Morgunblaðið - 01.06.1997, Page 20

Morgunblaðið - 01.06.1997, Page 20
MORGUNBLAÐIÐ 20 SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 1997 GRÍMUR Karlsson virðist við fyrstu sýn falla vel að almennum hugmyndum manna um hinn dæmi- gerða sjómann sem er „þéttur á velli og þéttur í lund“. Hann var líka að eigin sögn frá fyrstu tíð ákveðinn í að verða sjómaður. „Ég fór til sjós fjórtán ára gamall, réði mig á Vögg, bát sem Daníel Ög- mundsson móðurbróðir minn var skipstjóri á og gerður var út frá Suðurnesjum," segir Grímur þegar hann er spurður um upphaf sjó- mennskuferils síns. Hann kynntist þó sjónum miklu fyrr. „Ég var alltaf niðri í fjöru að leika mér og fylgjast með bátunum, oft týndi ég skóla- töskunni og fann hana svo í beitn- ingaskúrunum. Ég man að það var mokafli af síld árið 1944 þegar ég var 8 ára gamall. Ég man líka vel eftir þegar Norðurlandaþjóðimar komu til síldveiða eftir stríðið, 1946 og ’47. En þá var aftur orðin mjög lítil veiði, þá byrjuðu síldarleysisár- in.“ Faðir Gríms, Karl Dúason, var ekki sjómaður að lífsstarfi þótt hann hafi stundað sjó um tíma og var m.a. á vélbátnum Helgu árin 1919 og 1920. Síðar stundaði Helga tund- urduflaveiðar í seinni heimsstyrjöld- inni fyrir herstjórnina á íslandi. Helga grandaði 104 duflum í hafí auk margra dufla sem gerð voru óvirk í fjörunni. Grímur hefur smíð- að líkan af Helgu og er það til sýnis í andyri Norræna hússins um þessar mundir. Endalok Helgu, sem smíðuð var í England árið 1874, urðu þau að hún slitnaði upp á legunni á Drangsnesi árið 1944 og hvarf til hafs. Ekki vill Grímur meina að sjó- mannsblóðið í honum sé arfur frá föður hans, „nei, sjómennskan í mér er ábyggilega komin frá forfeðrum mínum við Breiðafjörðinn, þaðan var mamma mín Sigríður Ögmundsdótt- ir,“ segir hann. Grímur og fjölskylda hans bjuggu nálægt hinni frægu Hvanneyrar- skál, í Hvanneyrarhlíð undir Stráka- íjalli. „Ekkert skip fór um fjörðinn án þess að við sæjum það vel,“ seg- ir hann. „Við strákarnir gerðum raunar gott betur en horfa á fjörð- inn, ég og félagi minn sem Páll Kristjánsson hét rérum eitt sinn út á hann í heimatilbúnum bát, hann sökk undir okkur og við vorum mjög hætt komnir. Valbjörn Þorláksson íþróttamaður og Stella systir hans björguðu okkur, hrópin í okkur heyrðust. Þess má geta að faðir þeirra systkina var fyrsti stýrimaður á Helgu við tundurduflaveiðamar fyrmefndu." Loftskeytastöð á efri hæðinni Á hernámsárunum efnuðust margir á Siglufirði, þá var mokafli, hátt afurðaverð og lítið fékkst í búðum, það var því litlu hægt að eyða. Hemámið kom talsvert við Grím og hans fjölskyldu. „Húsið okkar stóð mjög hátt, þangað kom herflokkur marsérandi í upphafi hernáms og tilkynnti að taka yrði húsið vegna hernaðarlegra þarfa," segir Grímur. „Þá voru þeir búnir að mæla út að undir Hvanneyrar- skálinni væm hlustunarskilyrðin best í bænum. Pabbi var ekki tilbú- inn að láta húsið. Hann var mjög góður enskumaður og ræddi við æðstu menn hersins þarna í heilan dag, um kvöldið var hann búinn að komast að samkomulagi við þá um að þeir fengju efri hæðina en við, átta manna fjölskylda, byggjum áfram á neðri hæðinni. Þannig var þetta allt stríðið og á efri hæðinni í húsinu okkar var aðalloftskeyta- stöðin fyrir Norðurlandi. Þegar for- ingjamir vom beðnir um skýringu á þessu sérkennilega samkomulagi svömðu þeir bara að pabbi væri svo líkur Churchill. Hermennirnir sem vom á efri hæðinni vom geðugir, þetta voru menntaðir menn, raunar sumir hálfgerðir drengir, einn her- mannanna skrifaðist á við pabba þar til hann dó árið 1970. Englend- ingarnir voru með ísbjarnaraxlar- merki á búningnum sínum. Þeir vom sumir síðar sendir með innrás- arliðinu til Normandí og féllu sjálf- sagt margir þar. Eftir stríðið var mikill drauga- ÉG FISKAÐI LÉTT Sjórínn hefur löngum veríð líf og yndi Gríms Karissonar fyrrverandi skipstjóra. Hann fæddist á Siglufírði og minnist þaðan síld- veiðanna og hemámsins, síðan tók við sjó- sókn frá Suðumesjum. Um þetta og margt fleira ræðir hann við Guðrúnu Guðlaugs- dóttur. Eftir að sjómannsferli Gríms lauk hefur hann smíðað skipslíkön sem nú eru til sýnis í anddyri Norræna hússins og velt fyrir sér siglingakunnáttu fommanna. HELGA EA2. gangur á efri hæðinni. Hermennirn- ir gengu jafnan í skóm með járn- skeifum undir og það glumdi mikið í ef þeir gengu í þeim innandyra, enda var tréloft og tréstigi í húsinu. Þegar allir hermenn voru farnir af staðnum, vöknuðum við nótt eina við að útidyrahurðin var opnuð, hún var þykk og þung með stórri rúðu í. Henni var lokað harkalega og þrammað upp stigann og farnar þar tvær ferðir eftir gólfinu og glumdi hátt í vegna járnbentu skósólanna. Allir í húsinu vom vaknaðir og fylgdust með umganginum uppi. Loks fór pabbi fram, tók í hurðina og fór svo upp til þess að athuga hver þar væri. Hann kom niður aft- ur og sagði að útihurðin væri læst og enginn væri uppi. Þetta endurtók sig nokkrar nætur en fjaraði svo út. Var mjög sjóveikur Þegar síldveiðin minnkaði og hvarf varð atvinnuleysi á Siglufírði. Við fluttum til Njarðvíkur og bjugg- um þar fyrstu árin í bragga. Það var neglt fyrir hurðir og glugga á húsinu okkar fyrir norðan, síðar var það selt og loks tók snjóflóð það. Fyrsta sumarið fóm pabbi og mamma norður en það veiddist lítið og þau komu suður aftur. Ég réði mig eins og fyrr sagði fjórtán ára á fískibátinn Vögg sem Daníel móð- urbróðir minn stjórnaði og var í eigu móðurbræðra minna. Við fórum fyrst á reknetaveiðar. Ég var hræði- lega sjóveikur en vildi ekki gefast upp. Ég var tvö ár að sjóast, horað- ist og var ekki orðinn neitt nema bein og skinn. Gamall maður sem kallaður var Geiri Ben var kokkur á Vögg. Hann var illilegur á að ’§já en gæðablóð. Hann stamaði mÍKÍjí Þegar ég át ekki lagaði hann á disk fyrir mig, tók svo skolpfötuna og rak hana í klofíð á mér, gretti sig ógurlega og sagði: „ééttu - ééttu, eða drepstu." Hann hélt því fram að eitthvað yrði eftir þótt ég ældi og það hefur verið rétt, alltént lifði ég þetta af. Þess ber að geta að það er lykilatriði til að vel gangi á sjó að sjómennimir fái kraftmikla fæðu, þá geta menn þolað vökur og vosbúð. Það var erfítt að byija sjó- mennsku á reknetum, það er mikil vinna og erfíður veiðiskapur. Fisk- urinn var slitinn úr með handafli og marglyttan brenndi bæði hendur og andlit, sjórinn rann inn í stakk- anna og upp í ermamar og maður var alltaf klofblautur. Ég á eigi að síður góðar minningar um þetta tímabil, ekki þó um landlegurnar sérstaklega, ég var með svo mikla sjómannsdellu að ég fór ekki í land nema tilneyddur, ég var bara í bátn- um þótt verið væri að landa nema að ég væri alveg að drepast úr sjó- veiki þegar hreyfíng var í höfninni. Einu sinni man ég eftir að það komu útiendingar í rútu og vom að fylgj- ast með bátnum landa í Njarðvík, höfnin þar er erfíð og ég var að æla og reyndi eftir mætti að fela mig bak við tunnuna sem ég var moka síld í. Ef ég drekk megið þið drekka Eftir tvö ár á sjónum keypti ég bát með bróður mínum, við vorum lengst af saman á sjónum. Ég fékk réttindi til að mega stjórna 30 tonna bát og ráðherrabréf upp á undan- þágu. Við áttum bátinn í tvö ár og þá fór ég í Stýrimannaskólann og fékk þar fiskimannapróf, útskrifað- ist árið 1957. Ég tók svo við stjórn á bátnum Heimi frá Keflavík, hann átti ágætismaðurinn Falur Guð- mundsson sem nú er látinn. Á hon- um voru tíu til tólf skipveijar. Ég hafði ekki mikið fyrir skipsstjóm- inni, þetta kom allt nánast af sjálfu sér. í landlegum hafði ég það þann- ig að skipvetjarnir máttu drekka ef ég drakk. „Ef að ég drekk ekki, þá drekkið þið ekki,“ sagði ég við þá. Þeir fóru eftir þessu og fylgdust vel með mér í landlegum. Stundum fór ég með þeim á böll en ef ég var þreyttur og vildi hvíla mig þá fékk ég mér bara einn sopa og ekki meira, þá tóku þeir sprettinn fram í, en það mátti enginn drekka dag- inn eftir, það var algerleg bannað. Þetta var góð regla. Það voru mikil uppgrip að vera á sjónum á þessum árum, Suðurnesin voru auðsuppspretta fyrir allt landið þá. Fiskverð var að vísu ekki hátt en aflinn var svo mikill. Ég get nefnt sem dæmi að á Bergvíkinni, sem ég var lengi skipstjóri á, feng- um við árið 1965 23 þúsund mál á tunnur. Þegar ég kom heim um haustið þá keypti ég mér bíl, ég borgaði hann á borðið og mig mun- aði ekkert um það. Skiptaprósentan var var há á þessum tíma, mann- skapurinn fékk talsvert mikið af aflanum, meira en nú, en fískverðið var lágt. Ég var þá að tyrfa lóðina heima hjá mér og mér var bent á að fá mér skít til að setja undir þökumar. Mér fannst það sjálfsagt. Mér var bent á hvar ég gæti fengið hænsnaskít og ég þangað. Þá kost- aði kílóið af hænsnaskítnum þtjár krónur og ég hætti við, mér fannst ekki hægt að kaupa hænsnaskít á þijár krónur þegar kílóið af bræðslu- síldinni sem ég hafði verið að físka allt sumarið var ekki nema ein króna.“ Grímur byggði ásamt for- eldrum sínum hús í Njarðvíkum árið 1956 og býr þar enn. Ég fiskaði létt Alla sína sjómannstíð var Grímur á fískveiðiskipum, skyldi hann hafa verið fískinn? „Ég fískaði létt, mjög létt, ég held ég segi bara að þetta hafi gengið sæmilega, það er ekki of mikið sagt,“ segir Grímur og hlær. Talið berst að mannraunum á sjó. „Maður kemst ekki hjá því á löngum sjómannsferli að lenda í erfiðleikum," segir Grímur. „Ég get sagt þér hvað hjálpaði mér mest þegar verulega á reyndi - ég vissi að móðir mín bað fyrir mér og okk- ur á hveiju kvöldi - til þess hugs- aði ég þegar mikla erfiðleika bar að höndum. Oft er erfítt að taka ákvarðanir á sjónum. Menn mega aldrei bregðast á sjó. Þegar eitthvað gerist þar gerist það hratt. Þegar ég lít til baka fínnst mér ég hafa verið óskaplega heppinn. Enga skýr- ingu hef ég á því nema þá að ég hafi átt mér verndarengil. Ég þekkti marga menn sem voru hæfileikarík- ari sjómenn en ég, en þeir fórust. Ég átti mér sannarlega verndareng- il. Stundum dreymdi mig fyrir erfið- leikum. Daníel móðurbróðir minn, skipstjóri á Vögg, kenndi mér sjó- mennsku. Eftir að hann dó kom hann stundum til mín í draumi og aðvaraði mig. Það hjálpaði mér mik- ið. Sem dæmi get ég sagt frá atviki sem gerðist þegar ég var að róa frá Sandgerði og við vorum á línuveið- um. Dag einn var ágætis veður, austangolukaldi en spáin var mjög óráðin, djúp lægð suður í hafí en eigi að síður var ekki illa spáð og við rérum en seint þó. Þegar við vorum búnir að taka bjóðin fékk ég mér kríu, sem kallað er, hallaði mér á bekkinn og svaf í fímmtán mínút- ur. Þá dreymir mig Daníel, hann fer með heilræðavísur. Hann var glaður og leit vel út og þegar ég vakna man ég fyrstu hendinguna: Oft flýt- ir sér óheppinn. Þegar við vorum að sleppa var bátur að landa við bryggjuna fyrir aftan okkur. Sonur Daníels var stýrimaður á þessum bát, ég kalla til hans og segi honum að mig hafí dreymt pabba hans og það muni ábyggilega gera kolvit- laust veður. Hann segir skipstjóran- um frá þessu og þeir fara bara rétt út fyrir sundið og leggja á grunnið. Oft flýtir sér óheppinn Svo undarlega fór hjá mér að þegar ég var kominn af stað gleymdi ég draumnum og við róum alveg út á Eldeyjarboða, í sex klukkutíma. Veðrið var mjög gott og við lögðum línuna. Um nóttina gerði útsynning og það versnaði alltaf veðrið og þá mundi ég loks eftir draumnum. Við drógum alla línuna, gerðum sjóklárt og ég keyrði hægustu ferð sem hægt er. Ég var ábyggilega hundrað sinnum kominn á fremsta hlunn með að auka ferðina en gerði það ekki, ég mundi aðvörunina: Oft flýt- ir sér óheppinn. Allt í einu hætti báturinn að láta að stjórn, það var gríðarlegur brotsjór sem elti okkur. Eg reyndi að halda bátnum beint

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.