Morgunblaðið - 14.09.1997, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 14.09.1997, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 1997 B 9 GUNNAR í aðgerð ásamt samstarfsfólki í lækningastöð sinni. BÖRNIN Magnús, Unnur Helga og Edda ásamt Perlu. svo virtist vera að þeir sem fóru burt í sérfræðinám og því lengra sem námið var ættu erfíðara með að fá störf á íslandi, voru of sér- hæfðir eða annar kominn í þeirra stað. Það hafa verið betri heimtur á þeim sem fóru í framhaldsnám til Svíþjóðar. Þeir kollegar sem ég held mestu sambandi við fyrir utan mág minn Ólaf Gísla Jónsson sér- fræðing í barnasjúkdómum, eru Eiríkur Jónsson yfirlæknir á Borg- arspítalanum, Kjartan Örvar sér- fræðingur í meltingarfærasjúk- dómum á Sankti Jósefsspítala og Unnur Steina Bjömsdóttir sérfræð- ingur í ofnæmis- og ónæmissjúk- dómum. Auk þeirra má nefna Hildi Harðardóttur kvensjúkdómafræð- ing á Sjúkrahúsi Reykjavíkur og hennar mann, Óskar Einarsson sér- fræðing í lungna-, lyf- og gjör- gæslulækningum. íslenskir kollegar mínir í Banda- ríkjunum eru Sigurður Gunnlaugs- son lýtalæknir í Flórída og Ottó Guðjónssen lýtalæknir á Long Is- land, sem útskrifuðust á sama tíma og ég.“ Launakjörin „Líf og kjör lækna í Banda- ríkjunum eru að breytast. Fram að þessu hafa þau verið ágæt en farið eftir því hvaða grein lækninga þú stundar. Heilaskurð- læknar, beinaskurðlækn- ar o g lýtalæknar eru þeir læknar sem hafa verið tekjuhæstir vegna þess að þeim hefur ekki fjölgað um of. Lyflækn- ingar og barnalækningar eru ekki eins vel borgaðar. En almennt má segja að læknar hafi góð kjör mið- að við vinnutíma. Laun barnalækn- is eru fjórar til sex milljónir króna á ári og heimilislæknir fær svipað. Heilaskurðlæknir getur verið með tuttugu til fimmtíu milljónir króna á ári en ekki má gleyma því að þeir þurfa að borga háar áhættu- tryggingar. í dag er fyrirkomulagið þannig að læknar sameinast um leigu á stofu en vinna kannski á sama tíma á öðrum stofum með ólíka sjúklingahópa. í samanburði við íslenska starfsbræður hafa bandarískir læknar það mun betra. Það má segja, að íslenskir læknar fái lítið fyrir sína vinnu þegar litið er á alla þá menntun sem þeir hafa. Þeir eru ekki verðlaunaðir fyrir vinnuna heldur það sem þeir gera ekki. Mér skilst að til þess að fá sem mest fyrir peninginn þurfirðu að gera sem minnst fyrir sjúkling- inn. Það er röng stefna. Ef þú ert hluti af tryggingarfyrirtæki færðu borgað ákveðið fyrir að sjá um ákveðinn fjölda sjúklinga. Það er búið að borga fyrirfram og þú færð þína upphæð óháð því hve margir leita til þín. Þú gætir fengið mikia peninga fyrir litla vinnu og stundað eigin sjúklinga á sama tíma, eða þú gætir þurft að sinna þessum ákveðna fjölda og þá eru kjörin ekki góð.“ Markaðssetning lækna „Ef sjúklingurinn er með trygg- ingu færð þú borgað en ef ekki er vinnan þín kauplaus. Það kemur því oft fyrir að þú fáir enga pen- inga fyrir vinnu þína. Af hveiju, gæti einhver spurt, að vera að vinna fyrir ekkert kaup og svarið er að læknar vilja fyrst og fremst fá sjúkl- inga, þeir vilja að fólk vísi sjúklingum til þeirra. Það að hafa nóg að gera byggist á góðu orðspori. Það er mikilvægt að láta sjá sig, borða á réttu stöðunum og hitta rétta fólkið, bjóða fólki út að borða og blanda geði. Golf er góð- ur vettvangur til að kynna sig og kynnast öðrum og ég er að vinna í því að bæta mig í þeirri íþrótt. Hver spítali er með golfmót þar sem þú spilar frítt og ert leystur út með allskyns gjöfum og átt möguleika á að_ vinna, jafnvel bíl, sértu góð- ur. Ég var eitthvað að dunda við golfið heima á íslandi en það er ólíkt erfiðara að spila þar, erfiðir vellir og allra veðra von.“ í sjúkrasamlagi „Tryggingakerfið skiptist í þrennt. I fyrsta lagi er einkatrygg- ing. Þá borgar þú ákveðið fast gjald sem nær yfir flestar almennar að- gerðir. Þú verður að fylgjast vel með yfir hvað tryggingin nær. Þú getur haft það þannig að þú borgir ákveðið lágmarksgjald, til dæmis fyrstu eitthundrað þúsund krón- urnar og þá borgarðu lægra fasta- gjald. Þetta er einskonar kaskó- trygging. í öðru lagi eru nokkurs- konar sjúkrasamlög sem eru orðin nokkuð vinsæll kostur. Það sem skiptir þau máli er að þetta eru sjálfstæð fyrirtæki sem bera ábyrgð gagnvart sínum hluthöfum. Þetta eru almennningsfyrirtæki sem vilja fá sem flesta viðskipta- vini en það er samt ekki aðalatrið- ið. Þau vilja hagnað. Þau eru hag- stæður kostur en þeim fylgir mikið pappírsfargan, skrifræði og ákveðnar reglur sem þú þarft að hlíta í sambandi við hvert þú snýrð þér í að fá læknishjálp. Það eru ákveðnir tilskipaðir læknar, hjá sumum sjúkrasamlögum geturðu valið lækni, hjá öðrum er þér út- hlutaður læknir og það er ódýrara." Heilbrigðiskerfi borin saman „Heilbrigðiskerfið hér er að verða líkara kerfunum í Kanada og Skandinavíu og það eru ekki allir ánægðir með það, því þeir fá minna borgað fyrir vinnu sína og þjónustan er ekki eins góð. Öðrum finnst það allt í lagi svo lengi sem allir fái góða þjónustu. Einnig eru ekki allir sáttir við það hvað miklir peningar fara í trygginga- og heil- brigðiskerfið. Sum sjúkrasamlög ná gífurlegum hagnaði. Kerfíð virk- ar á pappírunum en læknastarfíð er ekki vinna þar sem þú stimplar þig út og inn. Hillary Clinton vill færa bandaríska kerfið enn nær því evrópska en Hillary-stefnan þarf að ná jafnvægi. Ég held að kerfíð heima ætti að virka vel því þjóðfélagið er svo lítið. Markaður- inn heima er of lítill fyrir of sér- hæfða menn. Lítill markaður rétt- lætir ekki að setja upp aðstöðu sem er fokdýr.“ Tryggt gegn málshöfðun „Málshöfðun er daglegt brauð og ef ég tryggði mig ekki gegn því þá væri það eins og ég vildi vera snákatemjari. Maður veit aldrei hveiju má eiga von á. Þú ert kannski með sjúkling sem þér líkar vel við og allt gengur vel en svo veistu ekki fyrr til en hann er kom- inn í mál við þig. Ef þú ert læknir verðurðu að hafa sértryggingu, svokallaða málshöfðunartryggingu sem hækkar í hlutfaili við alvöru þeirra aðgerða sem maður fram- kvæmir. Hjartaskurðlæknir borgar himinháar tryggingar því ef eitt- hvað fer úrskeiðis þá er öruggt að það á eftir að kosta mikla peninga. Tryggingin sem þú borgar fer hækkandi með árunum þangað til þú kemst á fast gjald. Innan tíu ára verð ég farinn að borga fímm milljónir króna í málshöfðunar- tryggingu á ári. Fram að þessu hef ég verið hepp- inn en það er eðli snáksins að bíta til baka og oft gerist það ekki fyrr en mörgum árum seinna. Það er mjög ríkt í fólki í Bandaríkjunum að fara í mál ef það er ekki ánægt eða finnst eitthvað hafa farið úr- skeiðis. Það er þó ekki alltaf að fólki detti það sjálft í hug að fara í mál, þar koma lögfræðingarnir til sögunnar. Sumir auglýsa stíft í blöðum, sjónvarpi og hringja jafn- vel í fólk sem hefur verið í aðgerð til að fiska eftir hvort það sé ómögulega ekkert sem það sé óánægt með. Lögfræðingarnir vilja ólmir fara í mál því þeir fá 30% af miskabótunum, óháð upphæð- inni. Málin fara oftast ekki fyrir rétt heldur er samið. Tryggingafé- lögin hafa lögfræðinga á sínum snærum sem meta upphæðir og semja um greiðslur en sjúklingur- inn ber minnst úr býtum. Þetta er oft eins og að vinna í snákagryfju." Lýtalækningar í Bandar í kj unum „Reksturinn á stofunum okkar gengur sæmilega en það er erfitt að komast að á spítölunum því þeir lýtalæknar sem eru þar fyrir eru ekkert áfjáðir í að fjölga lækn- um og fækka þar með þeim sjúkl- ingum sem þeir hafa. Það er rosa- legt ferli að sækja um vinnu en eins og er starfa ég á sex spítölum. Á meðan ég var að leita fýrir mér um vinnu skrifaði ég bréf og sendi á sjúkrahúsin til að kynna mig. Ég var heppinn og komst inn í þennan hóp sem rekur stofurnar saman. Við erum sjö lýtalæknar í hópnum og ráðum við mjög stóru svæði. Starfsemin heitir „Suburban Plastic Surgery Associates“. Hver og einn er með sitt eigið fyrirtæki en hópurinn rekur stofurnar og ákveðinn hluti af innkomunni fer í reksturinn. Síðan fá þeir sem eru aðalhluthafar ákveðinn hluta, það eru Qórir aðalhluthafar og tveir venjulegir hluthafar, ég er venju- legur hluthafi því ég er svo nýkom- inn inn í þetta en ég á möguleika á því að verða aðalhluthafi og þá verður hagnaður minn vonandi meiri. Verksvið mitt eru almennar lýta- lækningar, sem er mjög breitt svið, sem hægt er að skipta í tvennt. I fyrsta lagi felast þær í að endur- byggja líkamshluta sem hafa skaddast eða laga það sem er van- skapað frá náttúrunnar hendi. Þetta geta verið allskonar beinbrot og skurðir eftir slys. í öðru lagi eru fegrunaraðgerðir. Algengastar eru bijóstastækkanir og -minnkan- ir, fítusog, andlitslyftingar og augnpokaaðgerðir. Ég er í að lag- færa eftir slys en fæ fegrunarað- geðir öðru hvoru. Ef þú færð ekki mikið að gera geturðu ekki orðið góður. Ég hef gert og geri nefað- gerðir, fitusog og bijóstastækkanir og vildi gera meira af því.“ „Góðir“ og „vondir“ sjúklingar „Lýtalækningar eru mjög gef- andi starf hvort sem um er að ræða að laga einhvern til eftir slys eða láta einhvern líta betur út og efla þannig sjálfstraust viðkomandi. Tengsl lýta- lækninga við sálfræði- þáttinn eru mjög náin þó lýtalæknar séu ekki sálfræðimenntaðir. Það eru til „góðir“ og „vond- ir“ sjúklingar. Þeir góðu vita hvað þeir vilja fá og eru með raunhæfar væntingar, þeir vondu vilja breyta einhveiju í útliti sínu því þeir trúa því að það muni breyta því sem þeir eru óánægðir með í lífinu, þeir verði vinsælir á einni nóttu og allt gangi þeim í haginn. Við þurf- um mikið að ræða við þannig sjúkl- inga, því það er fólkið sem rekur rýting í bakið á þér. Það kemur fyrir að ég þurfi að neita fólki sem er með miklar ranghugmyndir um aðgerðir. Það þarf að útskýra vel fyrir fólki hvað hægt er að gera miðað við líkamsbyggingu þeirra og ástand, þú stækkar yfirleitt ekki bijóst úr skál a í skál c. Eins þarf að ganga úr skugga um að það sé breyting breytingarinnar vegna sem sjúklingurinn vilji, en ekki að hann haldi að önnur vanda- mál leysist með aðgerðinni. Ef þú ert í vafa um tilgang sjúklingsins með aðgerðinni geturðu vísað hon- um til sálfræðings til að fá mat á andlegu ástandi hans.“ Að kaupa stærri brjóst „Sem dæmi um kostnað má nefna að bijóstaaðgerð kostar um fjögur hundruð þúsund krónur. Inn í því eru laun læknis og allur ann- ar kostnaður. Nefaðgerð kostar mismikið eftir því við hvaða lækni þú skiptir og í raun og veru á það við um allar fegrunaraðgerðir. Fegrunaraðgerðir eru borgaðar af einstaklingnum sjálfum og teljast lúxus, en það er möguleiki á að fá bijóstaminnkun greidda því það hefur áhrif á bak og annað. Það eru fyrst og fremst konur sem fara í fegrunaraðgerðir en það er þó að breytast, karlar láta laga nef og augnpoka og andlitslyftingar verða æ algengari í takt við harðnandi samkeppni á vinnumarkaðnum. Viðskiptin eru á uppleið og það er framtíð í þessum rekstri. Við auglýsum á gulu síðunum, en aug- lýsingar eru í lágmarki hjá okkur. Við rekum þijár stofur, eins og er, á stóru svæði og stefnum að því að opna eina í viðbót. Samstarfs- menn mínir eru Bandaríkjamenn, menntaðir hér í landi og allir lýta- læknar á aldrinum þijátíu og átta ára til fimmtugs. Sérstaða lýtalækninga í Banda- ríkjunum felst fyrst og fremst í gifurlegum afköstum. Þótt það fari ekki hátt þá eru fegrunarlækningar einnig mikið stundaðar í Suður- Ameríku. Sagt er að i Argentínu verði að skipta reglulega um allar myndir af forsetanum milli lýtaað- gerða, fólk þekki hann ekki aftur. Einnig má nefna að Japanir eru mjög framarlega í smásjáraðgerð- um. I Bandaríkjunum eru fegrunar- aðgerðir minna feimnismál en víða annarstaðar vegna þess að hér er öðruvísi kúltúr. Áhrifin eru mikil frá Hollywood og þrýstingur á að lita út eins og stjörnurnar, stand- ardinn er óraunhæfur. Það er mik- ill glamúr í gangi og gifurleg sam- keppni í að koma sér áfram. Þeim, sem lítur vel út og er unglegur gengur betur svo þú lætur lagfæra þ>g-“ „Heima í Bandaríkjunum“ „Bandaríkin eru og verða okkar heimili og því ræður fyrst og fremst aðstaða til vinnu. Á íslandi er niður- skurður og ekki stór markaður. Hér erum við að byggja eitthvað upp og koma okkur áfram en það tekur tíma þannig að þetta er spumingin um hagkvæmni. Við erum búin að kaupa land undir framtiðarheimili, þetta eru 3,75 ekmr uppi á hól með frábæru útsýni. Fasteignamarkað- urinn bauð ekki uppá fysilega kosti að okkar mati og draumurinn hefur alltaf verið að hanna og byggja eft- ir eigin höfði, verða eigin herrar. Þetta er eitthvað sem gerist hægt og sígandi og við ætlum ekki að flana að neinu. Annars er þetta aðallega Guðrúnar deild, þar sem ég verð upptekinn við að byggja upp starfsferil meðan hún byggir húsið. Það er gaman að sækja ísland heim og vera í tengslum við það, en hér byggjum við upp okkar líf. Guðrún er í viðskipta- námi og langar til þess að starfa við heilbrigðisrekstur í framtíðinni. Það er ekkert þak í Bandaríkjunum og maður getur orðið það sem mað- ur vill með orku og úthaldi. Hér verður þú að passa þig í frumskógin- um og það er margt að hræðast, en þú hefur allavega möguleikann. Þetta er ekki endilega betra en á íslandi, bara öðruvísi leikreglur - ef maður hrasar stendur hann aftur upp.“ „Kjörlæknaí Bandaríkjun- um eru að breytast." „það er eðli snáks- ins að bíta til baka.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.