Morgunblaðið - 03.09.1997, Blaðsíða 36
- 36 MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 1997
MINNIIVIGAR
MORGUNBLAÐIÐ
Bróöir minn,
SIGURÐUR HANNESSON,
síðast til heimilis á Elliheímilinu Grund,
lést mánudaginn 25. ágúst á Sjúkrahúsi Reykjavíkur.
Útför hans hefur farið fram í kyrrþey.
Guðfinna Hannesdóttir.
Ástkær móðir okkar,
SESSELJA SIGURÐARDÓTTIR,
Sunnuvegi 23,
er látin.
Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu.
Hafþóra Bergsteinsdóttir,
Sigurður Bergsteinsson,
Sigurberg Bragi Bergsteinsson,
Albert Ebenezer Bergsteinsson.
+
Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
STEFÁN G. GUÐLAUGSSON
húsasm íðameista ri,
Kirkjulundi 6,
Garðabæ,
verður jarðsunginn frá Vídalínskirkju Garðabæ
á morgun, fimmtudaginn 4. septeber kl. 13.30.
Blóm eru vinsamlega afökkuð, en þeim sem vildu minnsast hans, er
bent á Hjartavernd eða Heilavernd.
Arndís Magnúsdóttir,
Jóhanna Hauksdóttir, Örlygur Oddgeirson,
Magnús Stefánsson, Elín Eyjólfsdóttir,
Guðlaugur Stefánsson, Kristjana Guðjónsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
KJARTAN EINARSSON,
Túngötu 64,
Eyrarbakka,
verður jarðsunginn frá Eyrarbakkakirkju föstu-
daginn 5. september kl. 14.00.
Jónína Kjartansdóttir,
Einar Kjartansson,
Bryndís Kjartansdóttir,
Brynja Matthíasdóttir,
tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabörn.
+
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
LILJA SVEINBJÖRNSDÓTTIR
SCHOPKA,
Droplaugarstöðum,
sem lést 28. ágúst sl., verður jarðsungin frá
Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 5. sept-
ember kl. 13.30.
Lilja A.K. Schopka,
Sverrir Schopka, Margrét Schopka,
Ragnhildur M. Cate, William Cate,
Ottó Schopka, Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir,
Sigfús Schopka, Helga Skúladóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Þökkum samúð og hlýhug vegna andláts
EINARS ARNALDS.
Kristín Arnalds, Jónas Finnbogason,
Matthildur Arnalds, Thulin Johansen
og barnabörn.
ÞÓRA
MARTEINSDÓTTIR
+ Þóra Marteins-
dóttir fæddist í
Merkinesi í Höfnum
hinn 18. maí 1946.
Hún lést í Reykja-
vík 23. ágúst síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru Mar-
teinn Guðbjartur
Guðmundsson,
myndhöggvari, f.
16.7. 1905 í Merki-
nesi í Höfnum, d.
23.7. 1952 í Reykja-
vík, og Kristín
Bjarnadóttir píanó-
kennari og bóka-
vörður, f. 4.7.1907 í Reykjavík,
d. 10.9. 1975 í Reykjavík. Al-
systkin Þóru eru Steinunn Sig-
ríður, leirkerasmiður, f. 18.2.
1936 í Reykjavík, Guðrún Ásta,
skrifstofumaður, f. 8.11. 1938,
og Bjarni arkitekt, f. 30.12.
1942 í Reykjavík. Hálfsystir
þeirra samfeðra var Randi Arn-
gríms sem er látin.
Þóra giftist Einari Jóhanni
Gíslasyni, framkvæmdasljóra,
24. desember
1945, hinn 28.8.
1965. Foreldrar
Einars eru Gísli
Gunnar Björnsson,
bifvélavirki, f.
26.12. 1917, og Sig-
rún Einarsdóttir,
húsmóðir, f. 16.7.
1918. Börn Þóru og
Einars eru Sigrún,
f. 25.11. 1964, maki
Páll Bergþór Guð-
mundsson, tölvun-
arfræðingur, f.
12.9. 1966, Kristín
Anna, f. 25.8. 1971,
maki Sigurður Stefánsson,
sölumaður, f. 8.5.1970, og Mar-
teinn, nemi, f. 8.12. 1974, unn-
usta Edda Margrét Hilmars-
dóttir, nemi. Barnabörn Þóru
og Einars eru tíu. Einar Jóhann
átti eitt barn fyrir hjónaband,
Óskar, flugvirkja, f. 3.9. 1964,
maki Björk Ólafsdóttir.
Útför Þóru fer fram frá
Dómkirkjunni í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
í bljúgri bæn og þökk til þín
sem þekkir mig og verkin mín.
Ég leita þín, Guð, leiddu mig
og lýstu mér um ævistig.
Ég reika oft á rangri leið,
sú rétta virðist aldrei greið.
Ég geri margt sem miður fer
og man svo sjaldan eftir þér.
Sú ein er bæn í brjósti mér:
Ég betur kunni þjóna þér.
Því veit mér feta veginn þinn
að verðir þú æ drottinn minn.
Þegar ég minnist Þóru Marteins-
dóttur, tengdadóttur minnar, koma
fram allar þær hugljúfu minningar
sem ég á frá okkar kynnum og
gleymast aldrei. Elsku Þóra mín,
þú varst mér alltaf eins og góð
dóttir.
Meðfæddir eiginleikar hennar
voru góðar gáfur, fáguð framkoma
og snyrtimennska. Stjúpsyni sínum
var hún jafngóð sínum eigin börn-
um. Þóra og Einar, maður hennar,
byggðu upp heimili sitt í fallegum
og listrænum stíl. Þar var tekið
fagnandi á móti vinum og kunningj-
um svo þar var gott að koma.
Mig langar að minnast á nokkrar
samvei’ustundir af mörgum sem ég
átti með Þóru: Einn sólbjartan góð-
viðrisdag fórum við út í Viðey. Við
litum fyrst inn í kirkjuna og geng-
um síðan á Heijarkinn að minnis-
varða Skúla Magnússonar, landfóg-
eta. Ég segi: „Nú skulum við horfa
á undurfagra náttúruumgjörð Við-
eyjar, því betra skyggni er ekki
fáanlegt." Þegar við höfðum horft
góða stund segir Þóra: „Ég vissi
ekki að svona margbreytileg nátt-
úrufegurð væri svona rétt við bæj-
ardyrnar." Þóra átti ekki langt að
sækja það að kunna að meta og
njóta náttúrufegurðar og tónlistar
þar sem foreldrar hennar voru
Marteinn Guðmundsson mynd-
höggvari og Kristín Bjarnadóttir
píanókennari. Þóra lék einnig á
píanó.
Eins var það þegar ég fór með
henni í Hveragerði að velja blómin
í garðhúsið við heimili fjölskyldunn-
ar. Hún var svo smekkleg í litavali
og hvað passaði saman, sem ég sá
enn betur þegar hún var búin að
gróðursetja blómin.
Margar ógleymanlegar gleði-
stundir átti ég með Þóru og fjöl-
skyldu hennar í sumarhúsi þeirra í
Merkinesi. Þar ríkti gleðin. Hjónin
spiluðu bæði á gítar og mikið var
sungið.
Nú hefur Þóra Marteinsdóttir
sagt skilið við hið jarðneska líf sem
býður bæði upp á gleði og sorg.
Hún kvaddi lífið í frelsarans Jesú
nafni.
Blessuð sé minning hennar.
Sigrún Einarsdóttir.
Oft er lífið bjart og elskulegt
og við viljum njóta hverrar stund-
ar. En stundum, jafnvel þegar best
lætur, syrtir skyndilega að. Núna
er himinn þungbúinn og tilveran
dapurleg því frænka mín hún Þóra
Marteinsdóttir, ung og hæfileika-
rík glæsikona, er horfin frá okkur.
Mæður okkar Þóru voru systurn-
ar Anna og Kristín Bjarnadætur
Sæmundssonar fiskifræðings.
Anna giftist Einari Guðnasyni, pró-
fasti í Reykholti, en Kristín átti
Martein Guðmundsson, mynd-
höggvara, frá Merkinesi í Höfnum.
Við, börn Önnu, erum þtjú og ól-
umst upp í Reykholti í Borgar-
firði. Börn Kristínar voru fjögur
og ólust upp í Þingholtsstræti 14.
Ég, sem þetta skrifa, er elstur
frændsystkinanna en Þóra var
yngst. Á milli okkar voru 12 ár.
Vegalengdin á milli Reykjavíkur
og Reykholts var ekki til trafala.
Fjölskyldan í Þingholtsstrætinu
kom oft í Reykholt og Reykholts-
ijölskyldan fór oft suður, og þegar
langskólaganga okkar sveita-
krakkanna hófst vorum við að
sjálfsögðu heimagangar í Þing-
holtsstrætinu. Ávallt fannst okkur
við vera heimafólk þar enda kær-
leikar á miili fjölskyldnanna.
Árið 1950 hóf ég nám í Mennta-
skólanum í Reykjavík og að sjálf-
sögðu bjó ég þá í Þingholtsstræt-
inu. Þá var Þóra fjögurra ára. Við
urðum strax mjög góðir vinir. Þóra
var afskaplega fallegt og skemmti-
legt barn og við ræddum margt
því auðvelt var að tala við hana
eins og við fullorðna manneskju.
Ég er ekki alveg viss um hvort hún
var fjögurra eða fimm ára þegar
ég kenndi henni mannganginn, en
hún var eldfljót að skilja hið flókna
kerfi skákarinnar. Innan skamms
var hún farin að tefla við fullorðið
fólk og gekk vel. Ég áttaði mig
því smám saman á að hún var í
senn fluggáfuð og afar fjölhæf. í
íjóra vetur var ég til heimilis í Þing-
holtsstrætinu og þann fimmta í
fæði þótt ég hefði húsnæði annars
staðar, og ég naut þess öll árin að
fylgjast með Þóru, því alltaf voru
hæfileikar hennar að koma í ljós.
Svo breyttist lífið þegar ég flutti
á Gamla Garð því éftir það var ég
ekki lengur daglegur gestur í Þing-
holtsstrætinu. í stað þess kom ég
oft í eftirmiðdagskaffi, en þá var
ávallt opið hús hjá Kristínu, móður-
systur minni, og oft glatt á hjalla.
En lífið gekk áfram sinn gang
og þegar háskólanáminu hér heima
lauk urðu ferðirnar í Þingholts-
strætið færri en samt gat ég fylgst
með Þóru, frænku minni og vin-
konu. Litla, sæta og greinda stelp-
an breyttist í gullfallega stúlku og
svo glæsilega konu. Hún gekk í
skóla í Reykholti og í Reykjavík
en giftist svo ung jafningja sínum
í glæsileik og gáfum, Einari Gísla-
syni, framkvæmdastjóra og aða-
leiganda ET flutningafyrirtækis-
ins. Eftir lát Kristínar, móður Þóru,
fluttust ungu hjónin svo í Þing-
holtsstræti 14. Börn þeirra eru
þijú auk eldra barns Einars og
allt virtist leika í lyndi. En það
syrti að þegar Þóra varð fyrir al-
varlegu slysi, en eftir það náði hún
sér aldrei til fulls og líklegt er að
þau meiðsl hafi tekið sig upp og
ráðið úrslitum þegar hún varð fyr-
ir öðru minna slysi.
Það er sárt að horfa á bak nánu
skyldmenni og vinkonu í blóma lífs:
ins. Mér finnst tjón mitt mikið og
óbætanlegt en enn sárara er það
systkinum, börnum og barnabörn-
um Þóru. Okkur langar til að geta
spurt um og skilið réttlæti drottins
en við getum ekki fengið svör. En
við getum beðið guð um að taka
ástvinu okkar til sín og leiða hana
inn á vegu ljóssins og á fund ást-
vina hennar sem farnir eru á und-
an henni.
Við hjónin og börnin okkar send-
um þér, Einar, og fjölskyldu þinni,
svo og öðrum aðstandendum, okk-
ar innilegustu samúðarkveðjur.
Bjarni Einarsson.
Kæra tengdamóðir.
Engri manneskju hef ég kynnst
sem sannaðist betur á að sitt er
hvort gæfa og gjörvileiki. Líf þitt
var sannarlega langt frá því að
vera alltaf dans á rósum. En þrátt
fyrir margar erfiðar stundir leiftrar
samt skært minningin um hinar
góðu. Nú er við kveðjumst finn ég
svölun í huggunarríkum og um-
burðarlyndum ljóðlínum Richards
Beck.
Dæmdu eigi breyskan bróður,
bijóttu ei hið veika strá;
lyftu heldur hönd til varnar
hveijum þeim, sem aðrir smá.
Allt er líf af einum stofni,
örlög tvinnuð min og þín.
Undir sora og synda hjúpi
sólhrein perla tíðum skín.
Hver fær lesið letur hjartans,
leynirúnir innra manns?
Hver er sá, er kannað geti,
kafað sálardýpi hans?
Margt í hafsins hyljum djúpum
hulið er, sem enginn leit.
Margt í sálum manna leynist
meira og betra en nokkur veit.
Skammt vér sjáum, blindir blínum
báðum augum, látum hægt.
Hví skal myrða menn í orðum?
Margt er hulið, dæmum vægt.
Auðlegð hjartans enginn reiknar
eða sálarfátækt manns.
Hvar er vog, er vegið geti
vonir eða sorgir hans?
Ég kynntist dóttur þinni sumar-
ið 1985 og man alltaf eftir því er
ég sá þig fyrst. Við Sigrún vorum
að koma að utan og þú komst til
að sækja dóttur þína. Ég hugsaði
með mér, eftir að við höfðum verið
kynnt, hve glæsileg þú værir, stolt
og reist. Við náðum strax vel sam-
an enda kannski bæði svolítið dul
og því þurftum við ekki mörg orð
til að tjá okkur.
Það sem einkenndi Þóru öðru
fremur var skynsemi, ákveðni,
skapfesta, gegnheiðarleiki,
fölskvaleysið að viðbættu því hve
dul hún var. Hún hafði yndi af
öllu sem tengdist náttúrunni og
einatt var fæðingarstaður hennar,
Merkines í Höfnum, henni ofarlega
í huga.
En elsku Þóra, kveðjuorðin skulu
ekki vera háfleyg og vonandi ekki
væmin því ég veit að þú hefðir
ekki kært þig um slíkt. Því þakka
ég þér reynslurík kynni og bið um
að þú verðir falin í vörslu góðrar
forsjónar um ókomin ár.
Sofðu rótt. Þú varst vinur minn.
Tengdaföður mínum og öðrum
aðstandendum votta ég mína
dýpstu samúð.
Páll Bergþór Guðmundsson.
Við hjónin vorum harmi slegin
er vinur okkar, Einar Gíslason, til-