Morgunblaðið - 06.07.1997, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 06.07.1997, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ 1997 21 LOFTNETSMASTRIÐ á Gufu- skálum var eitt hæsta mann- virki í heimi þegar það var reist 1963. Það er 412 metra hátt og var notað fyrir lóran- stöðina. Ríkisútvarpið mun nota mastrið til langbylgju- sendinga og er reiknað með að þær hefjist í næsta mánuði. uppsetningu búnaðarins, er hann með því tæknilegasta og fullkomn- asta sem gert er í heiminum á þessu sviði. Þetta er fyrsta alhálfleiðara- vædda og stafrænt mótaða lang- bylgjustöð í heiminum. Þaðan sem ég stóð í mastrinu sást í fjóra strompa á Gufuskálastöð- inni. Eru það púströr af fjórum vél- um sem áður voru notaðar sem vara- # Morgunblaðið/Guðlaugur Wíum A MIÐRI leið upp mastrið var tekið kaffihlé. Frá vinstri: Bill tannlæknanemi, fullu nafni Wiliiam H. Clark III., Kristján Sævarsson málari og Steinn Sigurðsson, sem er á förum til náms í myndlist á Spáni. Morgunblaðið/Guðlaugur Wíum ÚTSÝNIÐ var stórkostlegt úteftir norðanverðu Snæfellsnesi. Næst er Hellissandur, þá Rif. A góðum degi sést alla leið í Stykkishólm. aflgjafi. Nú verður sett niður ein Perkins-vél sem nota á sem varaafl- stöð fyrir útvarpssendana. Þyngdaraflið segir til sín Jæja, haldið var áfram upp og um tíuleytið tókum við okkur stuttan kaffitíma. Höfðu þeir félagar með sér nesti sem þeir báru til skiptis í bakpoka. Þegar þeir byijuðu á þess- ari vinnu höfðu þeir spil niðri til að hífa upp málningu, pensla og nestið. Hurfu fljótlega frá því, það tók allt- of langan tíma. „Það er fljótlegra að bera þetta upp,“ sögðu þeir. Við þriðja stag var tekin örstutt hvíld. Eg var eitthvað að fara í vas- ana og missti þá gleraugun og féllu þau beint niður með örlítilli viðkomu á einum bitanum. Ekki datt mér í hug að sjá þau aftur. Hæðin var svo mikil. En Bill horfði niður og vildi greini- lega ekki láta trufla sig þar sem einbeitingin var mikil að horfa á hvar gleraugun ientu. Sagði síðan að þau hefðu lent hjá spýtunni og benti á einhveija spýtu sem lá þarna við húsið fyrir neðan. Ekki var ég mjög trúaður á að það gengi upp. Áfram var haldið og alltaf fannst mér stutt eftir. Þegar við vorum á fimmta stagi missti ég húfuna. Bill þóttist eins og fyrra skiptið sjá hvar hún lenti. Ekki var ég alveg jafnviss. Ég tók myndir annað slagið og var útsýnið alveg einstakt. Snæfells- jökullinn í allri sinni dýrð þó að hann hafí verið með smáskýjahatt. Ég hafði oft flogið yfír Snæfellsnesið og horft út um gluggann á flugvél- unum. En þar var aðeins út um glugga að sjá. Þarna var allt annað útsýni. Maður bara snéri höfðinu, þá sá maður það sem maður vildi í hvaða átt sem var. Upp í himin- inn eða beint nið- ur á jörðina. Þegar við vor- um alveg að koma upp masturstoppinn missti einn mál- arinn tvo pensla sem hann var með í bandi. Penslarnir lentu á einum bitanum á mastrinu og voru þar, þótt þeir héngju tæpt. Kristján sagði að þetta væri ábyggilega eins- dæmi. Það hefði ekkert verið gaman að þurfa að fara alla leið niður til að sækja þá. Stórkostlegt útsýni Við komumst upp á toppinn kl. 11.45, þá búnir að vera tæpa þijá tíma á leiðinni. Málararnir sögðu mér að óstaðfest met í uppgöngu á toppinn ætti starfsmaður hjá Pósti og síma hf. sem hefði farið upp mastrið á 59 mínútum. Bill sagðist staðráðinn í að slá það met þegar búið væri að mála. Útsýnið var glæsilegt, vægast sagt. Veðrið eins og best varð á kosið. Nú var nánast logn en piltarn- ir sögðu að S sterkum vindi sveiflað- ist masturstoppurinn fram og aftur um 3-4 metra. Með því að lygna aftur augunum gat ég fundið hvern- ig mastrið vaggaði aðeins. Skemmti- legtilfinning. Ég tók nátturulega myndir á fullu og málararnir voru fyrirmyndin ásamt öllu sem fyrir augun bar. Stóðum við þarna um stund og virt- um fyrir okkur útsýnið. Sögðust þeir sjá inn í Stykkishólm þegar létt- skýjað var en nú var mistur í lofti sem skyggði svolitið. Þarna mátti sjá áletranir eftir þá Stein og William frá 1989 þegar þeir voru að vinna við mastrið. Þó fannst mér eitt sem skyggði á fegurðina. Á milli mastursins og Snæfellsjökuls eru heljarinnar rusla- haugar. Mikil sjónmengun. Þetta var nokkuð sem maður átti ekki von á, enda venjulega ekki aimenningi til sýnis, til dæmis $ akstri um þjóðvegi landsins. Þessir og aðrir ruslahaugar eru oft vel faldir með tilliti til ferðafóiks á veg- um en það gleym- ist alveg að þeir sjást vel úr lofti. Það er mál sem þarf að taka til gaumgæfilegar skoðunar. Við vorum að ræða þetta þegar Kristján sagði að þeir vissu alltaf hvenær rusl væri losað á haugun- um. Þá nefnilega fylltist svæðið af einkabílum. Ekki voru þeir i vafa um að þar færu hirðusamir menn. Ég var næst- um búinn með filmurnar og tími var kominn til að fara niður og fyr- ir strákana að fara að vinna af al- vöru. Þeir höfðu notað tímann á leið- inni upp til að fara betur yfir og finna það sem þeim hafði yfirsést. Voru það nokkrir ryðblettir. Verkið var langt komið og reiknuðu þeir með að vera búnir 23. júní. Þá ætl- aði Kristján að taka sveinsprófið, Steinn að fara til Spánar til náms en Bill vera eftir til að fara yfir ef einhveiju yrði ólokið. Undraverð nákvæmni Ferðin niður tók mig um 40 min- útur með hléum til að taka nokkrar myndir. Þegar niður var komið fór ég að huga að gleraugunum og húf- unni sem ég missti á leiðinni upp. Viti menn, gieraugun voru nákvæm- lega þar sem Bill sagði þau vera. Óskemmd og húfan einnig. Nokkrum dögum eftir þessa ferð frétti ég að Bill hefði staðið við heit- ið og sett nýtt hraðamet upp ma- strið 25. júní. Hann fór þessa vega- lengd á 32 mínútum og 40 sekúnd- um. Metið var staðfest af viðstödd- um og atlagan tekin upp á stafræna myndbandstökuvél af Kristjáni Benediktsyni verkfræðingi dreifi- kerfis RÚV. Bill skráði metið sjálfur efst á mastrið. Ég held ég láti það alveg vera að reyna við þetta met - þótt boru- brattur sé! Höfundur er lögreglumaður og fréttaritari Morgunblaðsins í Ólafsvik.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.