Morgunblaðið - 01.06.1997, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ1997 25
plast/POB var með um 35 manns
á launaskrá um þetta leyti og því
fækkaði um helming við sölu á
prentsmiðjunni."
Samhliða sölunni á POB keypti
Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna
helmingshlut í Akoplasti í gegnum
Plastprent í Reykjavík en SH átti
á þeim tíma 30% hlut í Plastprenti.
Nýir eigendur komu með aukið fjár-
magn inn í fyrirtækið og aukin við-
skipti. Fjármagnið var notað til að
stækka Akoplast um helming og
kaupa vélar og tæki og þar starfa
nú um 20 manns.
Eyþór hafði starfað við prentið
og eftir söluna á POB var honum
falið að leita nýrra tækifæra fyrir
Upphaf. Hann segir að ýmislegt
hafi komið til greina í þeirri vinnu
en niðurstaðan hafi verið að setja
á stofn kexverksmiðju á Akureyri
eins og áður er getið. Eyþór er þar
við stjórnvölinn en Daníel og Jóhann
hjá Akoplasti.
Eyþór, Jóhann og Daníel hafa
starfað náið saman frá árinu 1991
en Steinþór og Ómar, sem voru
með þeim í upphafi, hafa sagt skil-
ið við hópinn. Samvinna þeirra hef-
ur gengið mjög vel og þeir hafa
verið óhræddir að takast á við ný
og ögrandi verkefni. „Við höfum
lært mikið á öllu þessu brölti okkar
undanfarin ár og það hefur komið
farsællega út fyrir Akoplast. Sam-
starf okkar við Plastprent í gegnum
Akoplast og SH í kexverksmiðjunni
hefur gengið mjög vel og verið gríð-
arlega hollt fyrir okkur."
Eyþór segir ýmsa möguleika í
boði í atvinnulífinu, menn verði hins
vegar að hafa þor til að takast á
við hlutina. Það að setja á stofn
fyrirtæki kosti mikinn undirbúning
og menn verði að leggja dæmin vel
niður fyrir sig. „Fyrirtæki eiga nú
mun betri aðgang að ijármagni en
áður og það skiptir miklu máli fyr-
ir atvinnulífið."
Framleiðslan er komin í fullan
gang og hér er Eyþór með
nokkrum starfsstúlkum sínum.
málin. Eftir sameininguna sá ég
einnig um framleiðsluna í prentinu,
ásamt Bjama Sigurðssyni, einum
af fyrri eigendum POB.“
Eitt af stærstu verkefnum POB
á þessum tíma var prentun á ávís-
anaheftum fyrir Landsbankann en
með tilkomu debetkortana var fyrir-
sjáanlegur samdráttur á því sviði.
Nýir eigendur fóru því að leita leiða
til að mæta fyrirsjáanlegum sam-
drætti og sóttu enn frekar inn á
bókaprentun. Einnig var hafin út-
gáfa á auglýsingablaðinu Lífs-
marki, sem gefið var út vikulega
og átti að vera svar við þeim tekju-
missi sem samdráttur í prentun
ávísanahefta hefði í för með sér.
Húsnæðið að springa
„Þar vorum við fullbráðir á okk-
ur. í fyrsta lagi dróst prentun ávís-
anahefta ekki saman fyrr en ári
eftir að því var spáð og í öðru lagi
var mikið mál að gefa út Lífsmark.
Við seldum því blaðið og útgáfunni
var hætt nokkru síðar.
Einnig fórum við að prenta bækl-
ing fyrir ferðamenn sem ber heitið
„What’s on in Reykjavík“ og eign-
uðumst þá útgáfu fljótlega. Við
gerðum ýmsar breytingar til batn-
aðar á útgáfunni en seldum hana
á síðasta ári.
Árið 1995 var aftur komin upp
sú staða að húsnæðið var að springa
utan af Akoplast/POB og kom þá
m.a. til tals að færa starfsemina í
sundur og flytja þá prentsmiðjuna
frá Tryggvabrautinni. Á þessum
tíma fór umræðan um sölumál ÚA
í gang og Sölumiðstöð hraðfrysti-
húsanna og íslenskar sjávarafurðir
fóru að berjast um fyrirtækið.
Vegna tengsla okkar við sjávarút-
veginn í gegnum plastframleiðsluna
lentum við inn í þessari umræðu. í
kjölfarið sáum við fram á möguleika
á að fá nýtt fjármagn inn í plast-
framleiðsluna og stækka þá vinnslu
og jafnframt að flytja prentsmiðj-
una í annað húsnæði."
Þegar hér var komið sögu leitaði
Rósa Guðmundsdóttir í Ásprenti
eftir kaupum á prentsmiðju POB
og eftir viðræður þar um varð niður-
staðan sú að selja Ásprenti prent-
smiðjuna. Eyþór segir að hlutirnir
hafí gengið hratt fyrir sig og viku
eftir að Rósa lýsti yfir áhuga á
kaupunum voru þau gengin í gegn.
Salan á POB erfið
„Sú ákvörðun að selja POB var
okkur þremenningum nokkuð erfið
og það var eins og við hefðum misst
eitthvað. Við höfðum byggt fyrir-
tækið upp með öllu þessu góða fólki
sem starfaði með okkur en þarna
skildu leiðir, réttum þremur árum
eftir að við komum að rekstrinum.
Að öðrum ólöstuðum reyndist
Bjarni heitinn Sigurðsson okkur
geysilega vel. Á þessum tíma hafði
samkeppnin í prentiðnaðinum auk-
ist til muna og litaprentvélarnar í
bænum orðnar þrjár. Við stóðum
því frammi fyrir því að bæta okkar
vélakost og taka forystuna á ný eða
selja og það varð niðurstaðan. Ako-
Meindl Island herra- ou dömuskór
Heimasíða: www.samvinn.is.
SmnviniiiiferlHr-Laiiilsyii
Reykjavík: Austurstræti 12 • S. 569 1010 Hótel Sögu við Hagatorg • S. 562 2277 Hafnarfjörflur: Bæjarhrauni 14 •
S. 565 1155 Keflavík: Hafnargötu 35 • S. 421 3400 Akranes: Breiðargötu 1 • S. 431 3386 Akureyri: Ráðhústorgi
1 • S. 462 7200 Vestmannaeyjar: Vestmannabraut 38 • S. 481 1271 ísafjörður: Hafnarstræti 7 • S.456 5390
Einnig umboðsmenn um land allt
ÓDÝRAR
GÆÐA
ÞAK-
SKRÚFUR
Al
Ryðfríar
Galvaniseraðar
Heitgalvaniseraðar
Gönguskór úr hágæða leðrí. Gore-tex f
innra byrði og góð útöndun. Vibram
Multigriff sóli.
-góOlr I lengrl gBnguferðlr.
Dömust. 37-43 Kr. 16.640,-
Herrast. 41-46 Kr. 16.900.-
Stærðir 47-48 Kr. 17.900.-
-ferðin gengur vel á Meindl
HSÚmíFSH
OUKSIBJM . S/Mf Mf 2022
Samvinnuferðir - Landsýn
býður ótrúlegar ævintýra-
siglingar í sumar. Þar ber fyrst
að nefna siglingu um Malacca-
flóann með viðkomu á drauma-
eyjunni Bali í Indónesíu. Þetta
er ferð sem líður aldrei úr minni.
25. sept
9. okt
Verð
198.600 Icr*
*Á mann í tvíbýli. Innifalið: Flug,
gisting með morgunverði á Bali,
akstur til og frá flugvelli erlendis,
skemmtisigling með fullu fæði,
hafnargjöld, hálfsdags skoðunarferð
um Singspore, íslensk fararstjórn
og flugvallarskattar.
Karíbahafiö
m -
Þá er ekki síðra að taka sér
ferð með skemmtiferða-
skipunum Ecstacy eða
Fascination um draumalönd
Karíbahafsins með viðkomu
á Flórída. Aðstaðan um borð
er framúrskarandi og ekki er
með nokkru móti annað
hægt en að njóta lífsins til
fulls!
L
10. - 18. okt. ---
Verð: 99.900 kr.*
24. okt. - 8. nóv.-
Verð: 162.500 krJ
* Á mann. Innifalið: Flug, gisting, skemmtisigling í fjórar nætur / eina viku með fullu
fæði og skemmtidagskrá alla daga, hafnargjöld, akstur erlendis samkv. leiðarlýsingu,
íslensk fararstjórn og skattar.
Söðulskinnur
í úrvali
Suðurlandsbraut 22
Sími: 588 3220