Morgunblaðið - 01.06.1997, Page 12

Morgunblaðið - 01.06.1997, Page 12
12 SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Stefnu- breyting en í hvaða átt? Breski þingmaðurínn og fræðimaðurinn Will- iam Wallace er ekki í vafa um að nýafstaðn- ar kosningar í Bretlandi hafí verið söguleg- ar, en nákvæmlega í hvaða átt sagan taki stefnu sé erfítt að segja enn sem komið er. Sigrún Davíðsdóttir hlustaði á fyrirlestur hans í Kaupmannahöfn nýlega. WLLIAM Wallace dreg- ur ekki fjöður yfir að hann sé ekki óhlut- drægur í mati sínu á kosningunum og pólitískri stöðu Bretlands, þegar hann velti fyrir sér „til hvers Bretland sé“ í fyrir- lestri hjá dönsku utanríkismála- stofnuninni. Hann er ekki aðeins virtur fræðimaður, sem starfar á vegum Central European Univers- ity í Búdapest og London School of Economics and Political Science í London, heldur á hann einnig sæti í efri deild breska þingsins og tók af lífi og sál þátt í kosninga- baráttunni fyrir Fijálslynda demó- krataflokkinn. „Kosningaúrslitin voru afgerandi, en það er enginn sem getur enn sagt til um á hvern hátt þær voru það, eða hveijar afleiðingarnar verði,“ undirstrikar hann. íhaldsflokkurinn enskur og hvítur Hið fyrsta sem Wallace bendir á eru Iandfræðilegar afleiðingar, um leið og hann dregur upp kort af því hvernig landið skiptist nú milli flokkanna. Hina nýju skipt- ingu sér hann sem vísbendingu í átt að upplausn Bretlands i fjögur svæði, England, Skotland, Wales og írland, sem hvert lúti sínum pólitísku lögmálum. Skiptingin eigi sér sögulegar skýringar og að mati Wallace hefði aðskilnaður svæðanna á einn eða annan hátt líklega orðið fyrr, ef ----------- tvær heimstyijaldir á öldinni hefðu ekki þjapp- að Bretum saman og mótað sameiginlega _______________ reynslu þeirra. Á kortinu bendir hann á að íhaldsflokkurinn sé nú orðinn enskur flokkur, sem hafi þurrkast út í Skotlandi og Wales og eigi sér sterkast fylgi í Suður-Englandi og suðlægum úthverfum Lundúna. Glasgow, Liverpool og Edinborg eru kjamasvæði Verkamanna- flokksins, meðan fijálslyndir eigi ítök í Wales. Þessi skipting lands- ins getur að mati Wallace ekki annað en haft áhrif á framhaldið. En kreppa íhaldsflokksins ligg- ur einnig í því að kjósendur flokks- ins eru flestir af eldri kynslóðinni og sama er um frambjóðendur, sem fæstir eru undir sextugu, að segja. Konur frambjóðendanna, því þeir eru flestir karlkyns, hafa verið ötular við fjársöfnun, en þær hafa elst og þá um leið íjárstreym- ið til flokksins. Fé til flokksins kemur því í auknum mæli erlendis frá, með ýmsum óheppilegum af- leiðingum. Að sögn Wallace stefnir í æ meiri sjálfstjóm svæða, enda sýni hið pólitíska kort skýra mörkun þeirra. Skotar hafi allt nema þing, þeir þurfi ekki Breta til að vetja sig, leiti í vaxandi mæli til Brassel fremur en London og Skotar skil- greini sig gjarnan sem fijálsa þjóð í Evrópu. Þjóð í leit að sjálfsemd En Wallace lítur einnig á úrslit- in sem áhugaverða vísbendingu um hve Bretar séu óklárir á hveij- ir þeir séu, þar sem fyrri goðsagn- ir um Engilsaxa samræmist ekki lengur veruleikanum. Bretar búi ekki lengur við eina menningu sögubókanna, heldur við fjölþjóða- menningu. Fram á síðustu öld hafí Bretar átt sér margþætta sögu, sem fléttast hafi saman við sögu meginlandsins og Bandaríkj- anna. Á síðustu öld hafí svo hinum breska stimpli verið komið á íbú- ana og um leið hafi sprottið upp deilur sem enn standi um heim- stjóm. Inn í það fléttist umræður um hlutverk breska þingsins og ------------------ hvort það endurspegli Fjögur svæði eitthvert æðra gildi og sem lúta eigin æðri sög^. sem réttlæti lögmálum stöðu Þess stöðu þess sem hins ________ efsta í valdastiganum. Þegar kom fram á þessa öld átti reynslan af fyrri og seinni heimstyijöldinni sinn þátt í að þjappa Bretum saman. Heim- styijaldimar fleyttu evrópskum flóttamönnum til Bretlands og þeir sáu landið þá sem fijálst land í samanburði við ófijálst megin- landið. Þetta var tekið upp af stjórnmálamönnum eins og Wins- ton Churchill, sem hélt því á lofti að Bretland væri fijálsara en Þýskaland og þar með var farið að marka Bretland frá meginland- inu, að upphefja Bretland og Eng- ilsaxa á kostnað meginlandsins. íHmii Reuter. TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, og Robin Cook utanríkisráðherra. Breski fræðimaðurinn William Wallace segir stjórnarskiptin þýða stefnubreytingu í Evrópumálum. Alls ekki sé hins veg- ar ljóst hvað í þeirri stefnu muni felast. Bretland gæti ekki skilið sig frá meginlandinu, en það væru Bretar sem hefðu einhveiju að miðla því og ekki öfugt. En það era ekki aðeins megin- svæðin úögiuf, sem marka íbúana, heldur einnig straumur undanfar- innar aldar af fólki frá fyrram nýlendum og víðar að. íhaldsflokk- urinn er fyrst og fremst flokkur hvítra og það er vaxandi vanda- mál í landi, sem æ meir markast af innflytjendum og ýmsum blönd- um þeirra. Blöndunin er það mik- il, að ekki er lengur nóg að vísa til þjóðernis, þegar skilgreina á íbúana. Á undanförnum aldar- fjórðungi hefur ferðum yfír Erma- sund fjölgað 25 falt og unga fólk- ið lítur ekki einungis á sig sem Breta lengur. Stór hluti Breta er giftur útlendingum, vinnur hjá erlendum fyrirtækjum eða hefur á annan hátt tengsl við útlönd og fjórðungur breskra iðnfyrirtækja er í eigu útlendinga. Evróputortryggnin er dauð .. . eða svo gott sem Hinn sameiginlegi samnefnari kalda stríðsins, andstaðan við Rússa, gildir ekki lengur og það dugir heldur ekki að skilgreina sig sem kristinn, sökum fjölda múha- meðstrúarmanna í Bretlandi. Það er því orðið flókið að skilgreina hvað felist í því að vera Breti. Að mati Wallace hefur þessi afmörkun Bretlands frá megin- landinu og sögu þess, í andstöðu við fyrri raunveraleika, verið Bret- um fjötur um fót í Evrópusam- starfínu. Framan af vora það ekki síst tengslin við nýlendurnar sem hindraðu Breta í að gerast aðilar að samstarfínu. Þegar Bretar gengu í Efna- hagsbandalagið 1973 orsakaði það samsemd- arkreppu að vera nú kominn í svo mikið ná- vígi við meginlandið sem engu hefði að miðla. Margaret Thatcher, fyrram for- sætisráðherra, var frá upphafi upptekin af sögu og söguímynd Breta og hún áleit landa sína hafa ranga eða enga mynd af sögunni. Áform hennar var að endurskapa samsemd Breta. Falklandseyja- stríðið kom að góðu gagni, auk þess sem efnahagsbati Breta leiddi til þess að hún gat haldið því fram að Bretar hefðu eitthvað að kenna meginlandinu og það væri verkefni þeirra í Evrópusamstarfínu. Hún var auk þess einlægur mótmæ- landi og í þessari krossferð hennar varð kaþólikkinn Helmut Kohl, kanslari Þýskalands, holdtekning alls þess, sem hún barðist á móti. En fall Thatchers varð líka fall þessara hugmynda, án þess að neinar nýjar kæmu í staðinn. Síðan 1991 hafa Bretar verið flöktandi og á hrakningi. Ástralski fy'öl- miðlakóngurinn Rupert Murdoch náði fótfestu meðal virtra breskra fjölmiðla. Hin sérstöku tengsl Breta og Banda- ríkjamanna voru á enda, þar sem Bandaríkja- menn litu ekki lengur á Breta sem driffjöður Evrópu, heldur Þjóðveija. Með Maastricht komust þau atriði efst á blað, sem Bretar höfðu barist gegn, svo sem skattheimta, byggðastefna í gegnum svæða- sjóði og ekki síst myntbandalagið. íhaldsflokkurinn hefur lengi lit- ið á Evrópu sem ógnun við Bret- land og allt sem breskt sé. í kosn- ingunum 1993 hélt John Major þáverandi forsætisráðherra því á lofti að það þyrfti að bjarga Bret- landi undan Evrópu. Eftir á hefði SJÁ BLAÐSÍÐU 14. Evrópusam- starf er eina lausnin

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.