Morgunblaðið - 14.09.1997, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.09.1997, Blaðsíða 16
-16 B SUNNUDAGUR14. SEPTEMBER1997 MORGUNBLAÐIÐ DÆGURTÓNLIST Geggjaður furðufugl DANSTÓNLIST sækir áhrif í ýmsar áttir og gott dæmi um það er sveitin vinsæla Prodigy. Leiðtogi hennar, Liam Howlett, er naskur á stefnur og strauma og hefur ýmis- legt nýtt við lagasmíðar, meðal annars lag eftir furðurfugl- inn Lee „Scratch" Perry. Sá telst einn merkasti tónlistar- maður seinni tíma í dægurtónlistinni og óhætt að skrifa á hann ýmsar uppfinningar, þar á meðal dub-tónlist, og var einna fyrstur til að nýta sér að búa til lög úr öðrum lögum, allnokkru áður en hljóðsmalar komu til sögunnar. Pottþétt partý POTTÞÉTT partý heitir nýjasti skammtur í útgáfu- röðinni knáu. Á diskunum, sem eru tveir að vanda, er að finna grúa laga sem slegið hafa í gegn á síðsutu árum. Pottþéttu partýi er ætlaður staður í spilaranum þar sem gleðskapur er í gangi, en á disknum eru 35 dæmigerð skemmtilög. íslensk lög er þar og að finna, Só- dómu Sálar- innar, Can’t Waík Away Herberts Guðmundssonar, Tryllt Todmobile, Popplag í G-Dúr Stuðmanna, Hraðlest Greifanna, I útvarpinu heyrði ég lag með HLH flokknum, Gott mál með Tweety, og Ég las það í Samúel sem Björg- vin Halldórsson syngur, en hér endurblandað í danstakt. Til viðbótar við þetta er grúi vinsælla erlendra laga, nægir að nefna Disco Infemo með Trammps, All That She Wants með Ace of Base, Le Freak með Chic, Satumday Night með Whigfield og vit> anlega Macarena með Los Del Rio. Spor gefur diskinn út. Vfðförull Dave Angel. hóf Angel að sanka að sér lögum og komst á spjöld sög- unnar með innblásinni end- urgerð Eurythmics-lagsins Sweet Dreams. Rasphús- dvölin hafði og mýkt tónlist- ina sem hann lék, í stað gabba var komin innhverfari tónlist sem á köflum jaðrar við djass eða nútímaklassík; innblásinn mínimalismi. Platan nýja, Globetrotting, er heimferð í tónum, enda hefur Angel verið á faralds- fæti síðustu ár, eftirsóttur til tónleikahalds um heim allan. Uppáhaldsstaðimir fá líka sína hyllingu, búllur í Banda- ríkjunum, Japan, Þýskalandi og Nýja-Sjálandii svo dæmi séu tekin. í nýlegu viðtali segist Angel vísvitandi ekki taka fyrir Detroit, upp- sprettu technosins, enda seg- ist hann aldrei myndu fara til slíks bófabælis; „þar fara all- ir í tónlist til að komast hjá því að lenda í glæpum". eftirÁma Matthíasson Lee Perry er jamæskur og hóf feril sinn í tón- list á sjöunda ára- tugnum. Reggífróðir þekkja vel til starfa hans fyrir Cel- ment „Sir Cosxone” Dodd, en þar byrjaði hann sinn upptöku- feril. Perry var naskur á það sem fólk vildi heyra, upp- götvaði meðal annars Maytals, sem síðar 'hét Toots and the Maytals en á endanum hætti hann hjá Coxsone og tók að vinna með ýmsum öðram útgefendum. Honum þótti þeir ekki nógu miklir ævintýramenn og á endan- um stofnaði hann eigin út- gáfu sem hann kallað Up- setter Records. Meðal tón- listarmanna sem hann starf- aði með á þessum áram voru The Wailers með Bob Marley fremstan í flokki, en smekkmenn á Bob Marley halda sérstaklega upp á upptökumar sem hann gerði með Perry á sjöunda og áttunda áratugnum, en sum laganna átti Marley eftir að taka upp að nýju löngu síðar. Perry þurfti að treysta á Dave Angel er fjöl- hæfur tónlistarmað- ur og þó að hann hafi hafið ferilinn með því að endurvinna verk ann- arra leið ekki á löngu þar til hann var farinn að semja eigin tónlist. Framan af var hann þó kæralaus um framtíðina, lifði frá degi til dags og kærði sig kollóttan um morgundaginn. Þá var hann tekinn með kannabisefni og settur inn, sem hann segir hafa verið gott færi til að hugsa málin. Þegar svo hon- um fæddist sonur á meðan hann var í fangelsinu áttaði hann sig á að meira væri um vert að eignast gott heimili og fjölskyldu en grúa við- hlæjenda. Er úr steininum var komið S«arna MaryJ.B]ige, lunkinn upptöku- og út- gáfustjóri og framtíð Mary J. Blige virtst björt svo ekki sé meira sagt. Vandamálið var að hjá Bad Boy voru konur eig- inlega bara til skrauts og áttu helst að klæðast og haga sér eins og hórur. Blige kunni því hlutverki Mary Blige sá sjálf um upptökustjórn að mestu og segir að tónlisti sé ekki síst rólyndislegri vegna þess að allt sé með öðrum blæ í hennar einkalífi og þegar allt sé í lagi hið innra hljóti það að skila sér útávið. hljóðver annarra á þessum árum sem hann kunni að vonum illa. Hann ákvað því að setja upp eigið hljóðver, reisti það sjálfur og kallaði Black Ark. Tækin sem han notaði voru ekki flókin, fjög- urra rása Teac upptöku- tæki, Soundcraft hljóðborð, Echoplex delay og allt blandað niður á tveggja rása band. Tónlisin sem kom út úr þessu tækjum var sérkennileg í meira lagi og frábragðin flestu því sem menn voru þá að fást við á Jamaica. Sjálfur segir Perry svo írá að vissulega hafi hann bara haft fjórar rásir í segulbandinu, en hann hafi numið tuttugu rása útsetn- ingar utan úr geimnum. Gat vel verið miðað við tónlist- ina sem hann tók upp, en aukinheldur sem hljómur var sérkennilegur hrærði hann saman sýrujassi, bamagælum, scatsöng og hnausþykkri dub-tónlist; hlustandinn vissi aldrei á hverju hann átti von. Perry þótti sérkennileg- ur alla tíð og varð æ sér- kennilegri eftir því sem hon- um gekk betur enda reykti hann ótæpilega af hassi og drakk romm í lítravís. Sífellt fannst honum menn vera að ónáða sig, götugengi að heimta peninga, ra- áJSÆmá Geggjaður Furðufuglinn Lee „Scratch" Perry. stafari-prestar að predika eða tónlistarmenn að biðja um samning. Á endanum var hann búinn að fá nóg og kveikti í hljóðverinu til að losna við allt saman. Upp frá þessu var Perry á faraldsfæti þar til hann settist að í Englandi og tók þar upp skífur sem vöktu nokkra athygli. Það er þó mál manna að dagamir í Örkinni séu merkilegasti tíminn á hans tónlistarferli, en Perry segist enn að, býr nú í Sviss með auðugri ekkju sem tók hann undir sinn vemdarvæng. Því er þetta rifjað upp hér að skammt er síðan merkilegur fjögurra diska pakki kom út með upptök- um frá Black Ark árum Lees Perrys og eigulegur mjög. Þar er bæði að finna sumar af sérkennilegustu tilraunum hans, en einnig mikið af lögum sem náðu al- mennri hylli, aukinheldur sem óútgefnar upptökur era legíó. Vel má vera að Lee Perry hafi verið geggjaður á þessum árum, en sú geggj- un skilaði frábærri tónlist sem á ekki síður erindi til unnenda framsækinnar danstónlistar en gamalla hasshausa. Víðförull tugthúslimur LEIÐIN á toppinn get- ur verið þyrnum stráð, en ekki síður getur ver- ið erfitt að leggja upp. Dave Angel, sem sendi nýverið frá sér plötuna frábæru Globetrotting, tók sér ekki tak í tón- listinni fyrr en hann var settur inn. Allt í lagi hið innra UNDANFARIÐ hefur notið hylli mýkri gerð af rappi, nánast rytmablús eða bara soul. Meðal helstu spá- kvenda í þeim geira tónlistar er Mary J. Blige. Hún byrjaði ferilinn sem puntudúkka fyrir bófarappara, en hætti því um leið og færi gafst. Mary J. Blige vakti at- hygli á sínum tíma sem einn af skjólstæðing- um Puff Daddys á Bad Boy-merki hans. Blige sló rækilega í gegn með fyrstu skífu sinni, sem seldist í milljónaupplagi, og næsta skífa á eftir ekki síður. Puff Daddy er illa og þrátt fyrir vel- gengnina sagði hún skilið við Puff og félaga og gekk á mála hjá MCA. Fysta skífa Mary J. Blige hjá MCA heitir Share My World og á henni er ný stjarna á ferð, þroskaðri og fág- aðri en forðum, lögin ró- i0<rri 0g meira í þau lagt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.