Morgunblaðið - 01.06.1997, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ1997
LISTIR
Fyrstu tónleikar
sumarsins í Lista-
safni Siguijóns
LISTASAFN Siguijóns Ólafssonar
gengst eins og undanfarin ár fyrir
vikulegum sumartónleikum í sal
safnsins á Laugamesi á þriðjudags-
kvöldum kl. 20.30. Hefst tónleikaröð-
in næstkomandi þriðjudag, 3. júní,
en þá munu Jón Aðalsteinn Þorgeirs-
son klarinettleikari, Sigurður Hall-
dórsson sellóleikari og Om Magnús-
son píanóleikari flytja tríó op.ll eftir
Ludwig van Beethoven, tríó op.114
eftir Johannes Brahms og þjóðlög í
útsetningu Þorkels Sigurbjömssonar.
Birgitta Spur, sem skipuleggur
tónleikaröðina, segir að hún verði
með hefðbundnu sniði að þessu sinni
en þetta er níunda sumarið sem lista-
safnið efnir til vikulegra sumartón-
leika. „Við duttum strax niður á
form sem hentar okkur vel, það er
að bjóða upp á um klukkustundar
langa tónleika og hafa kaffistofuna
opna á eftir, þar sem fólk getur
staldrað við og horft á sólarlagið,
ef þess er kostur."
Að sögn Birgittu var lítil hefð
fyrir sumartónleikum í Reykjavík
þegar Listasafn Siguijóns ákvað að
brydda upp á þessari nýjung í starfi
sínu sumarið 1989. „Það má eigin-
lega segja að við höfum mtt braut-
ina en núna hikar enginn við að efna
til tónleika að sumri til í borginni.
Fyrir vikið er „vertíð“ tónlistar-
manna orðin lengri," segir Birgitta
og bætir við að erlendir ferðamenn
hafi kunnað vel að meta framtakið,
þótt íslenskir áheyrendur hafi jafnan
verið í meirihluta.
Birgitta lofar fjölbreyttum tón-
leikum í sumar — sem endranær.
Næstu tónleikar verða 10. júní, þeg-
ar Einar Kristján Einarsson gítar-
leikari kemur fram, 24. júní verður
Hlíf Siguijónsdóttir fiðluleikari á
ferðinni og 1. júlí munu Wout
Oosterkamp bassabarítonsöngvari
og Elísabet Waage hörpuleikari efna
til tónleika í Listasafni Siguijóns
Ólafssonar.
SIGURÐUR Halldórsson, Jón Aðalsteinn Þorgeirsson og Örn
Magnússon ríða á vaðið á vikulegum sumartónleikum
í Listasafni Siguijóns.
Sumar myndirnar lýsa framand-
legum stað. Þetta er borg sem
maður ekki þekkir; sundurgrafin
Miklabraut 1956, maður með
dauða rottu á fjörusteini, þegjanda-
leg og umkomulaus hús í þorpi
1865; „Talandi þögn geta hús okk-
ar verið vitni“. (Sigfús Daðason)
En sumt kannast maður líka við.
Fólk á leið úr messu í heiðríkju og
roki og raflýst Aðalstræti um jól
1955, tæknivæðingin komin til sög-
unnar. Myndirnar og ljóðin eru sam-
eiginlegt minni okkar, saman
mynda þau þátt í skynjun okkar og
skilningi á borginni, umhverfinu.
Spegilmynd sjálfs sín
Garðar Baldvinsson bókmennta-
fræðingur velur ljóðin á sýninguna
og ritar ítarlega og skemmtilega
ritgerð í sýningarskrá. Þar segir
meðal annars: „A þessari öld hefur
Reykjavík mótast sem borg, sund-
urgrafin á ýmsum stöðum mestalla
öldina. Hins vegar ríkir mikil tog-
streita í ljóðum um það hvaða fyrir-
bæri þessi borg er og myndast í
þeim gjarnan áköf spenna milli
ólíkra tímasviða einsog ljóðin séu
brú milli fortíðar sem einkennist af
eins konar „borgarsveit“ og nútíðar
sem markast af „stórborgarmynd"
Reykjavíkur. Þessi spenna magnast
á sýningunni með þessum tímamun
milli ljóðanna og myndanna sem
getur spannað allt að tæpri öld.“
Garðar segir sýninguna enn-
fremur lýsa því mannhverfa sjón-
arhorni „sem sumir telja einkenna
nútímann þegar manneskjan og
mannleg vitund er miðja heimsins
sem allt tekur mið af.“ Hann seg-
ir að það vakni ýmsar spurningar
um þessa mannlegu vitund.
„Áhorfandinn gæti hér verið í
hverri vistarveru Lækjargötu 4
sem ljóðmælandi að horfa á hina
miklu mynd, fjallahringinn, Esjuna
sem er orðið fjallið mitt, eða sá
ljóðmælandi sem horfir á götusóp-
arann ráfa um göturnar, ellegar
sá sem sér spegilmynd sína spegl-
ast „glerbrot úr sekúndu“ í mynd
sem hann veit ekki hvort sýnir
hann sjálfan eða mynd hans. Það
er þannig komin ný vídd í „hina
miklu speki“ Rimbauds (og Antons
Helga Jónssonar og Megasar) að
ég sé ekki ég heldur annar, því
áhorfandinn er spegilmynd sjálfs
sín, einhver annar og eitthvað enn
annað.“
Árbæjarsafn á fjörutíu ára af-
mæli í ár og er húsið, Lækjargata
4 og sýningin, opnuð í tilefni þess.
Veitingasalan í Dillonshúsi opnar
um leið og safnið en í sumar munu
þar verða bornar fram randalínur
og ýmsir þjóðlegir réttir. Húsdýr
verða á safnasvæðinu í sumar og
handverksfólk að störfum flesta
daga, auk þess sem sérstök dag-
skrá verður alla sunnudaga.
t t iiflt tftt/ji t9t/ (ý/4)rtt
Kirkjusandur 1-3-5
2ja tH 3ja herbergja
ö
SVALIR
HERBERGI
o
in
4
— 1
SVALIR
\
84m2
HERBERGI
I þessum glæsilegu byggingum eru enn lausar nokkrar 2ja til 3ja herbergja íbúðir sem
eru sérstaklega hannaðar fyrir einstaklinga sem vilja hafa rúmt um sig.
Allir íbúar njóta frábærs útsýnis á þessum eftirsótta stað.
Þetta er einstakt tækifæri fyrir þá sem vilja vera lausir við umhirðu lóðar og sameignar.
Greiður aðgangur er að bílskýli þaðan sem gengið er inn í lyftu.
Allur frágangur er fyrsta flokks bæði innanhúss og utan.
Gríptu tækifærið strax og heimsæktu okkur
eða hringdu til að fá upplýsingar í síma 588 9090 og 577 3700.
íbúðaverð frá kr. 8.250.000 • Verð á bílskýli kr. 600.000 j
Öll verð eru bundin vísitölu byggingarkostnaðar frá desember 1996 (217,8) )
Komdu á staðinn og skoðaðu hjá okkur í dag milli kl. 13-15
EIGNAMIÐLUNIN ehf
Síðumúla 21 • Sími 588 9090
STOFNAÐ 1965
Ármannsfell hf.
Leggur grunn að góðri framtíð
Ármannsfell hf. • Funahöfða 19 • Sími 577 3700
(Kirkjusandur)
LaugardaluF)