Morgunblaðið - 06.07.1997, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ 1997 13
PHILIPPE Séguln
eftir að hann varð forseti ekki tek-
ið eftir því hvernig flokkurinn glat-
aði .jarðvegi sínum og rótum“.
Vatn á myllu Le Pens
Þetta hefur Jean-Marie Le Pen,
leiðtogi Þjóðfylkingarinnar, þess
flokks, sem er yst á hægri vængn-
um í frönskum stjómmálum, fært
sér í nyt. Hann hefur tekið þau
mál sem hægrimenn nær miðju
hafa venjulega eignað sér og gert
að sínum. Hann hefur hampað íjöl-
skyldugildum, fordæmt spillingu,
lagt áherslu á öryggi og baráttu
gegn glæpum um leið og hann und-
irstrikar nauðsyn þess að Frakkar
haldi sjálfstæði sínu.
Staða RPR og Lýðræðisbanda-
lagsins (UDF), sem störfuðu saman
í stjórn Juppes, er ekki síst erfið
vegna fylgis Þjóðfylkingarinnar
sem fékk 15,3% atkvæða í kosning-
unum. RPR fékk aðeins 16,8% og
munurinn er því ekki mikill þótt
staðan á þingi
beri öðru vitni.
Þar hefur RPR
140 sæti, en
Þjóðfylkingin
aðeins eitt.
Þegar hefur
átt sér stað
ákveðin nálgun
við Þjóðfylking-
una. Charles
Pasqua, fyrr-
verandi innan-
ríkisráðherra,
skoraði á alla
hægrimenn að
vinna saman
gegn vinstri-
mönnum í kosn-
ingunum. Alain
Peyrefitte, sem
var upplýsinga-
ráðherra í stjórn
Charles de
Gaulles og situr
í frönsku aka-
demíunni, sagði
að gera ætti
bandalag við
Þjóðfylkinguna,
en reyndar með
því skilyrði að
það væri án Le
Pens.
Alain Griott-
eray, fyrrverandi þingmaður, færir
söguleg rök að því að í lagi sé að
ganga til samstarfs við Le Pen:
Francois Mitterrand hafi á sínum
tíma gert samkomulag við komm-
únista til að ná völdum, þrátt fyrir
glæpi Stalíns.
„Vandi hægrimanna er sá eftir
kosningarnar að þeir hafa meiri-
hluta í atkvæðum, en minnihluta í
þingsætum talið,“ sagði stjórnmála-
fræðingurinnn Reynie. „Hið mikla
fylgi Þjóðfylkingarinnar gerir að
verkum að þeir geta ekki sigrað
vinstrimenn án hennar og að því
leyti væri rökrétt að RPR gengi til
samstarfs við hana. Almennings-
álitið er hins vegar mjög viðkvæmt
í þessum efnum og Chirac er per-
sónulega andvígur sliku samstarfí
sem gerir að verkum að það er erf-
itt að ímynda sér að myndað verði
bandalag. Sennilegra er að einhvers
konar samvinna verði í einstökum
kjördæmum."
Slík samvinna var ekki óþekkt í
síðustu kosningum. Níu af þing-
mönnum hægrimanna héldu sæti
sínu aðeins vegna þess að þeir nutu
stuðnings Þjóðfylkingarinnar, en
það er alls ekki víst að Þjóðfylking-
in stökkvi til við það eitt að gaullist-
ar bjóði þeim faðminn. Bruno Megr-
et, sem hefur átt stóran þátt í að
Þjóðfylkingin nýtur nú meiri viður-
kenningar en áður og að öfgastimp-
illinn er að hverfa af flokknum, er
hlynntur nálgun við hægrimenn
nær miðju. Le Pen er hins vegar
ekki sjálfur sama sinnis og hann
er ekki einn á báti.
„í Þjóðfylkingunni er nú veðjað
á það að flokkurinn geti náð 25%
fylgi,“ sagði Reynie. „Hann gæti
nýtt sér meðbyrinn til þess að taka
7% af RPR og 3% af UDF. Það
hljómar ótrúlega, en er ekki útilok-
að.“
Reynie sagði að fylgi Þjóðfylk-
ingarinnar ætti sér ýmsar rætur.
Flokkurinn væri mjög lífseigur og
hefði haldið velli frá 1972. Hann
nyti góðs af slæmu efnahagsástandi
og neikvæðri umfjöllun ijölmiðla,
sérstaklega landsblaðanna þriggja,
sem í raun séu Parísarblöð. En
vinstri vængurinn ætti einnig sök
á velgengni flokksins. Fyrsta verk
Jospins eftir að hann tók embætti
hefði verið að tilkynna að ákveðin
hópur ólöglegra innflytjenda fengi
fullgild skilríki. Þjóðfylkingin hefði
gagnrýnt þetta en hinir hægri
flokkarnir hefðu haldið að sér hönd-
um vegna þess að þeir vildu ekki
að hægt yrði að væna þá um óvild
í garð útlendinga. Þetta hefði ekki
verið nein tilviljun og Jospin væri
óhræddur við að nota mál af þessu
tagi til að dreifa fylgi hægrimanna
enn frekar.
Lambroschini á dagblaðinu Le
Figaro sagði að ástæðan fyrir því
að Þjóðfylkingunni gæti enn vaxið
ásmegin á næstunni væri sú að
fólk myndi brátt komast að því að
Jospin og sósíalistar væru í engu
frábrugðnir gaullistum og UDF.
Jospin væri þegar byijaður að svíkja
það sem hann hefði lofað. „Þetta
er himnasending fyrir Le Pen,“
sagði Lambroschini. „Nú getur
hann sagt að sín stefna verði öðru-
vísi en það sem allir hinir hafa fram
að færa.“
BRESKUR hermaður stendur vörð við kirkjuna í Drumcree sem verður
mlðpunktur göngu Óraníumanna á sunnudag.
ef göngunni verður ekki hleypt í
gegn.
Hatur er hið raunverulega
vandamál
Robert McCartney, eini þingmað-
ur sambandsflokksins UKUP, kom
fram með uppástungu að lausn: að
yfirvöld auglýsi þá ákvörðun sína
að leyfa Óraníumönnum að þramma
niður Garvaghy-veg en að Óraníu-
menn afþakki síðan leyfið og taki
aðra leið niður í miðbæ Portadown.
Þannig myndu allir halda virðingu
sinni og enginn hefði sést hafa tap-
að stöðunni. Þótt leiðarahöfundar
dagblaðsins The Irish Times hafi
hrósað McCartney fyrir hófsama og
ásættanlega lausn er ekki víst að
hún sé það kraftaverk sem menn
bíða eftir og á föstudag var ljóst
að hún var ekki lengur til umræðu.
En það er heldur ekki víst að krafta-
verk dugi til því hinir ótalmörgu
róttæklingar beggja vegna línunnar
hafa í raun beðið þessa dags tilbún-
ir til að láta nú sverfa til stáls og
hefna fyrir öll ódæðisverkin (ímynd-
uð sem raunveruleg) sem hinir hafa
framið undanfarna mánuði og í
gegnum tíðina. Nú skulu hinir fá
að kenna á því. Víglínan milli „okk-
ar“ og „hinna“ var mörkuð fyrir
löngu og það er þessi víglína, rótgró-
in sem hún er í vitund manna, sem
er aðalvandamálið og hún hverfur
ekki sjálfkrafa, jafnvel þótt pólitísk
sátt náist um framtíð Norður-
írlands - sem Tony Blair telur af
talsverðri bjartsýni að verði fundin
fyrir lok næstkomandi maímánaðar.
Mögulegar lausnir eru nefnilega
ótalmargar en skipta litlu máli á
meðan undir niðri krauma eldar
haturs. Þetta hatur í grasrótinni
hverfur ekki sem dögg fyrir sólu
með samningum milli stjómmála-
leiðtoga.
Betri ferðirnar
á næstunni
THAILAND
Einstakt tækifæri 2. ágúst, flug, glæsileg gisting, fararstj.
- 8 dagar Bangkok aðeins
kr. 99 þús. - má framlengja. ^
K
4
LISTA-
TÖRFRAR
ÍTALÍU
9. ágúst, 15 daga ferð í algjörum
sérflokki, sem sýnir allt það besta í
landi lista og fegurðar undir fararstjórn
Ingólfs. 2 forfallasæti. Ummæli farþega:
„Þessi ferð ein var meira virði en allar ferðir sem
ég hef farið í.“
í/
Það besta í
VÍETNAM - 4. okt.
Fyrsta Víetnamferðin á vegum Heimsklúbbs Ingólfs með
hóp sérfræðinga var 1995. Ferð númer tvö verður í okt. nk.
þar sem aðeins það besta er í boði, t.d. besta hótel SAIGON í
4 daga. 36 heimsfarar hafa staðfest þátttöku, aðeins 4 sæti
laus. Berið saman gæði og verð. í sömu ferð býðst að skoða
það besta í Malasíu, Singapore og Dubai. Mesta
Austurlandaævintýri sem um getur, og þú lifir sældarlífi á
mestu glæsihótelum heimsins í 3 vikur. Fararstjóm Ingólfs.
NÝJUNG
MALASÍA OG THAILAND
Flug til KUALA LUMPUR, höfuðborgar Malasíu, sem nú er
ein nýtískulegasta borg heimsins. Gist á glæsilegu NEW
WORLD HOTEL, andspænis hæstu turaum heimsins.
Fjölbreytt menning, lágt verðlag og fullt af unaðssemdum.
Eftir 4 daga flug til PHUKET í Thailandi, nú vinsælasta
stað í Austurlöndum. Vikudvöl á fyrsta flokks hóteli á
Patong ströndinni. Önnur vika ókeypis. Flug til baka um
Kuala Lumpur eða Bangkok gegn aukagjaldi.
Verð kr. 138.600 í tvíb.
„HÖLL GYLLTU HESTANNAW
verður opnuð á næstu dögum um hálftíma leið frá Kuala
Lumpur. Hún verður aðsetur gesta okkar í ferðinni „Töfrar
1001 nætur“, nú talinn glæsilegasti gististaður heimsins með
öllu sem hugurinn girnist en á samningsverði
Heimsklúbbsins kostar það ekki meira en hótel á
hringveginum um ísland. Hvers konar íþróttaaðstaða, sund,
golf, tennis, siglingar, útreiðar, 7 mismunandi veitingasalir
með úrvali úr matreiðslu heimsins, dans- og leiksýningar,
barir, næturklúbbur, verslanir. Fæst einnig í sérpöntuðum
ferðum Heimsklúbbsins.
DUBAI staður í þjóðbraut
Djásn Austurlanda við Persaflóa. Kemur á óvart með
glæsileika og hæsta lífsstandard í heimi. HOTEL AL
BUSTAN verður aðsetur okkar í ferðinni „Töfrar 1001
nætur“. Það er sannkallaður töfraheimur þar sem í anddyri
hótelsins gengurðu um pálmum skreytta stíga með fossum
og gosbrunnum. Ný viðmiðun á ferðalögum. 4 síðustu sætin.
SIGLING Á KARÍBAHAFI
Þátttaka í siglingum á bestu skemmtiskipum heimsins hefur
margfaldast fyrir tilstilli Heimsklúbbsins. Nýjar pantanir
nærri daglega. Glæsilegt tilboð: Vikusigling á
INSPIRATION á nýrri siglingaleið + vikudvöl í landi
draumaeyjunnar DOMINIKANA, 5* Hotel Renaissance.
Rómaður ísl. fararstjóri. 8 pláss laus. Nýr 5* gististaður í
Puerto Plata kynntur fljótlega.
Verið velkomin að njóta fagþjónustu okkar,
reynslu og frábærra sambanda, sem geta
sparað þér mistök og stórfé.
Skrifstofan í Austurstræti 17, 4. hæð, opin daglega
kl. 9-17. Sími 562 0400, fax 562 6564.
FERÐASKRIFSTOFAN
PRIAAA"
HEIMSKLÚBBUR INGÓLFS
Austurstræti 17. 4. hæð 101 Revkiavík. sími 562-0400. tax 562-6564