Morgunblaðið - 06.07.1997, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 06.07.1997, Qupperneq 42
42 SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ HUGVEKJA I DAG % Nýttlíf Æfi kristins manns er skóli, segir sr. Heimír Steinsson; fögnuður á að ein- kenna námsferil vom í skóla Jesú Krists. í DAG er 6. sunnudagur eftir Þrenningarhátíð. Síðari ritn- ingarlestur dagsins samkvæmt 1. textaröð er að fínna í 6. kapít- ula Rómverjabréfíns. Þar farast Páli postula orð á þessa leið: „Eða vitið þér ekki, að allir vér, sem skírðir erum til Krists Jesú, erum skírðir til dauða hans. Vér erum því dánir og greftraðir með honum í skírninni, til þess að lifa nýju lífi, eins og Kristur var upp vakinn frá dauðum fyrir dýrð föðurins." Sú hugsun, sem hér birtist, endurspeglast í bæn, sem Hand- ók íslensku kirkjunnar gefur kost á að flutt sé að lokinni barns- skím og hljóðar svo: „Almáttugur Guð, faðir Drott- ins vors Jesú Krists, sem nú hef- ur endurfætt þig fýrir vatn og heilagan anda, tekið þig í riki síns elskaða sonar, þar sem er fýrirgefning syndanna, lif og sáluhjálp - hann styrki þig með náð sinni til eilífs lífs. Friður sé með þér“. - Kristinn dómur býður hveiju barna sinna róttæk umskipti. Vér fæðumst inn í fallna veröld, þar sem óreiða og uppnám ríkja. En oss er heimiluð endurfæðing í heilagri skím. Kristinn maður deyr og er greftraður með frels- aranum í sakramenti endurfæð- ingarinnar. Hann er og með táknrænum hætti upp risinn ásamt Drottni til að lifa nýju lífi. Hið nýja líf kristins manns er andstætt óreiðu og uppnámi. Það er líf í friði og sátt við Guð og menn. Það einkennist af hófstill- ingu o g varfærni. Kristinn maður kappkostar m.a. að gætatungu sinnar bæði heima og heiman. Fyrsta guðspjall þessa drott- insdags er að fínna í Fjallræðu Jesú, nánartil tekið í 5. kapítula Matteusar guðspjalls, versunum 20 til 26. í þessum texta varar Kristur sérstaklega við hæpnu orðbragði. Hann segir, að „hver sem reiðist bróður sínum“ sé lík- t^r manni, sem morð fremur. Síð- an nefnir hann hvort tveggja, hrakyrði og svívirðingar og brýn- ir fyrir mönnum að forðast þá löstu. Loks leggur Jesús í sama guðspjalli sérstaka áherslu á sáttgimi: Sá einn á erindi upp að altari með fórn sína, sem fyrst hefur gert sér far um að sættast við bróður sinn, - og enda and- stæðing sinn. II Umgetin orð Matteusar guð- spjalls em lýsing á því nýja lífí, sem kristnum manni er boðið og gefið í skíminni, því upprisulífi hins skírða, sem Páll postuli gerir að umtalsefni í bréfi sínu til Róm- veija. Að þessu marki ber læri- sveinum Krists að keppa. Þeir skyldu aldrei láta nokkurs ófreist- að, er leiðir þá á þennan veg. Ævi kristins manns er skóli. Alla daga leitast hann við að líkja eftir frelsaranum, feta í fótspor Jesú, hlýðnast orðum hans og lúta fyrirmælum hans. Hveiju sinni sem þetta mistekst hefur lærisveinninn fallið á prófi. En jafnan gefst honum kostur á að taka til við námið að nýju, þreyta prófið aftur, fást við þolraunina. „Það er leikur að læra, leikur sá er mér kær“. Þannig er til orða tekið í alkunnri skólavísu barna. Þessar hendingar em orð að sönnu. Upp til hópa minnumst vér með fögnuði þeirra bernsku- og æskuára, er hugulsamir lærif- eður leiddu oss á vit nýjum og nýjum viðfangsefnum, sem sífellt var meira og meira gaman að fást við. Sú handleiðsla á sér stað ár og síð og alla tíð í skólum landsins, eins og dæmin sanna fram á þennan dag. Sami fögnuðurinn getur sem hægast einkennt námsferil vorn í skóla Jesú Krists. Einnig þar er „leikur að læra“, kær leikur og unaðsríkur, sem enginn ætti að kasta höndum til né heldur að láta sér í léttu rúmi liggja. Öllum stundum gefst oss kostur á að takast á við námsefnið í þeim skóla með nýjum og nýjum hætti. Skólaárið birtist á ýmsa vegu t.d. sem „kirkjuár" með mikilli leskaflaskrá og leiðbein- ingum um helgihald. En einnig birtist skólahald Jesú Krists í þvi, að hann leiðir oss á vit nýjum og nýjum verkefnum eftir því sem á ævina líður, jafnframtþví sem hann með hveijum deginum færir oss nær og nær sér og upprisutilveru sinni. IH í síðari ritningarlestri þessa drottinsdags eftir annarri texta- röð er að finna einörð orð, sem oss er ætlað að taka til athugun- ar í framangreindu samhengi. Um er að ræða annan kapítula Jakobs bréfs, og tilvitnunin hljóð- ar á þessa leið: „Hvað stoðar það, bræður mínir, þótt einhver segist hafa trú, en hefur eigi verk? Mun trú- in geta frelsað hann? Ef bróðir eða systir eru nakin og vantar daglegt viðurværi og einhver yðar segði við þau: „Farið í friði, vermið yður og mettið!“ en þér gefið þeim eigi það, sem líkaminn þarfnast, hvað stoðar það? Eins er líka trúin dauð í sjálfri sér, vanti hana verkin“.- Hér er sú krafa, sem tengist hinu nýju lífi voru í Kristi, sett fram með óvenju skorinorðum hætti. Andspænis Jakobs bréfi - ef ekki fyrr - verður það ljóst, að skóli Jesú Krists er enginn leikskóli, - þótt þar geti vissu- lega verið „leikur að læra“. Námskröfumar í skóla Jesú Krists eru þvert á móti næsta eindregnar. Oss veitir ekki af að takast tafarlaust á við þau við- fangsefni, sem þar eru fyrir oss lögð. Víst höfum vér fengið að heyra, að vér verðum hólpin fyr- ir trú. En hér kveður það við, að sú trú er dauð án verka. „Krossferli að fylgja þínum fýsir mig, Jesú kær“. Þannig kvað séra Hallgrímur. Þau orð draga saman þá námsskrá, sem fyrir oss er lögð í skóla Jesú Krists. Sá sem fylgir krossferli frelsarans iðkar hvort tveggja, trú og verk. Biðjum því Drottin þess daglega, að hann gefi oss náð til þeirrar iðkunar allar ævi- stundir vorar. [IEIFHEIT SÍÐUMÚLI 4 - SÍMI 553 8775 HAFNARSTRÆTI 21 - SÍMI 551 3336 VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Góðir þulir MIG langar til þess að hæla Ríkissjónvarpinu fyr- ir nýju þulina, þeir tala bæði hægt og skýrt og gott er að skilja þá. Það er mikill munur sérstak- lega þegar fólk er orðið heymardauft. Einnig lang- ar mig til að hæla Morgun- blaðinu. Ég er búin að vera með áskrift í mörg ár, en stundum hef ég þurft að segja blaðinu upp í stuttan tíma, en um leið og ég panta áskrift aftur er blað- ið alltaf komið um leið í lúguna. L.Þ. Abending til strætisvagna- bílstjóra ÉG VIL gjarnan taka und- ir það sem Hulda Vatnsdal sagði um strætisvagnabíl- stjóra í Velvakanda föstu- daginn 4. júlí. Einnig vil ég kom því á framfæri til bílstjóranna að þeir fara of fljótt af stað, jafnvel áður en fólk er sest niður. Þeir eiga að athuga vel hvort fólk er sest því fólk getur fallið illa. Fyrir nokkrum árum átti ég oft leið í númer 6. Þar keyrði oftast kona og af henni þyrftu bílstjórar að læra, hún setti vagninn aldrei af stað fyrr en fólk var sest. Guðrún. Undirstaða Leifs-styttu GAMALL maður hringdi í Velvakanda og vildi hann koma því á framfæri að það vanti helming af sökkl- inum við Leifs-styttuna. Það hafí aldrei verið settur upp allur sökkullinn, lík- legast sé hinn helmingur- inn einhvers staðar í geymslu. Hann telur að réttast væri að setja allan sökkulinn upp þegar stytt- an verður sett aftur á sinn stað eins og upprunalega hafí verið ætlunin. Ókræsilegt hlaðborð FYRIR skömmu fór ég á veitingahúsið Pottinn og pönnuna ásamt eiginmanni og bami. Þar var boðið upp á hlaðborð, en „kræs- ingamar" samanstóðu af kjötfarsbollum, kjötfars- schnitzheli, steiktum pylsum í lauk og steiktum þorski. Þetta kostaði 790 krónur á manninn en 450 kr. fyrir bamið. Mér fannst þetta vægast sagt ókræsi- legt og kvartaði við af- greiðslufólk. Það bar ekki meiri árangur en svo að mér var ekki einu sinni boðið upp á kók í sárabætur. Hildur Bjarnadóttir Leifur verði á sínum stað ÞAÐ Á ekki að breyta styttu Leifs Eiríkssonar, hvorki stalli né stað. Svona hefur hún verið í manna minnum og fólk er mjög ánægt með það. Það ætti að nota peningana til ann- ars þarfara en borgar- stjórninni virðist ósýnt um að fara vel með peninga okkar skattborgaranna. HJ Tapað/fundið Penni tapaðist við Laugaveg GYLLTUR og blár kúlu- penni, Jelysee, tapaðist í Landsbankanum við Laugaveg 77, föstudaginn 20. júní. Penninn er úr pennasetti og er hans sárt saknað. Skilvís finnandi vinsamlega hafl samband í síma 897-6545. Fundar- laun. Hringur fannst KARLM ANN S-gullhring- ur fannst í miðbænum fyr- ir nokkm. Hann er íslensk smíð og frekar veglegur. Upplýsingar í síma 551-0752 á kvöldin. Kvengullspangar- gleraugu töpuðust KVEN-gullspangargler- augu töpuðust á Seltjarn- arnesi. Skilvís finnandi vinsamlega hafi samband í síma 561-1493. Dýrahald Tík vantar heimili ÁTTA mánaða tík af blönduðu kyni, mjög góður hundur, vantar gott heim- ili. Uppl. í síma 567-0887. Kettling vantar heimili ÁTTA vikna gamall kettl- ingur, læða, svört og hvít, algjör snyrtipinni óskar eftir góðu heimili. Uppl. í síma 551-8086. STAÐAN kom upp á alþjóð- legu skákmóti i Yopal í Kólumbíu í sumar. Peter Leko (2.635), Ungveija- landi hafði hvítt og átti leik, en Stuart Conquest (2540), Englandi var með svart. 35. Hxd5! - Dxd5 36. De7+ - Kg8 37. Df6 - Dxd4 38. He8+! - Hxe8 39. Dxd4 - Kf8 40. Dxa7 (Hvítur hefur drottningu og tvö peð gegn tveimur hrókum og þar að auki sterka stöðu. Úrslitin em því ráð- in.) 40. - Hbl+ 41. Kh2 - Heel 44. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Dc5+ - Ke8 45. a4 - Hhl+ 46. Kg3 - Hh5 47. Dc3 - Hxh6 48. a5 - g5 49. a6 - Kd7 50. Da5 og svartur gafst upp. Leko sigraði á mótinu með 6‘A v. af 9 mögulegum, 2. Mi- los, Brasilíu 5 'A v., 3. Morovic, Chile 5 v., 4.-5. Miles og Conquest, báðir Englandi 4 'A v., 6.-9. Ar- encibia og Amador Rodr- iguez, báðir Kúbu 4 og Gild- ardo Garcia og Zapata, báð- ir Kólumbíu 4 v., 10. Gamboa, Kólumbíu 3 v. Leko, sem er 17 ára gam- all, hefur verið sigursæll í rómönsku Ameríku í sumar. Fyrst sigraði hann á móti á Kúbu og síðan í Yopal. * Ast er... samkomulagi um barnafjöldann sem þið ætlið að eignast. TM Reg U.S. Pat. OH. — aD nghts rasarvad (c) 1997 Los Angeles Timas Syndicate Víkveiji skrifar... AÐ SÍGUR á sumarið. Önnur vika júlímánaðar, 28. vika ársins 1997, er hafin. Morgundag- urinn, 7. júlí, á sinn sess í íslands sögu. Þann dag árið 1941 kom Bandaríkjaher til landsins, sam- kvæmt samningi milli íslands og Bandaríkjanna um hervernd lands- ins. Baksvið þess atburðar var heimsstyijöldin síðari, sem þá geis- aði. Þjóðveqar hernámu Danmörku qg Noreg árið 1940 - og Bretar ísland. Með komu Bandaríkjahers hurfu Bretar brott. Víkverji rifjar það upp í þessu sambandi, að Bandaríkjamenn björguðu í raun lýðræðinu í Evrópu tvisvar sinnum á þessari öld, í fyrri heimstyijöldinn 1914 til 1918 og þeirri síðari 1939 til 1945. Þeir áttu og dijúgan hlut að máli við endurreisn efnhags Evrópuríkja með Marshallaðstoðinni 1948 til 1953. XXX GRUNDARBARDAGI stóð 8. dag júlímánaðar árið 1361. Smiður Andrésson fór með her manns um óbyggðir norður í Eyja- fjörð; hugðist tala við Eyfírðinga með tveimur hrútshornum. Helga húsfreyja á Grund tók aðkomnum „vel“, en safnaði liði á laun. Eyfirðingar gerðu síðan Smiðs- hernum rúmrusk í morgunsárið. Grundarbardagi var hafinn. Eyfirð- ingar höfðu sigur. í Grundarbar- daga féllu Smiður Andrésson, Jón skráveifa og sjö menn aðrir. Þann 11. júlí árið 1800 var Al- þingi lagt af með konungsúrskurði og Landsyfirdómur stofnaður. Landsmenn skorti síðan nöldrið sitt um hálfrar aldar skeið. xxx FYRIRHUGUÐ sameining Reykjavíkur og Kjalamess veldur því að höfuðborgin stækkar til norðurs, teygir sig að jarð- göngum undir Hvalfjörð. Þess er skammt að bíða að landsmenn aki neðar fiskimiða á leið sinni hring- veginn. Víkveija fannst athyglisvert að lesa „fréttaskýringu" Bæjarins bezta um málið: „Aðalatriðið er að Reykjavík stækkar til norðurs og nær nú norð- ur í Hvalfjörð, að miðju jarðgang- anna ef rétt er munað. Þannig ræt- ist að hluta draumur borgarfulltrúa í Reykjavík um samþjöppun íslend- inga innan marka höfuðborgarinn- ar, sem nú er talin eiga í harðri samkeppni við útlönd um íbú- ana...“ Höfuðborgin á í harðri sam- keppni við umheiminn um íbúa, segir þar. Slá má á léttari strengi og spyija: Var það þá varnaraðgerð að leggja Kjalarnes undir Reykja- vík? Sem og að auðvelda innstreym- ið af landsbyggðinni með göngum undir Hvalfjörð? Og helmingun far- gjalda í innanlandsflugi? xxx SKULDIR íslenzkra heimila hafa vaxið hröðum skrefum, segir Vísbending og staðhæfir, að hlut- fall skulda af ráðstöfunartekjum hafi fimmfaldast frá árinu 1988! Ásgeir Jónsson hagfræðingur rekur I Vísbendingu liklegar skýringar, m.a. þá, að við veijum stórum meiri fiármunum en aðrar þjóðir í hús- næði. Frumlegust er, að mati Vík- veija, eftirfarandi skýring: „Lokaskýringarinnar á háum skuldum gæti verið að leita í eðli íslendinga, þeir séu óþolinmóðari en aðrar þjóðir og meti neyzlu dags- ins í dag mikils borið saman við neyzlu framtíðar. Þessvegna séu þeir fúsari en aðrir til þess að taka lán og fjárfesta í stað þess að bíða og spara. Slíkur munur á eðli þjóða er vel þekktur og er stundum talinn geta skýrt mismunandi sparnaðar- hneigð á milli landa.“ Það skyldi þó aldrei vera að skýr- ingin liggi í erfðavísum okkar; gen- in eigi drýgsta sök á skuldsetningu heimila, höfuðborgar og ríkis! Er- lendir sparendur, sem hirða himin- háar fjárhæðir af okkur í vexti, búi einfaldlega að hagsýnni genum. Það væri ekki amalegt ef fáein slík ræki á íslenzkar mannlífsfjörur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.