Morgunblaðið - 14.09.1997, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 14.09.1997, Blaðsíða 24
24 B SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ Hljómborðsleíkur -nýkennslubók með kennsluleiðbeiningum og skýringum Höfundurinn, Guðmundur Haukur, setur hér skipulega saman fjölbreytt og skemmtilegt námsefni sem léttir kennaranum kennsluna og nemandanum námið. Bókin fæst m.a. í eftirtoldum verslunum Tónastöðinni, Hljóðfærahúsi Reykjavíkur, Bókabúðinni Mjódd, Máli og menningu, Pennanum, Rín, og Tónabúðinni Akureyri. Verð kr. 1.950,- Alfa Beta útgáfan Sími 567 8150 m RANNÍS Rannsóknaráð Islands auglýsir styrki úr eftirfarandi sjóðum: ■ Vísindasjóði er hefur það hlutverk að efla vísindarannsóknir. * Tæknisjóði er hefur það hltuverk að styðja nýsköpun í íslensku atvinnuiífi með því að efla tækniþekkingu,.rannsóknír og þróunarstarf. * Bygginga- og tækjasjóði er hefur það hlutverk að styrkja tækjakaup og uppbyggingu á aðstöðu til rannsókna í vísindum og tækni. Umsækjendur geta verið: ■ Vísindamenn og sérfræðingar. « Háskólastofnanir og aðrar vísinda- og rannsóknastofnanir. ■ Fyrirtæki, einstaklingar og samtök er hyggjast vinna að rannsóknum og nýsköpun. Veittir eru fimm tegundir styrkja úr ofangreindum sjóðum sem hér segir: 1. „Verkefnastyrkir" til fræðilegra og hagnýtra verkefna. Miðað er við að upphæð styrkja geti numið allt að 5.000 þús. kr. Umsóknarfrestur er 1. nóvember 1997. 2. „Forverkefna- og kynningarstyrkir". * til undirbúnings stærri rannsókna- og þróunarverkefna, allt að 600 þús. kr. ■ til að fylgja eftir og koma á framfæri niðurstöðu verkefna sem lokið er. Umsóknarfrestur er opinn en umsóknir afgreiddar 15. janúar og 15. maí. ■ „Evrópustyrkir" til undirbúnings evrópskra samstarfsverkefna, allt að 300 þús. kr. Umsóknarfrestur er opinn. 4. „Starfsstyrkir" Veittar eru tvær tegundir starfsstyrkja: „Rannsóknastöðustyrkir" eru veittir úr Vfsindasjóði til tímabundinna starfa vísindamanna, er nýlega hafa lokið doktorsprófi eða hlotið samsvarandi menntun við viðurkennda háskóla. Styrkir eru veittir til allt að 3ja ára við innlenda stofnun og nema launum sér- fræðings. Umsóknarfrestur er 1 .nóvember 1997. „Tæknimenn í fyrirtæki" er heiti styrkja sem veittir eru úr Tæknisjóði til fyrirtækja í þeim tilgangi að ráða vísinda- og/eða tæknimentnað fólk til starfa. Styrkir eru veittir til allt að 3ja ára og nema hálfum launa- kostnaði sérfræðings. Umsóknarfrestur er 15. janúar 1998. 5. „Bygginga- og tækjakaupastyrkir" Veittir eru styrkir úr Bygginga- og tækjasjóði til að styrkja kaup á tækjum og búnaði og byggja upp aðstöðu til rannsókna fyrir vísinda- og rannsókna- starfsemi. Umsóknarfrestur er 15. janúar 1998. Eyðublöð á tölvudisklingi og leiðbeiningabæklingur verða tilbúin til afhendingar firnmtudaginn 18. september nk. hjá Rannsóknarráði íslands, Laugavegi 13, sfmi 562 1320, fax 552 9814. Eyðublöðin er einnig hægt að ná í á Intemetinu á heimasíðu RANNÍS. Slóðin er: http://www.rannis.is Jón Yiktor næstur á eftir stórmeisturunum SKAK Alþýöuhúsiö á Akur- eyri, 9. — 20. sept. SKÁKÞING ÍSLANDS, LANDSLIÐSFLOKKUR JON Viktor Gunnarsson, 17 ára, vann Sævar Bjamason, alþjóðlegan meistara og er næstur á eftir stór- meisturunum Jóhanni Hjartarsyni og Hannesi Hlífari Stefánssyni. JON Viktor hefur farið mjög vel af stað og keppir m.a. að því að ná fyrsta áfanga sínum að alþjóð- legum meistaratitli. Til þess þarf hann að hreppa sjö og hálfan vinn- ing. Þriðji stórmeistarinn á mótinu, Þröstur Þórhallsson, missti niður jafntefli á heimamanninn Gylfa Þórhallsson i þriðju umferð og þar með minnkuðu möguleikar hans enn frekar á því að blanda sér í baráttuna um efsta sætið. Þegar þetta er ritað stefnir allt í að það verði þeir Hannes Hlífar og Jóhann sem muni bítast um efsta sætið. Það geta þó ávallt óvæntir hlutir gerst, en það er allt eins lík- legt að mótið vinnist á mjög háu vinningshlutfalli. Það skyldi þó enginn ætla að stórmeistararnir þurfi litið að hafa fyrir hlutunum á Skákþingi íslands. Jóhann Hjartarson upplifði nokkur afar óþægileg augnablik í skák sinni við Arnar Þorsteinsson í ann- arri umferð: Svart: Jóhann Hjartarson Hvítt: Arnar Þorsteinsson í þessari skemmtilegu stöðu ætti svartur að taka þráskák og sætta sig við skiptan hlut. En vog- un vinnur, vogun tapar og Jóhann lagði allt undir og lék: 40. - Rel?!! 41. Hxf8+?? Hvítur er alltof bráður á sér. Rétt var að hóta máti með 41. Dc3! og svartur á ekkert betra en 42. - Rxf3+ 42. Dxf3 - Dh4+ 43. Dh3 - Dd4 44. Dg3 - e5 45. Bxf8 — Rxf8 46. Hh8 og hvítur vinnur svarta h-peðið og á þá sjálf- ur vinningsmöguleika. 41. - Rxf8 42. Dxf8+ - Kd7 43. De7+ - Kc6 44. Dc7+ - Kd5 45. Da5+ - Kxd6 46. Db4+ - Ke5 47. De4+ - Kf6 48. Df4+ - Kg7 49. De5+ - Kg8 50. Db8+ - Kh7 51. Dbl+ — Kg7 og hvítur gafst upp. Sævar Bjarnason tefldi franska vörn gegn Jóni Viktori og byggði upp mikið varnarvirki á hvítu reit- unum. Smíði þess virtist öll hin vand- aðasta, en í 20. leik gaf hann færi á glæsilegum leik sem felldi hana til grunna: Hvítt: Jón Viktor Gunnarsson Svart: Sævar Bjarnason frönsk vörn 1. e4 - e6 2. d4 - d5 3. Rc3 - Bb4 4. e5 - c5 5. a3 - Bxc3+ 6. bxc3 — Re7 7. Rf3 - b6 8. Bb5+ - Bd7 9. Bd3 - Ba4 10. 0-0 - c4 11. Be2 - h6 12. Rel - Kd7 13. f4 - Dg8 14. Bf3 - Dh7 15. De2 - Rbc6 16. Hf2 - Haf8 17. g3 - f6 18. exf6 - gxf6 19. Rg2 - Rc8? Herfræði svarts er mjög at- hyglisverð, en það má ekkert út af bera. Hér virðist 19. — f5 nauð- synlegt, áður en riddarinn er flutt- ur frá e7—c8—d6—e4. 20. f5!! - Dxf5 21. Rf4 - Hhg8 22.Bg2 — Dg4 23. Del og svartur gafst upp, því hann á ekki viðun- andi vörn við hótuninni 24. Bh3 Kristján Eðvarðsson efstur á atkvöldi Hellis Taflfélagið Hellir stóð fyrir at- kvöldi mánudaginn 8. september sl. Á atkvöldunum eru tefldar 6 umferðir, fyrst 3 hraðskákir en síðan 3 atskákir með 20 mínútna umhugsunartíma. Kristján Eðvarðs- son sigraði örugg- lega á mótinu, vann allar skákir sínar og hlaut að launum máltíð fyrir tvo hjá Pizzahúsinu. Úrslit á atkvöldinu urðu sem hér segir: 1. Kristján Eð- varðsson 6 v. 2. Einar Hjalti Jensson 5 v. 3.-7. Árni Ármann Árnason, Andri Áss Grétarsson, Erling- ur Hallsson, Gunnar Nikulás- son og Hrólfur K. Valdimars- son 4 v. o.s.frv. Þátttakendur voru 20. Skákstjóri var Vigfús Vigfússon. Margeir Pétursson Daði Orn Jónsson Jón Viktor Gunnarsson SKÁKÞING (SLANDS Stig 1j 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 Vinn. Röð: 1 Rúnar Sigurpálsson 2.275 0 0 0 0 11.-12 2 Jón Viktor Gunnarsson 2.315 1 m 1/2 1 21/2 3. 3 Jóhann Hjartarson 2.605 1 1 1 3 1.-2. 4 Bragi Þorfinnsson 2.215 1 0 0 1 8.-10. 5 Gylfi Þórhallsson 2.330 1/2 0 1/2 1 8.-10. 6 Áskell Örn Kárason 2.305 0 0 0 0 11.-12 7 Hannes Hlífar Stefánss. 2.545 1 1 1 3 1.-2. 8 Jón Garðar Viðarsson 2.380 1/2 1 0 11/2 5.-7. 9 Þorsteinn Þorsteinsson 2.305 0 1 1 2 4. 10 Þröstur Þórhallsson 2.510 0 1 1/2 11/2 5.-7. 11 Arnar Þorsteinsson 2.285 1/2 0 1 11/2 5.-7. 12 Sævar Bjarnason 2.265 1 0 0 1 8.-10. marion Við kynnum í dag frábæran haustfatnað frá Libra Buxna og pilsdragtir, blússur, kjólar og peysur, stærðir 36 - 48 Ennfremur komið mikið úrval af sportgöllum og peysum. Opið í dag, sunnudag, frá kl. 13.00. til 17.00. Við gefum 15% staðgreiðsluafslátt vikuna 14. til 20. september. Reykjavíkurvegi 64 ■ Hafnarfirði • Sími 565 1147

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.