Morgunblaðið - 03.09.1997, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 03.09.1997, Blaðsíða 44
44 MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ Matgerð og matgerð Sólberja- og rifsberjahlaup Oft tölum við um sólber og rífsber í sömu andránni segir Kristín Gestsdóttir enda eru þetta einu runnamir sem bera góða uppskeru hér á landi. JÁ, og það mikla uppskeru ef runnunum er vel sinnt. Sólber gera mun meiri kröfur til hita og raka en rifsber og þurfa lengri vaxtartíma og meiri sól. Þegar snemma haustar ná sólberin oft ekki að þroskast. Oft er þessum tveimur runnategundum ekki sinnt sem skyldi, en varla má búast við góðri berjatekju af runn- um í svelti og óhirðu. Runnana þarf að klippa og gæta þess að sól skíni á þá og að þeir standi á skjólgóðum stað. Sjálfsagt er að láta eldri greinar víkja fyrir þeim yngri. Sólber eru mjög C-vítamín- auðug, 170 mg í hundrað grömm- um, og afar ljúffeng í sultu, hlaup og alls konar kökur og ábætis- rétti að ógleymdum hinum fræga líkjör Cassis. Búa má til mjög Ijúf- fenga hollustudrykki úr sólbeij- um. Rifsberjahlaup þekkja flestir og rifsbeijasaft er mjög góð. í rifsbeijum er mun minna C-vítam- ín en í sólberjum eða 25 mg í 100 grömmum. Á haustin tek ég alltaf nokkrar fallegar rifsbeijagreinar og.frysti til að nota sem skraut á osta, kökur og ábætisrétti. Ég set engan sykur á berin en raða þeim í einfalt lag í öskju með loki. Þið sem plantið tijám við sumarhúsin ykkar eða í skógarreiti ættuð að planta rifsbeija- og sólbeijarunn- um innan um annan gróður, það eykur fuglalíf og fátt er yndis- legra en þrastarsöngur að vori. Tvær fyrri uppskriftirnar í dag eru úr bók minni 220 gómsætir ávaxta- og beijaréttir. Sólbeijahlaup __________2 kg sólber________ 2 dl vatn 1 kg sykur í hvem lítra vatns 1. Þvoið sólberin, takið allt lauf úr en stilkarnir mega vera í. Sjóð- ið berin með vatninu í potti við hægan hita í 10 mínútur. Hellið á grisju og látið renna vel af þessu. Kreistið síðan grisjuna. Setjið safann í pott ásamt sykri, 1 kg sykur móti lítra af safa. 2. Sjóðið við hægan hita í 15 mínútur. Látið suðuna koma upp undir hlemmi, takið þá hlemminn af og takið tímann frá því að suð- an kemur upp. Sjóðið krukkur með skrúfuðum lokum, sjóðið lok- in líka. Hvolfið á hreint stykki, snúið strax við og hellið sjóðandi hlaupinu í þær. Hafið krukkurnar fleytifullar og skrúfið lokin strax á. Lofttæming verður í krukkun- um, en innihaldið sígur örlítið saman um leið og það kólnar. Merkið með innihaldi og dagsetn- ingu. Rifsbeijahlaup 2 kg rifsber ____________1 dl vatn__________ 1 kg sykur móti lítra af saft ______(má vera heldur meira)___ 1. Þvoið rifsberin, takið allt lauf frá en tínið berin ekki af' greinunum. Setjið í pott ásamt vatni og sjóðið við hægan hita í 45 mínútur. Hellið á grisju, látið standa þar í 4-5 klst. kreistið þá grisjupokann út í safann. Geymið hratið og notið í saft. 2. Setjið safa ásamt sykri í pott og sjóðið í loklausum potti við hægan hita í 15 mínútur eftir að suðan kemur upp. 3. Hellið í krukkur, sjá aðferð- ina í næstu uppskrift á undan. Loks kemur hér mjög auðveld uppskrift að rifsbeijahlaupi. Þrisvar sinnum sjö sulta _____________Rifsber____________ ______________vatn______________ 1.200 g sykur í hvern lítra af safa 1. Þvoið berin, takið frá lauf en látið stilkana vera með. Setjið í pott, þrýstið örlítið niður. Hellið sjóðandi vatni á svo að rétt fljóti yfir. Látið sjóða í 7 mínútur eftir að suðan kemur upp. Hellið á grisju, kælið talsvert en kreistið þá grisjuna. 2. Setjið safann í pott og látið sjóða. Setjið helming sykurs út í og sjóðið í 7 mínútur, setjið þá hinn helminginn út í og sjóðið í aðrar 7 mínútur. Hellið í krukkur, sjá aðferð í uppskriftinni að sól- beijahlaupi hér að framan. I DAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Fyrirspurn til Bónuss KONAN mín var að bíða í röð í Bónus í Hafnarfirði í gær, mánudaginn 1. september. Fyrir framan hana var útlendingur, lík- lega Rússi. Var hann ekki með nóg á sér af íslensk- um peningum til að borga fyrir vöruna og þurfti hann að skipti 100 dollara seðli. Það var farið í ein- hver plögg við kassann til að athuga gengið og var seðillinn seldur á 6.000 kr. en gengisskráning hans er nálægt 7.200 kr. Hvernig í ósköpunum stendur á þessari gengis- skráningu hjá Bónus? Er Bónus að gera sér mat úr saklausum útlendingum? Gylfi Baldursson. Orð í tíma skrifuð ÉG VIL hvetja fólk til að lesa ágæta grein eftir Bergsvein Birgisson, „Að- för að þjóðmenningu", í Morgunblaðinu 30. ágúst sl. Þar eru orð í tíma skrif- uð. Nú er svo komið að ungum mönnum er gert nánast ókleift að eignast bát eða komast á sjó vegna hagræðingarkjaftæðis, og svo þarf að eiga ómælt fé til kvótakaupa. Það gleym- ist að ungu mennirnir þurfa að vera með eldri sjómönnum til að læra á veiðarfærin og sjómennsk- una, með sama áframhaldi hverfur þessi útvegur, kunnáttan týnist, þessi þróun bítur í skottið á sér. Nú er svo komið að víða í höfnum á landsbyggðinni eru engir bátar við bryggju, þeir eru annað- hvort komnir í kvótasögina eða á brennuna. Kannski má spyija í framhaldi af tali um vonleysið og til- gangsleysið sem ungt fólk býr við í dag. Er þetta því til framdráttar? A hveiju lifir þessi þjóð? Svari nú hvar fyrir sig. Axel B. Eggertsson, Flyðrugranda 4, Rvík. Tapað/fundið Karlmannsfrakki týndist KARLM ANN SFRAKKI, stór og grængráleitur, Læðu vantar heimili GULLFALLEG, tinnu- svört, fjögurra mánaða gömul læða, þarf að eign- ast gott heimili sem allra fyrst. Áhugasamir dýra- vinir eru beðnir að hringja í síma 551-3269. Garpur er týndur! SVARTUR köttur af Ori- ental-kyni hvarf af Leifs- götu 25 sl. fímmtudag. Þeir sem vita hvar hann er, eða hafa orðið hans varir, eru vinsamiegast beðnir um að hafa samband í síma 552-6359 eða láta Kattholt vita. Gaipur er alveg ein- týndist 19. júlí sl. frá Hlé- garði. Hefur líklega verið tekinn í misgripum. Þeir sem hafa orðið varir við frakkann vinsamlega hafí samband í síma 566-8476 eða 854-9011. stakur köttur og við söknum hans sárt. Síðast sást hann í fylgd með svart-hvítum kettlingi heimilislausum. Garpur er eymamerktur en ekki með neina ól. Góð fund- arlaun í boði. Dýrahald SKÁK llmsjön Margeir Pétursson STAÐAN kom upp í deilda- keppni Skáksambands Is- lands í vor. Gunnar Björnsson (2.015), Taflfé- laginu Helli, B-sveit, hafði hvítt og átti leik, en Svein- björn Sigurðsson (1.605), UMSE, B-sveit, var með svart. Byijunin var ítalski leik- urinn: 1. e4 - e5 2. Rf3 - Rc6 3. Bc4 - Bc5 4. c3 - Rf6 5. d4 - exd4 6. cxd4 - Bb4+ 7. Rc3 - Rxe4 8. 0-0 - Bxc3 9. d5 - 0-0? 10. bxc3 - Rd6 11. Bd3 - Re7 og nú höfum við stöð- una á stöðumyndinni: 12. Bxh7+ - Kh8? (Svart- ur varð að reyna 12. - Kxh7 13. Rg5+ - Kg6 14. Dg4 - f5 15. Dg3 - f4 16. Dg4 - Kh6 17. Bxf4 - Hxf4 18. Dxf4 - Kg6 þótt vörnin verði mjög erfið.) 13. Bc2 - Rdf5 14. Rd4 - g6 15. Bxf5 og svartur gaf þessa vonlausu stöðu. Skákin er í nýjasta tölu- blaði tímaritsins Skákar. Meðal helsta efnis er seinni hluti deilda- keppninnar síðasta vetur, Guðmundar Arasonar mótið, fram- hald á ítar- legri umflöll- un þeirra 111- uga Jökuls- sonar og Jó- hanns Hjart- arsonar um Ólympíu- skákmótið í Jerevan o.fl. HVÍTUR leikur og vinnur. Hlutavelta ÞESSAR duglegu stelpur héldu hlutaveltu nýlega til styrktar Rauða krossi Islands og varð ágóðinn 1.015 krónur. Þær heita Anna Lind Pálmadóttir, Anna Björg Daníelsdótt- ir, Iðunn Líf Gunnars- dóttir, Hulda Kristín Guðmundsdóttir og Sig- urlaug Ása Pálmadóttir. Diana Ósk Arnardóttir vann einnig að hlutavelt- unni en gat ekki verið með á myndinni. Víkveiji skrifar... EGAR viðrar jafn vel og gert hefur hér á suðvesturhorninu að undanförnu, er ísland sannkölluð paradís, að mati Víkveija. Í liðinni viku átti Víkveiji ásamt fjölskyldu, góða daga á Laugarvatni, í einstak- lega yndislegu veðri. Laugarvatn og allt umhverfi þess er sérdeilis fallegur og skemmtilegur staður að sækja heim í slíku veðri. Víkverji tók sérstaklega eftir því, hversu Laugvetningar leggja mikla áherslu á góða umgengni og halda stað sín- um sérlega hreinlegum og vistleg- um. íþróttamannvirkin á staðnum eru til fyrirmyndar, íþróttavöllur, sundlaug og glæsilegt íþróttahús bjóða upp á aðstöðu eins og hún best gerist hér á landi og er það vel við hæfi, að mati Víkveija, þar sem á Laugarvatni eru íþróttakenn- araefni framtíðarinnar menntuð og búin undir lífsstarfið. Þau eru ekki svo ýkja mörg árin, frá því að íþróttakennaraefnin í íþróttakenn- araskóla íslands á Laugarvatni höfðu aðstöðu til íþróttaiðkunar í örlitlum íþróttasal, sem er sam- byggður gamla Héraðsskólanum á Laugarvatni og sundmennt sína sóttu þau í kjallarann á sama húsi, í örsmáa innilaug, sem nú er ekki lengur notuð. Því hefur á skömmum tíma orðið gjörbylting til hins betra á því hvernig búið er að íþrótta- kennaraefnunum. xxx EIR eru ófáir sem renna við í ísbúðum í sunnudagsbíltúrn- um og bjóða fjölskyldunni upp á ís, ekki síst að sumri til. Þannig eru ísáhugamenn áhugasamir um að bera saman verð og gæði á ísn- um, og sumir eru orðnir hinir ágæt- ustu sérfræðingar í ísfræðum landsmanna. ísbúðin í Álfheimum hefur gjarnan fengið jákvæða dóma hjá viðskiptavinum sínum, bæði fyrir verð og gæði íssins sem þar er á boðstólum. Víkveiji má til með að skipa í fyrsta gæðaflokk ísnum sem boðið er upp á í Tjald- miðstöðinni á Laugarvatni. Hann er afar bragðgóður, vel úti látinn og verðinu er stillt í hóf. Enda heyrði Víkveiji á tal Laugvetninga, sem sögðu óhikað að ísinn í Tjald- miðstöðinni risi undir nafngiftinni „Landsins besti“ rétt eins og pyls- urnar góðu í miðbænum „Bæjarins bestu“. XXX UNG OG áhugasöm andlit blasa við í röðum árla morguns þessa dagana, þegar ekið er hjá eða gengið framhjá skólalóðum höfuð- borgarinnar, enda er skólastarf al- mennt að hefjast þessa dagana. Ef Víkveija misminnir ekki, þá munu ekki líða margir dagar þangað til áhuginn í ungu andlitunum er horf- inn með öllu og við hefur tekið svip- ur leiða og þreytu. Víkveiji hefur oft hugleitt hversu dapurlegt það er, að áhugi og tilhlökkun nemend- anna ungu hverfur með svo skyndi- legum hætti, og sést að líkindum ekki aftur fyrr en að ári liðnu og þá í jafnskamman tíma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.