Morgunblaðið - 06.07.1997, Page 30

Morgunblaðið - 06.07.1997, Page 30
30 SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUN UM LOSUN A KOL- TVÍSÝRINGI í ÁLVINNSLU OG FERÐAÞJÓNUSTU Jakob Þorkell Björnsson Helgason Á NÝLIÐNUM vetri varð allmikil opinber umræða um mengun frá stóriðjuverum. Tilefnið var að nú eftir langt hlé hefur á ný verið stofn- að til orkufreks iðnaðar á íslandi, fyrst með stækkun álvers ísal í Straumsvík og síðan með nýju ál- veri Norðuráls á Grundartanga. Samtímis hafa menn beint sjónum að því hvernig okkur Islendingum takist að uppfylia fyrirheit þjóða heims um að takmarka losun gróður- húsalofttegunda, einkum koltvísýr- 0£. ings, út í andrúmsloftið. Orkustofnun kom með þeim hætti að þessari umræðu að hún bauð flöl- miðlum þá þjónustu að skýra frá eða afla upplýsinga um hvaðeina sem þetta varðar. I tilkynningu stofnun- arinnar til fjölmiðlanna var drepið á nokkur atriði sem kynnu að vera íhugunarverð í þessu sambandi. Nær eina atriðið í tilkynningu Orkustofn- unar, sem fjölmiðlar tóku upp, var ábending um losun koltvísýrings í tengslum við ferðamennsku. Þetta var þó allt gert í slitrum. Því þykir '*'■' undirrituðum rétt að gera með þess- ari blaðagrein frekari grein fyrir umræddum samanburði. Koltvísýringur og gróðurhúsaáhrif Gróðurhúsaáhrif stafa af loftteg- undum í andrúmsloftinu, svonefnd- um „gróðurhúsalofttegundum“, sem endurkasta hluta af hitaútgeislun jarðar og draga þannig úr kælingu hennar. Við eigum þessum áhrifum það að þakka að jörðin er byggileg því að án þeirra væri meðalhitinn á jörðinni -18°C í stað +15°C. En á sama hátt og það verður stundum of heitt í gróðurhúsum getur hitastig loftsins hækkað meira en góðu hófi gegnir ef of mikið af þessum loftteg- undum safnast í andrúmsloftið. Það er þessi óæskilega hitastigshækkun sem margir óttast. Sumir telja jafn- vel að hennar sé þegar farið að gæta en ekki þykir það fullsannað að mati vísindamannahóps á vegum Ramma- samnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, þótt hann telji ýmislegt benda til að svo sé. Koltvísýringur, C02 er þýðingar- mesta gróðurhúsalofttegundin þótt fleiri komi til. Hann myndast við bruna og breytingar lífrænna efna- sambanda í ólífræn við rotnun. Bruni á sér stað við öndun dýra og plantna og brennslu á eldsneyti. Því meira sem er af kolefni í eldsneytinu því —• meira myndast af koltvísýringi við brunann. Styrkur hans í andrúms- loftinu er talinn hafa aukist um ná- lægt 28% frá því fyrir iðnbylting- una, fyrir rúmlega 200 árum, úr 280 ppm (milljónustu hlutum) þá í um 358 ppm nú, og hann eykst stöð- ugt. Það er þessi stöðuga aukning hans sem veldur mönnum áhyggjum. Meirihluti hennar stafar af brennslu á kolefnisríku eldsneyti, einkum kol- um, en hluti af eyðingu skóga. Myndun koltvísýrings er óhjá- kvæmilegur fylgifiskur orkuvinnslu ^ úr eldsneyti sem inniheldur kolefni. Helstu leiðir til að draga úr myndun hans eru því skilvirkari notkun orku, þ.e. að ná sama árangri með minni orku, og að nýta kolefnissnauðar orkulindir; helst kolefnislausar. Losun á koltvísýringi í álvinnslu Koltvísýringur í tengslum við ál- vinnslu stafar annarsvegar frá kola- skautum þeim sem notuð eru til að leiða rafstraum í súrálsbráðina í kerum álvera en hinsvegar af brennslu eldsneytis til að framleiða rafmagnið til vinnslunnar ef það er framleitt úr eldsneyti. Þessi síð- arnefndi hluti, sem er mun stærri en hinn, er ekki til staðar ef raf- magnið er framleitt úr vatnsorku eða annarri kolefnislausri orkulind eins og gert er hér á iandi. Vegna hækk- andi raforkuverðs hefur dregið úr álvinnslu með rafmagni úr eldsneyti í Evrópu og Bandaríkjunum á síðari árum en hún er ennþá mikil í ríkjum sem áður mynduðu Sovétríkin og fleiri ríkjum. Jafnframt fer hún væntanlega ört vaxandi í framtíðinni í mörgum þróunariöndum, svo sem Kína, sem mörg hver eru auðug af ódýrum kolum. Þau lönd hafa ekki undirritað skuldbindingar um að halda losun sinni á koltvísýringi í skefjum. Árið 1996 voru framleidd í álver- inu í Straumsvík 103.362 tonn af áli. Sú verksmiðja notar sem kunn- ugt er raforku úr vatnsafli. Losun á koltvísýringi vegna framleiðslunnar nam um 150 þús. tonnum, eins og sýnt er í töflu 1, öll frá kolaskautun- um. Taflan sýnir einnig hvaða losun hefði fylgt sömu framleiðslu ef raf- orkan hefði verið unnin úr koium eða jarðgasi. Eins og sjá má hefði losunin verið 1.340 þús. tonnum meiri ef rafmagnið hefði verið fram- leitt með kolum, en 516 þús. tonnum meiri ef það hefði verið unnið úr jarðgasi. Auk losunar frá sjálfri álvinnsl- unni fylgir henni, eins og allri ann- arri framleiðslu, losun á koltvísýringi við flutning aðfanga til verksmiðju og afurða frá henni á markað. Þess- ir flutningar að og frá verksmiðj- unni í Straumsvík fara fram með skipum. Sjóflutningar krefjast til muna minna eldsneytis áhvern tonn- kílómetra en flutningar á landi eða fljótabátum þegar um mikið magn er að ræða eins og í þessu dæmi. Þetta gerir það að verkum að flutn- ingur á súráli frá Ástralíu til Straumsvíkur, að viðbættum flutn- ingi á hráálinu þaðan til hafnar á meginlandi Evrópu, hefur í för með sér nokkurnveginn sömu losun á koltvísýringi og flutningur á jafnm- iklu súráli og notað er í Straumsvík frá Ástralíu til verksmiðju inni í landi í Evrópu. Siglingaleiðin frá Ástralíu til Straumsvíkur er líka nálægt því að vera jafnlöng og frá Ástralíu til Rotterdam. Flutningar að og frá verksmiðju raska því ekki ofangreindum sam- anburði. Mismunurinn milli þeirra tilvika sem tafla 1 sýn- ir er að heita má sá sami þótt flutningarnir séu teknir með í reikn- inginn. (Sjá töflu 1) Til viðbótar koltví- sýringi fylgir álvinnslu einnig losun á flúorkol- efnum (CF4 og C2F6), en bæði þau efnasam- bönd eru mjög virkar gróðurhúsalofttegund- ir. Verksmiðjan í Straumsvík losaði 6,1 tonn af flúorkolefnum 1996, sem jafngiidir 41 þúsund tonnum af kolt- vísýringi, en hinsvegar 105 tonn árið 1990, þrátt fýrir að framleiðsla verksmiðj- unnar þá væri aðeins 85% af því sem hún var 1996. Að teknu tilliti til framleiðsluaukningarinnar nemur samdrátturinn í losun á flúorkolefn- um 95% frá 1990 til 1996. Álvinnsla og ferðaþjón- usta, segja Þorkell Helgason og Jakob Björnsson, eru ekki eins óskyldar atvinnugreinar og virðast mætti. Flúorkolefni við álvinnslu eiga uppruna sinn í súrálsbráðinni í ker- unum og eru með öllu óháð því hvernig rafmagnið til vinnslunnar er framleitt. Þau hafa því engin áhrif á mismuninn milli þeirra tilvika sem tafla 1 sýnir. Álmarkaðurinn er alþjóðlegur. Til lengri tíma litið er nokkumveginn jafnvægi milli heildarframleiðslu á áli í heiminum og heildarnotkunar á því. Ef verksmiðjunnar í Straumsvík nyti ekki við hefði því sama magn og þar var framleitt 1996 verið fram- leitt einhversstaðar annarsstaðar. Því hefði í besta falli fylgt sama losun á koltvísýringi og varð í Straumsvík en í versta falli nær tí- falt meiri. Á Ríó-ráðstefnunni 1992 voru þjóðir heims hvattar til að nýta í sem ríkustum mæli endurnýjanleg- ar orkulindir í stað eldsneytis úr jörðu. Sýnt hefur verið fram á að með því að flytja allan raforkufrekan iðnað til svæða þar sem vinna má raforkuna til hans úr endurnýjanleg- um orkulindum eins og vatnsorku, og þar sem þessara orkulinda er ekki allra þörf til að vinna raforku til almennra þarfa, mætti draga úr losun koltvísýrings í heiminum um 260 milljónir tonna á ári, sem _er nálægt hundraðföld losun okkar ís- lendinga. Ónýtt vatnsorka og jarð- hiti til raforkuframleiðslu á Islandi nemur a.m.k. 40.000 GWh á ári. Væri hún öll nýtt til álvinnslu dygði það til að framleiða 2,7 milljónir tonna af áli. Við það drægi úr losun á koltvísýringi í heiminum um 13,5 milljón tonn á ári borið saman við að rafmagnið til þeirrar vinnslu væri framleitt úr jarðgasi, en um 35 milljón tonn á ári borið saman við að rafmagnið væri allt framleitt úr kolum, en það er meira en tíföld Tafla 1 Losun á koltvísýringi í álvinnslu á íslandi 1996 og losun við sömu fram- leiðslu ef rafmagnið væri framleitt með kolum eða jarðgasi. Einnig er sýnd reiknuð losun vegna flutninga á aðföngum til vinnslunnar og afurð- um á markað Þúsundir tonna af C02 á ári Vinnsla Flutn. Samt. Raunveruleg losun 150 57 207 Losun ef rafm. væri framl. úr kolum 1.490 57 1547 Losun ef rafm. væri framl. úr jarðgasi 666 57 723 Tafla 2 Losun á koltvísýringi vegna ferða útlendinga til íslands og íslendinga til útlanda 1996 Fjöldi ferðamanna Losun á koltvísýringi 1996, þúsundir tonna Útlendingar 200.831 í millilandaferðum 121 I dvöl á íslandi 35 Samtals 156 íslendingar 189.618 t millilandaferðum 116 t dvöl erlendis 33 Samtals 149 Ferðamenn alls 390.449 í millilandaferðum 237 t dvalarlandi 68 Samtals 305 Ferðamenn í innanlandsflugi 25 Samtals í millilandaferðum og innanlandsflugi 330 losun okkar sjálfra nú. Þótt hér sé fremur um hugsað dæmi að ræða en raunhæft markmið sýnir það samt ljóslega að með engu öðru móti getum við lagt stærri skerf af mörkum til að draga úr losun á kolt- vísýringi í heiminum en með því að hýsa slíkan iðnað. Með engu öðru móti getum við orðið við áskorun Ríó-ráðstefnunnar í eins ríkum mæli. Viðleitni íslenskra stjórnvalda til að efla hér á landi raforkufrekan iðnað á grundvelli vatnsorku lands- ins og jarðhita er þannig í fyllsta samræmi við áskorun Ríó-ráðstefn- unnar. Losun á koltvísýringi í ferðaþjónustu Það er ekki einungis álvinnsla sem hefur í för með sér losun á koltvísýr- ingi. Hún fylgir flestri mannlegri starfsemi í nútímaþjóðfélagi. Hjá okkur íslendingum ber þar hæst fiskveiðar og samgöngur (bíla, flutn- ingaskip, flugvélar). Svo er að sjá sem menn geri sér þetta ekki alltaf ljóst. Bent hefur verið á að ferða- þjónusta geti verið æskilegur val- kostur í stað stóriðju. En henni fylg- ir því miður líka losun á koltvísýr- ingi, sem menn virðast ekki alltaf gera sér ljóst. Langsamlega þýðingarmesta far- artækið í langferðum, svo sem yfir úthöf, er flugvélin en bílar og járn- brautarlestir í styttri ferðum, eink- um innanlands. Hér á landi þó ekki járnbrautarlestir. Þáttur skipa er óverulegur, nema í skemmtisigling- um. Af rúmlega 390 þúsund ferða- mönnum, innlendum og erlendum, sem komu til íslands 1996 komu aðeins rúm 7 þúsund, eða innan við 2%, með skipum, aðallega Norrænu. Bæði flugvélar, skip og bílar brenna eldsneyti sem inniheldur kolefni. Brennsla þess myndar því koitvísýr- ing sem losnar út í andrúmsloftið. Tafla 2 sýnir reiknaða losun á kolt- vísýringi vegna ferðalaga útlendinga til íslands 1996 og ferða íslendinga til útlanda á sama ári. Hún er greind sundur eftir því hvort um útlendinga eða Islendinga er að ræða og einnig eftir því hvort losunin á sér stað í millilandaferðum eða í áfangalönd- um. í heild nam áætluð losun koltví- sýrings vegna ferðalaga útlendinga til íslands og íslendinga til útlanda 1996 305 þúsund tonnum. Af því losna 237 þúsund tonn eða 78% í ferðum milli landa en 68 þúsund tonn, eða 22%, í dvalarlöndunum, þar af 35 þúsund tonn frá dvöl er- lendra ferðamanna á ísjandi en 33 þúsund tonn frá dvöl íslendinga í útlöndum. Eins og álvinnsla er ferða- þjónusta alþjóðlegur atvinnuvegur. Allt eins og alheimslosun vegna ál- vinnslu minnkaði vart þótt við lokuð- um verksmiðjunni í Straumsvík, er líka hæpið að dregið hefði úr koltví- sýringslosun heimsins þótt við hefð- um lokað landinu fyrir erlendum ferðamönnum. Þeir hefðu þá farið annað. Það hefði hins vegar gerst ef við hefðum sjálf kosið að halda okkur heima - eða erlendu ferða- mennirnir að draga úr sínum ferðum. í tölunum í töflu 2 er ekki meðtalin losun vegna aksturs íslenskra ferða- manna innanlands þar eð hún verður ekki með góðu móti aðgreind frá losun vegna flutninga á vörum. Öll losun koltvísýrings frá bifreiðum og tækjum hér á landi nam tæpum 700 þúsund tonnum 1996. Frammámenn í ferðamálum hér á landi hafa talað um að tvöfalda fjölda erlendra ferðamanna á ekki mjög löngum tíma. Tafla 2 sýnir að það hefði að öðru óbreyttu í för með sér aukningu í losun koltvísýrings um meira en 150 þúsund tonn á ári, eða álíka mikið og losunin er frá álverinu í Straumsvík í núverandi mynd. (Sjá töflu 2) Sú losun sem erlendir ferðamenn valda í dvöl sinni hérlendis er mjög mismunandi; frá um 30 kg á mann hjá ferðamanni sem kemur á ráð- stefnu í nokkra daga og ekur ein- göngu í leigubílum upp í 350 kg á mann hjá ferðamanni sem ásamt öðrum leigir sér fjallajeppa í 1.500 km ökuferð um ísland. Væri hann einn í jeppanum færi losunin lang- leiðina í 700 kg á mann. Losun koltvísýrings í flugi og skipaflutningum milli landa er, sam- kvæmt alþjóðasamþykktum, ekki meðtalin þegar „koltvísýringsreikn- ingar“ einstakra landa eru gerðir upp. En sá uppgjörsmáti breytir að sjálfsögðu engu um gróðurhúsa- áhrifin. Sú staðreynd að hátt í 80% af losuninni í ferðamennsku tengist flugferðum milli landa gerir það að verkum að „græn ferðamennska" svonefnd er ekki líkleg til að breyta miklu í þessu efni. „Grænir ferða- menn“ fljúga líka. Samhengi álvinnslu og ferðaþjónustu Þær tvær atvinnugreinar sem hér hafa verið gerðar að umtalsefni, ál- vinnsla og ferðaþjónusta, eru ekki eins óskyldar og virðast mætti í fljótu bragði. Eins og þegar er drep- ið á er flugvélin lykilsamgöngutæki í nútíma samgöngum og ferðaþjón- ustu. Auknum ferðalögum og meiri umsvifum í ferðaþjónustu sem at- vinnugrein fylgir meira flug og fleiri flugvélar. Fleiri flugvélar þarf því að smíða. Af efnivið í skrokk og vængi á farþegaþotum er yfírgnæf- andi hluti, í kringum 90%, ál og ál- blöndur, enda er flugvélasmíði mikil- vægur hluti álmarkaðarins í heimin- um. Vaxandi ferðamennska kallar á fleiri flugvélar og þar með eykst eftirspurn eftir áli. Aukin álvinnsla er þannig forsenda vaxtar í ferða- mennsku og ferðaþjónustu í heimin- um. Mikilvægt er að þeirri vinnslu fylgi eins lítil auking á gróðurhúsa- lofttegundum í andrúmsloftinu og hægt er. Engir geta framleitt al með minni losun á koltvísýringi en íslend- ingar. Ýmsir geta gert jafnvel og þeir í því efni. En engir betur. Höfundar eru núvcrandi og fyrrverandi orkumálastjóri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.