Morgunblaðið - 14.09.1997, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 14.09.1997, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 1997 B 19 við dáum mjög og dýrkum. Textinn, !hinsvegar, er misantrópískur dauða- söngur sem minnti okkur á annan snilling, Jacques Brel. Þessar andstæður, „kitsch“ og ví- brafónar annars vegar og dauði og örvænting hins vegar fannst okkur ■ afskaplega heillandi og kjörið við- fangsefni fyrir Lhooq. Það er mjög ögrandi verkefni að tileinka sér lag eftir listamann með j jafn sérstæðan og persónulegan stíl !og Megas. Við gerðum nokkrar mis- heppnaðar tilraunir áður en við fundum leið til þess að laga lagið að okkar eigin stíl, en jafnframt skila lagi og texta á fullnægjandi hátt. Við hægðum á laginu og einfölduðum hljómaganginn í versunum. Mónótónískur hljóðgerflapúls kemur : í stað bassalínu en í viðlaginu bætast við strengir og gítai’ómur. Allt þetta stigmagnast þangað til hámarki er náð í þriðja viðlagi. Ofan á allt þetta spinnur Sara með laglínuna. Við enduðum mjög langt frá upp- runalegu útgáfunni en erum hæstá- nægð með útkomuna enda eru það hrein foiTéttindi að fá að vinna með ; jafn gott hráefni og lög Megasar." „Orfeus og Evridís hefur mér löngum þótt einn alfallegasti texti Megasar og þar sem ég hef verið í frekar kenndrænu stuði í sumar fannst mér ekki annað lag koma til greina. Ég hef ekki ennþá haft nægan menningarlegan snobbáhuga til að kynna mér grískar goðsagnir, og veit því ekki hvar Orfeus og Evridís koma inn í myndina, en fyrir mér er textinn stórkostlegur ástaróður um „hina einu sönnu“ - sbr. línuna „Hún var falleg, hún var góð, hún var betri en þær“, sem ég lagði áherslu á í minni útgáfu. Einnig finnst mér textinn löðra af auðmýkt í garð íslenskrar náttúru, sem er kennd sem ég get vel skrifað undir. Þar sem ég gat fundið mig svona vel í textanum reyndi ég að vera eins bljúgur og ég gat þegar ég tók lagið upp, og einfaldaði sjálft undir- spilið af því mér fannst það flottara þannig. Vinur minn einn, uppþurrkaður, sem ég leyfði að heyra útkomuna, var hins vegar ekki í neinum vafa um að Megas væri að yrkja lofgjörð um brennivínsflösku í þessu lagi, sem sýnir nú bara snilli Megasar; fólk getur túlkað texta hans að vild, eftir þvi hvemig það er stemmt." PARADÍSARFUGLINN FUNKSTRASSE „Með þá staðfóstu trú að vopni að í Megasi byggi hið fönkhæfasta grúf ákvað hljómsveitin Funkstrasse að spreyta sig á Paradísarfuglinum af A bleikum náttlgólum. Það var margt sem heillaði okk- ur við pönkfuglinn. Texti Megasar er einhver hans dularfyllsti, en um leið svo auðskilinn. Torskilinn og fráskilinn í senn. Lagið beinskeytt- ur rokkari á la Jerry Lee og Elvis. Pönk, pönk! Fyrir okkur var mesta ögrunin sögulegt gítar-sóló sem hefur verið eignað Valgeiri Guð- jónssyni gítarhetju (staðfesting óskast). Það er einstakt sóló í skandinavískri poppsögu. Slík sóló er ekki hægt að endurtaka eða bæta. Við nálguðumst pönkspreng- inguna í Paradísarfuglinum af nær- gætni með því að breyta tempói lagsins og komumst að því að til er ekki það pönk sem ekki í býr fönk. Sannkallað eldfjallafónk. Fönk úr iðrum. Verk Megasar em Ódáða- hraun tónlistar. Megas til Vegas.“ „Við völdum þetta lag af því þetta er besta lag sem Megas hefur samið grípandi og fyndið lag. Já, það byrj- ar svipað og það er bara með meiri krafti. Síðan förum við út í súrreal- íska hluti sem hver getur túlkað á sinn hátt, brjótum upp lagið ákváð- um að leika okkur svolítið. Það er engin heimspekileg rök fyrir þess- ari útsetningu, við bara gerðum þetta svona. Við beram allir virðingu fyrir karl- inum þannig að það er heiður fyrir okkur að vera á þessari plötu og taka lag eftir þvílíkan snilling sem maður- inn er. Svo bíðum við bara spenntir eftir næstu plötu frá honurn." „Við völdum Söng um ekki neitt aðallega vegna þess hve ólíkt okkur lagið er, fullt af furðulegum hljóð- gervlapælingum sem erfitt er að meðtaka og okkur langaði að sjá hvað yrði um það hjá okkur, auk þess sem titillinn höfðaði til okkar. Hættan var sú að ef við hefðum notað eitthvað af rokklögum Megas- ar, eins og lá beint við, hefði útkom- an líklegast orðið leiðinlega keimlík sinni upprunalegu mynd. Útsetningin varð til meðan við æfðum lagið og tókum upp, við unn- um aldrei að neinu markmiði heldur létum lagið ráða sér sjálft. Heildar- mynd komst enda ekki á lagið fyrr en í hljóðblönduninni og takmarkað- ist að mörgu leyti af framstæðu y hljóðveri, útkoman er sú að það er varla neitt eftir nema bassalínan og textinn, en vonandi heilsteypt samt.“ MÆIA, MÆJA CURVER „Mér finnst mjög furðulegt að Þrír blóðdropar sé ekki hátt skrifuð Megasarplata. Þess vegna valdi ég lag af henni þó svo að það væri úr mörgum lögum að velja. Sagan í textanum er mjög falleg * og lagið melodískt. I útsetningunni vildi ég halda karakternum í lag- inu, ekki gera það óþekkjanlegt því það er gott húkk í laginu sem ég vildi halda en bætti bara mínum stíl í lagið sem féll mjög vel við það. Ég prófaði í fyrsta skipti að nota nýja raddbeitingu; svona popprödd sem ég hef ekki gert áður. Mér finnst Megas einn besti tón- listarmaður landsins þó ég hafi ekki hlustað á eldra efnið þegar ég byi-j- aði að velja mér lag en þá uppgötv- aði ég hversu ótrúlegur snillingur hann er.“ „Við tökum Megasarlagið Heim- spekilegar vangaveltur vegna þess að þetta er svo helvíti „catchy" og gott og er frá þessum tíma sem er í mestu uppáhaldi hjá okkur öllum sem einum. Við útsettum það svona af því að Megas hefði gert þetta svona ef hann væri við og með þessari út- setningu tökum við þrefalt hneig fyrir honum.“ I stcÁV^ Champion. RÚSÍNUR i Hjálparsveitar skáta í Reykjavík Látið drauminn rætast sunnudaginn 14. september og gangið á Esjuna í fylgd þraut- reyndra fjallamanna úr Hjálparsveit skáta í Reykjavík. Takið alla fjölskylduna með, farið hæfilega hátt og njótið einstaks útsýnis og útivistar. • Mæting er við Skógræktarstöðina Mógilsá í Kollafirði. Félagar í Hjálparsveitinni verða á svæðinu frá kl. 10 til 16. Þeir verða fólki til halds og trausts á leiðinni á toppinn og gefa góð ráð varðandi útbúnað og leiðaval. • Áningarstaðir verða á leiðinni upp þar sem ferðalangar geta fengið sér hressingu, t.d. GARP í boði MS og CHAMPION RÚSÍNUR. • Boðið verður upp á keppnishlaup upp á fjallið í tveimur aldurshópum karla og kvenna, yngri en 39 ára og 40 ára og eldri, og verða verðlaun veitt í öllum hópunum. Skráning við Mógilsá kl. 11.30-12.30 en hlaupið hefst kl. 13. Skátabúðin kynnir rétta búnaðinn í gönguferðina. Allir sem ganga á Esjuna fá áritað viðurkenningarskjal. BLINAÐARBANKI ÍSLANDS IÞROTIIR FVRIfl flLLR Hugurinn ber þig hálfa leið því ánægjan gengur fyrir í Esjugöngunni. Góða ferð! Veitingasala: Kakó, kaffi & kleinur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.