Morgunblaðið - 01.06.1997, Qupperneq 4
4 SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 1997
VIKAN 25/5 - 31/5.
►UNGUR maður hefur
verði dæmdur í Héraðs-
dómi Reykjaness til tiu ára
fangelsisvistar fyrir að
hafa svipt stjúpföður sinn
lífi að morgni 1. janúar sl.
Ákærði undi dóminum sem
verður ekki áfrýjað af
ákæruvaldinu og hefur
hinn dæmdi hafið afplánun
á refsingunni.
►ÍSLENDINGARurðií
fimmta sæti í heimsmeist-
arakeppni i handbolta sem
fram fór i Japan.Er þetta
í fyrsta sinn sem ísland nær
svo langt i keppninni.
► Skiptum í þrotabúi
Miklagarðs hf. er lokið,
tæpum fjórum árum eftir
að félagið var tekið til
gjaldþrotaskipta. Búið
greiddi kröfur að fjárhæðs
samtals 357 miiy., þar af
voru 45 millj. forgangs-
kröfur, sem greiddust að
fullu.
►ENSKA stúlkan Mel B.,
ein af söngkonunum fimm
í ensku hljómsveitinni
Spice Girls, ætlað að giftast
íslendingnum Fjölni Þor-
geirssyni í sumar. Mel B.
var stödd hér á landi í sið-
ustu viku og héldu þau boð
með vinum sínum á Astró.
Spice Girls er ein vinsæl-
asta hljómsveit heims um
þessar mundir.
►INGIBJÖRG Sólrún
Gísladóttir borgarstjóri
segir að íbúar við Miklu-
braut og aðrar götur, þar
sem álag vegna umferðar-
hávaða er mikið, geti sótt
um styrk af 20 miiy. fram-
lagi á fjárhagsáætlun til
endurbóta á gluggum húsa
sinna og bætt þannig hljóð-
vist innan dyra.
Aukinn þorskkvóti
HAFRANNSÓKNASTOFNUN hefur
iagt til að þorskkvótinn fyrir næsta
fískveiðiár verði aukinn um 32 þús.
tonn. Útflutningsverðmæti þessarar
aukningar gæti verið um fjórir millj-
arðar króna. Enn fremur er lagt til
að leyfilegur afli úthafsrækju verði
70 þús. tonn en leyfilegur afli á þessu
ári er 60 þús. tonn. Útflutningsverð-
mæti 10 þús. tonnanna gæti verið
1,5 milljarðar.
Miðlunartillaga
RÍKISSÁTTASEMJARI hefur lagt
fram miðlunartillögu í kjaradeilu
verkalýðsfélaga- og vinnuveitenda á
Vestfjörðum og var kosið um hana á
föstudag. Verkfallið hefur staðið frá
20. apríl eða í sex vikur og hefur
komið til átaka milli verkfallsmanna
og verkamanna í landi þegar verk-
fallsmenn stöðvuðu landanir skipa frá
Vestfjörðum.
SÍF kaupir hlut
í Loppa Fisk
í BURÐARLIÐNUM er samningur
um kaup SÍF á helmingshlut í norska
fiskvinnslufyrirtækinu Loppa Fisk.
Undirrituð hefur verið viljayfirlýsing
um kaupin en stjóm SÍF á eftir að
samþykkja þau.
Víking hf.
kaupir Sól hf.
VÍKING hf. á Akureyri hefur keypt
öll hlutabréf í Sól hf. og verða fyrir-
tækin sameinuð í kjölfarið. Hið sam-
einaða fyrirtæki verður með bjór-
framleiðslu á Akureyri og fram-
leiðslu á smjörlíki, olíu, ávaxtasafa,
grautum o.fl. í verksmiðjunni í
Reykjavík. Ákveðið hefur verið að
setja félagið á hlutabréfamarkað
innan tíðar.
DAVÍÐ Oddsson forsætisráð-
herra les samkomulag Rússa
og NATO á leiðtogafundinum
í París á þriðjudag.
Tímamótasamkomu-
lag NATO og Rússa
LEIÐTOGAR Atlandshafsbandalags-
ins, NATO, og Rússa undirrituðu tíma-
mótasamkomulag um samstarf í varn-
armálum í París á þriðjudag. Viðstadd-
ir undirritun sáttmálans voru m.a.
Bill Clinton Bandaríkjaforseti, Jacques
Chirac Frakklandsforseti, Boris Jeltsín
Rússlandsforseti og Davíð Oddson for-
sætisráðherra íslands. Það þótti tíð-
indum sæta er Jeltsín, Rússlandsfor-
seti, lýsti því yfír á fundinum að Rúss-
ar myndu fjarlægja kjarnaodda af
flugskeytum sem miðað er á NATÓ-
ríki.
Forsætisráðherra
Frakka boðar afsögn
ALAIN Juppé, forsætisráðherra Frakk-
lands, tilkynnti á mánudag að hann
muni segja af sér eftir þingkosningam-
ar óháð því hver fari með sigur af
hólmi. Með afsögninni tók Juppé á sig
ábyrgð á óvinsælum aðhaldsaðgerðum
stjómarinnar og gaf Jacques Chirac,
forseta, færi á að heita kjósendum
nýrri byijun styðji þeir stjómarflokk-
ana til áframhaldandi stjómarsetu.
Philippe Seguin þingforseti og Alain
Madelin, herskár frjálshyggjumaður,
skipa nýtt „draumalið" stjórnarflokk-
anna.
►LAURENT Kabila sór á
fimmtudag embættiseið
forseta Lýðveldisins
Kongó, sem áður hér Zaire,
og lofaði að efna til þing-
og forsetakosninga í apríl
árið 1999. Áður hafði hin
nýja stjórn hans bannað
starfsemi stjórnmálaflokka
og útifundi í Kinshasa.
Stjórnarandstæðingar
hafa hundsað bannið og
efnt til nokkurra mótmæla-
funda. Daglegt líf virðist
ganga sinn vanagang í
Kinshasa.
►JOHNNY Paul Korma
herforingi steypti lýðræðis-
lega kjörinni stjórn Sierra
Leone á mánudag. Leiðtog-
ar Vestur-Afríkuríkja hafa
samþykkt að styðja hernað-
aríhlutun undir forystu Níg-
eríumanna og búist er við
að hersveitir þeirra grípi til
aðgerða um helgina til að
koma Ahmad Tejan
Kabbah, forseta, aftur til
valda.
► SVIPTINGASAMT hefur
verið í Afghanistan undan-
farna daga. Hersveitir Tale-
ban-hreyfingarinnar virð-
ast á undanhaldi eftir að
þær voru hraktar burt frá
borginni Mazar-i-Sharif á
miðvikudag. Talebanar
halda þó enn a.m.k. tveimur
þriðju hlutum landssvæða í
Afghanistan.
► MOHAMMAD Khatami
sigurvegari forsetakosning-
anna í íran segir aukið lýð-
ræði tímabært þó vernda
þurfi íslamska stjórnar-
hætti.
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Á sama báti, kennslumyndbönd fyrir skipstjórnarmenn
Rétt viðbrögð
við slysum á sjó
ÚT HAFA komið á vegum slysa-
og bráðamóttökudeildar Sjúkrahúss
Reykjavíkur, tvö myndbönd, Á sama
báti, læknisverk sjómanna, sem
ætluð eru fyrir skipstjórnarmenn á
fískiskipum. Myndböndin sýna rétt
viðbrögð við algengum slysum, sem
sjómenn verða fyrir á sjó, oft á fjar-
lægum miðum.
„Sjómennskan er hættulegasta
starfið á íslandi," sagði Brynjólfur
Mogensen, yfirlæknir slysadeildar
Sjúkrahúss Reykjavíkur. „Einn af
hveijum tíu slasast á hveiju ári og
jafnvel fleiri. Slys eru svo algeng
að skipstjómarmenn lenda fyrr eða
síðar í því að sauma saman sár
ásamt ýmsu öðm og stundum er
fólkið svo mikið slasað að þeir verða
að bregðast við til þess að halda lífí
í viðkomandi þar til hjálp berst.
Þeir eiga engra kosta völ, sérstak-
lega þegar skipin em farin að sækja
æ lengra á haf út. Myndböndin em
því tæki til að hjálpa þeim að bregð-
ast rétt við.“
Sigurður Ásgeir Kristinsson var
fyrsti læknirinn, sem sendur var til
aðstoðar í Smugunni árið 1994 og
sagði hann að þá þegar hefði verið
ljóst að margt mætti betur fara í
heilbrigðisþjónustu sjómanna.
Símaráðgjöf
„Síðan fyrsti túrinn var farinn
höfum við verið að beijast fyrir að
fá fjármagn til að sinna þessum
hlutum," sagði hann. „Við læknar
höfum verið með símaráðgjöf við
skipstjómarmenn og er það von
okkar að á næstu ámm verði hægt
að útvíkka þá þjónustu með svokall-
aðri fjarlæknisfræði."
Fimm læknar deildarinnar hafa
mannað þyrluvaktina og sjá þeir
læknar einnig um ráðgjöf til sjó-
manna, sérstaklega þegar um alvar-
leg tilfelli er að ræða en menn leita
einnig til deildarinnar með spurn-
ingar um lyf og fleira. Þá hafa lækn-
ar og hjúkmnarfræðingar á slysa-
deild í mörg ár séð um bóklega
kennslu nemenda í Stýrimannaskó-
lanum og hafa þeir jafnframt heim-
sótt slysadeildina og fylgst með því
sem þar fer fram.
Verklegt nám
„Fyrir nokkra var tekið upp sam-
starf milli slysadeildar, Stýrimanna-
skólans og Slysavarnaskóla sjó-
manna um endurmenntunarnám-
skeið fyrir skipstjómarmenn, þar
sem við sjáum um bóklega hlutann
og var nú í fyrsta sinn boðið upp á
verklegt nám á slysadeild. Þeir fengu
að vera hér í tvo daga og vom óhemju
þakklátir fyrir það litla sem þeir
fengu. Þetta vom stýrimenn sem
hafa lent í að sinna slösuðum og
vita hvar skórinn kreppir,“ sagði
Sigurður Ásgeir. „En það er þannig
að jafnvel þó þeir séu hér í tvo daga
þá líða stundum margir mánuðir þar
til þeir lenda í að sinna slösuðum
manni." Sagðist Sigurður Ásgeir
vonast til að með bættri lyfjakistu
um borð í fiskiskipum, betri sam-
skiptum við lækna í landi, sem hafa
kynnst aðstæðum á sjó af eigin raun
og endurmenntunamámskeiðum,
geti læknar áttað sig á hvað menn
kunna og geta við þær aðstæður sem
upp koma en nauðsynlegt sé fýrir
skipstjómarmenn að rifja upp við-
brögðin og þá komi myndböndin að
góðu gagni. „í upphafi var ætlunin
að kenna mönnum að sauma sár og
deyfa en ég hef heyrt ótal sögur af
mönnum sem hafa verið saumaðir
án þess_ að vera deyfðir,“ sagði Sig-
urður Ásgeir.
Um 60 mín. efni er samtals á
báðum myndböndunum. Á fyrra
bandinu er stuttur inngangur, síðan
er flallað um hvemig bregðast á við
þegar komið er að slysi, hvernig
skal hafa samband við lækni í landi,
hvernig mæla á og skrá lífsmark,
öndunaraðstoð við höfuðáverka, við-
brögð við áverka á hrygg og mjað-
magrind, loftvega- og bijósthols-
skoðun, kviðarholsskoðun, með-
höndlun áverka á útlimum og um-
búðir. Á síðara bandinu er kennt
að deyfa, sauma sár, fjarlægja öng-
ul, fjallað um augnáverka, með-
höndlun brunasára, hvernig setja á
upp æðalegg þ.e. vökva og lyfja-
gjöf, hvernig setja á upp þvaglegg,
kafli um áfallahjálp, viðbrögð við
eitrunum og loks eru lokaorð. Kafl-
arnir eru tímasettir þannig að auð-
velt er að finna þá á myndbandinu.
Myndböndin fást á slysadeild
Sjúkrahúss Reykjavíkur og er hægt
að nálgast þau í síma 525-1712.
Morgunblaðaið/Ásdís
SIGURÐUR Ásgeir Kristinsson, sérfræðingur á slysa- og bráða-
deild Sjúkrahúss Reykjavíkur, og Brynjólfur Mogensen yfirlækn-
ir með myndbönd ætluð skipstjórnarmönnum á fiskiskipum með
leiðbeiningum um viðbrögð við slysum á sjó.
Valur Ingimundarson um samskipti
íslands og Bandaríkjanna á 5. og 6. áratugnum
Engar kjarnorku-
flaugar á Islandi
.# ÉL %
20.-31. MiM' 100?
VALUR Ingi-
mundarson
sagnfræðingur
sagði í erindi,
sem hann flutti
á lokadegi hins
íslenska sögu-
þings, að kjarnorkuflaugarnar, sem
H.C. Hansen, forsætisráðherra
Danmerkur, heimilaði Bandaríkja-
mönnum á laun að koma fyrir á
Grænlandi á árunum 1959-1965
hefðu verið sömu tegundar og þær
flaugar, sem bandaríski herinn
hugðist koma fyrir á íslandi. Valur
sagði að nýjar heimildir Bandaríkj-
unum bentu til þess að engin kjarn-
orkuvopn hefðu verið geymd á ís-
landi.
Bandaríkjamenn ráðgerðu að
setja upp NIKE-loftvarnarflaugar
með kjarnaoddum á íslandi á áran-
um 1957-1959 og kom fram hjá
Val að ekki varð af því vegna þess
að þeirra var talin þörf annars stað-
ar. Valur sagði að í upphafi sjöunda
áratugarins hefði verið gert ráð fyr-
ir þvi í hemaðaráætlunum Banda-
ríkjamanna að koma fyrir kjarnorku-
vopnum á vegum flotans á stríðstím-
um.
í bók sinni, „í eldlínu kalda stríðs-
ins“, sem kom út á síðasta ári, kvaðst
Valur ekki hafa fundið heimildir,
sem bentu til þess að kjarnorkuvopn
hefðu verið geymd á íslandi og í
fyrirlestrinum sagði hann að nýjar
heimildir úr banöaríska utanríkis-
ráðuneytinu renndu enn frekar stoð-
um undir þá niðurstöðu.
Jesse L. Byock lýsti því hvernig
höfundur Egils sögu birti menning-
arlega sjálfsmynd íslendinga þeirra
tíma og setti fortíðararfinn í sam-
hengi. Hann segir áherslu íslend-
ingasagnanna á samskipti við kon-
unga hafa verið til þess ætlaða að
varpa ljósi á stjórnmál og þjóðerni,
enda hafi ágengni Noregskonunga
verið eina ógnunin við sjálfstæði
þjóðarinnar.
Sagan hefur tapað
sameiningarhlutverkinu
Guðmundur Hálfdánarson dósent
sagði í fyrirlestri sínum að íslands-
sagan hefði að miklu leyti tapað
hlutverki þjóðernislegs sameiningar-
tákns, enda hafi hafi sú sögutúlkun
byggt á því að „gleyma" þeim þátt-
um fortíðarinnar sem sundruðu þjóð-
inni. Hann taldi að með því að losna
undan þessu hlutverki hafi sagn-
fræðina öðlast aukið sjálfstæði en
þjóðin hafi fundið sér önnur samein-
ingartákn.
J