Morgunblaðið - 01.06.1997, Síða 56
<ö> KÍÝH'fRU
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181
PÓSTHÓLF3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS AKUREYRI: KAUFVANGSSTRÆTI1
SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 1997
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Morgunblaðiá/Jón Svavarsson
STYTTAN Horft til hafs verður
afhjúpuð í dag austast á Mið-
^ bakka Reykjavíkurhafnar.
Horft til hafs afhjúp-
uð á Miðbakka
Fiskimenn
breyttu bæ
í borg
STYTTAN Horft til hafs verður af-
hjúpuð á sjómannadaginn austast á
Miðbakka Reykjavíkurhafnar. Stytt-
an er eftir Inga Þ. Gíslason og af-
hjúpar bróðir hans, Gylfi Þ. Gísla-
son, fyrrverandi ráðherra, styttuna.
Guðmundur Hallvarðsson, formaður
Sjómannadagsráðs, segir að styttan
verði m.a. til þess að minna borgar-
búa á að það voru fiskimenn sem
breyttu bænum í borg.
Ingi er látinn. Hann var kennari
um margra ára skeið við Verslunar-
skóla íslands. Hann lærði myndlist
þjá Einari Jónssyni myndhöggvara
og var nokkur ár í framhaldsnámi í
Kaupmannahöfn. Sjómannadagsráð
beitti sér fyrir því að styttan yrði
sett upp og segir Guðmundur Hall-
varðsson, formaður Sjómannadags-
ráðs, að tilefnið sé 80 ára afmæli
mt’ Reykjavfkurhafnar og sextugasti
sjómannadagurinn.
„Menn mega ekki gleyma því að
það voru fiskimenn frá Reykjavík
sem breyttu bænum í borg og koinu
fótum undir efnahagslífíð í borginni.
Við viljum minna á það með stytt-
unni því það er hvergi nokkurs stað-
ar neitt sem minnir á þessa stað-
reynd í borginni," sagði Guðmundur.
■ Fáein orð/18
Eiga rétt á að sjá
prófúrlausnir
GRUNNSKÓLANEMENDUR sem
tóku samræmd próf í vor eiga sam-
kvæmt nýrri reglugerð um fyrir-
komulag og framkvæmd samræmdra
prófa í grunnskólum rétt á því að sjá
úrlausnir sínar og fá af þeim ljósrit.
Umsjónarmaður samræmdra
prófa hjá Rannsóknastofnun uppeld-
is- og menntamála segir þó að til þess
að fá aðgang að prófunum þurfi nem-
endurnir eða forráðamenn þeirra að
senda inn skriflega beiðni. Þar er vís-
að til tíundu greinar upplýsingalaga
þar sem segir að stjórnvald geti sett
það skilyrði að beiðni um aðgang að
gögnum sé skrifleg.
Finnbogi Gunnarsson, umsjónar-
maður samræmdra prófa, segir að í
beiðninni þurfi að koma fram nafn og
heimilisfang nemandans, kennitala
og skóli. Beiðnimar verði afgreiddar
eftir þeirri röð sem þær berast og
nauðsynlegt sé að nemendur framvísi
persónuskilríkjum þegar þeir komi á
prófsýningu. Nemendurnir geta
fengið ljósrit af prófunum og kosta
þau 20 kr. hver síða.
Fyrsta prófsýningin verður hjá
RUM á morgun mánudag og er þeg-
ar fullbókað á hana. Sl. vor var einnig
haldin prófsýning en þá mættu til-
tölulega fáir, að sögn Finnboga.
Frábær
árangur
ÍSLENDINGAR sigruðu Egypta,
23:20, í síðasta leik sínum á heims-
meistaramótinu í handknattleik í
Japan í gærmorgun og lentu þar
með í 5. sæti. Þetta er besti árang-
ur íslensks landsliðs í handknatt-
leik á heimsmeistaramóti, en tví-
vegis hafa íslendingar lent í sjötta
sæti, 1961 og 1986. Arangurinn nú
er frábær, liðið sigraði í sjö leikj-
um, gerði eitt jafntefli og tapaði
einum leik. A myndinni fagna Is-
lendingar glæsilegum sigri í gær-
morgun, frá vinstri eru: Geir
Sveinsson fyrirliði, Patrekur Jó-
hannesson og Róbert Julian Dura-
nona og lengst til hægri er Dagur
Sigurðsson.
■ íþróttir / 14, 16
Þrír á
sjúkrahús
eftir veltu
BIFREIÐ valt við Fellabæ um
klukkan 22 á fóstudagskvöld og
voru þrír menn fluttir á sjúkrahús-
ið á Egilsstöðum í kjölfarið.
Samkvæmt upplýsingum frá lög-
reglunni á Egilsstöðum virðist öku-
maður bifreiðarinnar hafa misst
vald á henni með þeim afleiðingum
að hún fór út af veginum og valt.
Meiðsli ökumanns og tveggja far-
þega voru ekki talin alvarleg sam-
kvæmt upplýsingum frá lögreglu,
en allir þrír voru þó fluttir á
sjúkrahúsið eins og áður sagði.
Bifreiðin er talin gjörónýt.
Morgunblaðið/Einar Falur
Kjaradeilan á Vestfjörðum komin í algjöran hnút eftir sex vikna verkfall
58% ASV voru á móti
MIÐLUNARTILLAGA sáttasemjara var felld í
atkvæðagreiðslu hjá verkalýðsfélögunum á
Vestfjörðum í gær. Nei sögðu 280 eða 59,1%, já
185 eða 39%. Auðir og ógildir seðlar voru 9 sem
er 1,9%. Vinnuveitendur samþykktu hins vegar
tillöguna með miklum meirihluta atkvæða.
Vinnuveitendur innan Vinnuveitendafélags
Vestfjarða og VSI samþykktu tillöguna með
86,8% gegn 13,2%, en innan Vinnumálasam-
bandsins samþykktu vinnuveitendur tillöguna
með 66,7% gegn 33,3%.
Deilan alvarleg
og engin lausn í sjónmáli
„Eg get ekki séð annað en deilan sé í enn al-
varlegri og fastari hnút en hún hefur nokki-u
sinni verið og sé ekki neina lausn í sjónmáli,"
sagði Einar Jónatansson, formaður Vinnuveit-
endafélags Vestfjarða, aðspurður um niðurstöð-
“ una. Sagði hann að sáttasemjari væri áfram með
Vinnuveitendur
samþykktu
miðlunartillöguna
málið og hann gæti ekki séð lausn með eða án
tilhlutunar ríkisstjórnarinnar.
„Ástandið er hörmulegt fyrir Vestfirði eftir
sex vikna verkfall og ég er sannfærður um að
áhrifin á byggðina hér og atvinnulífið eiu orðin
varanleg. Nú liggur ekkert annað fyrir en að
verkfall verði hér áfram næstu vikurnar og í
kjölfar þess óttast ég mjög aukinn brottflutning
fólks og að fyrirtækin dragi úr starfsemi sinni
svo sem bolfískvinnslu og að störfum fækki. Það
hefur líka verið ljóst frá því tillagan kom fram
að forysta ASV lagði allt kapp á að tillagan yrði
felld."
Pétur Sigurðsson, forseti Alþýðusambands
Vestfjarða, segir að niðurstaða kosninganna
leggist ágætlega í sig og hún sýni að verkafólk
hafi ekki ekki verið að berjast fyrir þeim hug-
myndum sem miðlunartillagan fól í sér.
Ótvíræður stuðningur
við samninganefndina
„Niðurstaðan kemm- ekki mjög á óvart en í lít-
illæti hefði ég kannski haldið að munurinn yrði
minni. En niðurstaðan er ótvíræður stuðningur
við sjónarmið samninganefndarinnar. Vinnuveit-
endur verða að gefa meira út en þetta, ætli þeir
að fá samning en þeir virðast ekld hafa gert sér
grein fyrir því að verið er að semja,“ segir Pétur.
Verkfallið hefur nú staðið yfír í um sex vikur
og segir Pétur verkafólk tilbúið að vera í verk-
falli annan eins tíma, sé þess þörf. „Við erum til-
búin að beijast fram í rauðan dauðann," segir
hann.
Tíu skip
á veiðum
ÚTLIT er fyrir að tíu íslensk
skip verði að veiðum í dag, sjó-
mannadaginn, samkvæmt upp-
lýsingum frá Tilkynningaskyld-
unni. Atta íslensk skip eru við
veiðar á Flæmska hattinum og
eitt í Barentshafi skammt fírá
Svalbarða.
Línubáturinn Hrannar frá
Hafnarfirði hafði einnig tilkynnt
sig skömmu fyrir hádegi í gær,
þar sem skipið var að veiðum á
Reykjaneshrygg, og mátti af því
ráða að það myndi halda áfram
veiðum.
Þá hélt togarinn Engey frá
Vigo á Spáni í fyrrakvöld á leið
til íslands, en skipið hefur verið
á veiðum við Falklandseyjar að
undanförnu. Auk þess voru
nokkur flutningaskip á siglingu,
en að öðru leyti voru skip á leið í
land eða verið að binda þau við
bryggju um hádegisbil í gær.