Morgunblaðið - 26.03.1997, Side 56

Morgunblaðið - 26.03.1997, Side 56
MYUNDAI HÁTÆKNI TIL FRAMFARA H Tæknival SKEIFUNNI 17 SlMI 550-4000 • FAX 550-4001 MORG UNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBUSCENTRUM.IS / AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 26. MARZ 1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK '"r :£J> Kjaraviðræður banka og bankamanna hefjast á ný Morgunblaðið/Ásdís ÞRÖNGT MEGA SÁTTIR SITJA Báðir aðilar felldu sáttatillöguna SÁTTATILLAGA ríkissáttasemjara í kjaradeilu Sambands íslenskra bankamanna og bankanna var felld af báðum deiluaðilum í gærkvöldi. Af 3.136 félagsmönnum SÍB sem atkvæði greiddu voru 2.843 andvígir tillögunni, eða 92,5%. Samþykkir voru 231, eða 7,5%. Kjörsókn var 93,1%. Bankamir og sparisjóðimir vom allir andvígir tillögunni. Vilhelm G. Kristinsson, fram- kvæmdastjóri SIB, segist ekki hafa búist við svo afgerandi niðurstöðu, en hún sé í samræmi við það sem forysta bankamanna hafi vonast eft- ir. Stjórn SÍB hvatti félagsmenn ein- dregið til að fella sáttatillöguna. Afstaða banka afdráttarlaus Finnur Sveinbjörnsson, fram- kvæmdastjóri Sambands íslenskra viðskiptabanka, segir að afstaða banka og sparisjóða hafi verið af- dráttarlaus, enda hafí verið við því búist. Meginástæðan fyrir því að bankarnir hafi hafnað tillögunni hafi verið óánægja þeirra með ákvæði hennar um sérstaka 0,7% launahækkun til bankamanna vegna svokallaðs gerðardómsmáls. í fyrra nýttu bankamenn sér ákvæði í lögum um kjarasamninga til að bera það undir gerðardóm hvort laun þeirra hefðu hækkað til jafns við viðmiðunarhópa. Gerð- ardómurinn komst að þeirri niður- stöðu að laun bankamanna hefðu hækkað minna, en að munurinn væri svo lítill, að ekki væri ástæða til að breyta launum. Bankamenn gerðu kröfu um þessa leiðréttingu og sáttanefndin setti í tillögurnar sérstaka 0,7% hækkun þess vegna, en samninganefnd bankanna hefur hins vegar ávallt hafnað þessari kröfu. Sáttasemjara ríkisins er lögum samkvæmt skylt að leggja fram sáttatillögu ef deiluaðilar ná ekki samkomulagi um nýjan kjarasamn- ing fimm dögum fýrir boðað verk- fall. Nýr sáttafundur er boðaður klukkan tvö á morgun. Takist ekki samningar fyrir 4. apríl hefst verk- fall bankamanna. Tíu sáttafundir Sáttafundir í kjaradeilum tíu stéttarfélaga og viðsemjenda héldu áfram hjá ríkissáttasemjara í gær án þess að niðurstaða fengist í við- ræðunum. í gærmorgun voru haldn- ir fundir með fulltrúum bókasafns- fræðinga, sálfræðinga, samninga- nefndar Matvís, Rafiðnaðarsam- bandsins (RSI) vegna sýning- armanna í kvikmyndahúsum og full- trúar Samiðnar áttu fund með samn- inganefnd ríkisins. Eftir hádegi hófust sáttafundir milli RSÍ og Pósts og síma hf. og fulltrúar starfsmanna álversins í Straumsvík komu einnig til viðræðna við vinnuveitendur upp úr hádeginu. Þá héldu viðræður áfram í deilu Flugfreyjufélagsins og Flugleiða síð- degis og formenn aðildarfélaga BSRB, sem hafa vísað deilum sínum til sáttasemjara, komu til sáttafund: ar með samninganefnd ríkisins. í gær var einnig haldinn sáttafundur í kjaradeilu flugvirkja og viðsemj- enda þeirra. Viðræðum verður haldið áfram í dag í málum nokkurra félaga en ekki verður boðað til fundar með öðrum fyrr en eftir páska. ■ Kjarafréttir/10-11 Frystar loðnuafruðir Verðmætið 2,4 milljarðar Á LOÐNUVERTÍÐINNI sem nú er að ljúka voru alls framleidd um 41.100 tonn af loðnuafurðum, fyrir utan mjöl og lýsi, að verðmæti um 2,4 milljarðar króna. Alls voru fryst um 18 þúsund tonn af loðnu á mark- að í Rússlandi en um 18.800 tonn á Seðlabankinn Verðbólga 2,5%-3,5% á samnings- tímanum BRÁÐABIRGÐAMAT Seðlabank- ans á niðurstöðum kjarasamninga er að verðbólga verði frá 2,5% til 3,5% á samningstímanum. Sam- kvæmt þessu ættu samningarnir ekki að hafa kollsteypu í för með sér í efnahagslífinu. Þetta kom fram í erindi Birgis ísleifs Gunnarssonar, bankastjóra Seðlabankans, á ársfundi bankans í gær. Birgir Isleifur tók skýrt fram að spáin væri gerð á grundvelli þeirra upplýsinga sem unnt hefði verið að afla í gær og að henni yrði að taka með þeim fyrirvara að ekki væru öll kurl til grafar komin í kjaraviðræðum. Seðlabankinn spáir 1,9% verð- bólgu á þessu ári og 3,4% árið 1998 en að verðbólga muni síðan fara lækkandi þe'gar horft er fram til ársins 1999. Reiknað er með að breytingar frá upphafi til loka árs verði 2,7% á þessu ári og 3% á hinu næsta. ■ Kjarasamningar/29 Sauðburður hafinn á Hópi Grindavík. Morgunblaðið. GUÐMUNDUR Þorsteinsson, útgerðarmaður og sauðfjárbóndi í Grindavík, hefur staðið í ströngu að undanförnu. Mitt í því sem hann hefur leitað að báti í staðinn fyrir Þorstein GK sem strandaði við Krísuvíkurberg fyrir skömmu eru kindurnar hans byrjaðar að bera og ef að likum lætur bera 45 ær eða liðlega helmingnrinn yfir páskana 6-7 vikum fyrir tímann. „Eina skýringin á þessum vandræðum er sú að hrútur frá öðrum bónda hefur komist inn í hólfið hjá kindunum í nóvember löngu eftir að ég fjarlægði mína hrúta frá þeim og hefur hann atast í þeim þá daga sem ég lét þær eftir- litslausar vegna kuldakastsins sem gekk yfir,“ sagði Guðmundur. „Fyrsta ærin bar 8. mars og er eðlileg skýr- ing á því þar sem við höfum alltaf fengið eina til tvær snemmgengnar. Nú hafa þrjár borið til viðbótar og ég á von á að rúmlega 40 beri yfir páskahátíðina, þannig að hér verður orðið ansi þröngt og erfitt ef tíð verður slæm og ekkert hægt að hleypa út. Sauðburður hjá hin- um helmingnum verður siðan á eðlilegum tíma um miðjan maí svo hér verður tvöfaldur sauð- burður ef svo má að orði komast," sagði Guð- mundur og bætti við að hann væri sennilega búinn að finna bát og trúlega yrði gengið frá kaupum næstu daga. Morgunblaðið/Kr.Ben. GUÐMUNDUR Þorsteinsson önnum kafinn i fjárhúsinu. markaði í Asíu, einkum Japan. Alls voru framleidd um 4.300 tonn af loðnuhrognum á vertíðinni. Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna framleiddi á vertíðinni um 13 þúsund tonn af loðnu á Japansmarkað, um 7 þúsund tonn af loðnu á Rússlands- markað og um 3.300 tonn af loðnu- hrognum og er áætlað verðmæti þeirra um 450 milljónir. Verðmæti allra afurðanna er áætlað um 1,5 milljarðar króna. Islenskar sjávarafurðir fram- leiddu um 17.800 tonn af loðnuaf- urðum á vertíðinni, að verðmæti um 860 milljónir króna, að undanskildu verðmæti loðnuhrogna, þar sem ekki hefur verið samið um verð á þeim ennþá, en alls nam framleiðsla ÍS á loðnuhrognum um 1.000 tonnum. Um 11 þúsund tonn af loðnu voru fryst og seld á markað í Rússlandi og alls fóru um 5.800 tonn á mark- aði í Asíu, nær eingöngu til Japans. ■ Um 36 þúsund/C2 ------------------- Lífrænt gas fyrir SVR? BORGARRÁÐSFULLTRÚAR Sjálf- stæðisflokksins hafa lagt fram til- lögu í borgarráði um að könnuð verði hagkvæmi þess að nýta lífrænt gas sem eldsneyti fyrir strætisvagna Reykjavíkurborgar. Afgreiðslu til- lögunnar var frestað. Lagt er til að skipaður verði starfs- hópur til að kanna tæknilega þætti og hagkvæmni, leggja fram áætlun um tilraunaverkefni og að tillögur liggi fyrir 15. júní nk. Bent er á að tækni til að nýta gas sem eldsneyti ökutækja sé vel þekkt. Þá hafi til- raunir með gasvinnslu hafí staðið yflr hjá Sorpu um nokkurt skeið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.