Morgunblaðið - 01.06.1997, Síða 26
26 SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
KVIKMYNDIR/Stjörnubíó hefur tekið til sýninga myndina Anaconda með
Eric Stoltz, Jennifer Lopez, Jon Voight og Ice Cube í aðalhlutverkum
Á SIGLINGU sinni upp fljótið
inn í myrkviði regnskóg arins
eru kvikmyndagerðarmenn-
imir grunlausir um þær ógnir
sem bíða þeirra.
Og einhvern veginn tengjast þessir
risar djúpstæðum ótta sem fólk
hefur alltaf fundið til andspænis
slöngum og snákum."
Myndin var að hálfu leyti tekin
upp í regnskógunum í Brasilíu und-
ir stjórn Llosa sem er hagvanur
þar eftir að hafa gert þrjár aðrar
kvikmyndir í frumskóginum. Að
hálfu leyti var myndin tekin upp í
stúdíói í Kaliforníu þar sem búið
var til regnskógarsvæði með fossi
og öllu.
I aðalhlutverkum eru engar stór-
stjörnur en farsælir leikarai- á borð
við Eric Stoltz og Jon Voight og
einnig rísandi stjörnur á borð við
Jennifer Lopez og Ice Cube.
Jon Voight, sem leikur illmennið
Sarone, gaf síðast að líta í Mission:
Impossible á móti Tom Cruise og
þar áður í litlu hlutverki í Heat á
móti De Niro og Pacino. Þekktari
er hann þó úr eldri myndum á borð
við Runaway Train, Deliverance og
Midnight Cowboy.
Eric Stoltz var enn á tánings-
aldri þegar hann lék í myndinni
Mask á móti Cher árið 1981 en fyr-
ir frammistöðu sína í henni sló
hann í gegn og hlaut Golden Globe-
tilnefningu en áður hafði hann m.a.
leikið í hinni þekktu Fast Times at
Ridgemont High. Þekktustu mynd-
ir hans síðustu ár eru Pulp Fiction,
Rob Roy og Little Women en í öll-
um hefur hann verið í aukahlut-
verki.
Jennifer Lopéz hefur leikið í
sjónvarpsþáttum vestanhafs en auk
þess í Money Train á móti Snipes
og Harrelson; á móti Robin Willi-
ams í Jack og nú síðast á móti Jack
Nicholson í Blood and Wine, sem
verið er að sýna hér á landi um
þessar mundir.
Rapparinn Ice Cube er þekktari
sem tónlistarmaður en hefur getið
sér ágætt orðspor sem leikari, í
myndum John Singletons,
Boyz’N’The Hood og Higher
Learning og í Trespass eftir Walt-
er Hill.
Aðalstjarnan í myndinni
Anaconda er þó sjálf titil-“persón-
an“, slangan ógurlega Anaconda.
Við einstök atriði í myndinni var
notast við alls 18 alvöru lifandi
Anaeonda-slöngur, sú stærsta 6
metra löng. I návígi og við við-
kvæmustu skotin voru notaðar vél-
rænar eftirlíkingar. Þær hannaði
Walt Conti sá sem bjó til eftirlík-
ingar af höfrungum og hvölum í
myndunum Free Willy og Flipper.
Með vökvadælum, rafeindabúnaði
og tölvum bjó Conti til tvær vél-
rænar slöngur, önnur var 8 metra
en hin 13 metra löng. Sú stærri var
rúmlega tonn á þyngd.
Útkoman var líka sú að myndin
Anaconda náði miklum vinsældum í
Bandaríkjunum þegai- hún var
frumsýnd í mars. I tvær vikur var
hún mest sótta myndin í öllum
Bandaríkjunum.
Ógnvaldur
regnskóganna
ANACONDA hefur hita-
skynjara óg á ekki erfitt
með að finna líkama með
heitu blóði. Hún ræðst til atlögu,
vefur sig utan um þig og faðmar
þig þéttar en ástin þín. Síðan nýtur
þú þeirra forréttinda að heyra
beinin í þér brotna áður en kraftur-
inn í faðmlaginu sprengir í þér æð-
arnar. Þá gleypir hún þig í heilu
lagi. Anacondan er fullkomin
drápsvél."
Svona lýsir Paul Sanore (Jon
Voight) Anaconda-kyrkislöngu,
æðsta dýrinu í fæðukeðjunni í
myrkviðum regnskóganna við
Amazon-fljótið. Sarone er sjarmer-
andi einfari sem hópur kvikmynda-
gerðarmanna hittir einan á báti á
þessum afskekkta stað þangað sem
þau eru komin með myndavélar
sínar og hljóðbúnað til þess að
fínna Shirishama-indíána, þjóð-
flokk sem sögur herma að finnist á
þessum slóðum en engar skráðar
heimildir eru þó til um.
Fyrir leiðangrinum fer mann-
fræðingurinn Steven Cale (Eric
Stoltz) en honum fylgja leikstjórinn
Terri Flores (Jennifer Lopez),
myndatökumaðurinn Danny (Ice
Cube), hljóðmaðurinn Gary (Owen
Wilson), framleiðslustjórinn Denise
Kalberg (Kari Wuhrer) og þulurinn
Warren Westridge (Jonathan
Hyde). Með tæki sín að vopni og
full bjartsýni manna sem ekki vita
hvað þeir eru að fara út í sigla þau
niður ána og á leiðinni rekast þau á
Paul Sarone. Hann hefur búið í
frumskóginum árum saman og
hann kemur sér í vinfengi við kvik-
myndagerðarmennina. Hann segist
þekkja til indíánanna og þótt þau
treysti honum ekki fyllilega ákveða
þau að fylgja honum.
En Sarone hefur sínar eigin
ástæður fyrir því að vilja fá fylgd
inn í myrkviði skógarins, upp eftir
fljótinu. Hann er í eigin leiðangri og
er að eltast við stórhættulega 13
metra langa Anaconda-slöngu, rán-
dýi- sem er svo hættulegt viðureign-
ar að það eru til sagnir um það víða.
LENGSTA Anaconda-slangan
sein staðfest vitneskja er um
var 12,5 inetrar á lengd en
þjóðsögurnar í regnskóginum
segja að til séu allt að því 30
metra langar slöngur, það
hefur bara ekki tekist að veiða
þær og mæla. Kvenslöngurnar
er sterkara kynið hjá
Anacondunni og miðað við þær
eru karlarnir bæði rýrir og
rindilslegir.
Sagt er að Anaconda-
slöngur hafi verið til á jörðinni
frá forsögulegum tíma og séu í
raun náskyldir ættingjar
risaeðlanna. Þeu-ra kjörlendi
var í vatni en þróunin bar þær
upp á þurrt land. Þar kunnu
þær ekki fyllilega við sig og
lifa nú hvort heldur er í vatni,
þar sem þær ferðast um á
talsverðum hraða, eða á þurru
landi, þangað sem þær koma
tii að fá sér í svanginn.
Þetta eni hættulegustu
slöngur í heitni, sannkölluð
rándýr sem líta á allt og alla
sem bráð. Antiiópur, apar og
villisvín eru meðal þess sem
Anaeondurnar gæða sér helst
á. Þær velja sig um dýrin,
kreista þau eins og
tannkremstúbu, gleypa í heilu
lagi og gefa sér svo góðan tíma
i að melta og jórtra á bráðinni.
JENNIFER Lopez, Jon
Vo ight, Ice Cube og Eric
Stoltz eru í helstu hlutverkum
f Anaconda.
Paul Sarone er staðráðinn í að fóma
öllu sem þarf til þess að fínna það.
Með þessari þráhyggju sinni
leiðir hann kvikmyndamennina á
villigötur í fangið á ófétinu þannig
að þeir þurfa að taka á öllu sínu til
þess að komast af.
„í mínum huga er Anaconda-
slangan tákn hins illa,“ segir leik-
stjóri myndarinnar, Luis Llosa.
„En við höfum líka í myndinni
mann sem er tákn hins illa og það
er Paul Sarone. Þegar hann kemur
um borð í bátinn hjá kvikmynda-
gerðarmönnunum breytist allt.
Fólk sem var góðar manneskjur
dags daglega uppgötvar að í þeim
býr dökk hlið sem það vissi ekki af
en sem kemur fram fyrir tilstilli
þessa manns. Ég held ekki að kvik-
myndagerðarmönnúnum líði
nokkurn tímann vel í návist hans
vegna þess að yfir honum er ein-
hver framandi og villt dulúð.“
Leikstjórinn Luis Llosa er Per-
úmaður en hefur leikstýrt nokkrum
bandarískum myndum, m.a. The
Specialist með Sylvester Stallone,
Sharon Stone og James Woods.
Meðal framleiðanda myndai’inn-
ar eru Verna Harrah og Susan Ru-
skin en myndin er byggð á handriti
eftir Hans Bauer, Jim Cash og
Jack Epps. Framleiðandinn Ruskin
segist h£ifa fallið fyrir sögunni
strax og hún las hana.
„Það sem sló mig var það að ég
sá í sögunni möguleika á að skjóta
fólki skelk í bringu og búa til hasar-
mynd um leið. Harrah var álíka
spennt: „Ég held að allir kunni að
meta það að upplifa ótta svo fram-
arlega sem þeir vita að þeir eru í
raun og veru öryggir. Þess háttar
tilfinningu var að finna í handrit-
inu,“ segir hún.
Hluti þess sem höfðaði til kvik-
myndagerðarmannanna var það að
risaslangan Anaconda er ekki ein-
göngu skáldsöguleg. „Við ætluðum
okkur ekki að búa til vísindaskáld-
sögu,“ segir Ruskin. „Það er ekkert
óraunverulegt við söguna. Slöngur
eins og Anacondan okkar eru til.