Morgunblaðið - 01.06.1997, Síða 8

Morgunblaðið - 01.06.1997, Síða 8
8 SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 1997 FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ Áhrif farsímans rannsökuð BLAÐRAÐU aðeins lengnr elskan . . . Kleppsspítali Opið hús vegna 90 ára afmælis OPIÐ hús verður hjá geðdeild Landspítalans í dag, sunnu- dag, í tilefni af 90 ára af- mæli deildarinnar sem haldið var upp á með athöfn á Kleppsspítala síðastliðinn þriðjudag. Opið verður milli klukkan 14 og 18 og geta gestir skoð- að sig um á Kleppsspítala, í Bergiðjunni sem er vemdaður vinnustaður og á vistheimilinu Víðihlíð en þessar byggingar em allar á lóð Kleppsspítala við Vatnagarða í Reykjavík. Þá verður einnig opið hús hjá bama- og unglingageðdeild Landspítalans við Dalbraut 12. Breyttir heimsóknartímar sængurkvennadeildar Komíð til móts við óskir feðra FRÁ og með deginum í dag, 1. júní, verða breytingar á heimsókn- artímum á sængurkvennadeild Landspítalans. Heimsóknartíminn lengist og mun standa yfir frá kl.14.00 til 21.00. Hann er hins vegar eingöngu ætlaður feðmm barna, systkinum og ömmum og öfum. Þessar breytingar eru gerðar fyrst og fremst vegna óska feðra um betra aðgengi. Að sögn Guðrúnar Bjargar Sveinbjömsdóttur, yfirljósmóður, hafa hugmyndir í þessa átt lengi SWISSCARE POUR G I V E N C H Y NATURAL GLOW PROTECTIVE SKINCARE NÝTT FRÁ GIVENCHY: Krem, sem kallar fram náttúrulegan Ijóma húðarinnar, evkur sólbrúnku, vinnur gegn öldrun húðar og er rakagefandi. ÚTSÖLUSTA Hygea Evita - I verið ræddar. Heimsóknir á deildina hafí verið mjög miklar og mæður jafnvel tekið á móti allt að 15 gest- um í einum heimsóknartíma sem valdi miklum erli á deildinni og sérstaklega með tilliti til þess að konur liggi margar saman á hverri stofu. Það sem hrinti hugmyndinni loks í framkvæmd var niðurstaða viðtala sem Ingólfur Gíslason vann fyrir jafnréttisnefnd feðra. Þar kom fram almenn ósk feðra um að fyrir- komulagi heimsóknartíma yrði breytt og þá jafnvel á kostnað stór- fjölskyldunnar, vina og vinnufélaga. Fyrirkomulag sem þetta, og jafnvel strangara, er viðhaft á hinum Norð- urlöndunum og víðar. „Markmið okkar er að styðja við fjölskylduna og við sáum ekki að við gætum gert það öðruvísi en á kostnað þess- ara gífurlega miklu heimsókna,“ segir Guðrún. 14% mæðra fara snemma heim Þessar ráðstafanir tengjast einnig því að mæður fara í vax- andi mæli heim innan 36 klst. eft- ir fæðingu. Þær nýta sér heima- þjónur.tu ljósmæðra sem styrkt er af Tryggingarstofnun og felur í sér fræðslu og eftirlit ljósmóður barnsins í allt að viku frá fæð- ingu.„Mikill kostur við heimaþjón- ustuna er að faðirinn er þátttak- andi allan tímann sem ekki hefur verið hægt að bjóða upp á hér á deildinni," segir Guðrún. Hún bæt- ir því við að viðbrögð sem hún hafi fengið við breytingunum hafi yfirleitt verið jákvæð og flestum þótt tími til kominn að draga úr aðsókn gesta á deildina. Feður séu mjög ánægðir og þetta sé í raun enn eitt skrefið í átt til jafnréttis. Að sögn Guðrúnar hefur verið talsvert af fæðingum í maí en næsta stóra fæðingarhrinan komi ekki fyrr en í september. Slysavarnadeild kvenna í Reykjavík Kaffisala á sj ómannadaginn er mikilvæg SLYSAVARNA- DEILD kvenna í Reykjavík mun venju samkvæmt standa fyrir veitingasölu við Reykjavíkurhöfn á sjó- mannadaginn, ásamt kaffisölu í félagsheimil- inu Höllubúð að Sóltúni 20. Félagið var stofnað árið 1930 og var fyrsta kvennadeildin innan Slysavarnafélags íslands, sem stofnað var tveimur árum fyrr. Um þijú- hundruð konur eru nú skráðir félagar. Hrafn- hildur Scheving hefur setið í stjórn félagsins í fimm ár og verið formað- ur síðan 1995. - Að hvaða málum hef- ur Slysavarnadeild kvenna starfað? „Kvennadeildin hefur í gegn- um tíðina starfað að ýmsum mikilvægum málum sem snerta slysavarnir og björgunarmál. Deildin stóð meðal annars að byggingu fyrstu skipbrots- mannaskýlanna sem reist voru á íslandi og átti þátt í byggingu Slysavarnafélagshússins við Grandagarð. Félagskonur sáu um allar innréttingar í fyrsta björgunarskipið, Sæbjörgu, og hafa aflað fjár til að styrkja Björgunarsveitina Ingólf í Reykjavík til tækjakaupa. Konur fóru á fyrstu árunum út um allt land til að kynna Slysavarnafé- lagið og starfsemi þess og upp úr því voru víða stofnaðar björg- unar- og slysavamasveitir. Helstu fjáröflunarleiðir Kvenna- deildarinnar í gegnum tíðina hafa verið merkjasala og kaffí- sala. Á árum áður voru haldin bingó í stærstu samkomuhúsum bæjarins og komust þá færri að en vildu. Síðari ár höfum við einbeitt okkur að verkefnum sem lúta að slysavörnum á landi. Við höfum meðal annars tekið þátt í átaksverkefninu Vörn fyrir böm, sem Slysavarnafélag ís- lands og Umferðarráð standa að. í því sambandi höfum við meðal annars athugað öryggisbúnað fyrir böm í bílum við leikskóla borgarinnar. í byijun júní fer af stað átak til að hvetja fólk til að nota bílbelti og _____ við munum standa á götuhornum og við helstu umferðaræðar og athuga bílbelta- notkun. Kvennadeild- in hefur einnig staðið fyrir námskeiðum í fyrstu hjálp og um eldvarnir og öryggi barna. Þau eru opin öllum og hafa ver- ið vel sótt. Við gáfum nýlega öllum heilsugæslustöðvum í Reykjavík töflur með upplýsing- um um öryggishluti fyrir heim- ili. Hjúkrunarfræðingar hafa svo farið í gegnum þessi atriði með ungum foreldrum." - Er félagsstarfið líflegt? „Við höldum yfírleitt sex fundi á ári. Á jólafundinum er alltaf mikil hátíðarstemmning og sömuleiðis á aðalfundinum sem haldinn er í febrúar, en þá blót- um við þorra. í apríl er svo hald- inn afmælisfundur og þá fáum við til okkar skemmtikrafta_ og gerum okkur glaðan dag. Árið 1993 festi deildin í fyrsta sinn Hrafnhildur Scheving ► Hrafnhildur Scheving fæddist í Reykjavík 3. júlí 1961. Hún hefur starfað hjá íslandsbanka síðan 1991 og gegnt formennsku í Slysa- varnadeild kvenna í Reykjavík síðastliðin tvö ár. Hrafnhildur á þrjár dætur og eitt barna- barn. Veitingasalan er okkar stærsta fjár- öflunarleið kaup á húsnæði undir starfsem- ina. Það stendur við Sóltún 20 og hefur fengið nafnið Höllubúð. Þar erum við með góðan sal, þar sem við verðum með kaffihlað- borð á sunnudaginn. Við reynum að fara í a.m.k. eina dags- eða helgarferð innanlands á hveiju sumri og til útlanda á tveggja til fjögurra ára fresti, þar sem við höfum hitt fólk sem vinnur að svipuðum málum. Einnig má nefna að kvennadeildirnar um allt land halda þing á hveiju hausti til að fara yfir stöðu mála og miðla þekkingu sinni og reynslu." - Hvaða hlutverki gegnir veit- ingasalan í starfsemi félagsins? „Veitingasala á sjómanna- daginn er okkar stærsta fjáröfl- unarleið og allur ágóði af henni rennur til björgunarmála. Und- anfarin ár hafa ýmis félagasam- tök verið að seilast inn á þennan markað, svo samkeppnin er orð- in hörð. Mér finnst reyndar per- _________ sónulega að sjó- mannadagurinn eigi að vera helgaður sjó- manna- og slysa- varnafélögunum og þau eigi að njóta góðs af sölu á þessum degi. verðum með sölutjöld á Við Miðbakka við Reykjavíkurhöfn, þar sem við bökum vöfflur og bjóðum til sölu kaffi og gos- drykki. Við seljum einnig Lukkupakka með óvæntu inni- haldi, sem félagskonan Aðal- heiður Guðmundsdóttir hefur útbúið af miklum hagleik. Einn- ig verðum við með glæsilegt kaffihlaðborð í salnum í Höllu- búð. Fyrirtæki hafa styrkt okk- ur með því að leggja til hráefni og á laugardaginn komum við saman og bökum tertur, útbúum salöt og fleira. Þá myndast skemmtileg stemmning og það eru ávallt þreyttar og ánægðar konur sem halda heim að kvöldi sjómannadags eftir annir helg- arinnar.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.