Morgunblaðið - 06.07.1997, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 06.07.1997, Qupperneq 18
18 SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ ERLENDAR BÆKUR Lögregluhelja í íslenskum lopa John Sandford: „Sudden Prey“ Berkley 1997. 390 síður Tvær konur fremja bankarán í upphafi spennusögunnar „Sudd- en Prey“ eftir John Sandford. Þær eru undir eftirliti lögregl- unnar sem bíður þeirra fyrir utan bankann. Vitað var að þær höfðu eitthvað misjafnt í hyggju en þær fengu að fara inn í bankann óáreittar og fremja ránið rvo hægt væri að grípa þær glóð- volgar á vettvangi. Konurnar þessar eru þungvopnaðar og samviskulausar og hinir verstu óþokkar. Þær skjóta gjaldkera í andlitið af því þær héldu að hann væri að brosa að þeim. Þegar þær koma út úr bankanum lætur lögreglan loks til skarar skríða og hefst skotbardagi og þær falla í valinn. Málinu lokið? Bara ekki! Þær áttu sér eiginmann og bróður, La Chaise að nafni, tukt- húslim sem sleppur úr haldi fangavarða við jarðarför varg- anna tveggja og gerir það að ljósi lífs síns ásamt tveimur við- líka biluðum félögum sínum að elta uppi fjölskyldur lögreglu- mannanna, sem áttu þátt í dauða kvennanna, og senda í Edens fína rann. Þar með hefst langur elting- arleikur þessa fremur slappa hefndartryllis. Annars vegar segir af því hvemig hinir illa innrættu hefndarenglar gera árásir á lögreglumennina og fjöl- skyldur þeirra og fara úr einum stað í annan, drekka sig fulla, ræna banka, eiga fremur óspennandi samræður og eru ótrúlega sárir og svekktir út í kerfi sem stingur kónum eins og þeim og þeirra kvenfólki í fangelsi eða drepur í skotbardög- um. Þeir eru með lítil tár tattó- veruð undir augunum, eitt fyrir hvert morð sem þeir hafa fram- ið. Hins vegar segir af því hvern- ig lögreglan reynir hvað hún getur að veija fjölskyldur sínar og sjálfa sig og hvernig hún reynir að hafa upp á glæpa- mönnunum og hvemig hún notar t.d. fjölmiðlana í þeim tilgangi. Eru lögreglumennimir mjög samheldinn og atorkusamur hópur utan einn sem lendir í bragðvondu þegar hann tekur að veita morðingjunum persónu- legar upplýsingar og reyna að koma þeim fyrir kattamef í leið- inni, í hliðarsögu sem er veik- byggð svo ekki sé meira sagt. John Sandford er höfundar- nafn blaðamannsins John Camps er unnið hefur til Pulitzerverð- launa á vettvangi blaðamenns- kunnar. „Sudden Prey“, sem verið hefur á metsölulista The New York Times um nokkurt skeið í vasabrotsformi, er tíunda bók höfundarins og sú áttunda sem fjallar um lögreglumanninn Lucas Davenport og hans menn. Allar eru sögumar með orðið „prey“ eða bráð í titlinum eins og „Rules of Prey“, sem er fyrsta bók höfundarins, „Shadow Prey“, „Eyes of Prey“ og þar fram eftir götunum. Davenport þessi er snaggaralegur lögreglu- maður og greindur vel og hefur athyglisverðan fatasmekk, klæð- ist t.d. íslenskri ullarpeysu á ein- um stað í þessari nýju sögu. í fyrri bókum Sandfords hefur Davenport fengist við hin erfið- ustu mál og staðið í eltingarleikj- um við harðsvíraða glæpamenn. Í tveimur bóka hans hefur lækn- irinn ógurlegi Michael Bekker komið við sögu en hann er nk. Hannibal Lecter Sandfords, „snjallasti og hættulegasti mað- ur“ sem Davenport hefur komist í kynni við. Annar hættulegur morðingi er ísmaðurinn og enn einn er þjófur sem sker upphafs- stafína í nafni fallegrar konu sem hann þráir í fórnarlömb sín. Illmennin í „Sudden Prey“ gera ekki mikið fyrir spennuna. Þeir hafa ekkert til að bera sem ger- ir óþokka spennusagnanna áhugaverða eða margræða. Þeir eru þöngulhausar sem ganga fyrir hefndardrápum á einstak- lega hæpnum forsendum og gefa lítið fyrir sitt eigið líf. Þeim fylg- ir ódýrt ofbeldi, sem Sandford reynir að smjatta ekki of mikið á, og þeim fylgir kynþáttahatur, vopnadýrkun og fremur einhæf samskipti til lengdar. Ef elt- ingarleikurinn við þá hefði verið styttur um eins og hundrað blaðsíður hefði kannski verið hægt að gera þá spennandi. í þessari lengd eru þeir þreytandi. Lucas Davenport og félagar eru Hinir vammlausu, óbugandi hópur knárra og óttalausra Iög- reglumanna. Sandford hefur skrifað um þá sjö aðrar bækur svo hann dvelur ekki lengur við kynningu á þeim. Áherslan er öll á hraða frásagnarinnar, snöf- urmannleg samtöl og hasar. Samt reynist sagan langdregin. í raun eru hún einskonar nú- tímavestri. Aðalpersónan Davenport er kannski hin dæmi- gerða ameríska vestrahetja í dæmigerðum amerískum vestrabæ sem fær óþægilega heimsókn ókunnugra og heldur uppi lögum og reglum hvað sem það kostar. Clint Eastwood gæti sem best leikið hann og kannski á hann eftir að gera það ein- hvem daginn. Sandford hefur verið lofaður fyrir bækur sínar af kollegum sínum eins og Stephen King, Robert B. Parker og Carl Hiaas- en. Hann á lítið sameiginlegt með þeim og síst hinum tveimur síðastnefndu því hann er ger: samlega húmorslaus höfundur. í „Sudden Prey“ hefur Sandford hvorki tekist að gera spennandi né skemmtilega glæpasögu. Hún er auðlesin en það reynist ekki stór kostur þegar maður hefur loksins komist að því að hún sé best ólesin. ARNALDUR INDRIÐASON • VONIR bresku ríkisstjórnar- innar um ókeypis aðgang al- mennings að söfnum og sýning- arsölum hafa minnkað verulega eftir að átta salir ákváðu að taka upp aðgangseyri vegna fjár- hagsörðugleika. Akvörðunin hefur hins vegar í för með sér að einn sýningarsalanna, Wal- ker-salurinn í Liverpool, verður af þremur ítölskum 17. aldar listaverkum sem Sir Denis Ma- hon, sérfræðingur í listasögu, hugðist gefa salnum, með því skilyrði að áfram yrði ókeypis aðgangur að honum. Á meðal safna sem tekið hafa upp að- gangseyri eru Victoria & Albert- safnið, Stríðsminjasafnið, Vís- indasafnið og Náttúrugripasafn- ið. Sir Denis, sem hefur verið ötull baráttumaður fyrir því að almenningur þurfi ekki að greiða aðgangseyri á söfnum og í sýningarsölum bauð verkin þrjú eingöngu vegna þeirrar óhcillaþróunar sem hefur gætt á undanförnum misserum. Um er að ræða einstaka gjöf en hún virðist ekki duga til. LISTIR Morgunblaðið/Arnaldur Gleðimarsering Götuleikhússins GÖTULEIKHÚSIÐ og danska lúðrasveitin Odense skoleor- kester fóru í skrúðgöngu frá Hlemmi síðastliðinn fimmtudag. Tóku ungir og aldnir þátt í þess- ari „gleðimarseringu", eins og aðstandendur kölluðu uppá- komuna en gengið var niður Laugaveg og að Ingólfstorgi. Voru meðfylgjandi myndir teknar í skrúðgöngunni. Hrista upp í lá- deyðunni BÓKAFORLAGIÐ Dægradvöl er útgefandi tímaritsins Fjölnis, sem nú hefur komið fyrir almenningssjónir á nýjan leik eftir hlé í hálft annað hundrað ár. Ritstóri er Gunnar Smári Egilsson, en auk hans eiga sæti í ritnefnd Alda Lóa Leifsdóttir, Hallgrímur Helgason, Huldar Breiðfjörð og Þorvaldur Þorsteinsson. Að sögn útgefenda vill Fjölnir taka menninguna og kasta henni á grillið og segja þeir ennfremur að Fjöln- ir setji sem fyrr nytsemd, fegurð og sannleika í öndvegi. Útgefendur segjast aðspurðir ekki ætla Fjölni að vera svipu á íslenskt samfélag heldur al- menna hvatningu til íslendinga. „Fjölnir er frekar strá í nefið og klapp á öxlina“, sagði ritstjórinn. Áætlað er að blaðið komi út fjórum sinnum ári og segja aðstandendur að lesendur hafi því nægan tíma til að lesa þær níutíu síð- ur sem Fjölnir spannar. Útgefendur segjast ekki hugsa um fólk sem markhópa og hafa að sögn trú á því að þeir skrifi fyrir íslendinginn í okkur öllum og flokka því síður fólk niður eftir mismunandi þjóðfélagsþáttum. „Við reyn- um að hefja okkur upp úr því að skrifa fyrir markað og það er meira sem sameinar fólk heldur en aðgreinir og þessu virðumst við hafa gleymt.“ Þeir segjast ennfremur taka ofan fyr- ir Fjölnismönnum án þess að skríða fyrir þeim. „Við viljum gefa þeim framhaldslíf með þessu blaði og andæfa þeirri tilhneigingu að gera þá að stofnun. Fjölnismenn eru ekki ósnertanlegir í kafla íslandssögunnar sem er lokið heldur að þeir hafi haft erindi sem við getum jafnvel tek- ið upp og kannað hvernig hæfír okkar tíma.“ Sérstakur blaðsöluturn hefur verið opnaður í Bankastræti 8 í tilefni af útkomu Fjölnis og verður hann starfræktur í viku frá fyrsta út- gáfudegi. Morgunblaðið/Ámi Sæberg .VILJUM kanna hvernig erindi Fjölnismanna hæfir okkar tímum,“ segja útgefendur Fjölnis.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.