Morgunblaðið - 03.09.1997, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 03.09.1997, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 1997 11 FRÉTTIR HILMAR Magiiússon lengst t.h. og fjölskylda hans með 40 laxa sem hópurinn veiddi á miðsvæðunum í Langá á tveimur dögum fyrir skömmu. Róast í Rangánum VEIÐI hefur róast nokkuð í Rang- ánum, eystri áin hefur oftar en ekki verið skoluð að undanförnu og ytri áin dauf. Það eru þó að reytast laxar á land báðum megin að sögn Þrastar Elliðasonar leigutaka Ytri- Rangár. Þá segir hann að sjóbirt- ingur sé farinn að sýna sig í Ytri- Rangá, mest fyrir neðan Ægissíðu- foss og einna álitlegasta laxasvæðið nú sé það ólíklegasta, eða urriða- svæðið fyrir ofan Árbæjarfoss. „Það eru komnir um það bil 1.450 laxar úr Eystri-Rangá og tæplega 1.000 laxar úr Ytri-Rangá og Hólsá. Það er lítið að ganga í árnar eins og er og í Ytri-Rangá hefur verið einna líflegast á urriðasvæð- inu, eða svæði 3. Mikill lax hefur gengið á svæðið og lagst einkum á svokölluðu Heiðavaði og í ármót- umn Rangár og Bjallalækjar. Lítið veiddist þar framan af, þetta var barið talsvert mikið, en álagið hefur minnkað þar nema um helgar og í gærkvöldi fór ég t.d. þangað með útlending og hann fékk þrjá laxa og missti tvo. Samkvæmt teljaran- um í Árbæjarfossi eru komnir á annað þúsund laxar á svæðið og mér sýnist að milli 60 og 70 hafi veiðst þar síðustu tvær vikurnar eða svo,“ sagði Þröstur í gærdag. Séu Rangárnar taldar saman eins og hefur verið fyrir síðustu sumur, eru þær efstar yfir landið með nærri 2.450 laxa. Engin á mun skáka því í sumar, svo lítið er eftir af vertíð- inni og veiði lokið eða að Ijúka í þeim ám sem næstar koma, Norð- urá og Þverá. Næstar í röðinni Veiði er nú lokið í Norðurá og þar er legið yfir veiðibókum. Loka- tala er ekki orðin opinber, en hún liggur nærri 1.870 löxum. Þetta er ívið lakara en í fyrra, er áin gaf 1.960 laxa. Kunnugir telja að áin hefði staðið undir tölu síðasta sum- ars og jafnvel meiri veiði í sumar ef ekki hefðu komið til tíð vatnsveð- ur sem spilltu veiðum svo sólar- hringum skipti. Veiði er lokið í Þverá og lýkur í Kjarrá 8. september. Að sögn Jóns Ólafssonar, eins leigutaka árinnar, eru komnir rúmir 1.500 laxar á land. Jón sagðist ekki búast við miklum tíðindum síðustu dagana í Kjarrá, fískur væri orðinn leginn og latur að taka agn. Þetta er samt sem áður meiri veiði en í fýrra, er áin gaf rétt rúmlega 1.400 laxa. Héðan og þaðan Skot kom í Hofsá og það svo um munaði er þýski listmálarinn Bernd Koberling og hópur hans var þar að veiðum fyrir fáum dögum. Yfir 100 laxar voru dregnir á þurrt á þremur dögum. Góð ganga kom í ána á sama tíma og skilyrði voru góð. Annars hefur veiði verið mjög slök í Hofsá í sumar. Dæmi er um að hópur hafi aðeins náð einum laxi á tæpri viku. Lýsa þessi dæmi laxveiði í hnotskurn. Milli 50 og 60 laxar hafa veíðst í Breiðdalsá í sumar og hefur verið þokkalegur reytingur síðustu daga. Þröstur Elliðason er leigutaki árinn- ar og sagði hann þetta stefna í svipaða veiði og í fyrra er milli 80 og 90 laxar veiddust. „Sá er þó munurinn nú og þá að menn sjá miklu meiri lax í ánni í sumar. Það hefur hins vegar verið mjög blautt á Austfjörðum í sumar og áin oft illveiðandi vegna mikils vatns- magns,“ bætti Þröstur við. Sjálfstæðismenn í Reykjavík Rætt um próf- kjör í október STJÓRN Fulltrúaráðs sjálfstæðis- félaganna í Reykjavík tekur í næstu viku ákvörðun um hvort hún leggur fram tillögu fyrir fulltrúa- ráðsfund um að haldið verði próf- kjör fyrir borgarstjórnarkosning- arnar í vor. Baldur Guðlaugsson, formaður fulltrúaráðsins, segir að ef prófkjör verði haldið séu mestar líkur á að það verði haldið í októb- ermánuði. Ýmis sjónarmið innan stjórnarinnar Baldur Guðlaugsson sagði að stjórnin hefði að undanförnu rætt um hvernig ætti að standa að upp- stillingu á framboðslista flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosn- ingar. Fram hefðu komið ýmis sjónarmið, en menn væru að þok- ast í átt að niðurstöðu. Stefnt væri að því að stjórn full- trúaráðsins yrði búin að móta til- lögu í næstu viku og að hún yrði lögð fyrir fulltrúaráð sjálfstæðisfé- laganna í vikunni á eftir. Sjálfstæðisflokkurinn í Reykja- vík hefur yfirleitt haldið prófkjör fyrir kosningar á tímabilinu októ- ber til janúar. Fyrir síðustu alþing- iskosningar var haldið prófkjör í október, en fyrir síðustu borgar- stjórnarkosningar var haldið próf- kjör í janúar. Nauðsyn að frambjóðendur fái góðan tíma Baldur sagði að innan stjórnar fulltrúaráðsins hefði verið rætt um að halda hugsanlegt prófkjör í október. Baldur sagði stjórnina sammála um að æskilegt væri að taka tímanlega ákvörðun um röðun á lista. Nauðsynlegt væri að fram- bjóðendur hefðu góðan tíma til að undirbúa kosningabaráttuna. í sveitarstjórnarkosningum byggð- ist stefnumörkun mikið á fram- bjóðendum, öfugt við alþingis- kosningar þar sem meira væri byggt á ályktunum landsfundar flokksins. Lj ósmyndasafn Reykjavíkur Nýr for- stöðumað- ur ráðinn BORGARRÁÐ hefur samþykkt til- lögu meirihluta menningarmála- nefndar Reykjavíkur um að ráða Sig- uijón Baldur Hafsteinsson forstöðu- mann Ljósmyndasafns Reykjavíkur í stað Guðnýjar Gerðar Gunnarsdótt- ur, sem hefur afsalað sér stöðunni. í bókun borgarráðsfulltrúa Sjálf- stæðisflokks segir að í annað sinn sé gengið framhjá mjög hæfum um- sækjanda um starf forstöðumanns. Á fundi menningarmálanefndar í júní hafi meirihluti nefndarinnar mælt með Einari Erlendssyni. Meirihluti borgarráðs hafí ákveðið að hundsa þá tillögu og ráða einstakling sem nú hafi afþakkað stöðuna. Bent er á að Einar hafi háskólamenntun á þessu sviði auk víðtækrar reynslu af stjórnun og rekstri fyrirtækis, þar sem nýjustu tækni er beitt við skrán- ingu, varðveislu og nýtingu ljós- myndaefnis. Sterk fagleg rök mæli með ráðningu hans í starfið. Tekið er fram að með þessari afstöðu sé ekki verið að kasta rýrð á þann umsækjanda sem meirihluti borgar- ráðs hefur ákveðið að ráða. Sjónvarpsdeild Ríkisútvarpsins Fimm sækja um starf framkvæmdastjóra FIMM hafa sótt um stöðu fram- Hólmgeir Baldursson, Ingólfur kvæmdastjóra sjónvarpsdeildar Hannesson og Steinþór Ólafsson. Ríkisútvarpsins. Umsóknarfrest- Samkvæmt útvarpslögum ræð- ur um stöðuna rann út á mánu- ur menntamálaráðherra fram- dag, 1. september. kvæmdastjóra að fenginni um- Umsækjendurnir fimm eru Ás- sögn útvarpsstjóra og Útvarps- dís Olsen, Bjarni Guðmundsson, ráðs. 200 VIÐBOTARSÆTI Á TILBOÐSVERÐI nánudaga frá London í á kr. 19.990 Flug og hótel 24.990 kr. London - vinsælasta borg Evrópu Londonferðir Heimsferða hafa fengið ótrúlegar undirtektir Og hundruðir sæta hafa nú selst til þessarar vinsælustu borgar Evrópu. Nú eru fyrstu ferðimar að seljast upp enda höfum við aldrei boðið jafn ótrúlega hagstæð kjör og nú í vetur með beinum flugum okkar til mestu heimsborgar Evrópu. Glæsilegt úrval gististaða í boði, spennandi kynnisferðir, besta verslunarborg Evrópu og íslenskir fararstjórar Heimsferða tryggja þér ánægjulega dvöl í heimsborginni sem á þriðja þúsund íslendinga heimsóttu á vegum Heimsferða síðasta vetur. Bökaðu strax og tryggðu þér tilboðsverðið. Verðfrákr. 19.990 Flugsæti til London með flugvallasköttum, flug frá mánudegi til fimmtudags. Verðfrákr. 24.990 M.v. 2 í herbergi, Crofton Hotel, 3 nætur. brottför á mánudögum. Verðfrákr. 29.990 M.v. 2 í herbergi Crofton Hotel, 4 nætur, frá fimmtudegi til mánudags.Innifalið flug, gisting, skattar og íslensk fararstjórn. Fáðu bœklinginn sendati. Ferðir í vetur 2. október uppselt 6. október 9. október 13. október 16. október 20. október 23. októbcr 27. október 30. október 3. nóvember 6. nóvember örfá sæti 10. nóvember 13. nóvember 17. nóvember 20. nóvember 24. nóvember 27. nóvember Austurstræti 17,2. hæö • Slmi 562 4600
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.