Morgunblaðið - 06.07.1997, Síða 28
28 SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ 1997 29
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johan’nessen,
Styrmir Gunnarsson.
þarf á við það verkefni að gera
við geimstöð og senda viðgerð-
arleiðangur til þess út í geim-
inn.
Frá upphafi geimferða hafa
heyrzt raddir um, að of miklum
fjármunum væri varið til þeirra
og að þeir væru betur komnir
í öðrum verkefnum. Þetta er
einfaldlega rangt. Það hefðu
litlar framfarir orðið, ef menn
hefðu hugsað þannig, þegar
leitazt var við að nema ný lönd.
LENDINGIN
ÁMARS
RANNSÓKNIR á geimnum
og öðrum hnöttum eru
eitthvert mesta ævintýri okkar
tíma. Fyrstu skref Neil Armstr-
ongs á tunglinu gleymast aldrei
í huga þeirra, sem fylgdust með
þeim ótrúlegu tímamótum í
sögu mannsins. Rússar og
Bandaríkjamenn hafa haft for-
ystu um þessar rannsóknir. Það
gleymist heldur aldrei, að Rúss-
ar urðu fyrsta þjóðin til þess
að skjóta á loft mönnuðu geim-
fari. Spútnik og Gagarín lifa í
sögunni. Raunar er merkilegt
hvað Rússum hefur tekizt að
halda uppi metnaðarfullum
geimrannsóknum á undanförn-
um árum miðað við þá erfið-
leika, sem þeir hafa gengið í
gegnum. Má þar bæði nefna
rekstur geimstöðvarinnar Mír
og tilraun þeirra seint á síðasta
ári til þess að senda geimfar
hlaðið rannsóknartækjum til
Mars, sem því miður fór út um
þúfur, eins og stundum gerist
hjá báðum þjóðunum.
Lending bandarísks geim-
fars á Mars í fyrradag er nýj-
asti þáttur þessa ævintýris.
Geimfar hefur ekki lent á Mars
í rúmlega tvo áratugi. í grein,
sem birtist hér í blaðinu í gær
eftir dr. Harald Pál Gunnlaugs-
son, sem hefur m.a. unnið að
undirbúningi þessarar ferðar,
og Ásgeir Pétursson eðlisfræð-
ing segir m.a.: „Lendingin
markar upphaf nýrra tíma í
könnun Mars, því bandaríska
geimferðastofnunin NASA ráð-
gerir hér eftir að senda tvö
geimför til Mars í hvert sinn,
sem afstaða jarðar og Mars
hentar. Það gerist á rúmlega
tveggja ára fresti og er ætlunin
að þessu haldi áfram vel fram
yfir aldamót. Að lokum kemur
svo að því að geimfar snúi aft-
ir til jarðarinnar með jarðvegs-
sýni frá Mars og er það áætlað
fljótlega eftir aldamót."
Eftir fyrstu tunglferðirnar
hafa geimrannsóknir beinzt að
öðrum þáttum. Við liggur, að
ferðir bandarísku geimferjanna
út í geiminn til margvíslegra
rannsókna séu að verða daglegt
brauð. Síðar í sumar mun fyrsti
maðurinn af íslenzku bergi
brotinn fara út í geiminn, þegar
Bjarni Tryggvason, sem ólst
upp á íslandi til 7 ára aldurs,
verður þátttakandi í einni af
geimferðum Bandaríkjamanna.
Þótt menn hafi áhyggjur af
þeim vandamálum, sem upp
hafa komið í rússnesku geim-
stöðinni Mír að undanförnu
leiðir sú reynsla auðvitað til
nýrrar þekkingar, þegar takast
SKYNSAM-
LEGTSAM-
KOMULAG
SAMKOMULAGIÐ, sem gert
hefur verið við Grænlend-
inga og Dani um miðlínu á
milli íslands og Grænlands
vegna Kolbeinseyjar er skyn-
samlegt. Við vitum ekki hversu
lengi Kolbeinsey stendur, til-
raunir til að halda henni við
mundu kosta of fjár og enginn
veit hvort alþjóðlegur dómstóll
mundi dæma okkur í hag, ef
deilan færi fyrir dóm.
Þegar á þetta er litið er ljóst,
að það er góður kostur fyrir
ísland að halda 30% af hinu
umdeilda hafsvæði vegna Kol-
beinseyjar og jafnframt er mik-
ilvægt, að nú liggur fyrir viður-
kenning á þeim markalínum,
sem byggjast á Grímsey.
Við íslendingar þurfum ekki
lengur að hafa áhyggjur af
framtfð Kolbeinseyjar. Eins og
Halldór Ásgrímsson, utanríkis-
ráðherra, sagði í Morgunblað-
inu í gær, snertir það á engan
hátt hagsmuni okkar eftir að
þetta samkomulag hefur verið
gert.
Jafnframt er ástæða til að
benda á í ljósi þeirra illvígu
deilna, sem við eigum í við
Norðmenn, að svona eiga
frænd- og vinaþjóðir að gera
út um ágreiningsmál sín, eins
og íslendingar, Danir og Græn-
lendingar hafa nú gert.
VIÐ HELGI
• á Hrafnkels-
stöðum höfum hvor í
sínu lagi komizt að
þeirri niðurstöðu að
Kolbeinn ungi hafi
verið á dögum þegar
frumnjála var rituð og er ástæðan
sú, hvemig komizt er að orði í sög-
unni. Kolbeinn ungi lézt 1245. Þó
að hann hafi verið dauður þegar
Njála var saman sett í þeirri gerð
sem við nú þekkjum er enginn vafi
á að Kolbeinn hefur verið samtíða
höfundinum. Hann hefur nauða-
þekkt Kolbein. Þó að Sturla væri
ungur þegar Kolbeinn dó hefur
hann þekkt hann persónulega enda
var Kolbeinn kvæntur inní ætt hans,
tengdasonur Snorra Sturlusonar
um skeið. En augljóst er að Njála
er ekki fullskrifuð fyrr en eftir
Flugumýrarbrennuna, svo mikil
fyrirmynd sem lýsing Sturlu á henni
hefur verið höfundi Njálu. Sennileg-
ast er að höfundurinn ljúki við Njálu
á sjöunda áratug 13. aldar. Þá ein-
beitti Sturla sér að sagnaritun og
af honum fór meira orð en nokkrum
samtímamanni hans um miðja öld-
ina einsog sjá má af því að Magnús
lagabætir kallar hann til Noregs
og felur honum að skrifa_ sögu
Hákonar gamla föður síns. Á þeim
tíma hefur hann haft handbær öll
þau rit sem stuðzt er við.
Sú ábending Helga á Hrafnkels-
stöðum að helztu handrit Njáls sögu
hafí verið í höndum Sturlunga laust
eftir 1300, t.a.m. Möðruvallabók,
og hafi það ekki verið tilviljun ein-
ber heldur eðlilegt þar sem höfund-
ur hafi verið af þeirri ætt, þ.e.
Snorri Sturluson, er athyglisverð
svo langt sem hún nær. En ef sú
staðreynd bendir á
einhvern höfund þá
leiðir hún Sturlu Þórð-
arson fram á sjónar-
sviðið, ekkisíður en
Snorra föðurbróður
hans. Það ber raunar
allt að sama brunni: Sturla Þórðar-
son er eini líklegi höfundur Njáls
sögu sem öll rök benda á, en engin
mæla gegn. Alls staðar þar sem
borið er niður kemur nafn hans í
hugann. Allir aðrir sem nefndir
hafa verið þegar höfundar Njálu
er leitað verða úr leik af ýmsum
ástæðum þegar nánar er að gætt.
Sturla er sá eini sem við þekkjum
sem stendur af sér öll mótrök. Það
er kaldhæðni örlaganna að rökin
með öðrum líklegum höfundum
Njálu einsog Snorra Sturlusyni,
Þorvarði Þórarinssyni og Árna
byskupi Þorlákssyni benda einnig
öll á Sturlu Þórðarson - og raunar
á hann öðrum fremur. Sá sem leið-
ir hann fram á sjónarsviðið sem Iík-
legasta höfund Njáls sögu lendir
ekki í neinni bóndabeygju þegar
hann rökfærir kenningu sína. Slíkur
málflutningur hefur ávallt nærtæk-
ar og augljósar staðreyndir að bak-
hjarli. Raunar hef ég ekki enn rek-
izt á nein mótrök sem máli skipta
og benda í aðrar áttir en á fræðaset-
ur Sturlu lögmanns við Breiðafjörð,
þegar um það er rætt hver sé höf-
undur Njáls sögu. Því nær sem
gengið er heimildum þeim mun
sterkari verða rökin fyrir því að
Sturla Þórðarson hafi ritað Njálu.
Höfundi Njáls sögu er í mun að
sýna fram á að kristnitaka hafí
verið íslendingum mikil blessun og
notar persónur sínar í því skyni.
Áhugi hans hnígur í sama farveg
og málflutningurinn í Kristni sögu.
Njáll á Bergþórshvoli segir í sögu
sinni: „Svo lízt mér sem hinn nýi
átrúnaður muni vera miklu betri,
og sá mun sæll, er hann fær held-
ur. Og ef þeir menn koma út hing-
að, er þann sið bjóða, þá skal ég
það vel flytja." Og ekki nóg með
það, heldur bætir höfundur við:
„Hann mælti það oft.“ Njáll er eng-
in persóna í Kristni sögu. Honum
bregður einungis fyrir í Landnámu
og Snorra Eddu þar sem tilfært er
eftir hann Ijóðabrot. Annars staðar
lifir hann ekki nema í sögu sinni.
Samt reynir höfundur Njálu að
tengja hann við kristnitöku, þótt
kristni þáttur Njáls sögu sé fremur
vegna áhuga höfundar en af skáld-
sagnatæknilegri nauðsyn í sögunni.
Þegar höfundur hefur látið Njál
á Bergþórshvoli mæla fyrrgreind
orð snýr hann sér vafningalaust að
Þangbrandi og trúboði hans en á
þó einkum erindi við Síðu-Hall og
lýsir því nákvæmlega hvernig hann
og fólk hans tók trú á Þvottá í
Álftafirði. Þetta er engin tilviljun
því að Hallur var tengdafaðir Flosa
sem átti Steinvöru, dóttur hans.
Síðu-Hallur er þannig tenging Njálu
höfundar við Kristni sögu Sturlu
en auk þess sú flétta sem nauðsyn-
leg er til að skrifa harmsöguna inní
kristnitökudramað á íslandi. En
stíll Kristni sögu er að sjálfsögðu
allt annar en stílbrigði Njálu sem
lýtur allt öðrum lögmálum en sagn-
fræðirit einsog Kristni saga. Njála
er aftur á móti skáldsaga með arf-
sögulegum minnum og skírskotun-
um í samtímaumhverfi höfundar.
Af því markast stíllinn.
HELGI
spjall
ÍNVERJAR TÓKU VIÐ
völdum í Hong Kong
á miðnætti á mánudag
og hinn rauði fáni
Kína blakti í einni
helstu miðstöð kapítal-
ismans í heiminum.
156 ára nýlendustjóm
Bretiands var þar með lokið. Á þeim tíma
hafði Hong Kong breyst úr því að vera
hrjóstrug eyja, sem ekki var talin ákjósan-
leg til byggðar, í efnahagslega vél er
malar gull. Hong Kong var síðasta mikil-
væga nýlenda Breta og með afhendingu
borgarinnar til Kínveija má segja að
breska heimsveldið heyri endanlega sög-
unni til. í heimsveldinu er á sínum tíma
teygði sig um flestar heimsálfur er nú ein-
ungis að finna nokkrar eyjar, t.d. St. Hel-
enu, Bermuda og Falklandseyjar auk Gíbr-
altarklettsins á suðurströnd Spánar.
í augum Kínveija hefur hins vegar með
valdatöku þeirra í Hong Kong verið bund-
inn endi á þá niðurlægingu að erlent ný-
lenduveldi færi með stjórn á landssvæði
er þeir hafa alla tíð talið til Kína. Bretar
náðu Hong Kong undir sig með hernaði
og var markmiðið að knýja Kínveija til
að opna markaði sína fyrir ópíumviðskipti
Breta. Upphaf sögu Breta í Hong Kong
er þeim því sízt af öllu til sóma.
Á þeim 156 árum sem síðan eru liðin
hefur mikið breyst. Líkt og fleiri Asíuríki
er náð hafa miklum efnahagslegum ár-
angri á þessari öld, til dæmis Japan, býr
Hong Kong ekki yfír neinum náttúrulegum
auðæfum að undanskildu einstöku nátt-
úrulegu hafnarstæði. Hagvöxtinn og auð-
legðina er einkennt hafa Hong Kong má
að öllu leyti rekja til hugvits og iðjusemi
íbúanna og þeirrar lagalegu umgjörðar er
smíðuð hefur verið utan um efnahagslega
starfsemi þeirra.
Samkomu-
lagum
óbreytt
ástand
SÚ SPURNING
blasir við hvort
stjóm Kínveija
muni breyta þessari
umgjörð að veru-
legu leyti. Þegar
Margrét Thatcher
samdi við Kína-
stjórn árið 1984 um valdaskiptin í Hong
Kong náðist samkomulag um að ekki yrði
hróflað við stjómkerfi og lögum nýlend-
unnar fyrstu hálfu öldina eftir valdaskipt-
in. Það er athyglisvert að á þeim tíma sem
síðan er liðinn og nær hefur dregið valda-
skiptunum virðist sem fremur hafi dregið
úr áhyggjum um að ekki yrði staðið við
það loforð. Sú mikla umræða sem var á
sínum tíma um fólks- og fjármagnsflótta
hefur nær þagnað og verðbréfamarkaðir
virðast hafa mikla trú á framtíð Hong
Kong. Hins vegar er ljóst að þessi umræða
mun blossa upp á nýjan leik, ef Kínveijar
sýna tilburði til að ganga á bak orða sinna
eða ef þjarmað verður ótæpilega að efna-
hagsstarfsemi borgarinnar á einhvem
hátt.
Margir sérfræðingar telja, að Kínveijar
geri sér grein fyrir að þeir hafi ekki efni
á að vera án auðlegðar Hong Kong og
jafnframt að það þýði, að ekki megi hrófla
við því frelsi og mörgum þeim borgaralegu
réttindum á borð við hlutlaust réttarkerfi,
sem eru grundvöllur framfaranna, þó svo
að Hong Kong kerfið sé um flest and-
stæða hins kínverska kerfis.
Það gefur líka tilefni til bjartsýni að frá
því samkomulagið um Hong Kong var
undirritað 1984 er það Kína sem hefur
nálgast Hong Kong í stjórnarháttum en
ekki öfugt. Það breytir þó ekki þeirri stað-
reynd, að almenn lýðréttindi eru vart til
staðar á meginlandi Kína. Umskipti síð-
ustu ára hafa fyrst og fremst verið á sviði
efnahagsmála og þar að auki einskorðast
landfræðilega við svæði í suðurhluta Kína.
Það dregur úr bjartsýni, að eitt fyrsta
verk Kínveija eftir valdatökuna var að
leysa upp lýðræðislega kjöma þingmanna-
samkundu Hong Kong og skipa sína eigin
fulltrúa í hana. Þá hafa kínverskir ráða-
menn gefíð út yfirlýsingar um, að mál-
frelsi í fjölmiðlum muni í framtíðinni ekki
ná til gagnrýni á Kínastjórn og framferðis
hennar, til að mynda í Tíbet. Þá hafa
margir sérfræðingur áhyggjur af því, að
sjálfstæði dómstóla verði ekki virt á sama
hátt og gert var í stjórnartíð Breta og að
þegar megi sjá merki um aukna spillingu
og klíkuskap í efnahagslífinu.
Sú skoðun heyrist jafnframt að lýðrétt-
indi og lýðræði skipti ekki sköpum varð-
andi framtíð Hong Kong og er gjarnan
bent á önnur Asíuríki í því sambandi.
Singapore hefur til dæmis dafnað þrátt
fyrir ritskoðun og takmarkað lýðræði. Þá
hefur það verið rifjað upp, að áhersla Breta
á borgaraleg réttindi íbúa Hong Kong er
tiltölulega ný af nálinni. Það var ekki fyrr
en i maí 1990, sex ámm effir að samkomu-
lagið við Kínveija var undirritað, að sam-
þykkt var sérstök réttind'áskrá fyrir íbúa
Hong Kong. Fyrstu lýðræffislegu kosning-
ar Hong Kong voru haldnar í september
1995. Hong Kong-búar hafa í gegnum tíð-
ina ekki haft mikil áhrif á stjórn nýlend-
unnar og þeir höfðu engin áhrif á þá
ákvörðun að afhenda Kinveijum völd í
borginni.
Lýðréttindi virðast heldur ekki vera það
er stjórnendur fyrirtækja í Hong Kong
hafa mestar áhyggjur af. í skoðanakönnun
er gerð var af Far Eastern Economic Re-
view kemur fram að 87,5% stjórnenda telja
að Kínveijar muni draga úr lýðréttindum
en einungis 20,8% telja a,ð það muni tor-
velda sér að stunda viðskiþti í framtíðinni.
Kfiíveijar standa
frannni fyrir í
tengslum við Hong
Kong hefur verið nefnd eitt ríki, tvö kerfí.
Þrátt fyrir að Kína og Bong Kong renni
saman í eitt muni hin gjörólíku efnahags-
kerfí halda sérkennum sínum. Reynslan
ein getur skorið úr um, hvort það tekst.
Það er ekki útilokað, að áætlunarbúskapur
meginlandsins og hin efhahagslega spilling
sem þar er að finna muni að lokum kæfa
efnahagsfrelsið í Hong Kong. Ekki má
heldur útiloka þann möguleika að mark-
aðskerfið í Hong Kong muni umbylta
meginlandi Kína. Þessi sameining gjör-
ólíkra kerfa er um flest einstök í sögunni.
Vissulega má vísa til sameiningar Norður-
og Suður-Víetnam að Víetnamstríðinu
loknu, þar sem ólík efnahagskerfi höfðu
verið byggð upp, en sá samanburður er
um flest ófullkominn. Sameining Víetnams
varð í kjölfar styijaldar er geisað hafði
um margra ára skeið, jagt stóra hluta
landsins í rúst og alið á hatri milli íbúa
norður- og suðurhlutans. Ög þótt markaðs-
kerfi hafi verið við lýði í Suður-Víetnam
var ríkið ekki nærri eins auðugt og Hong
Kong og kerfið ekki jafnhreinræktað. Með
sameiningu Hong Kong og Kína er í fyrsta
skipti gerð tilraun til að viðhalda kommún-
isma og kapítalisma í sama ríkinu. í ljósi
sögunnar má telja víst að þegar til lengri
tíma er litið verði erfitt að viðhalda tveim-
ur kerfum. Hafí annað kerfíð augljósa
yfírburði hlýtur það að ná yfírhöndinni að
lokum.
Þegar horft er til framtíðar komast
menn ekki heldur hjá því að velta fyrir
sér stöðu Tævan. Kínveijar líta enn á
Tævan sem hluta af ríki sínu og það liðu
ekki margar klukkustundir frá valdaskipt-
unum í Hong Kong þar til æðstu ráða-
menn Kína gáfu út yfirlýsingar um að
þeir vonuðust til að Tævanar myndu einn-
ig koma í faðm föðurlandsins. Var þeim
heitið því að fá að viðhalda núverandi
kerfi, rétt eins og Hong Kong, þrátt fyrir
samruna við Kína.
Alls ekki er óhugsandi, ef vel tekst til
við stjómun Hong Kong, að Tævanar
muni í framtíðinni sjá sér fært að taka
upp náið samstarf við Kína og jafnvel
sameinast í eitt ríki á nýjan leik. Sá mun-
ur er hins vegar á Hong Kong og Tævan
að í síðarnefnda ríkinu hefur tekist að
Áhyggjur
Tævana
TÖFRALAUSNIN
á þeim vanda sem
REYKJAVÍKURBRÉF
Laugardagur 5. júlí
Morgunblaðið/Arnaldur Halldórsson
byggja upp virkt lýðræði og ákvörðun um
sameiningu yrði að byggjast á breiðri sam-
stöðu meðal þjóðarinnar en ekki samning-
um valdsmanna.
Spenna í samskiptum Tævana og Kín-
veija hefur aukist til muna á síðustu árum
og Kínaher hefur ítrekað efnt til heræf-
inga er beinlínis hefur verið ætlað að ögra
Tævanstjórn. Þó er ekki allt sem sýnist.
Viðskipti á milli Tævan og meginlands
Kína eru mikii og vaxandi og Tævanar
fjárfesta mjög i Kína.
Það er eitt af mikilvægustu langtíma-
markmiðum kínverskra stjórnvalda að
sameina ríkið á ný. Verði reynt að gera
það með valdi mun það raska öllu valda-
jafnvægi í Asíu og ýta undir óstöðugleika
í álfunni. Þróunin í Hong Kong kann að
verða vísir að friðsamlegri lausn er jafnt
stjórnvöld í Kína sem Tævan telja viðun-
andi.
BANDARÍSKA
ÁstíPfÍa til dagblaðið Wash-
ASiæoani ington Post hefur
bjartsým það eftir kínversk-
um ráðamönnum,
að þeir líti svo á að skipta megi viðbrögð-
um í Bandaríkjunum í tvennt. Annars veg-
ar séu þeir sem voni að umskiptin í Hong
Kong gangi vel fyrir sig og hins vegar
þeir, sem voni að þessi tilraun muni mistak-
ast.
Stjórn Bandaríkjanna hefur tekið þá
afstöðu að bíða og sjá hvert framhaldið
verður og varð til dæmis ekki við ósk
Breta um að sniðganga hátíðarathöfn
Kínastjórnar í kringum valdaskiptin. Einn
áhrifamesti sérfræðingur Bandaríkjanna á
sviði utanríkismála, Henry Kissinger, fyrr-
verandi utanríkisráðherra, hefur jafnframt
hvatt til að samruni Kína og Hong Kong
verði nýttur til að bæta og efla samskipti
Bandaríkjanna og Kína. Þróaðasta ríki
veraldar og fjölmennasta ríki veraldar
hafi bæði hag af því að vinna saman í
stað þess að takast á.
í nýjasta hefti tímaritsins Foreign Aff-
airs ritar Frank Ching, ritstjóri hjá Far
Eastern Economic Review grein er hann
nefnir „Að draga rangar ályktanir af Hong
Kong“. Ching segir umræðuna um framtíð
Hong Kong í Bandaríkjunum vera óþarf-
lega neikvæða og að svo virðist sem marg-
ir gangi út frá því sem gefnu að allt muni
þar fara á versta veg eftir valdatöku Kín-
veija. Enn gæti andstöðu í garð Kínveija
vegna blóðbaðsins á Torgi hins himneska
friðar árið 1989 og megi rekja hina nei-
kvæðu fjölmiðlaumfjöllun til þeirra at-
burða.
Ching segir efasemdarmenn vissulega
hafa sitthvað til síns máls. Kínveijar muni
breyta hlutum og dregið verði úr borgara-
legum réttindum íbúanna. Margt bendi þó
til, að þær breytingar verði afmarkaðar
en ekki umfangsmiklar. Það sé ljóst að
Bretar hafi ekki haft rétt til að efna til
kosninga árið 1995 og láta kjósa fulltrúa
er sætu við völd fram yfir valdaskiptin án
þess að slíkt væri gert í samráði við Kína-
stjórn. Sú hafi ekki verið raunin og regl-
urnar um kjör fulltrúa á samkunduna ver-
ið samþykktar S beinni andstöðu við Kína.
Ching segir jafnframt að svo virðist sem
Kínveijar vilji ekki draga verulega úr póli-
tískum réttindum íbúanna. Vilji þeirra
standi hins vegar til að Hong Kong verði
„efnahagslegt“ svæði en ekki pólitiskt.
Ekki sé ástæða til að hafa áhyggjur af
því að þeir vilji breyta ákveðnum lögum,
meiri ástæða sé til að hafa áhyggjur af
því hvernig lögum verði breytt.
NEFNIR HANN
sem dæmi lög um
prentfrelsi og segir
að það hefði slæm
áhrif ef orðalag
þeirra yrði óljóst.
Fyrir liggi að Kínveijar muni ekki sætta
sig við að fjallað verði um Kínastjórn á
gagnrýninn hátt eða þá að hvatt verði til
sjálfstæðis fyrir einstaka hluta Kína í fjöl-
Sjálfsrit-
skoðun fjöl-
miðla
miðlum. Nú þegar beiti blaðamenn sjálfs-
ritskoðun og vitað sé að Kínveijar safni
upplýsingum um einstaka blaðamenn og
ritstjóra, sem þeir óttist að notaðar verði
gegn þeim í framtíðinni. Sem dæmi um
það hvernig starfsmenn og eigendur fjöl-
miðla láti undan þrýstingi Kínveija nefnir
hann þá ákvörðun Ruperts Murdoch að
selja hlut sinn í dagblaðinu South China
Morning Post. Murdoch hafi rökstutt söl-
una með því að hann vildi eiga viðskipti
við Kínveija og afstaða blaðsins til Kína-
stjórnar væri of gagnrýnin.
Niðurstaða Chings er að Kínveijar muni
virða skuldbindingar sínar. Þeir hafi ekki
eytt fimm árum í að semja við Breta um
lög fyrir Hong Kong til þess eins að varpa
þeim fyrir róða 1. júlí 1997. Þrátt fyrir
að Kínveijar hafí talið samningana frá
síðustu öld, er Bretar byggðu yfirráð sín
á, ómerka, féllust þeir á að semja við Breta
um valdaskipti á grundvelli þeirra. Kínveij-
ar geri sér grein fyrir að ef reglan um tvö
kerfi í einu ríki reynist orðin tóm muni
áhugi Tævana á aukinni samvinnu verða
að engu.
Þá segir Ching: „Það hníga því sterk
rök að því að Kínveijar muni virða skuld-
bindingar sínar gagnvart Hong Kong.
Vandinn er sá að kommúnistarnir eru
þekktir fyrir forræðishyggju. Líkja má lof-
orði þeirra um að hafa ekki afskipti af
innri málefnum Hong Kong við loforð örv-
hents manns um að beita einungis hægri
hendi sinni. Hann kann að meina vel en
áður en hann veit af er hann byijaður að
beita þeirri vinstri á ný.“
Sjálfstæði Hong Kong sé hins vegar
mun meira en flestir geri sér grein fyrir
á Vesturlöndum. Landamærin gagnvart
Kína verði ekki opnuð, Hong Kong heldur
eigin gjaldmiðli, sjálfstæðri aðild að al-
þjóðastofnunum á borð við Alþjóðabank-
ann og enska verður áfram opinbert tungu-
mál. Áuðvitað geti farið svo að Kínveijar
gangi að lokum á bak orða sinna. Hins
vegar sé enn alltof snemmt að fullyrða
um slíkt.
„Það hníga því
sterk rök að því
að Kínveijar
muni virða skuld-
bindingar sínar
gagnvart Hong
Kong. Vandinn er
sá að kommúnist-
arnir eru þekktir
fyrir forræðis-
hyggju. Líkja má
loforði þeirra um
að hafa ekki af-
skipti af innri
málefnum Hong
Kong við loforð
örvhents manns
um að beita ein-
ungis hægri hendi
sinni.“