Morgunblaðið - 14.09.1997, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 14.09.1997, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 1997 B 11 NÝTT hesthús var tekið í notkun fyrir réttu ári. BÆNDAHORNAFLOKKUR var að sjálfsögðu mættur við vígslu hesthússins og lék listir sinar. aðstöðu fyrir hesta og hestamenn, sem Höskuldur telur sér ómetan- lega reynslu að hafa kynnst. Þangað kom Michaela, dóttir frú Uferbach og saman fóru þau Höskuldur að gera áætlanir um uppbyggingu og rekstur hesthúss með íslenskum hestum á Forsthof í Austurríki. Upp úr þessu giftust þau og hófu rekstur búsins árið 1986. Þess skal getið að Michaela tal- ar lýtalausa íslensku. Svo gera og börn þeirra hjóna, Signý og Aðal- steinn, sem eru bæði undir tíu ára aldri. „Gagnkvæmt traust hesta- eigenda á Islandi og gott samstarf við þá er lífsnauðsyn, því hestavið- skiptaheimurinn er afmarkaður sérheimur,“ segir Höskuldur. Viðskipti Forsthofs-hjóna byggjast fyrst og fremst á því að taka hesta til tamninga, á reið- kennslu, samfylgd í útreiðartúrum og rekstri nokkurs konar hestahót- els. Þau hjón hafa lokið reiðmanna- kennaraprófum. Til stendur að nýta núverandi gistiaðstöðu fyrir skíðamenn, sem hafa einnig áhuga á hestum, en þeir yrðu fluttir til og frá skíðasvæðinu, sem er í klukkustundar fjarlægð. Þarna er kjörinn dvalarstaður fyrir foreldra með börn, sem geta látið bömin vera á hestbaki undir eftirliti full- orðinna meðan þeir sinna skíðaíþróttinni eða öfugt. Til viðbótar byggingu fyr- ir 42 hesta, er nýlokið við smíði annarrar sem tekur 44 hesta, í henni verður einnig hestamannavöru- búð, fundarherbergi, eldhús, kaffi- stofa að ógleymdri hestasjúkra- stofu. Loks er á efri hæðinni íbúðarað- staða, með snyrtingu. Tveir hring- vellir, reiðhöll og tvö reiðgerði, til- heyra búgarðinum. Höskuldur hefur náð mjög góð- um árangri á alþjóðlegum hesta- mannamótum, t.d. vann hann skeiðmeistaratitilinn á hesta- mannamóti i Danmörku árið 1995. Fyrir Austurríki hefur hann keppt á þrem heimsmeistaramótum og náð athyglisverðum árangri. Höskuldur telur að íslenski hest- y urinn uni sér vel í nýjum heimkynn- um hér í Austurríki, sem byggist ekki síst á því hve vel er farið með hann, en hann þvertekur ekki fyrir þann möguleika, að hann kunni að hafa heimþrá. „Það tekur hestinn misjafnlega langan tíma að tileinka sér nýjar aðstæður," segir Höskuldur, „ég hef séð að breytingar í þá átt eiga sér ekki stað fyrr en jafnvel eftir eitt ár. Þetta er komið undir skap- gerð hestsins og líkamlegu ástandi hans.“ „Einnig hefur það sitt að segja á hvaða árstíma hesturinn kemur til sinna nýju heimkynna, t.d. var síðasta sumar hér með kaldara móti, sem var heppilegt fyrir nýju innflytjendurna." „Greinilegasti munurinn á inn- fluttum hestum og þeim sem hér eru bornir, liggur í skapgerðinni, þar hefur uppeldið sitt að segja. Fijálsræðið sem hesturinn hefur í uppeldi sínu á íslandi, er ekki gjör- legt að veita honum hér, því mið- ur,“ bætir Höskuldur við. Og hann heldur áfram í kenni- mannslegum tón: „Ef þú ekki sýn- ir hestinum alltaf að þú sért honum fremri, áttu á hættu að hann stígi yfir þig.“ „Gæta verður þess dyggilega að ofdekra ekki hestinn, því hann á að þola mig, nema þeg- ar hann þarf ekki á mér að halda, þ.e. þegar hann er fijáls utan húss.“ Við kveðjum hesta- manninn, óðalsbóndann Höskuld Aðalsteinsson, sem þekkir hvern hest í sínu húsi eins og sjálf- an sig, á sál og líkama. í brekkunni ofan við bæinn standa hestarnir ennþá í höm. Þeir líta til okkar íbyggnari en áður, ekki er ólíklegt að ef þeir mættu mæla, mundu þeir flytja okkur til- finningaþrunginn, sjálfsaminn ættjarðaróð, líkt og samlandar þeirra gerðu gjarnan á árum áður. Þó áttu þeir afturkvæmt til ætt- jarðarinnar. Höfundurínn fæst við ritstörf og býr í Vínarborg. Gæta verður þess að of- dekra ekki hestinn MALVERKAUPPBOÐ Á HÓTEL SÖGU í KVÖLD KL. 20.30 SÝNING UPPBOÐSVERKA í DAG KL 12-18 í NÝJU HÚSNÆÐI OKKAR í SÍÐUMÚLA 34 ANTIKVERSLUNIN EINNIG OPIN Á SAMA STAÐ Ath. Uppboð á Hótel Sögu Síðumúla 34 sími 581 1000 Sýning í Síðumúla 34 Nœg bílastœði **«» Avoriaz, höfuðstaður vetraríþrótta og draumaveröld fyrir alla fjölskylduna Jóla- og áramótaferð með Þorfmni Ómarssyni 20. desember- 3. janúar (aðeins 6 vinnudagar). Dólómítafjöll -draumalendur skíðamanna Val di Fassa 7 dagaferð 31. janúar K9 Veró tra 55.86 á mann í tvíbýli á Gami Tyrolia. 7/ Veró 89.580 kr. á mann m.v. 2 í stúdíói í 2 vikur. 75.880 kr.* á mann m.v. 4 í íbúð í 2 vikur. 73.380 kr.* á mann m.v. 6 í íbúð í 2 vikur. Avoriaz er ævintýraheimur skíðamanna hátt uppi í frönsku ölpunum, skíðaþorp íglitrandi snjó undir tindrandi stjömum þar sem stemningin er engu lík og jól og áramót eru stórkosúeg upplifun sem aidrei gleymist. Bókanir og allar nánari upplýsingar um jólaferð til Avoriaz og skíðaferðir tíl Austurríkis og Ítalíu á söluskrifstofunni í Kringlunni. Sími SO 50 795. Kirchberg/Kitzbuhel 9 dagaferð 15. janúar Veró frá 54.860 á mann í tvíbýli. Nýi skíöabæklingurinn liggur frammi á öllum sölu- og ferðaskrifstofum 'Innlfalið: flug, rútuferðlr til og ffá flugvelli erlendis, gistlng. faraistjóm og flugvallarskattar. Vefur Flugleiða á Intemetinu: www.lcelandair.is Netfang fyrir almennar upplýsingar: Uifo@icelandaU'.is FLUGLEIDIR Traustur íslenskur ferðafélagi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.