Morgunblaðið - 14.09.1997, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.09.1997, Blaðsíða 2
2 B SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ Sungu sig inn í hjörtu Grænlendinga Morgunblaðið/Ragnar Axelsson HEIMISMENN ganga frá skipshlið í Brattahlíð í búningum Heimis. ótt vissulega sé vík milli vina, Grænlendinga og ís- lendinga, leyndi sér ekki í heimsókn Heimismanna til Grænlands að við erum grannar og eftirvænting, væntum- þykja og virðing góðra granna sem hittast á hátíðarstundu var gagn- kvæm. Það er í mikið ráðist að fara með liðlega 100 manna hóp til Grænlands, því það er stór hópur í tiltölulega fámennum byggðum eins og eru á Suður-Grænlandi, en Heimismenn eru þekktir fyrir að láta vaða og vfla ekki fyrir sér hlut- ina. Heimir er 70 ára á þessu ári, einn vinsælasti kór landsins og margsigldur til austurs , vesturs og suðurs. Það var því kominn tími á næsta granna í vestri, landið sem hefur rótgróna ímynd norðursins en er kennt við gróður og gullna möguleika frá nafngift Eiríks rauðá er hann sigldi til Grænlands frá ís- landi fyrir 1000 árum. Og nú átti að upphefja íslands- daga á ný á Suður-Grænlandi með söng og gleði og líklega hefur hópur Heimsmanna, liðlega 100 talsins, verið stærsti hópur íslendinga sem hefur farið í einni ferð til Suður- Grænlands síðan Eiríkur rauði sigldi með landann á 25 skipum til Grænlands skömmu fyrir fund Am- eríku. Bréf voru send inn á öll heimili á Suður-Grænlandi, 1.100 talsins, rituð á grænlensku og myndskreytt með ljósmynd af Heimismönnum, en með bréfinu var viðtakendum boðið á tónleika Heimis, sem alls urðu 6 talsins á fjórum dögum. Einnig voru settar upp auglýsingar, og sagt frá heim- sókn Heimis í útvarpi og sjónvarpi með tilheyrandi tónlistarflutningi af geisladiskum Heimis. Það var galvaskur hópur sem lagði af stað úr Skagafirðinum árla dags í rútum til þes að ná kvöldflugi til Grænlands frá Reykjavík. Flug- félag íslands og Ferðaskrifstofan Nonni á Akureyri höfðu lagt á ráðin og allt var klappað og klárt. Það er tiltölulega dýrt að ferðast um Grænland ef eitthvað er gert öðru- vísi en hefðbundnar áætlunarferðir þar bjóða upp á og Karlakórinn Heimir sprengdi allt í þeim efnum með fjölda ferðafélaganna. Rflds- stjórnin samþykkti 2,5 millj. kr. styrk til ferðar Heimis og íslands- daganna og einnig styrktu ferðina Grænlandssjóðurj SAMIK, sem er samstarfshópur Islands og Græn- lands á sviði ferðamála, íslenska menntamálaráðuneytið og Nor- ræna stofnunin á Grænlandi. Flugvélamar þrjár sem fluttu hópinn lentu á svipuðum tíma í Narsarsuaq sem er í Eiríksfírði, en handan flugvallarins blasir við bæj- arstæði Eiríks rauða í Brattahlíð. Það var staldrað nokkra klukku- tíma í Narsarsuaq, en síðan gert klárt fyrir kvöldsiglingu til Qaqor- toq, stærsta bæjarins á Suður- Grænlandi, með iiðlega 3.000 íbúa, en þaðan átti að gera út til tónleika- halds næstu daga. Þar sem lífsorkan liggur létt Það var orðið kvöldsett þegar farþegaskipið sem átti að sækja okkur lagði að bryggju í Narsarsu- aq, en það var ekki eftir neinu að bíða, mannskapurinn snakaði sér um borð með töskur og allt sitt haf- urtask og síðan var lagt í hann út Eiríksfjörðinn í kjölfar Leifs heppna og hinna norrænu mann- anna, íslendinganna sem bjuggu á Suður-Grænlandi í um 500 ár eða frá því skömmu fyrir 1000. Skipið sigldi inn í nóttina með kastljósin á til þess að varast ísjakana á víð og dreif. Það geislaði af upplýstum ísjökunum, en himinn, haf og jörð runnu saman í eitt þegar djúpt myrkrið lagðist yfir. Stöku sinnum bar þó fjallatoppa við gloppur af tunglsljósi. Langur dagur var að baki en samt ekki lokið hjá ferða- löngum sem höfðu lagt upp frá Skagafirði, ekið til Suðurlands, flogið yfir „skaflinn" til vestur- strandar Grænlands og sigldu nú hraðbyri út hina djúpu firði Græn- lands. Sumir hölluðu sér í skipinu, aðrir ræddu málin og svo voru að sjálfsögðu nokkrir sem tóku lagið, hvað annað í hóp sem talar tungu Á LEIÐINNI frá Hvalseyjarkirkju var soðin bleikja borin fram með krækibeijum á steinfati úr fiallshlíðinni. ir höfðinu. Það kom hins vegar fljótlega í ljós að hitinn var um 20 gráður og hin alræmda stórvaxna grænlenska býfluga var á bak og burt úr bænum, enda sá árstími genginn í garð. Eg hafði á orði við þessa tvo félaga sem ætluðu ekki að láta helvítis býfluguna hanka sig að flugan sem væri á ferli væri sauð- meinlaus. Þeir tóku því varlega og þegar ég áréttaði að þeir gætu tek- ið netin ofan, því þessi tegund biti ekki, svaraði annar að bragði: „Henni gæti nú dottið það í hug.“ Svona eiga sýslumenn að vera, halda sínu striki. Sungið sjöraddað í næturhúminu Það var síðla dags á fimmtudegi að Heimir hélt fyrstu tónleikana á Grænlandi úti undir berum himni á torginu í Qaqortoq við eina gos- brunninn á Grænlandi, en hánn var byggður fyrir um það bil 60 árum. Qaqortoq er á svipaðri breidd- argráðu og Osló og Stokkhólmur, en í skandinavísku borgunum andar ekki af jöklinum og þar er ekki tak- mörkuð gróðurmold. Þó er blærinn á ákveðnum árstíðum sá sami. Heimamenn í Qaqortoq flykktust á torgið í veðurblíðunni. Margir höfðu klætt sig upp, sérstaklega konur og sumar voru í grænlensk- um þjóðbúningum. Fleiri hundruð manns mættu á torgið og tóku Heimisfélögum með miklum virkt- um. Um kvöldið voru síðan tónleik- ar í kirkju bæjarins og var hún þétt setin fólki á öllum aldri, um 300 manns, og var rífandi stemmning, enda kórinn f fínu formi og allt lék í lyndi undir stjórn Stefáns R. Gísla- sonar við undirleik Thomasar Hig- gerson á píanó og Jóns St. Gísla- sonar á harmonikku og þá létu ekki sinn hlut efth- liggja einsöngvaram- ir Gísli Pétursson, Pétur Pétursson, Sigfús Pétursson, Óskar Pétursson og Einar Halldórsson auk fleiri snjallra söngmanna sem sungu fleiri og færri saman. Kórinn varð að syngja mörg aukalög, en í upp- hafi tónleikanna hafði bæjarstjór- SJÁ BLS. 12 LÉTT sönglota tekin á torginu í Qaqortoq. söngsins svo afbragðs vel. Það var nú einnig tilefni tíl, því Siggi á Ökrum, Sigurður Bjömsson, sem hefur sungið í Heimi liðlega hálfa öld, átti sjötugsafmæli þennan dag, svo bjartur og fagur og léttur í spori sem lund. Það var langt liðið á nótt þegar allir vom komnir í svefn- pláss í lýðháskólanum í Qaqortoq, á sjómannaheimilinu og hótelinu. En Skagfirðingar em skapaðir af Guðs náð og menn vom ekkert að kippa sér upp við lítinn svefn, lífsorkan liggur þeim svo létt. Og svo fór Hfið að ganga sinn vana gang, handan við fjall og fjörð í framandi landi, en samt svo nálægu, því vissulega sést birta Grænlandsjökuls af hæstu fjöllum Vestfjarða við góðar að- stæður. Sumir höfðu vaðið vendi- lega fyrir neðan sig, mættu jafnvel í morgungönguna í foðurlandinu, snjósleðagalla og með flugnanet yf- ELÍSABET Ögmundsdóttir og Pétur Pétursson bregða á leik með Grænlendingi sem hafði þjálfað sig sérstaklega í andlitsgrettum og til gamans rukkaði hann 10 kr. danskar fyrir geifluna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.