Morgunblaðið - 14.09.1997, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.09.1997, Blaðsíða 10
10 B SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ AUSTURRÍSKIR knapar á íslenskum hestum við Forshof. íslenskur hesta- bóndi í Austurríki í 50 km. fjarlægð frá Vínarborg, í skóginum sem við borgína er kenndur, stendur óðalið Forsthof í hlíðum fjallsins Schöpfl í 700 metra hæð, miðað við sjávarmál. Þetta býli hefur íslenskur bóndi, Höskuldur Aðal- steinsson, rekið frá árínu 1986. Haraldur Jóhannsson brá sér þessa bæjarleið til að heimsækja Höskuld. HÖSKULDUR Aðal- steinsson var ekki alls ókunnugur búrekstrin- um í Forsthof þegar hann tók við rekstrinum, því hann hafði unnið þar áður fyrir Edith Uferbach núverandi tengdamóðir sína, sem lagði grundvöll að þeim búskap, ræktun íslenska hestsins, sem Höskuldur rekur nú með mikium sóma. Áhugi frú Uferbach á íslenska hestinum vaknaði er henni var boðið í útreiðartúr ásamt með dætrum sínum tveim, önnur þeirra er Michaela, núverandi eiginkona Höskuldar. Þegar Höskuldur tók við búinu voru þar 7 hestar, einu og hálfu ári síðar 20, en í dag skipta þeir mörgum tug- um. Við höfum tekið okkur far frá Vín með járn- brautarlest og erum nú komin í hlaðið á Forst- hof. í hlíðinni ofan við hesthúsin standa nokkrir hestar, þeir snúa sér undan allsnarpri golu með rigningarsudda, veðri sem minnti þá áreiðanlega þessa stundina á veðurfarið, sem þeir höfðu alist upp við og létu sér það því vel líka. Þegar þeir urðu okkar varir litu þeir snöggt í átt til okkar með angurværð í svipnum, sem við ályktuðum að stafaði af við- kvæmni vegna svo skyndilegrar nálægðar við hljóm tungunnar, sem var þeim kunn og enn í minni. Litlu síðar höfum við komið okkur þægilega fyrir í hæginda- stólum rúmgóðrar setustofu óð- alsins og hlýðum á frásögn Hösk- uldar af því hvernig oft tilviljana- kennd atburðarásin leiddi til þess að hann er hér kominn og gerði úr honum það, sem hann er í dag. Hann er fæddur í Reykjavík, en fékk áhuga á hestum þar sem hann dvaldi í sveit á sumrum, fjög- urra ára gamall var hann fyrsta sinni settur á hestbak, það var á hestamannamóti á Þingvöllum. „Reynir Aðalsteinsson, hálf- bróðir minn, hefur verið mín stærsta fyrirmynd í umgengni við hesta,“ segir Höskuldur, „en hann var frumkvöðull á íslandi í að taka að sér hesta til tamninga, í nútíma reiðmennsku og einn af stofnend- um Félags tamninga- manna.“ Sem barn fékk Hösk- uldur að fara á hesta- mannanámskeið hjá Hestamannafélaginu Fák. „Þá gleymdist allt annað og barnaskólanám sat á hakanum." 16 ára gamall byrjaði Höskuld- ur að vinna í Hampiðjunni, en um helgar dvaldi hann hjá Reyni á búgarði hans að Sigmundarstöð- um í Borgarfirði. I októbermánuði var farið með austurríska ferða- menn upp á Arnarvatnsheiði frá Sigmundarstöðum, Höskuldur fékk að fara með, en alls voru í ferðinni 7 manns með 12 hesta, dráttarvél og aftaníkerru. Norðlingafljót var orðið ísað en ekki fullhelt, hestur Höskuldar með hann á baki fór í ískalt fljót- Láttu nú Johannes ráða þig til Austurríkis ÓÐALSBÆNDURNIR í Forsthof, Höskuldur og Michaela. ið, dráttarvélin fór á bólakaf og var mikið stímabrak að ná henni upp. Þegar öllum og öllu hafði verið komið yfir fljótið var skollin á blindaþoka, þá týndist einn Austurríkismannanna, sem hafði helst úr lestinni en þótt yfirþyrmd- ur væri af hræðslu hafði honum hugkvæmst að gefa hestinum lausan tauminn, sem var skyn- samlegt því hesturinn fann aftur hópinn, um það bil einni stund síðar. Áður en í gangnamannaskálann kom segist Höskuldur hafa spurt bróður sinn, hvort hann hefði gert útlendingunum greint fyrir hvað biði þeirra hér efra, því hann hafði áhyggjur af viðbrögðum þeirra og hann minnist angistar eins þeirra, þegar sá fann út að rennilás svefn- poka hans var bilaður; hann hamaðist við að gera við lásinn, eins og líf hans væri í veði. Mein- ingin í upphafi var að þetta yrði veiði- og skemmtiferð, en svo gaddfrosin voru vötnin að engum veiðiskap varð við komið. Á heim- leiðinni byrjaði að snjóa og það svo mikið að dráttarvélin festist og Höskuldur minntist þess að hann var skilinn eftir sitjandi á þúfu, þar sem hann hélt í tauma allra hestanna, meðan aðrir voru að baksa við að ná traktornum upp. í bakaleiðinni gengu útlend- ingarnir á ísnum yfir Norðlinga- fljót en einn þeirra sem vó 100 kg kraflaði sig yfir á maganum. Dráttarvélina og aftaníkerruna varð að skilja eftir fyrir handan fljótið. Fólkið á Sigmundarstöðum var farið að óttast um hópinn, þegar hann loksins náði heim, heilu og höldnu eftir 7 klst. ferðalag. Með í þessari ferð var Austur- ríkismaðurinn Johannes Hoyas, þekktur eigandi íslenskra hesta í allri Evrópu. Einhvern tíma sagði Jóhanna Hlíðar, kona Reynis, við Höskuld: „Láttu nú Johannes ráða þig til Austurríkis." Johannes heyrði tal hennar og sýndi engin viðbrögð á þeirri stundu, en ræddi málin við Reyni síðar. Þegar Höskuldur var svo spurð- ur hvort hann vildi fara til út- landa, svaraði hann samstundis játandi en þó á milli vonar og ótta um, hvort af því yrði og þá hvern- ig og hvenær. 14. febrúar 1982 fór Höskuldur í sína fyrstu flugferð með milli- lendingum í Luxemburg og Frank- furt til Graz í Austurríki og gerð- ist þá starfsmaður á Semriach, búgarði Johannesar. Á níu mánuð- um lærði hann þýsku og kynntist um leið elskulegum umgengnis- vernjum við hestinn, svo honum fannst sem hann lifði í ævintýra- heimi og lærði svokallaða enska reiðmennsku, en segist þá hafa undrast stússið sem frítímareið- menn eyddu í hestinn. Á þessum tíma leit hann fyrsta sinni núverandi eiginkonu sína, sem kannski varð til þess að hann stansaði aðeins fimm mánuði á íslandi, þegar hann fór þangað eftir að vist hans hjá Johannesi lauk. Næsta ár var Höskuldur 3 mán- uði á Holerbach, búgarði Holer Sepp, einnig í Austurríki, en Sepp hafði verið einn af ferðafélögun- um á Arnarvatnsehiði. Hann átti 5 íslenska hesta en rabbarbara- rækt var aðalbúgrein hans. Hösk- uldur var látinn vinna á rabbar- baraökrunum þar sem hitinn var hreint að gera út af við hann, kannski af því honum geðjaðist ekki að því að nota sömu aðferð og farandverkakonurnar, sem unnu með honum, en þær dúðuðu sig frá hvirfli til ilja, til að klæða af sér hitann. Með það í huga að komast á hestamannamót í Þýskalandi fór Höskuldur aftur til Johannesar Hoyas. Þaðan kom hann heim til íslands í samfylgd föður síns. Á þessu móti, sem faðir Hösk- uldar hafði ekki haft tækifæri til að sækja, hittir Höskuldur Klaus Dutil frá Hollandi, sem er kunnur aðdáandi íslenska hestsins. Hann bauð Höskuldi vinnu á búgarði sínum, en einhvern veginn fór það svo, að þeir fórust á mis og náðu ekki saman aftur fyrr en Höskuld- ur hafði í reiðileysi sent töskur sínar aftur til Austurríkis. Þeim kom þá saman um að Höskuldur færi með Johannesi til baka, en kæmi svo viku síðar eða svo, með lest til Hollands. Heima hjá Jo- hannesi var þá stödd kona, sem ákvað að bjóða Höskuldi heim til sín í nágrenni Vínar, svo hann gæti skoðað borgina og litið á hestana sína á búgarði hennar Forsthof, í næsta nágrenni við höfuðborgina. Þrátt fyrir upphringingar Dutil framlengdist dvöl hans á Forsthof og að því kom að hann ákvað að verða þar um kyrrt, eins og frúin hafði gefið honum kost á og þar vann hann í eitt og hálft ár. Þá kallaði Reynir bróðir á hann til starfa hjá sér á hestabýlinu Falkenhorst í Þýskalandi, sem hann rak um þær mundir. Þar var búið að koma upp sérlega góðri i i i I I > > > I í I l I I i I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.