Morgunblaðið - 01.06.1997, Qupperneq 1
112 SIÐUR B/C/D/E
STOFNAÐ 1913
121. TBL. 85. ÁRG. SUNNUDAGUR1. JÚNÍ 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Til hamingju með
daginn, sjómenn
Morgunblaðið/Kr. Ben.
Á SÍLDVEIÐUM. Sjómenn halda sjómannadaginn há-
tíðlegan um land allt í dag. Skipin eru flest í landi og
því iiggja síldveiðar niðri eins og aðrar veiðar. Veiðzt
hefur langleiðina í 200.000 tonn af sfld í vor og er
heildarafli í lok maímánaðar orðinn meiri en nokkru
sinni áður á sama tíma. Frá upphafi fiskveiðiársins
hefur veiðst meira en 1,5 milljónir tonna, en afli á
heilu ári hefur sjaldan verið meiri en það.
Tvísýnt í Frakklandi
París. Reuter.
KJÓSENDUR, sem greiddu ekki
atkvæði í mótmælaskyni eða kusu
Pjóðíylkinguna í fyrri umferð
frönsku kosninganna, gætu ráðið úr-
slitum í annarri umferð kosninganna
í dag.
Fréttaskýrendur kváðust í gær
þeirrar hyggju að Jacques Chirac
forseti gæti aðeins komist hjá því að
þurfa að deila völdum með andstæð-
ingum sínum á vinstri vængnum
tækist honum að ná í atkvæði stórs
hluta þeirra, sem sneru baki við
samsteypustjórn mið- og hægri-
flokkanna fyrir viku þegar vinstri-
flokkamir unnu óvæntan sigur.
Chirac hefur reynt að nota liðna
viku til að snúa taflinu sér í hag. Ala-
in Juppe forsætisráðherra hefur vik-
ið f'yrir Philippe Seguin, sem á að
vera samviska stjórnarflokkanna í
félagsmálum, og Alain Madelin,
málsvara óhefts markaðsbúskapar,
og hefur verið talað um „draumalið"
Chiracs.
Fréttaskýrendur telja hins vegar
að þessar breytingar komi of seint
til að Chirac nái að snúa við blaðinu.
■ Vinstrimenn/6
Óvænt yfírlýsing um EMU höfð eftir
bankastjóra þýska seðiabankans
Segir frestun
evrósins koma
til greina
Frankfurt. Reuter
HANS Tietmeyer, bankastjóri
þýska seðlabankans, er ekki andvíg-
ur því að gildistöku hins nýja sam-
eiginlega gjaldmiðils, evrósins,
verði frestað, samkvæmt upplýsing-
um tímaritsins Der Spiegel.
Talsmaður tímaritsins, sem stað-
festi að upplýsingarnar væru ekki
komnar beint frá bankastjóranum
heldur ónafngreindum þýskum
heimildarmönnum, sagði Tietmayer
ekki sjá neitt athugavert við að
fresta gildistöku evrósins, takist
annaðhvort Þýskalandi eða Frakk-
landi ekki að uppfylla Maastricht-
skilyrðin.
Seðlabankinn andmælti fyrr í vik-
unni fyrirætlunum Theos Waigels
fjármálaráðherra um að láta endur-
meta gull- og fjármagnsbirgðir
bankans. Vill hann að bankinn end-
urgreiði ríkinu 20 milljarða marka í
kjölfar endurmatsins til að auðvelda
ríkissjóði að uppfylla inngönguskil-
yrði Efnahags- og myntbandalags
Evrópu, EMU.
Þessar deilur þýska bankans og
ríkisstjórnarinnar hafa skapað
óvissu á evrópskum fjármagns-
markaði og vakið spumingar um
trúverðugleika þýsku stjómarinnar.
Þá virðist klofningur vera kominn
upp í stjóminni vegna þessa máls.
Þingmaður stjómarflokks frjálsra
demókrata hefur hvatt ráðherrann
til að afturkalla áform sín.
Oskar Lafontaine, leiðtogi
stjórnarandstöðuflokks sósíal-
demókrata, sagði málið sýna að
efnahagsstefna stjórnarinnar hefði
brugðist og hvatti til að boðað yrði
til kosninga.
Stjórnarflokkur Indónesíu
vinnur stórt í þingkosningum
Framkvæmd kjörs-
ins víða gagnrýnd
Djakarta. Reuter.
ALLT benti til stórsigurs stjómar-
flokksins Golkar í þingkosningum í
Indónesíu, sem fram fóm á fimmtu-
dag. Þegar flest atkvæði höfðu verið
talin stefndi í að Golkar fengi rúm-
lega 74 af hundraði atkvæða. Þetta
er bezta útkoma flokksins í kosning-
um í þau nærri 30 ár sem flokkurinn
hefur myndað ríkisstjórn landsins.
Hefur framkvæmd kosninganna
víða verið gagnrýnd og telja stjóm-
málaskýrendur þessa niðurstöðu
ekki koma á óvart. Ofbeldi setti svip
sinn á aðdraganda kosninganna og í
gær myrtu aðskilnaðarsinnar í
Austur-Tímor, sem var portúgölsk
nýlenda áður en landið var innlimað
í Indónesíu árið 1976, sautján liðs-
menn öryggissveita Indónesíu úr
launsátri. Skæruliðar aðskilnaðar-
sinna höfðu myrt 17 manns á síð-
ustu sólarhringunum fyrir kosning-
arnar.
Leiðtogar Golkar-flokksins sögð-
ust vera hissa á því hve stór kosn-
ingasigur þeirra væri. „Hann kemur
okkur á óvart þar sem við töldum
okkur á gmndvelli eigin útreikninga
ekki geta náð nema 70-71% at-
kvæða,“ sagði Abdul Gafur, einn sjö
formanna flokksins.
Aðeins þremur flokkum var leyft
að bjóða fram í kosningunum. Sam-
einaði framfaraflokkurinn (PPP),
flokkur múslima, hlaut tæp 23% at-
kvæða, 6% meira en í síðustu kosn-
ingum 1992, en flokkur kristinna
þjóðemissinna, Lýðræðisflokkur
Indónesíu, (PDI) beið afhroð.
Bæði PPP og Óháða kosningaeft-
irlitsnefndin (KIPP) kvörtuðu und-
an útbreiddu kosningasvindli og
bandaríska utamnkisráðuneytið
gagnrýndi framkvæmd kosning-
anna. Fonnaður PPP sagði að flokk-
urinn myndi ákveða 5. júní hvort un-
að yrði við hina opinbera niðurstöðu
eða ekki.
laxastofnar Bpetland
Á HELJARÞRÖM Og
Evpópa
12
KEXIÐ AÐ
NORÐAN