Morgunblaðið - 01.06.1997, Page 52
52 SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
1
MYNDBÖINID/KVBKMYIMDIR/ÚTVARP-SJÓNVARP
1 SUIMIMUDAGSMYIMDIR SJÓIMVARPSSTÖÐVANNA I
Stöð 2 ►20.50 Stöð 2 sýndi í
gærkvöidi frönsku gamanmyndina
Indíáni í stórborginni og í kvöld er
annar franskur grínsmellur á boð-
stólum, sem er skömminni skárri,
þótt vinsældir hans séu fyrir minn
smekk umfram verðleika. Þetta er
myndin Gestirnir (Les visiteurs.
1993), dellugamanmynd með tíma-
flakkskjama þar sem miðaldariddar-
ar þurfa að fínna fótum sínum forr-
áð í nútímanum. Sum atvikin eru
vel unnin sjónræn kómík en mikið
er líka af bjánagangi. Leikstjóri Je-
an-Marc Poiret og meðal leikara
Christian Clavier og Jean Reno.
★ ★‘ASýn ►23.55 Námsmanna-
gleði (Student Affairs) er sam-
kvæmt prentaðri dagskrá „erótísk
og ærslafull gamanmynd um uppá-
tæki skólanema“. Annað er ekki um
hana vitað. Annað þurfum við tæp-
ast um hana að vita. Hvað er erótísk-
ara og ærslafyllra en uppátæki
skólanema? Eða frumlegra?
Árni Þórarinsson
Rocboh
Roobok
Skór fyrir
dömur
og
herra.
Verð aðeins:
Sendum í póstkröfu
OTUR HF
HEILDVERSLUN
Vesturhlíð 7, sími: 561 9477
Fax: 561-9419
Útsölustaðir: Sparta Laugavegi, Boltamaðurinn Laugavegi, Maraþon Kringlunni, Skæði Kringlunni,
Músík & Sport Hafnarfirði, Toppmenn og sport Akureyri, Sportlíf Selfossi, og Ozone Akranesi.
11 ; ■*-?
Sérstakt kynnl&gartilboð:
SíLF'jRKO'ií
kt.4«7 jO
-veitir ótakmarkaðan töivuaðgang út júní
-þegar tölvur eru lausar
Tölvunámskeið í boði næstu vikur
Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur Laugardagur
M. 13 Grunnur Grunnur Grunnur Grunnur Grunnur Grunnur
M. 15 Internet Internet Internet Internet Internet Internet
M. 17 Grunnur Word Internet
o
o
o
o
o
Q
Unglinganámskeið í boði hern dag kl. 13.00-15.00 fyrir byrjendur og lærðari
Erum nú að safna áhugasömu fólki á fjögur námskeið í heimasíðugerð.
Látið skrá ykkur og kennarinn mun hafa samband.
Við höldum námskeið í hverju sem er fyrir lágmark þrjá nemendur.
Tilvalið fyrir fyrirtæki og hópa.
Tveggja tíma námskeið aðeins 1.400 krónur.
Meira en 30 námskeið í boði í hverri viku við þitt hæfi.
Hámark 9 nemendur á hverju námskeiði - nettengdir við tölvu kennara.
Frábærir kennarar frá Tölvuskóla Reykjavíkur einfalda málin.
KEPPNISMÓT í
QUAKE NETLEIK
mMmíuJ «2 xnet
á sunnudaginn kl. 12.00 til að velja 15 manna
landslið íslands sem leikur landsleiki sumarsins.
Keppt verður á þreföldu landsleiksborði í 30
nettengdum tölvum. Öllum er heimil þátttaka og
skráning er hafin hjá xnet í síma 562 9030.
Opið alla daga frá morgni til kvölds kl. 10-01
xnet.xs Nóatúni 17 - sími 562 9030 - www.xnet.is
Alltaf meira
gaman að búa
til þrívídd
*
Ami Páll Jóhannsson er okkar reyndasti
leikmyndahönnuður. Hann hefur unnið við
um þrjátíu kvikmyndir, stuttar og langar.
Hann sagðí Hildi Loftsdóttur sitt af hverju.
ÁRNI Páll Jóhannsson leikmynda-
hönnuður lærði ljósmyndun og átti
litstækkunarfyrirtæki. Hann
kenndi ljósmyndun við Myndlista-
og handíðaskólann í tólf ár og lærði
mikið af því, að eigin sögn. Hann
hóf kvikmyndaferil sinn sem annar
tökumaður í myndinni Rokk í
Reykjavík ásamt fyrrverandi nem-
anda sínum, Ara Kristinssyni.
Maður gerir allt
„Eftir „Rokkið“ fór allt á hausinn
og þá var ákveðið að gera auglýs-
ingar til að redda aurum. Þar fann
ég að það var svo helv... gaman í
leikmyndinni, miklu skemmtilegra
en að hanga á vélinni. Maður ræður
miklu um útlitið, þetta er mjög
skapandi og hentar mér vel. Það
er alltaf meira gaman að búa til
þrívídd. Eftir auglýsingarnar hef
ég alltaf verið í leikmyndinni, en
gripið inn í verk aðstoðartöku-
manns, annars tökumanns og ljós-
myndara.
Mig minnir að Löggulíf eftir Þrá-
in Bertelsson hafi verið fyrsta
myndin þar sem ég var alfarið í
leikmyndinni. Auk þess lék ég, að
mig minnir, sjö hlutverk í þeirri
mynd. M.a. blindan mann sem
keyrði Volkswagen. Maður gerir
allt í þessum helv.... bíómyndum,“
segir Árni Páll og maður skynjar
það ástar-haturssamband sem hann
á í við þetta bæði gefandi og lýj-
andi starf.
Kvikmynd er mikil samvinna
Leikmyndin er í raun alls staðar
í kvikmyndinni. Þess vegna er erf-
itt að átta sig á því í hveiju starf
þitt felst nákvæmlega.
„Leikmyndahönnuður fer af stað
á undan flestum öðrum. Les hand-
ritið, finnur tökustaði, ákveður leik-
muni umfram það sem nefnt er í
handriti. Svo er það náttúrulega að
teikna leikmyndina og hanna hana;
finna einhveija fleti á útlitinu og
þá bæði í sambandi við söguna
sjálfa og karakterana, en ég er allt-
af að apa smekk þeirra eftir. Þetta
er mikil samvinna og ég vinn eitt-
hvað með öllum í myndinni. Ég er
í mjög nánu sambandi við töku-
manninn og auðvitað leikstjórann.
Ég þarf að skapa öllum vinnupláss
og leikurunum pláss til þess að
leika, sem oft getur reynst snúið.
Hljóðmenn geta t.d. ekki unnið þar
sem er mikið bergmál og hávaði.
Ég pæli út staðsetningar glugga á
húsum og hugsa í raun eins og töku-
maður. Það er gott að þekkja lins-
urnar og myndavélina sjálfa og
hvaða möguleikar eru fyrir hendi.
Litir og ljós skipta líka miklu máli,
bæði í sambandi við útlitið og
filmuna. Þetta er því mjög góður
bakgrunnur sem ég hef fyrir þetta
starf. Bæði myndlistarbröltið og,
ekki síður, ljósmyndunin.“
Að þjóna sögunni
Starfið hlýtur að vera mjög mis-
jafnt eftir því með hvaða leikstjóra
þú ert að vinna og hve mikið fjár-
magn þú færð til verksins?
„Jú, sumir vilja leikmyndina frek-
ar hráa og í minni kantinum, þar
sem þeir stíla upp á leikarana og
tilfinningarnar. Áðrir eru mjög
harðir leikmyndaleikstjórar og vilja
hafa mikið af öllu. Jafnvel 360
gráða sett þótt það þurfi ekki.
Peningar eru yfirleitt af skornum
skammti við gerð kvikmynda og
leikstjórar geta náttúrulega ekki
beðið um það sem þeir hafa ekki
efni á, en ég reyni vitanlega alltaf
að gera allt á sem ódýrastan hátt.
Ég er ekki alltaf sammála leikstjór-
anum, en rífst ekki við hann. Mað-
ur má heldur aldrei gleyma því að
leikmyndin er ekki sjálfstætt lista-
verk, heldur er maður að þjóna sög-
unni án þess að gefa hana alla
upp. Eftir því sem leikmyndin er
látlausari og þjónar sögunni betur,
þeim mun betri er hún,“ segir Árni
Páll.
„Gimmí fæv“
Eftir þijátíu kvikmyndir, er þá
eitthvert verk sem stendur upp úr
hjá þér?
„Mér finnst leikmyndin að Bíó-
dögum hans Friðriks Þórs sú falleg-
asta sem ég hef gert. Hún var
útpæld og stal engu frá sögunni,
Kínverskur
leigumorðingi
► HONG Kong-kvikmynda-
stjarnan Chow Yun-Fat hefur
lokið að leika í bandarísku kvik-
myndinni „The Replacement
Killers". Yun-Fat, sem er þekkt-
astur í Bandaríkjunum og Evr-
ópu fyrir samstarf sitt við
hasarmyndaleikstjórann John
Woo, er að færa sig um set eins
og fleiri úr kvikmyndaheimin-
um í Hong Kong vegna væntan-
legrar yfirtöku Kína.
I „The Replacement Killers"
leikur Yun-Fat kínverskan inn-
flytjenda í Los Angeles sem
reynir að flýja fortíð sína sem
leigumorðingi. Hann tók að sér
eitt lokaverkefni til þess að
komast til Bandaríkjanna en
þegar á hólminn er komið vill
liann ekki ljúka verkinu. Hann
neyðist þess vegna til þess að
leggja á flótta, og fær sér til
aðstoðar skjaiafalsara sem leik-
inn er af Miru Sorvino.
„The Replacement Killers“
er fyrsta kvikmynd leikstjórans
Antoine Fuqua en hann hefur
aðallega unnið við gerð auglýs-
inga og tónlistarmyndbanda.
Þó að tökum á myndinni sé lok-
ið er hún ekki væntanleg á
markaðinn fyrr en í byrjun árs
1998.