Morgunblaðið - 01.06.1997, Síða 10

Morgunblaðið - 01.06.1997, Síða 10
10 SUNNUDAGUR 1 JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ LAXASTOFNAR Á HELJARÞRÖM EINS OG sjá má á súlu- og línuritum þeim sem fylgja þessum texta, þá er óhætt að telja laxinn í útrýmingarhættu. Margháttaðar hættur hafa steðjað að þessum konungi fiskana síðustu aldir og aldrei hefur ver- ið gengið harðar fram eða jafn nærri laxinum og á þessari öld. Yfirleitt er það maðurinn sem stendur á bak við hættumar. Mað- urinn hefur reist stíflurnar sem hafa lokað laxinum leið á hrygn- ingarstöðvar. Maðurinn hefur staðið fyrir mengun í formi frá- rennslis í laxveiðiár, frá honum er súra regnið komið, hann hefur höggvið skóga og dreift áburði sem hefur raskað búsvæðum. Síð- ast en ekki síst hefur maðurinn staðið fyrir gengdarlausum veið- um bæði í söltu vatni og fersku. Allt þetta og meira til hefur vald- ið því að laxinn hefur látið undan sverfast. Ef við rýnum á súluritið og athugum töluna sem þar stendur við ártalið 1996, síðasta ár, þá er hún ekki burðug, eða 800.000 laxar veiddir. Árið 1975 voru þeir þó fjórar milljónir og þótti ekki mikið. Síðan hefur leiðin legið mjög ákveðið niður á við. En þessir 800.000 laxar eru ekki allir þar sem þeir eru séðir. Mjög margir þeirra eru villingar úr sjó- og strandkvíum og hafbeitarlax- ar. Væri hrunið „Við erum vissulega orðnir hræddir og það eru auðvitað von- brigði að horfa upp á tölurnar hrapa þrátt fyrir alla vinnuna og peningana sem við höfum lagt í verkefnið. Það er mjög áþreifan- legur og raunhæfur möguleiki á því að laxinn geti dáið út. Tegund- ir deyja út, það hafa kannski 20 fisktegundir dáið út síðustu tvo áratugina," segir Orri Vigfússon forsvarsmaður NASF, Norður-Atl- antshafslaxasjóðsins. Og hann segir meira: „Margir vísindamenn segja raunar að þessar sveiflur séu inn- an eðlilegra sveiflumarka og við þekkjum vel hve laxagöngur geta sveiflast upp og niður eftir ár- ferði til lands og sjávar. En þegar við erum að tala um heildarveiði upp á 800.000 laxa þá sýnir sig best hve starf sjóðsins hefur í raun skilað miklu. Við erum sann- færðir um, og höfum orð virtra vísindamanna fyrir því, að kvóta- kaup okkar hafi bjargað 1-1,5 milljónum laxa. Ég tel því, að ef ekki hefði komið til starf NASF þá væri þetta einfaldlega hrun- ið.“ Þú telur þetta þá ekki vera áfell- isdóm yfir þeim leiðum sem þið hafið farið? „Alls ekki og við tökum ekkert sérstaklega eftir því að þeir sem hafa verið að leggja til peninga og vinnu líti þannig á málið. Þvert á móti vitum við ekki um neitt verkefni sem skilar meiri aukn- ingu á laxi upp í árnar. Það má ekki gleyma því í þessu sambandi að árferði hefur á þessum allra síðustu árum verið afar erfitt. 1995 vorum við með þann kald- asta sjó sem mælst hefur og þó Þrátt fyrír að Norður-Atlantshafslaxasjóður Orra Vigfússonar hafí náð að uppræta nær alla úthafsveiði á laxi síðustu 5-6 árin er ekkert lát á hnignun laxastofna. Síðasta ár var minni heildarveiði en nokkru sinni fyrr og svo lítil veiði að menn hafa verulegar áhyggjur af því að laxinn sé í raunverulegri útrýmingarhættu. Athyglisverð þróun samhliða umræddri hnignun er, að síðasta ára- - ■ ■ ---------------■ > tuginn hefur veiði verið jöfn og stöðug á Islandi. Guðmundur Guðjónsson skoðaði málið frá ýmsum hliðum. Þróun afla af villtum Atlantshafslaxi um heim allan frá 1975 Þróun veiðinnar á íslandi og í Atlantshafi frá 1975 1975 1980 1985 1990 1995 1996 NASFkaupir úthafskvóta m » 20 > Island > Atlantshaf 1975 1980 1985 1990 1995 100 « % 80 40 það hafi skánað verulega í fyrra hefur aftur sótt í sama horfið. Slíkt árferði drepur gífurlega mikið af laxi. Undir venjulegum kringum- stæðum drepast 90-99% laxaseiða í uppvexti í hafinu. Þar kemur til vosbúð, fæðuleysi og eflaust fleira. Við erum með okkar aðgerðum að reyna að vernda þessi 1-9% og það gefur augaleið að lítið má út af bregða. En við sjáum kannski hvað best í samsetningu aflans, t.d. í fyrra, hveiju starf NASF hefur í raun skilað við þessar erf- iðu aðstæður. Þar vitna ég >' skýrslu Teds Potters sem veitir forystu Iaxanefnd Norðaustur- deildar Alþjóðahafréttarráðsins. Þar kemur hann víða við, en m.a. kemur þar fram að hrapið er eink- um í eins árs fiski, en stærri lax- inn sem er tvö ár eða lengur í hafinu heldur sér í horfinu og gott betur. Benda þessar tölur ekki til þess að þið séuð aðeins að hægja á hinu óumflýjanlega? Að laxinn hverfi á tíu næstu árunum í stað fimm? „Við verðum að beijast áfram af fullri bjartsýni og ég minni á, að það eru ekki nema 5-6 ár síðan að sjóðurinn hóf að kaupa úthafs- kvótana. Það er ekki meiri tími en einn lífhringur hjá laxi. Það má því með þeim rökum segja að I í í i i i i i \

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.