Morgunblaðið - 01.06.1997, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 01.06.1997, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ1997 53 Morgunblaðið/Þorkell ÁRNI Páll í harðfiskhjallinum sinum. því mér fannst handritið ofsalega fallegt og virkilega naut þess að gera þá leikmynd. Annars finnst mér alltaf mjög gaman að vinna með Friðriki Þór og Ara. Ég hef gert leikmyndimar í öllum leiknu myndunum hans Frið- riks Þórs. Þeir treysta manni full- komlega. Friðrik Þór er heldur ekki að slá manni neina gullhamra. Þeg- ar hann kom út í Djöflaeyjusettið eftir að hafa verið í útlöndum leit hann yfír þetta og sagði: „Gimmí fæv.“ Það var mjög gaman að vinna þá leikmynd, en samt held ég mest upp á Bíódaga. Ég er meira fyrir svona ljúfari hluti," segir Ámi Páll. Sjoppa á svörtum sandi Nú ertu að vinna með Óskari Jónassyni að myndinni Perlur og svín. Er það spennandi verkefni? „Það er alveg ofsalega gaman, en alveg bijáluð vinna. Það em svo margir staðir sem við þurfum að fínna. Við emm alveg að drepa tökumanninn og ljósagengið, því við emm yfírleitt að vinna í ein- hveijum holum þar sem er lágt til lofts, en okkur Óskari fínnst það rétta andrúmsloftið. Nú emm við að smíða bakarí í stúdíói og þar verða betri vinnuaðstæður. Næsta verkefni mitt er svo dönsk vegamynd sem gerist á íslandi og það verður því mjög ólíkt verkefni. Það mætti halda að lítið yrði fyrir æig að gera. Margt virkar sakleys- islegt í handriti þar sem þetta er nútímamynd. T.d. hann keyrir út á land og kemur að sjoppu á svörtum sandi, þar sem sést hvorki hús né . stingandi strá. Það mætti halda að þetta kostaði ekki neitt. En það er bara svartur sandur í Vík í Mýr- dal. Að fara austur með 30 manna starfslið, fimm smiði til að smíða sjoppu og nokkra vömbíla sýnir að það að búa til látlausa nútímamynd er alls ekkert auðveldara." Breiðafjarðarbarnið Eins og er Iítur út fyrir að Árni Páll hafi nóg að gera næstu 2-3 árin og þannig rúllar það áfram án þess að nokkurt frí fáist. Hann er þó með ýmislegt annað á pijón- unum en leikmyndahönnun. „Ég er alltaf að „plotta" eitthvað með einhveijum. Nú er það t.d Stefan Jarl, sænskur kvikmynda- stjóri sem hefur búið til fínar myndir. í júlí fer ég á Sauðárkrók að setja upp mjög sniðugt verk- stæðasafn. Við gerðum Vesturfa- rasafnið á Hofsósi í fyrra og það var mjög skemmtilegt og afslapp- andi. Gott að losna úr þessu kvik- myndabrasi. Svo fer ég til Kölnar að kenna við kvikmyndagerðarskóla og það væri gaman að taka fjölskylduna með. Ég er yfirleitt hálfgerður amatörpabbi og á það sameiginlegt með öllum þessum körlum í kvik- myndagerð. Ég reyni þó að vinna hér heima og hef komið mér upp góðri aðstöðu. Á milli tarna pæli ég í Naustum í Skagafirði. Þar ætla ég að eyða ævikvöldinu við myndlist og yrkja rímur um Breiða- fjörðinn. Þessa braghendu gaf ég pabba mínum á níræðisafmælinu hans: Home Sweet Home Rennur dagur, roða slær á rastarblómin. Lómurinn þá lækkar róminn líkt og skynji helgidóminn. í Breiðafirði barr mitt óx og bemskuhlynur. Halda þangað vildi ég vinur veröld þegar þessi hrynur. Dætur ránar daðra þar við dökka hleina. Heyri ég líka eina og eina elska segist þessa steina. Þegar á göngu þreyttur verð og þjakar elli. Feginn legg ég vanga að velli vist á ég sæti í Helgafelli. Ég er Breiðfirðingur, fæddur í Hólminum, nýt þess að vera við sjóinn og borða selkjöt. Og ætli myndlistin verði ekki þannig að ég taki myndir af eyjunum í þoku, Jiar sem þær svffa í loftinu," segir Arni Páll að lokum, svifinn inn í drauma- landið þar sem tíðin er rólegri. MYNDBÖND SÍÐUSTU VIKU Líf eftir Plcasso (Surviving Picasso)-k 'h Stelpuklíkan (Foxfíre)k -k'h Nlðurtalning (Countdown)k k 'h Næturkossinn langl (The LongKiss Good Night)k k k Emma (Emma)k k k Niðurtalning (Countdown)k k'h Skólabílsránið (Sudden Terror Hijacking of School Bus 17)k Vélrænlr böðlar (Cyber Trackers)k'h Hann heltir Hatur (A Boy Called Hate)k 'h Þrumurnar (Rolling Thunder)k'h Glæpastundln (Crime Time)kk'h Aftökullstinn (The Assassination File)k k Þytur í laufi (Windin the Willows)k k Moll Flanders (Moll Flanders)k k k Draugurinn Susie (Susie Q)k 'h Á Saga Clalss hæð Hótels Ésju verid tekiri í wotkun 20 ný, st- Herbergi. ÞaP hefur eirmig ve opnuð frájrær aðstaða til beilsu- ög líkamsræktar, heilsulindln Planet Pulse. pW Saga Class herbergi Einkaþjálfun Spinning Tækjasalur Gufubað Leirbað Tyrkneskt bað Nudd Snyrtistofa Heitir pottar HOTEL ESJA I C E L A N D A I R H O T E L S Sími 50 50 950 • Fax 50 50 955

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.