Morgunblaðið - 03.09.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.09.1997, Blaðsíða 4
I 4 MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 1997__________________________________________________________MORGUNBLAÐIÖ FRÉTTIR Lítið í ám og lækjum undir Heklu Oft verið talið undanfari gosa ÓVENJU lítið vatnsmagn er nú í ám og lækjum undir Heklu og segir Ófeigur bóndi Ófeigsson í Næfurholti, einum efsta bæ í Landsveit, að svo hafi verið í allt sumar, fyrravetur og jafnvei á síðasta sumri. Hann segir að menn hafi bæði fyrr og síðar talið minnkandi vatnsmagn geta verið undanfara Heklugosa. Breytileg vatnsstaða tengd landrisi og sigi „Þetta hefur verið tengt en menn hafa ekki getað tímasett slíka tengingu því oft hefur vatnið verið farið að aukast aftur þegar kom að gosi,“ segir Ófeigur en vísindamenn hafa síðustu tvö til þrjú árin verið að mæla og skrá vatnsmagn á þessu svæði. Ofeigur segir breytilega vatnsstöðu eitt- hvað tengda landrisi og sigi og að í gömlum heimildum komi fram að þornað hafi í ám og minnkað í vötnum í stórgosum. „Þetta gerðist 1947 og hefur gerst í gosunum á síðustu árum en ekki þannig að sjá megi ákveðna tímasetningu út frá því hvenær tekur að minnka, ekki síst af því að 1991 var þetta komið upp aftur þegar gaus.“ Gæti tengst úrkomu Á þessu svæði er eingöngu um bergvatnsár að ræða, vatn sem kemur undan hraununum. Segir Ófeigur að þessar breytingar á grunnvatnsstöðu geti einnig tengst úrkomu. Vísindamenn eru með kvarða í lækjum að sögn Ófeigs og munu gera ýmsar mælingar áfram og bendir hann á að mæla þurfi slík- ar breytingar um langan tíma og yfir eitt gostímabil áður en hægt sé að finna út reglu ef hún á ann- að borð kemur í Ijós. Hann segir mánuði ogjafnvel ár hafa liðið frá því vatnsmagnið minnkar og þar til gos hafa komið. Morgunblaðið/Kristinn Röð fyrir framan Rimaskóla FYRSTI almenni skóladagurinn að ioknu sumarfríi hófst hjá grunnskólanemendum í gær. Þessir krakkar í 2. bekk B í Rimaskóla höfðu komið sér fyrir í einfaldri röð og biðu spenntir eftir að komast inn í kennslu- stofuna þegar ljósmyndara bar að garði, en í bekknum eru „rúmlega 20 hressir og kátir nemendur", eins og Helgi Árna- son, skólastjóri Rimaskóla, orð- aði það. Rimaskóli er næstfjölmenn- asti grunnskóli Reykjavíkur og sækja hann nú 723 nemendur. Af þeim eru 107 nemendur að hefja nám í 1. bekk. Foldaskóli er hins vegar fjölmennasti grunnskóli Reykjavíkur með 819 skráða nemendur. Bygging skrifstofuhúsnæðis við Skúlagötu Oánægja vegna breytinga á skipulagi Ný hjúkr- unardeild í Víðinesi næsta ár HJÚKRUNARDEILD fyrir aldr- aða verður opnuð í Víðinesi um mitt næsta ár í húsnæði sem þar hefur verið ónotað um skeið, að sögn Þóris Haraldssonar, aðstoðar- manns heilbrigðisráðherra. Meðal þess sem er til skoðunar varðandi starfsemi sjúkrahúsa í framhaldi af skýrslu VSÓ er framtíð Vífíls- staða og hvaða starfsemi ástæða sé til að þar fari fram. Þórir segir að til skoðunar sé hvort grundvöllur sé fyrir rekstri lungnadeildar og húðsjúkdóma- deildar á Vífilsstöðum eða hvort hagkvæmara væri að flytja þá starfsemi annað og nýta húsnæðið á Vífilsstöðum í öðru skyni. Hann vildi ekki ræða að svo stöddu hvaða nýting hússins kæmi til greina. Á Víðinesi hefur um skeið stað- ið ónotuð deild og Þórir segir að nú sé ákveðið að um mitt næsta ár taki þar til starfa hjúkrunar- deild fyrir aldraða. Um verður að ræða aukningu á hjúkrunarrými en upplýsingar um áætlaðan kostn- að og fjölda rúma lágu ekki fyrir í gær. Hvaðan þeir sjúklingar koma sem lagðir verða inn á nýju deild- ina á Víðinesi liggur ekki fýrir, að sögn Þóris. ÓÁNÆGJU hefur gætt meðal íbúa við sunnanverða Skúlagötu með breytingar sem gerðar voru á skipu- lagi frá 1985 vegna skrifstofubygg- ingar sem nú er að rísa á Skúlagötu 17. Umhverfisráðuneytinu barst í sumar stjórnsýslukæra frá nokkrum eigendum fasteigna við Skúlagötu en ráðuneytið telur sig skorta laga- heimild til að fella skipulagsákvarð- anir varðandi lóðina úr gildi. Samkvæmt upplýsingum Mar- grétar Þormar hjá Borgarskipulagi var samkvæmt upphaflega staðfestu skipulagi frá 1985 gert ráð fyrir fjór- um tveggja og þriggja hæða húshlut- um á umræddri lóð, en því skipulagi var síðan breytt af ráðherra þannig að húshlutarnir raðast öðruvísi en upphaflega var gert ráð fyrir. Tveir húshlutanna eru tveggja hæða og tveir eru þriggja hæða en allir eru þeir með risi sem getur verið tvær hæðir og sagði Margrét að vart hefði orðið óánægju íbúa við Skúlagötu með hæð húsanna. „Þær tvær hæðir sem talað er um á skipulaginu eru einungis þær hæð- ir sem eru fyrir neðan þakið. Þá var tilfærslan á húsunum talin minni- háttar breyting en það eru ekki allir sammáia um það hvað telst minni- háttar breyting," sagði hún. Að sögn Huga Ólafssonar deild- arstjóra í umhverfisráðuneytinu barst ráðuneytinu stjómsýslukæra í júlí sl. frá tilteknum eigendum fast- eigna við sunnanverða Skúlagötu um að breytingarnar sem gerðar voru á skipulaginu frá 1985 hefðu ekki verið óverulegar. í svari ráðu- neytisins segir að það telji að endan- legt mat á því hvort um óverulega breytingu á staðfestum skipulags- uppdrætti sé að ræða eða ekki sé í höndum skipulagsstjórnar ríkisins og því bresti ráðuneytið lagaheimild til að fella skipulagsákvarðanir borg- arstjórnar og skipulagsstjómar rík- isins úr gildi. Því geti ráðuneytið ekki stöðvað framkvæmdir sem hafnar séu á grundvelli gerðs skipu- lags né tekið afstöðu til þess hvort fresta megi réttaráhrifum bygging- arleyfísins, nema með því móti að byggingarleyfið verði kært sérstak- lega. Að sögn Bjarna Þórs Jónssonar, Iögfræðings hjá byggingarfulltrú- anum í Reykjavík, hefur embættinu ekki borist kæra vegna byggingar- leyfísins. H O N D A 1 V 1 C| | 5 - D Y R A meö 115 hestafla VTEC vél og tveimur [ ^ \ vT loftpúðum Argrrö 19(J8 1.480.000,- IWJ HONDA Gæslu- varðhald staðfest HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um gæsluvarðhald yfír fjórum mönnum sem eru grunaðir um inn- flutning á miklu magni af E-töflum.- Héraðsdómur úrskurðaði menn- ina í gæsluvarðhald til 8. október en þeir kærðu þann úrskurð til Hæstaréttar. Hann staðfesti úr- skurðinn. Morgunblaðið/Kristinn EIRÍKUR og Björg gáfu sér tíma til að hittast í gær skömmu áður en Eiríkur fór á fund með samninganefnd sveitarfélaga. Forystumenn grunnskólakennara og leikskólakennara eru hjón Bömín stundum þreytt á kjaramálum KENNARASAMBANDIÐ og Fé- lag íslenskra leikskólakennara eiga í harðri kjarabaráttu við viðsemj- endur sína. Formenn stéttarfélag- anna, Eiríkur Jónsson og Björg Bjamadóttir, eru hjón. Leikskóla- kennarar hafa boðað verkfall 22. september og Eiríkur segir ekki útilokað að kennarar taki ákvörðun um verkfall í þessari viku. Eiríkur sagði það tilviljun að grunnskólakennarar og leikskóla- kennarar væru í kjarabaráttu á sama tíma. Á bak við þetta væri ekki hemaðaráætlun sem samin hefði verið við eldhúsborðið á heim- ili þeirra hjóna. „Við leikskólakennarar mótuð- um kröfugerð okkar í maí 1996 og þar var sett niður talan 110 þúsund kr. í byrjunarlaun. Þegar í Ijós kom að Kennarasambandið yrði í kjarabaráttu á sama tíma veltum við leikskólakennarar því fyrir okkur hvaða áhrif það gæti haft á aðgerðir okkar ef t.d. verk- fall bæri upp á sama tíma. Það gæti dregið úr áhrifum verkfalls fyrir báða hópana," sagði Björg. Eiríkur sagði að meðal kennara væri rætt um hvort boða ætti verk- fa.ll. Langan tíma tæki að boða og láta greiða atkvæði um verkfall og þess vegna gæti það ekki kom- ið til framkvæmda fyrr en í fyrsta lagi að áliðnum október. Björg gæti því alveg verið róleg. Alag- á fjölskylduna Björg og Eirikur sögðu að kjara- mál væm mikið rædd á heimilinu þessa dagana. Þó samningavið- ræður gengju hægt gerðist eitt- hvað á hveijum degi sem þyrfti íhugunar við. Þau viðurkenndu að bömin á heimilinu væru stundum hálfþreytt á kjaraumræðum for- eldranna og það hefði komið fyrir að þau hefðu beðið um að skipt væri um umræðuefni. Björg sagði að þessu starfi fylgdi talsvert álag á gölskylduna. Sunnudagsbíltúramir yrðu oftar en ekki að víkja þegar boðaður væri samningafundur. Fjölskyldan hefði komist í gott frí í sumar og það mætti því segja að þau væru búin að búa sig undir komandi átök. Talsvert hefur verið rætt um sameiningu kennarafélaganna og leikskólakennarar munu e.t.v. koma að þeim viðræðum. Eiríkur og Björg vom spurð hvort þau sæju fram á að þau myndu gegna stöðu formanns og varaformanns í nýju kennarafélagi eða hvort þau myndu kannski keppa um for- mannsembættið. Þau litu brosandi hvort á annað og sögðu bæði að það kæmi ekki til greina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.