Morgunblaðið - 03.09.1997, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181
PÓSTHÓLF3010, NETFANG MBL@CENTRUM.IS AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1
MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 1997
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Matarkista
sj ófuglanna
Miklar aflaheimildir
• fluttar á næsta ár
TÆPLEGA sjö þúsund þorsk-
ígildistonn féllu niður óveidd við ný
fiskveiðiáramót, sem gengu i gildi
síðastliðinn mánudag, 1. september.
Auk þess voru rúmlega 20.000
þorskígildistonn flutt yfir á þetta
fiskveiðiár. Langmest munar um
ufsann, en af um 28 þúsund tonna
aflamarki í ufsa á nýliðnu fiskveiði-
ári, féllu um þrjú þúsund tonn niður
óveidd og á árinu var rúmlega 11.500
tonnum breytt yfir í aðrar tegundir.
Sé litið tO annarra fisktegunda,
féllu 853 tonn niður óveidd af ýsu um
nýliðin kvótaáramót, 629 tonn af
skarkola, 479 tonn af hörpudiski, 369
tonn af úthafsrækju, 244 tonn af
steinbít, 132 tonn af grálúðu, 113
tonn af karfa, 99 tonn af innfjarðar-
rækju, 94 tonn af humri, 80 tonn af
þorski og 11 tonn af langlúru.
Samkvæmt upplýsingum frá
Fiskistofu hafa ekki allar millifærsl-
ur vegna nýafstaðins fiskveiðiárs
skilað sér að fullu, en samkvæmt yf-
irliti í gær, hafði 1.139 tonnum af
skarkola, 420 tonnum af steinbít og
160 tonnum af þorski verið breytt yf-
h- í aðrar tegundir. Þegar á hinn bóg-
inn skoðað er hvaða tegundir njóta
mestra vinsælda, slær karfinn öll
met, en samtals hafa rúm 8.500 tonn
verið millifærð frá ýmsum tegundum
yfir í karfa.
■ Verulegar/Cl
RAIJÐUR flekkur sem sást í gær á
sjónum milli lands og Þrídranga,
vestur af Vestmannaeyjum, er lík-
lega ljósáta. í fyrstu var talið að
flekkurinn eða rákin, sem er um
3-4 km að lengd, væri einhvers
konar þörungar og var jafnvel ótt-
ast að þeir kynnu að vera eitraðir.
Kristinn Guðmundsson, sjávarlíf-
fræðingur hjá Hafrannsókna-
stofnun, flaug yfir svæðið síðdegis
í gær. Hann sagði að starfsfélagi
sinn í Vestmannaeyjum hefði siglt
í gegnum svipaðan flekk fyrr í
sumar og þá var mikið af fugli í
honum, líkt og nú. „Fuglagerið
bendir til að þetta sé ljósáta og
fuglinn hefur því fundið sannkall-
aða matarkistu. Ástæða þess að
flekkurinn myndast hlýtur að
vera sú, að þarna séu straumskil,
þar sem vatnsmassar mætast. Þar
myndast röst og ljósátan safnast
saman, því dýrin leita upp þegar
straumurinn sem þau berast með
sekkur.“
1
Hagnaður
SÍF eykst
um 58 af
hundraði
HAGNAÐUR SÍF hf. án
rekstrarárangurs dótturfélaga
nam 103,7 milljónum króna á
fyrri árshelmingi, en var 65,8
milljónir á sama tímabili í
fyrra, samkvæmt óendurskoð-
uðu innra uppgjöri, og jókst
hagnaðurinn milli ára því um
38 milljónir eða 58%.
Rekja má batnandi afkomu
til lækkunar á kostnaði hjá
SÍF hf. og betri afkomu dótt-
urfélaga fyrstu sex mánuði
ársins, samanborið við sama
tímabil í fyrra. Heildarveltan
fyrstu sex mánuði þessa árs
nam 5.684 milljónum króna
eða um 55% af heildarveltu
síðasta árs.
■ Hagnaður/16
Si*
: -‘VS"
ÁV.. .
Morgunblaðið/RAX
" Óku á 130-140 kflómetra
hraða við barnaskóla
TVEIR ökumenn mældust aka á
130 til 140 kílómetra hraða við
Hofsstaðaskóla í Garðabæ í síðustu
viku. Mælingar stóðu í rúman sólar-
hring og reyndust 88% ökumanna
aka yfir leyfilegum hámarkshraða,
sem er 50 km á klst.
A þeim 27 tímum, sem mælingin
stóð, var skráður hraði 2.860 bíla á
austurleið á Bæjarbraut, fram hjá
Hofsstaðaskóla. Hraðatakmörkunin
er máluð á götuna og yfir götunni
hangir borði sem á stendur: „Byrj-
endur í skóla, byrjendur í umferð-
inni“ til að minna ökumenn á að
fjöldi sex ára barna er nú að taka
sín fyrstu skref í umferðinni á leið í
skólann. í Hofsstaðaskóla stunda
6-11 ára börn nám.
Skelfilegar niðurstöður
Niðurstöður mælinganna voru á
þá leið að 124 bifreiðar óku hraðar
en 90 km á klst., 22 voru á bilinu
100-110 km hraða, 5 á bilinu
110-120, 4 á bilinu 120-130 og loks
tveir á bilinu 130-140 km hraða.
Ofsaaksturinn var aðallega á tíma-
bilinu milli hádegis og kvölds, þ.e. á
miðjum degi.
Eiríkur Bjarnason, bæjarverk-
fræðingur í Garðabæ, lét mæla
hraðann á götunni. Hann segir nið-
urstöðurnar skelfilegar. „Besti
möguleikinn til að stöðva ökuníð-
inga er að setja myndavélar ásamt
hraðamælingatæki í lögreglubíla og
sekta tilfinnanlega enda á enginn
ökumaður að geta verið óhultur ef
hann lætur sér detta í hug að brjóta
svona af sér í umferðinni,11 segir Ei-
ríkur. „Það hefur nokkuð verið rætt
um að koma myndavélum fyrir á
fyrir fram ákveðnum stöðum en ég
tel takmarkað gagn vera að því.
Ökumenn myndu snarlega aðlaga
sig aðstæðunum og fara sínu fram
annars staðar.“
Eiríkur Bjarnason sagði þennan
vanda alls ekki bundinn við Garða-
bæ. „Lögregla alls staðar á landinu
verður að beita sér gegn þessu.
Stundum virðist manni sem yfirvöld
hafi sætt sig við að hafa misst tökin
á umferðinni.
Eiríkur sagði að sér þætti hins
vegar neyðarúrræði að setja hraða-
hindranir á góða vegi. „Það er miklu
nær að koma á aga í umferðinni
þótt með þvingunum sé.“
Tuttugu ára áætlun um Skjólskóga
Heildarkostnaður
um 227 milljónir
SKJÓLSKÓGAR er nýtt umhverf-
isverkefni sem heimamenn hafa
ákveðið að ráðast í í Dýrafirði og
Önundarfirði. Markmiðið er að auka
arðsemi ræktunar í landbúnaði og
gefa möguleika á nýjum fram-
leiðslugreinum. Gert er ráð fyrir að
heildarkostnaður við verkefnið
verði 227,4 milljónir og að verkið
verði unnið á 20 árum.
Með Skjólskógum er átt við rækt-
un skjólbelta á bújörðum, ræktun í
og við þorp, við skóla, í sumarbú-
staðabyggðum, áningarstöðum
ferðamanna og við opinberar bygg-
ingar í sveitum. Meðal annars er
gert ráð fyrir að með ræktun við
íbúðarhús megi lækka hitunar-
kostnað og skýla íbúum og búfé.
Jafnframt að stýra megi skafla-
myndun við bústaði og samgöngu-
æðar ásamt því að gefa gaum að
möguleikum á einhvers konar að-
stoð við snjóflóðavarnir með trjá-
gróðri.
Samkvæmt áætlun um Skjól-
skóga er gert ráð fyrir að heildar-
kostnaður verði rúmar 227,4 millj-
ónir og að verkið verði unnið á 20
árum. Árlegur kostnaður yrði því
rúmar 11 milljónir og er gert ráð
fyrir að opinberir aðilar leggi til
97% eða 11 milljónir en landeigend-
ur 400 þús. á ári. Til þessa hefur
verkefnið verið styrkt af heima-
mönnum, Framleiðnisjóði landbún-
aðarins, Skeljungssjóði og Um-
hverfissjóði verslunarinnar. Að auki
hefur Skógrækt ríkisins lagt verk-
efninu lið með ráðgjöf sérfræðinga.
■ Bætir/28
Fjárlagagerðin
Ríkisfjár-
málanefnd
gengur frá
frumvarpi
RÍKISSTJÓRNIN fjallaði um fjár-
lagafrumvarp næsta árs á fundi sín-
um í gær og fól ríkisfjármálanefnd
sem skipuð er fjórum ráðherrum -
formönnum og varaformönnum rík-
isstjórnarflokkanna - að hnýta
saman nokkra lausa enda í frum-
varpinu og ganga endanlega frá því
til prentunar.
Þingflokkur sjálfstæðismanna
veitti ráðherrum flokksins umboð til
að ganga frá frumvarpinu á fundi
sínum í seinustu viku og þingflokkur
framsóknannanna afgreiddi frum-
varpið með sama hætti sl. mánudag.
Fjárlagafrumvarpið er fyrsta
þingskjal sem lagt verður fram þeg-
ar Alþingi kemur saman 1. október.
Fjárhæðir breytast ekki
Friðrik Sophusson fjármálaráð-
herra sagði í gær að þau örfáu atriði
sem ólokið væri hefðu engin áhrif á
fjárhæðir í frumvarpinu. Kvaðst
hann eiga von á að fjármálaráð-
herra fengi endanlegt umboð ráð-
herranefndarinnar á föstudaginn til
að flytja frumvarpið í nafni ríkis-
stjórnarinnar.