Morgunblaðið - 03.09.1997, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.09.1997, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Engin öryggisvakt lengur á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur Yfirlæknir segir sjúklinga og starfsfólk vera í hættu LÖGREGLUVAKT, sem var um helgar á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur, var hætt 1. júlí síðastlið- inn. Um helgina þurfti að kalla til lögreglu á slysadeildina þar sem tveir menn voru handteknir eftir að hafa veist að starfsfólki og mölvað gler og rúður á deildinni. Jón Baldursson, yfirlæknir á slysadeildinni, sagði í samtali við blaðið að starfsfólk sjúkrahússins hefði þungar áhyggjur af öryggismálum á deildinni. Undanfarin ár hefur lögreglan ver- TVö skip í Straums- víkurhöfn TVÖ flutningaskip voru stödd í Straumsvíkurhöfn í gærmorgun en í fyrrahaust var byggður þar nýr viðlegu- kantur úr stáli svo fleiri skip með súrál gætu lagst þar að. Nýrri kanturinn liggur nánast þvert á gamla viðlegu- kantinn og er hann um 105 metrar að lengd. FULLTRÚAR kennara og sveitar- féiaganna hittast á ný á samninga- fundi hjá ríkissáttasemjara klukkan 16 í dag og segir Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands ís- lands, svör um ýmis atriði vinnu- tímans ráða framhaldi viðræðna. Þá ræddu flugumferðarstjórar við fulltrúa samninganefndar ríkisins og hefur nýr fundur þeirra verið boðaður á föstudag kiukkan 11. Eiríkur Jónsson sagði eftir fund ið með vakt á slysadeildinni aðfara- nætur laugardaga og sunnudaga. Að sögn Geirs Jóns Þórissonar aðstoðar- yfírlögregluþjóns taldi lögreglan ekki ástæðu til að halda vaktinni áfram, m.a. vegna kostnaðar. „Ástandið er hættulegt eins og er, bæði fyrir sjúklinga og starfsfólk," sagði Jón Baldursson yfirlæknir. „Við höfum átt mjög gott samstarf við lögregluna til margra ára og hún hefur alltaf verið boðin og búin að koma hvenær sem við köllum á hana. GRJÓTI var kastað í glugga Hall- grímskirkju sl. föstudag og unnar skemmdir á vinnuvélum og vinnuskúr við kirkjuna. Einn steinn lenti í Krists- styttu Einars Jónssonar, en hún slapp lítið skemmd. Nóttina eftir voru unn- ar skemmdir á Háteigskirkju en ólík- legt er að sömu aðilar hafi verið þar að verki þó það hafi ekki verið útilok- að. Gijóti var kastað í allmargar rúður í Hallgrímskirkju um nóttina og lá gijót og glerbrot um alla kirkju þegar sem lauk á níunda tímanum í gær- kvöld, að í dag fái kennarar svör við ýmsum grundvallarspurningum varðandi vinnutímann og ráðist Það er hins vegar ljóst að hér þarf að vera einhver öryggisgæsla, hvort sem um er að ræða lögreglu eða þjálf- aðan öryggisvörð.“ Ofbeldissjúkt fólk veður uppi Jón Baldursson sagði að töluvert væri um ofbeldi á slysadeildinni. „Fyrir hvem einn sem er með svona mikið ofbeldi eins og nú um helgina, eru tíu aðrir sem eru verulegt vanda- mál og aðrir hundrað með minnihátt- ar ofbeldi. Þetta er gamalt vandamál starfsmenn hennar komu til starfa á föstudeginum. Séra Karl Sigurbjöms- son, prestur í Hallgrímskirkju, sagði að ekki hefði miklu mátt muna að Kristsstyttan yrði fyrir alvarlegum skemmdum. Einn steinn hefði strokist við styttuna og skaddað hana. Ekki var gerð tilraun til að bijót- ast inn í kirkjuna og ekki var krotað á hana líkt og gert var við Háteigs- kirkju. „Eg er afskaplega hryggur yfir því að til skuli vera fólk sem beinir framhald viðræðna af þeim svörum. Sagði hann viðræðurnar stefna í öngstræti þar sem aðeins væru tveir dagar til stjórnarfundar KÍ á slysadeildinni og allt of Iengi hefur ofbeldissjúkt fólk getað vaðið uppi á biðstofu deildarinnar eða jafnvel inni á deildinni sjálfri þar sem lífshættu- lega veikt fólk liggur í næsta her- bergi. Það var ómetanlegt að hafa lögreglumann á staðnum sem oft tókst að stöðva atburðarás áður en hún varð að vandamáli. Það segir sig sjálft að starfsfólkið er orðið lang- þreytt á þessu ástandi. Við erum að bíða eftir varanlegri lausn áður en eitthvað alvarlegt gerist. skemmdarfysn sinni að kirkjum. En ég er líka að vissu leyti dálítið ótta- sleginn vegna þess að við höfum heyrt frá nágrannalöndunum um bylgju ámóta skemmdarverka sem tengjast djöfladýrkun og öðrum óþverra. Það vekur manni óhug. Eg vona að það sé ekki slíkt sem er uppi á teningnum hér hjá okkur því það er gjörsamlega óþoiandi fyrirbrigði," sagði séra Karl. Rannsókn lögreglu á skemmdar- verkunum hefur enn sem komið er ekki skilað árangri. en þar er á dagskrá að taka ákvarð- anir um hugsanlegar aðgerðir kennara. Þorleifur Björnsson, formaður Félags flugumferðarstjóra, tjáði Morgunblaðinu í gærkvöld að von- andi væri að komast skriður á við- ræðurnar sem staðið hafa allt frá því í nóvember á síðasta ári. Bjóst hann við tíðari fundum á næstunni og sagði menn vera að skoða nýja útfærslu á nýju launakerfi. Ræðis- maður aflar gagna SENDIRÁÐ íslands í Washing- ton fól í gær ræðismanni Is- lands í Houston að afla upplýs- inga um mál íslenska barnsins sem dæmt hefur verið í 10 ára fangelsi í Texas. Þegar Morgunblaðið ræddi við Ólaf Árna Ásgeirsson, ræð- ismann í Texas, sagðist hann fyrst hafa frétt af málinu í gær þegar haft var samband við hann frá sendiráðinu. Hann kvaðst hvorki þekkja til pilts- ins, sem er 14 ára, en hefur verið dæmdur fyrir kynferðis- brot gegn tveimur yngri börn- um, né málsatvika. Ólafur Árni mun afla gagna um atvik málsins og aðbúnað piltsins fyrir íslensk stjórnvöld en að sögn Stefáns Hauks Jó- hannessonar, skrifstofustjóra í utanríkisráðuneytinu, er upp- lýsinganna og gagnanna beðið og fyrr en þau berast verða ekki teknar frekari ákvarðanir um aðgerðir í málinu. Póstur milli Reykjavíkur og Akureyrar Allrahanda tekur við 1.október FLUTNINGAR á pósti með tveimur bílum milli Reykjavík- ur og Akureyrar voru boðnir út á ný snemma í sumar og hefur verið gengið til samninga við Allrahanda um að annast flutningana frá 1. október næstkomandi. Síðustu tæpu fjögur árin hefur Páll Sveinsson annast þessa flutninga með Scania-aldrifsbílum. Alls buðu 20 aðilar í póst- flutningana á liðnu vori og voru það bæði gamalgrónir aðilar í vöruflutningum og nýir. Miðað er við svipað kerfi á flutningun- um og verið hefur síðustu árin, þ.e. að póstur sé fluttur fimm kvöld í viku milli Reykjavíkur og Akureyrar og honum dreift á nokkrar póststöðvar á leið- inni. Var óskað tilboða í flutn- ingana til næstu þriggja ára. Frá 63 til 115 milljóna Tilboðsupphæðirnar voru á bilinu 63 til 115 milljónir króna fyrir flutningana þessi þijú ár. Allrahanda átti þriðja lægsta tilboðið, 75 milljónir, og var gengið til samninga við fyrir- tækið í júlí. Þórir Garðarsson hjá Allrahanda segir að tilboð fyrirtækisins hafi verið þremur milljónum króna hærra en kostnaðaráætlun Pósts og síma. Segir hann að þegar hafi verið pantaðir tveir nýir Mercedes Benz-flutningabílar í verkefnið en skilyrði var að nota aldrifs- bíla eins og verið hefur. Kostar hvor bíll um 8 milljónir króna. Páll Sveinsson sagði í sam- tali við Morgunblaðið að hann yrði nú að selja bílana tvo en hann hefur annast þessa flutn- inga í tæplega fjögur ár. Tók hann við þeim eftir að sá sem fyrst bauð gaf flutningana frá sér eftir 17 mánuði og gekk Páll þá inn í tilboð hans. Tilboð Páls nú var það 13. hæsta og kvaðst hann ekki treysta sér til að sinna þessum flutningum fyrir lægri upphæð miðað við reynslu undanfarinna ára. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Skemmdarverk unnin á Hallgrímskirkju Formaður Kennarasambands íslands um kjaraviðræður kennara Svör um vinnutíma ráða framhaldi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.