Morgunblaðið - 03.09.1997, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 03.09.1997, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 1997 41 FRÉTTIR Gengið um gamla Laugarnes- landið HAFNARGÖNGUHÓPURINN gengst fyrir gönguferð miðviku- dagskvöldið 4. september um gamla Laugarneslandið. Farið verður frá Hafnarhúsinu kl. 20 og með SVR inn í Laugarnes. Þar hefst gangan kl. 20.40 frá bæjar- hólnum við rústir Laugarnesbæj- arins. Fylgt verður Laugarneslækjar- stæðinu eins og kostur er að gamla laugarstæðinu. Síðan um Þvotta- laugarnar austur Laugardalinn og nýju göngubrúna yfir Miklubraut- ina. Þaðan vestur hitaveitustokk- inn upp á Öskjuhlíð. Þar lýkur gönguferðinni. Val verður um að ganga niður í Hafnarhús eða fara í SVR. Einn- ig er hægt að stytta gönguna með því að fara í SVR á leiðinni. Einar Gunnlaugsson, jarðfræðingur hjá Hitaveitu Reykjavíkur, slæst í hóp- inn. Allir eru velkomnir. Vetrarstarf- semi Kúrekans hafin KÁNTRÝKLÚBBURINN Kúrek- inn hóf vetrarstarfsemi sína 2. september og verða námskeið haldin á þriðjudögum kl. 19 fyrir byijendur og kl. 20 fyrir fram- haldshóp. Upprifjunarnámskeið verður haldið á fimmtudögum kl. 19. Kúrekinn er einnig með nám- skeið fyrir stærri einkahópa svo sem starfsmannafélög og fleiri. í fréttatilkynningu frá Kú- rekanum segir: „Kúrekinn státar einnig af stórum sýningarhóp sem æfír reglulega og er með nýtt pró- gramm í gangi. Dansæfingar eru núna yfir vetrartímann alla föstu- dag frá kl. 21. Kúrekinn sem hef- ur starfað í rúmt ár hefur um 100 fermetra dansgólf og mjög góða dansaðstöðu. Heimilisfang Kúrek- ans er í Hamraborg 1-3, Kópa- vogi, norðanmegin í húsinu." Fyrirlestur Stoltenberg-s á morgun GERHARD Stoltenberg fyrrver- andi fjármálaráðherra Þýskalands heldur fyrirlestur í Háskóla íslands á morgun, fímmtudag, klukkan 15.30 í Odda. Fjallar fyrirlesturinn um inntak félagslega markaðskerfisins og sögulegt hlutverk prófessors Ludwigs Erhards í uppbyggingu þýsks efnahagslífs eftir síðari heimsstyrjöld. Erhard var efna- hagsmálaráðherra Vestur-Þýska- lands á árunum 1949-1963 og síð- ar kanslari, og hefur oft verið nefndur faðir þýska efnahagsund- ursins. Á þessu ári eru liðin 100 ár frá fæðingu hans. Heimsókn Stoltenbergs til ís- lands er í boði Germaníu, en fyrir- lesturinn er haldinn í samstarfi við Viðskipta- og hagfræðideild HÍ. Vali á presti fagnað STJÓRN íslendingafélagsins í Osló hefur sent frá sér fréttatil- kynningu þar sem því er fagnað að stjórn íslenska safnaðarins í Noregi hafi nú lokið vali sínu á presti til að þjóna söfnuðinum. Stjórnin lýsir ánægju sinni með vönduð vinnubrögð safnaðar- nefndar og lýsir fullum stuðningi við þá niðurstöðu sem fengin er. Segir í tilkynningu að það sé gleði- efni að safnaðarstjórnin sé ein- huga um sitt val. Bubbi og KK á Fógetanum í kvöld BUBBI Morthens og KK leika miðvikudagskvöldið 3. september á Fógetanum en þetta eru lokatón- leikar félaganna í sumar. Tónleikarnir hefjast kl. 22. LEIÐRÉTT Röng föðurnöfn FÖÐURNAFN Skafta Þ. Halldórs- sonar misritaðist með umsögn hans um ljóðabókina Heilyndi, sem birtist í blaðinu í gær. Þá misritað- ist einnig föðurnafn Árna Jóns Eggertssonar undir mynd, sem tekin var er tónlistarhandrit Árna Björnssonar voru afhent Lands- bókasafninu. Beðizt er afsökunar á þessum mistökum. Rangt farið með hækkun ellilífeyris í FRÉTT blaðsins í gær gætti þess misskilnings að tekjur ellilíf- eyrisþega og tekjur úr lífeyrissjóð- um hækkuðu frá og með bytjun mánaðarins í 6,5% og 9,2%. Hið rétta er að frá og með 1. septem- ber eru tekjur ársins 1996 sam- kvæmt skattframtali notaðar við útreikning á bótum almannatrygg- inga. En samkvæmt útreikningum Þjóðhagsstofnunar hækkuðu al- mennar tekjur ellilífeyrisþega um 6,5% frá árinu 1995 til 1996, en tekjur úr lífeyrissjóðum hafa hækkað nokkru meira á sama tíma eða um 9,2%. Frí klipping í eitt ár DREIFT var fílofax spjöldum frá Hárstofunni í Baðhúsinu í framhaldsskóla á Reykjavíkur- svæðinu sem eru númeruð og gilda sem 30% afsláttur fyrir nemendur og er afsláttur í gildi á meðan á námi stendur. Nýlega var dregið í beinni útsendingu á FM 95,7. Sigríður Ingólfsdótt- ir úr Kvennaskólanum var sú heppna í ár og er hún á mynd- inni með blómvönd af því tilefni ásamt starfsfólki Hárstofunnar, Fríðu Magnúsdóttur, Þórunni Guðbjörnsdóttur og Júlíu Jóns- dóttur. Hafnarfjarðakirkjusókn í safnaðarferð til Akraness FARIÐ verður í safnaðar- og messuferð frá Hafnarfjarðarkirkju til Akraness sunnudaginn 7. sept- ember nk Lagt verður af stað frá kirkjunni kl. 10.15 og komið að safnað- arheimili Akraneskirkju fyrir há- degi og þar bjóða sóknarnefnd og Kvenfélag kirkjunnar upp á léttan hádegisverð. Kórar beggja kirkna æfa síðan saman með organistum sínum, Katalin Lörincz og Natalíu Chow, þar til messa hefst í Akra- neskirkju kl. 14 en þar mun sr. Gunnþór Ingason predika og þjóna fyrir altari ásamt sr. Þórhildi Olafs og sr. Birni Jónssyni, prófasti og staðarpresti. Eftir kirkjukaffi verð- ur síðan farið um Skagann í skoð- unarferð og staldrað við á mark- verðustu stöðum en síðan lagt af stað aftur í Hafnaifyörð og komið heim um kl. 18. „Þessi safnaðarferð er farin til að endurgjalda ánægjulega heim- sókn Skagamanna í Hafnarfjörð í fyrrahaust. Allir eru velkomnir í þessa safnaðar- og messuferð á Akranes, sem er þátttakendum að kostnaðarlausu, en æskilegt er að þeir sem hafa hug á að koma í ferð- ina skrái sig í hana hjá kirkjuþjón- um Hafnarfjarðarkirkju," segir i fréttatilkynningu. Hannes sigraði á Víkingaleikunum 5.-8. JónGarðarVið- arsson, Þorsteinn Þor- steinsson, Davíð Ólaf- ur Ingimarsson og Pétur Atli Lárusson 5'A v. 9.-13. Hrannar Bald- ursson, Leifur Jó- steinsson, Jón Árni Halldórsson, Kjartan Thor Wikfeldt og Bjami Magnússon 5 v. Þar sem Þröstur átti öruggt sæti fyrir, komast þeir sem urðu í 2.-8. sæti áfram. Það voru reyndar skipt- ar skoðanir um þátttöku Þrastar og hættu þrír skákmenn keppni til að mótmæla Bragi Þorfinnsson Hannes Hlífar Stefánsson SKAK Álandscyjum og Östcrákcr í Svíþjöd VÍKINGALEIKAR í SKÁK Hannes IHífar Stefánsson sigraði ásamt tveimur öðrum á öflug^u opnu skákmóti. HANNES hlaut sjö vinninga af átta mögulegum, ásamt þeim Mik- hail Gurevich, sem nú teflir fyrir Belgíu, og Rússanum Ulybin. ís- lenskir skákmenn ætluðu sér að vonum stóran hlut á „Víkingaleik- unum“. Jóhann Hjartarson og Helgi Ólafsson voru í hópi þeirra sem komu næstir á eftir sigurveg- urunum og Helgi Áss Grétarsson var skammt undan. Mótið var mjög öflugt. Kepp- endur voru 93 frá 20 löndum, þar af 34 stórmeistarar og 16 alþjóð- legir meistarar. Fyrstu umferð- irnar voru tefldar í ráðhúsinu í Maríuhöfn á Álandseyjum, en seinni hluti þess í Österáker í Svíþjóð. Það er Peter Hlawatsch, tékkneskur innflytjandi í Svíþjóð, sem hefur skipulagt fjölda móta undanfarin ár, en Víkingaleikarn- ir eru stærsta verkefni hans til þessa. Atskákmót íslands, undanrásir Undankeppnin á Landsbanka- VISA mótinu, íslandsmótinu í at- skák, fór fram um helgina á þrem- ur stöðum á landinu. í Reykjavík var keppt um sjö úrslitasæti og varð niðurstaðan þessi: 1. Þröstur Þórhallsson 8 v. af 9 2. Áskell Öm Kárason 7'A v. 3. -4. Jón Viktor Gunnarsson og Arnar E. Gunnarsson 6'A v. því að keppandi sem ætti þegar sæti í úrslitunum væri með í und- anrásunum. Á Akureyri sigraði Ólafur Krist- jánsson með 7 'A v. af 9 möguleg- um og tryggði sér sæti í úrslitun- um. Þeir Rúnar Sigurpálsson og Þór Valtýsson komu næstir með 6 'A v. Vestfjarðakeppnin fór fram á Flateyri og þar sigraði Jón Krist- insson, Hólmavík, með 4 ‘A v. af 6 mögulegum og vann úrslitasæt- ið. Sigurður G. Daníelsson og Helgi Ólafsson (Hólmavík) komu næstir með 4 v. íslendingar sjöundu á Ólympíumóti barna íslendingar lentu í sjöunda sæti á Ólympíumótinu fyrir skákmenn 16 ára og yngri, sem fram fór í Belgrad. Sjöunda og síðasta um- ferð var tefld um síðustu helgi, en þá gerðu íslendingar jafntefli við A-sveit Rússlands, 2-2. Bragi Þorfinnsson vann Zakharov á fyrsta borði í mikilli baráttuskák. Bergsteinn Einarsson og Stefán Kristjánsson gerðu jafntefli, en Davíð Kjartansson tapaði sinni skák. Lokastaða á mótinu varð þessi: 1. Rússland-A 19 v. 2. Rúmenía 17‘A v. 3. Úkraína 16'A v. 4. Ungveijaland 16'A v. 5. Karpov klúbbur 16 v. 6. Holland 16 v. 7. ísland 15 v. 8. Hvíta-Rússland 15 v. 9. Slóvakía 14'A v. 10. Rússland-B 14 v. 11. Belgrad-A 13'A v. 12. Rússland-C 13'A v. 13. Moskva-A 13 v. 14. Moskva-B 13 v. 15. Moldavia 12'A v. 16. Búlgaría 12 v. 17. Júgóslavía 8 v. 18. Zemun 6 v. Árangur einstakra liðsmanna var þessi: Bragi Þorfinnsson 4 v. af 7 Bergsteinn Einarsson 5'A v. af 7 Davíð Kjartansson 3'A v. af 7 Stefán Kristjánsson 2 v. af 6 Mattías Kormáksson 0 v. af 1 Árangur þeirra Braga og Berg- steins, sem tefldu á tveimur efstu borðunum er mjög athyglisverð- ur, enda voru andstæðingar ís- lands fulltrúar margra sterkustu skákþjóða heims, svo sem Rúss- lands. Ýmis vandamál einkenndu þetta mót og verða þau alfarið að skrif- ast á reikning skipuleggjenda þess, eins og fram hefur komið hér í Morgunblaðinu. Því má bæta við, að sérstaklega verður fjallað um þetta mál á ársþingi FIDE, sem haldið verður í Moldavíu nú í byijun september. Ástæðan er sú, að skipuleggjendur mótsins boðuðu til þess án þess að hafa samráð við FIDE. Aðstæður á mótinu á Kanaríeyj- um 1995, þegar íslendingar sigr- uðu, voru hins vegar mjög góðar. Það er afar slæmt ef mótshaldarar austantjalds taka að sér slík mót í þeim tilgangi að gera sér kepp- endur að féþúfu. Skáksambandið þarf greinilega að hafa andvara á sér áður en þátttaka er ákveðin. Fararstjóri íslenska liðsins var Sigurbjörn Björnsson. Drottningarfórn Braga Bragi Þorfinnsson er harður af sér í flækjunum og vann þessa glæsilegu skák, með stöðulegri drottningarfórn, á mótinu í Belgrad: Hvítt: Bragi Þorfinnsson Svart: Dolinski, Rússlandi Slavnesk vörn d4 - d5 2. c4 - e6 3. Rc3 - c6 4. Rf3 - dxc4 5. e3 - b5 6. a4 - Bb4 7. Bd2 - a5 8. Re5!? Venjulega er leikið 8. axbö - Bxc3 9. Bxc3 - cxb5 10. b3 - Bb7 11. bxc4 - b4 en það er snjallt að beina austantjaldsjeppunum út af troðnum slóðum sem fyrst. 8. - Bb7 9. Dg4 - g6 10. Df4 - De7 11. axb5 - cxb5 12. Rxb5 - g5! Betra en 12. - Bxd2+ 13. Kxd2 - Db4+ 14. Kc2 - Dxb5 15. Dxf7+ - Kd8 16. Df8+ - Kc7 17. Dg7 og vinnur. Svartur hefur líklega talið sig standa með pál- mann í höndunum, en - 13. Dxf7+! - Dxf7 14. Bxb4!! - Dg7 Svartur verður að þiggja drottn- ingarfórnina. 14. - axb4 15. Hxa8 - Bxa8 16. Rd6+ er vonlaust. 15. Rd6+ - Kd8 16. Rdf7+ - Kc8 17. Rd6+ - Kd8 18. Rdf7+ - Kc7? Nauðsynlegt var 18. - Kc8, en þá getur hvítur þráskákað eða teflt til vinnings með 19. Rd6+ - Kd8 20. Bxa5+ - Hxa5 21. Hxa5 - Ba6 22. Rdf7+ - Kc7 23. Hc5+ - Kb7 24. Rxh8 - Dxh8 25. Rxc4 Nú saumar Bragi skemmtilega að svarta kóngnum: 19. Bd6+ - Kc8 20. Bxc4 - Bd5 21. Hcl - Bxc4 22. Hxc4+ - Kb7 23. Hc7+ - Ka6 24. Rd8 - Df6 25. Rb7 - a4 26. Rc5+ - Ka5 27. Hb7! og svartur gafst upp. Margeir Pétursson Daði Örn Jónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.