Morgunblaðið - 03.09.1997, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 1997 41
FRÉTTIR
Gengið um
gamla
Laugarnes-
landið
HAFNARGÖNGUHÓPURINN
gengst fyrir gönguferð miðviku-
dagskvöldið 4. september um
gamla Laugarneslandið. Farið
verður frá Hafnarhúsinu kl. 20 og
með SVR inn í Laugarnes. Þar
hefst gangan kl. 20.40 frá bæjar-
hólnum við rústir Laugarnesbæj-
arins.
Fylgt verður Laugarneslækjar-
stæðinu eins og kostur er að gamla
laugarstæðinu. Síðan um Þvotta-
laugarnar austur Laugardalinn og
nýju göngubrúna yfir Miklubraut-
ina. Þaðan vestur hitaveitustokk-
inn upp á Öskjuhlíð. Þar lýkur
gönguferðinni.
Val verður um að ganga niður
í Hafnarhús eða fara í SVR. Einn-
ig er hægt að stytta gönguna með
því að fara í SVR á leiðinni. Einar
Gunnlaugsson, jarðfræðingur hjá
Hitaveitu Reykjavíkur, slæst í hóp-
inn. Allir eru velkomnir.
Vetrarstarf-
semi Kúrekans
hafin
KÁNTRÝKLÚBBURINN Kúrek-
inn hóf vetrarstarfsemi sína 2.
september og verða námskeið
haldin á þriðjudögum kl. 19 fyrir
byijendur og kl. 20 fyrir fram-
haldshóp. Upprifjunarnámskeið
verður haldið á fimmtudögum kl.
19. Kúrekinn er einnig með nám-
skeið fyrir stærri einkahópa svo
sem starfsmannafélög og fleiri.
í fréttatilkynningu frá Kú-
rekanum segir: „Kúrekinn státar
einnig af stórum sýningarhóp sem
æfír reglulega og er með nýtt pró-
gramm í gangi. Dansæfingar eru
núna yfir vetrartímann alla föstu-
dag frá kl. 21. Kúrekinn sem hef-
ur starfað í rúmt ár hefur um 100
fermetra dansgólf og mjög góða
dansaðstöðu. Heimilisfang Kúrek-
ans er í Hamraborg 1-3, Kópa-
vogi, norðanmegin í húsinu."
Fyrirlestur
Stoltenberg-s
á morgun
GERHARD Stoltenberg fyrrver-
andi fjármálaráðherra Þýskalands
heldur fyrirlestur í Háskóla íslands
á morgun, fímmtudag, klukkan
15.30 í Odda.
Fjallar fyrirlesturinn um inntak
félagslega markaðskerfisins og
sögulegt hlutverk prófessors
Ludwigs Erhards í uppbyggingu
þýsks efnahagslífs eftir síðari
heimsstyrjöld. Erhard var efna-
hagsmálaráðherra Vestur-Þýska-
lands á árunum 1949-1963 og síð-
ar kanslari, og hefur oft verið
nefndur faðir þýska efnahagsund-
ursins. Á þessu ári eru liðin 100
ár frá fæðingu hans.
Heimsókn Stoltenbergs til ís-
lands er í boði Germaníu, en fyrir-
lesturinn er haldinn í samstarfi
við Viðskipta- og hagfræðideild
HÍ.
Vali á presti
fagnað
STJÓRN íslendingafélagsins í
Osló hefur sent frá sér fréttatil-
kynningu þar sem því er fagnað
að stjórn íslenska safnaðarins í
Noregi hafi nú lokið vali sínu á
presti til að þjóna söfnuðinum.
Stjórnin lýsir ánægju sinni með
vönduð vinnubrögð safnaðar-
nefndar og lýsir fullum stuðningi
við þá niðurstöðu sem fengin er.
Segir í tilkynningu að það sé gleði-
efni að safnaðarstjórnin sé ein-
huga um sitt val.
Bubbi og KK
á Fógetanum
í kvöld
BUBBI Morthens og KK leika
miðvikudagskvöldið 3. september
á Fógetanum en þetta eru lokatón-
leikar félaganna í sumar.
Tónleikarnir hefjast kl. 22.
LEIÐRÉTT
Röng föðurnöfn
FÖÐURNAFN Skafta Þ. Halldórs-
sonar misritaðist með umsögn
hans um ljóðabókina Heilyndi, sem
birtist í blaðinu í gær. Þá misritað-
ist einnig föðurnafn Árna Jóns
Eggertssonar undir mynd, sem
tekin var er tónlistarhandrit Árna
Björnssonar voru afhent Lands-
bókasafninu. Beðizt er afsökunar
á þessum mistökum.
Rangt farið með hækkun
ellilífeyris
í FRÉTT blaðsins í gær gætti
þess misskilnings að tekjur ellilíf-
eyrisþega og tekjur úr lífeyrissjóð-
um hækkuðu frá og með bytjun
mánaðarins í 6,5% og 9,2%. Hið
rétta er að frá og með 1. septem-
ber eru tekjur ársins 1996 sam-
kvæmt skattframtali notaðar við
útreikning á bótum almannatrygg-
inga. En samkvæmt útreikningum
Þjóðhagsstofnunar hækkuðu al-
mennar tekjur ellilífeyrisþega um
6,5% frá árinu 1995 til 1996, en
tekjur úr lífeyrissjóðum hafa
hækkað nokkru meira á sama tíma
eða um 9,2%.
Frí klipping í eitt ár
DREIFT var fílofax spjöldum
frá Hárstofunni í Baðhúsinu í
framhaldsskóla á Reykjavíkur-
svæðinu sem eru númeruð og
gilda sem 30% afsláttur fyrir
nemendur og er afsláttur í gildi
á meðan á námi stendur. Nýlega
var dregið í beinni útsendingu
á FM 95,7. Sigríður Ingólfsdótt-
ir úr Kvennaskólanum var sú
heppna í ár og er hún á mynd-
inni með blómvönd af því tilefni
ásamt starfsfólki Hárstofunnar,
Fríðu Magnúsdóttur, Þórunni
Guðbjörnsdóttur og Júlíu Jóns-
dóttur.
Hafnarfjarðakirkjusókn í
safnaðarferð til Akraness
FARIÐ verður í safnaðar- og
messuferð frá Hafnarfjarðarkirkju
til Akraness sunnudaginn 7. sept-
ember nk
Lagt verður af stað frá kirkjunni
kl. 10.15 og komið að safnað-
arheimili Akraneskirkju fyrir há-
degi og þar bjóða sóknarnefnd og
Kvenfélag kirkjunnar upp á léttan
hádegisverð. Kórar beggja kirkna
æfa síðan saman með organistum
sínum, Katalin Lörincz og Natalíu
Chow, þar til messa hefst í Akra-
neskirkju kl. 14 en þar mun sr.
Gunnþór Ingason predika og þjóna
fyrir altari ásamt sr. Þórhildi Olafs
og sr. Birni Jónssyni, prófasti og
staðarpresti. Eftir kirkjukaffi verð-
ur síðan farið um Skagann í skoð-
unarferð og staldrað við á mark-
verðustu stöðum en síðan lagt af
stað aftur í Hafnaifyörð og komið
heim um kl. 18.
„Þessi safnaðarferð er farin til
að endurgjalda ánægjulega heim-
sókn Skagamanna í Hafnarfjörð í
fyrrahaust. Allir eru velkomnir í
þessa safnaðar- og messuferð á
Akranes, sem er þátttakendum að
kostnaðarlausu, en æskilegt er að
þeir sem hafa hug á að koma í ferð-
ina skrái sig í hana hjá kirkjuþjón-
um Hafnarfjarðarkirkju," segir i
fréttatilkynningu.
Hannes sigraði á Víkingaleikunum
5.-8. JónGarðarVið-
arsson, Þorsteinn Þor-
steinsson, Davíð Ólaf-
ur Ingimarsson og
Pétur Atli Lárusson
5'A v.
9.-13. Hrannar Bald-
ursson, Leifur Jó-
steinsson, Jón Árni
Halldórsson, Kjartan
Thor Wikfeldt og
Bjami Magnússon 5
v.
Þar sem Þröstur
átti öruggt sæti
fyrir, komast þeir
sem urðu í 2.-8.
sæti áfram. Það
voru reyndar skipt-
ar skoðanir um
þátttöku Þrastar og hættu þrír
skákmenn keppni til að mótmæla
Bragi
Þorfinnsson
Hannes Hlífar
Stefánsson
SKAK
Álandscyjum og
Östcrákcr í Svíþjöd
VÍKINGALEIKAR í SKÁK
Hannes IHífar Stefánsson
sigraði ásamt tveimur öðrum
á öflug^u opnu skákmóti.
HANNES hlaut sjö vinninga af
átta mögulegum, ásamt þeim Mik-
hail Gurevich, sem nú teflir fyrir
Belgíu, og Rússanum Ulybin. ís-
lenskir skákmenn ætluðu sér að
vonum stóran hlut á „Víkingaleik-
unum“. Jóhann Hjartarson og
Helgi Ólafsson voru í hópi þeirra
sem komu næstir á eftir sigurveg-
urunum og Helgi Áss Grétarsson
var skammt undan.
Mótið var mjög öflugt. Kepp-
endur voru 93 frá 20 löndum, þar
af 34 stórmeistarar og 16 alþjóð-
legir meistarar. Fyrstu umferð-
irnar voru tefldar í ráðhúsinu í
Maríuhöfn á Álandseyjum, en
seinni hluti þess í Österáker í
Svíþjóð. Það er Peter Hlawatsch,
tékkneskur innflytjandi í Svíþjóð,
sem hefur skipulagt fjölda móta
undanfarin ár, en Víkingaleikarn-
ir eru stærsta verkefni hans til
þessa.
Atskákmót íslands,
undanrásir
Undankeppnin á Landsbanka-
VISA mótinu, íslandsmótinu í at-
skák, fór fram um helgina á þrem-
ur stöðum á landinu. í Reykjavík
var keppt um sjö úrslitasæti og
varð niðurstaðan þessi:
1. Þröstur Þórhallsson 8 v. af 9
2. Áskell Öm Kárason 7'A v.
3. -4. Jón Viktor Gunnarsson og Arnar
E. Gunnarsson 6'A v.
því að keppandi sem ætti þegar
sæti í úrslitunum væri með í und-
anrásunum.
Á Akureyri sigraði Ólafur Krist-
jánsson með 7 'A v. af 9 möguleg-
um og tryggði sér sæti í úrslitun-
um. Þeir Rúnar Sigurpálsson og
Þór Valtýsson komu næstir með
6 'A v.
Vestfjarðakeppnin fór fram á
Flateyri og þar sigraði Jón Krist-
insson, Hólmavík, með 4 ‘A v. af
6 mögulegum og vann úrslitasæt-
ið. Sigurður G. Daníelsson og
Helgi Ólafsson (Hólmavík) komu
næstir með 4 v.
íslendingar sjöundu á
Ólympíumóti barna
íslendingar lentu í sjöunda sæti
á Ólympíumótinu fyrir skákmenn
16 ára og yngri, sem fram fór í
Belgrad. Sjöunda og síðasta um-
ferð var tefld um síðustu helgi,
en þá gerðu íslendingar jafntefli
við A-sveit Rússlands, 2-2. Bragi
Þorfinnsson vann Zakharov á
fyrsta borði í mikilli baráttuskák.
Bergsteinn Einarsson og Stefán
Kristjánsson gerðu jafntefli, en
Davíð Kjartansson tapaði sinni
skák.
Lokastaða á mótinu varð þessi:
1. Rússland-A 19 v.
2. Rúmenía 17‘A v.
3. Úkraína 16'A v.
4. Ungveijaland 16'A v.
5. Karpov klúbbur 16 v.
6. Holland 16 v.
7. ísland 15 v.
8. Hvíta-Rússland 15 v.
9. Slóvakía 14'A v.
10. Rússland-B 14 v.
11. Belgrad-A 13'A v.
12. Rússland-C 13'A v.
13. Moskva-A 13 v.
14. Moskva-B 13 v.
15. Moldavia 12'A v.
16. Búlgaría 12 v.
17. Júgóslavía 8 v.
18. Zemun 6 v.
Árangur einstakra liðsmanna
var þessi:
Bragi Þorfinnsson 4 v. af 7
Bergsteinn Einarsson 5'A v. af 7
Davíð Kjartansson 3'A v. af 7
Stefán Kristjánsson 2 v. af 6
Mattías Kormáksson 0 v. af 1
Árangur þeirra Braga og Berg-
steins, sem tefldu á tveimur efstu
borðunum er mjög athyglisverð-
ur, enda voru andstæðingar ís-
lands fulltrúar margra sterkustu
skákþjóða heims, svo sem Rúss-
lands.
Ýmis vandamál einkenndu þetta
mót og verða þau alfarið að skrif-
ast á reikning skipuleggjenda
þess, eins og fram hefur komið
hér í Morgunblaðinu. Því má bæta
við, að sérstaklega verður fjallað
um þetta mál á ársþingi FIDE,
sem haldið verður í Moldavíu nú
í byijun september. Ástæðan er
sú, að skipuleggjendur mótsins
boðuðu til þess án þess að hafa
samráð við FIDE.
Aðstæður á mótinu á Kanaríeyj-
um 1995, þegar íslendingar sigr-
uðu, voru hins vegar mjög góðar.
Það er afar slæmt ef mótshaldarar
austantjalds taka að sér slík mót
í þeim tilgangi að gera sér kepp-
endur að féþúfu. Skáksambandið
þarf greinilega að hafa andvara á
sér áður en þátttaka er ákveðin.
Fararstjóri íslenska liðsins var
Sigurbjörn Björnsson.
Drottningarfórn Braga
Bragi Þorfinnsson er harður af
sér í flækjunum og vann þessa
glæsilegu skák, með stöðulegri
drottningarfórn, á mótinu í
Belgrad:
Hvítt: Bragi Þorfinnsson
Svart: Dolinski, Rússlandi
Slavnesk vörn
d4 - d5 2. c4 - e6 3. Rc3 - c6
4. Rf3 - dxc4 5. e3 - b5 6. a4
- Bb4 7. Bd2 - a5 8. Re5!?
Venjulega er leikið 8. axbö -
Bxc3 9. Bxc3 - cxb5 10. b3 -
Bb7 11. bxc4 - b4 en það er snjallt
að beina austantjaldsjeppunum út
af troðnum slóðum sem fyrst.
8. - Bb7 9. Dg4 - g6 10. Df4
- De7 11. axb5 - cxb5 12. Rxb5
- g5!
Betra en 12. - Bxd2+ 13. Kxd2
- Db4+ 14. Kc2 - Dxb5 15.
Dxf7+ - Kd8 16. Df8+ - Kc7
17. Dg7 og vinnur. Svartur hefur
líklega talið sig standa með pál-
mann í höndunum, en -
13. Dxf7+! - Dxf7 14. Bxb4!! -
Dg7
Svartur verður að þiggja drottn-
ingarfórnina. 14. - axb4 15. Hxa8
- Bxa8 16. Rd6+ er vonlaust.
15. Rd6+ - Kd8 16. Rdf7+ -
Kc8 17. Rd6+ - Kd8 18. Rdf7+
- Kc7? Nauðsynlegt var 18. -
Kc8, en þá getur hvítur þráskákað
eða teflt til vinnings með 19. Rd6+
- Kd8 20. Bxa5+ - Hxa5 21.
Hxa5 - Ba6 22. Rdf7+ - Kc7
23. Hc5+ - Kb7 24. Rxh8 -
Dxh8 25. Rxc4
Nú saumar Bragi skemmtilega
að svarta kóngnum:
19. Bd6+ - Kc8 20. Bxc4 - Bd5
21. Hcl - Bxc4 22. Hxc4+ -
Kb7 23. Hc7+ - Ka6 24. Rd8 -
Df6 25. Rb7 - a4 26. Rc5+ -
Ka5 27. Hb7! og svartur gafst
upp.
Margeir Pétursson
Daði Örn Jónsson