessari rugluðu hugmynd á lofti, en þeir verða aldrei neitt annað en afsk- ræmdar útgáfur af litlu sætu dýr- unum úr Disney myndunum. Ekki bætir það úr skák að fyrir utan raddirnar hafa kakkalakk- arnir engin út- litsleg einkenni, svo eftir að hafa séð einn kakkal- akka hefur maður séð þá alla. Það má hlæja einstaka sinnum að þess- ari óttalegu vitleysu, en aldrei nægi- lega mikið til þess að hægt sé að mæla með henni sem afþreyingu. Helsti kostur myndarinnar er sá að hún er stutt. Biddu um Banana Boat ef þú vilt spara 40-60% SYNINGAR: ÞRIDJUDAG 8. APRlL KL 21:00 MWVIKUDAG 9 APRIL KL 17:00 00 KL21.00 MWA 0G B0RDAPANTAN1R ÍSÍMASB8 7111 MIÐAVERDKR 1200 HORMÉXA-áimÝSIHGAfiERfl

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.