Morgunblaðið - 14.09.1997, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.09.1997, Blaðsíða 20
MORGUNBLAÐIÐ 20 B SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 1997 Heimurinn hampar og fellir Eg Tíbenus Claudíus Drúsus Nero Ger- maníkus, ásamt eftir Elínu Pálmadóttur ur, var að vinna ein- ýmsu öðru (ég ætla 1--- :—‘ Gárur landanna. Vinur minn, kanadískur námuverkfræðing- nú ekki að þreyta ykkur með því að telja upp alla titla mína), sem fyrir skömmu var nefndur þess- um nöfnum af vinum mínum og ættingjum: „Fíflið Claudíus", „Þessi Claudíus". „Hinn stamandi Claudíus“ „Clau-Clau-Claudíus“ eða þegar best lét, „Vesalings Claudíus frændi", er nú í þann veginn að byija að rita hina merkilegu ævisögu mína“, er upphafið í bók Roberts Graves um Claudíus keisara í Róma- veldi, sem nú er verið að sýna í íslepska sjónvarpinu. Ófáir eru þeir í Sögunni sem þetta skrýmsli, „fólkið“ eða „al- menningur“, hef- ur sveiflað úr því að vera allra yndi og niður í að vera almennur skot- spónn. Eins og í flestu öðru verða sveiflurnar nú í lok 20. aldar enn- þá örari og dýpri á hraðfleygri fjölmiðlaöld. Þau ósköp sem yfír dundu í bresku konungs- ijöiskyldunni við hörmulegt og sviplegt fráfall fallegu og harm- rænu prinses- sunnar Díönu hafa gárað margt sinnið í veröld- inni. Og virðist sem betur fer ætla að hrista stéttir og einstakl- inga upp í alvarlegar umræður og endurskoðun á mörgum svið- um. Samanber að alvöru blöð og sjónvörp tóku sig saman um að taka ekki eða birta harmþrungn- ar nærmyndir af andlitum prins- anna ungu við jarðarför móður þeirra. Og í framhaldi virðast þau heita því, a.m.k. í bili, að gera líf þeirra ekki ólifandi með at- gangi eða hundelta þá til bana eins og móður þeirra. í Lesbókinni fyrir viku hófst greinarflokkur um tíðarandann í lok 20. aldar. Þar segir Kristján Kristjánsson: „Tíðarandinn er ekki lengur runninn undan riíjum visindamanna og heimspekinga heldur nýs afls, kjaftastéttanna (the Chattering Classes") eins og enskir kalla þær: þáttastjórn- enda, félagsvísindamanna, list- rýna, dálkahöfunda og menning- arvita af ýmsu tagi.“ Ekki að furða þótt ein úr þessum tilvitn- aða hópi fái hland fyrir hjartað, svo augljóslega sem sú mynd blasir við sem þarna er dregin upp. Margt óhugnanlegt lét á sér krælaj öllu þessu múgtilfinninga- róti. Ónotahrollur fór um mann þegar á vissu stigi, almenningur og blöð _æptu svo bergmálaði alla leið til íslands: Gráttu drottning opinberlega - eða hafðu verra af! Og láttu strákana þína gráta upphátt. Og varð hún ekki að bjóða a.m.k. hluta úr konung- dæmi fyrir hest - til að hafa eitt- hvað að sitja á framvegis, eins Shakespeare lætur fyrirrennara hennar á konungsstóli gera? Ég man eftir brúðkaupi Elísa- betar og þegar hún var krýnd við mikinn fögnuð heimsbyggðarinn- ar. Ekki síður almennri þátttöku en nú. Ég var á leið heim frá Frakklandi og fólk skildi ekkert í að ég sneiddi fram hjá þessum heimsviðburði í London. Ég aftur á móti varð steinhissa þegar ég skynjaði þær almennu tilfinning- ar sem fylgdu, einkum hjá Bret- um og íbúum bresku samveldis- hvers staðar inni í Suður-Afríku með hörkukörlum eins og honum sjálfum, sem m.a. hafði verið við störf á jöklum Grænlands. Hann lýsti því fyrir mér hvemig þessir karlar hefðu safnast saman við útvarpstækið og fylgst með krýningu Elísabet- ar í London frá upphafi til enda. Þú trúir því kannski ekki,- sagði hann, en þar var varla nokkur maður sem ekki vöknaði um aug- un. Þá var Elísabet líka ung stúlka, falleg og glæsileg á þess- ari heimsins sýningu. Er ekki ein- mitt ein af kröfum tíðarandans í aldarlok að fólk sé ungt og fal- legt? Díana féll frá í blóma lífs- ins. Miklar væntingar voru gerð- ar til Elíasbetar ungrar og glæsi- legrar, og þær skyldur hefur hún uppfyllt. Líklega hefur þá verið sæmilegur friður til að vera prinsessa sem fær sinn mann og lifir vel og lengi. Hafí eitthvað bjátað á í heimilislífínu hefur hún ekki borið það á torg. Borið sinn harm í hljóði, sem börn hennar og tengdabörn hafa ekki eina mínútu fengið frið til að gera. Hve mörg hjónabönd ætli lifi slíka hnýsni og atgang af? Og nú kemur allt í einu krafa um að syrgja opinberlega á sviðinu og gráta framan í heiminn - jafn- vel uppi á íslandi, því nú má horfa á það á skerminum hjá sér. Er það ekki dálítið grimmt að heimta af fólki hvernig það eigi að syrgja og láta sorg sína í ljós? Við sáum fólkið að koma með blóm að Kensingtonhöll, flestir stilltir, en ein dökk kona hágrét, næstum reif hár sitt. Hún var sýnilega frá þeim heimshluta í Afríku eða Asíu þar sem fólk syrgir með hljóðum, eins og við sjáum stöku sinnum á sjónvarps- skjánum. Ég verð að segja að viðstödd slíkan atburð hálffór ég hjá mér og hefði átt erfitt með að fara að viðeigandi sið, æpa og rífa hár mitt. Það vildi svo til að ég var ein- mitt að lesa hina frægu ævisögu Stefans Zweigs, „Heimur sem var“, sem ætti raunar að kenna í hveijum skóla. Þar kemur vel fram hvernig heimurinn dillar og varpar fyrr en varir í ystu myrk- ur. Ýmist hóf þennan merkilega rithöfund upp í hæstu hæðir al- menningsálitsins og fordæmdi svo fyrr en varði. Og flestir vinir og aðdáendur hörfuðu frá, fylgdu múgnum. Allt eftir tíðarandan- um, í fyrri heimsstyijöldinni, á friðar- og blómatímanum milli heimsstytjaldanna, og svo á Hitl- erstímanum, uns þau hjónin fyr- irfóru sér í Brasilíu, þar sem þó var ekki að þeim þjarmað. Gátu ekki meir. ___________MANMLÍFSSTRAUMAR DANS/^Z aðgera dans að skyldugrein ígrunnskólum? Þegar heimilisfólk sameinaðist ípolka og ræl UM ALDAMÓTIN síðustu þegar fyrsti verulegi þéttbýliskjarninn var að myndast í Reykjavík urðu ýmsar breytingar á lífsháttum ís- lendinga. Ein þeirra var tilurð svo- kallaðrar Reykjavíkurstúlku sem vakti athygli fyrir nýstárlegt líf- erni. Áhugamál hennar voru ekki húsmóðurstörf eins og við var að búast af ungum stúlkum þessa tíma. Þvert á móti þá hafði hún mest gaman af því að klæða sig í nýtísku föt, spóka sig á kaffihúsum og síðast en ekki síst að svifa um dansgólf bæjarins í örmum mynd- arlegs dansherra. Reykjavíkur- stúlkan dansaði það sem var móð- ins og þess á milli sötraði hún svaladrykkinn Sítrón. Atímum Reykjavíkurstúlkunnar lærði fólk að dansa hvert af öðru enda þótti það hneisa að geta ekki tekið þátt í fjörugri sveiflu dansiballanna. Það er reyndar sama hversu langt er litið til fortíðar, alltaf hafa lands- menn sameinast sér til mikillar skemmtunar í dönsum sem allir kunna. í dag er þvi miður ekki svo og segja má að áfengisdrykkja og barrölt hafi leyst dansskemmtanir af hólmi. Dansleikir voru haldnir allt frá fyrstu öldum byggðar hér á landi. Kvæði voru kveðin og dansað und- ir jafnt af körlum sem konum og fóru skemmtanirnar fram á bæjum þar sem húsrúm var nægilegt. Engar heimildir eru til um dans- kennara frá þessum tíma svo lík- legt er að hefðin hafi gengið manna á milli og viðhaldist þannig í sam- félaginu, en dansleikirnir voru enn við lýði þegar komið var fram á sautjándu öld. Fólk kom langt að til að skemmta sér saman í um hálfan sólarhring við að dansa viki- vaka og aðra dansleiki. Undir lok átjándu aldar hófst tími gömlu dansanna og stóð fram á tuttug- ustu öld. Þá var algengt að slegið væri upp böllum í baðstofu eða stofum fínni heimila. Alls staðar þar sem húsrúm leyfði var dansað og börnin lærðu það sem fyrir þeim var haft. Jafnvel á minnstu bæjum voru haldin stofuböll þar sem hús- gögnum var rutt frá, harmonikkan sótt og dansað fram á nótt. Allir þekktu sporin og heimilisfólk sam- einaðist í polka og ræl. Reykjavíkurstúlkan í upphafi tuttugustu aldarinnar kunni líka gömlu dansana, þá hafði hún ann- aðhvort lært á stofuböllum hjá for- eldrum sínum eða á þeim fjölmörgu dansleikjum sem haldnir voru í til dæmis Iðnó, Gúttó og Hótel ís- landi. Piltar á hennar aldri kunnu að sjálfsögðu einnig að dansa en öflugt danslíf var í Menntaskóla Reykjavíkur og var loftið í Reykja- vík rafmagnað þegar skólapiltar REYKJAVÍKI IRSTÚI.KAN Laufey Ingólfsdóttir uppábú- in til dansleiks um 1930. voru í þann mund að bjóða stúlkum á dansleiki. Þegar nýju dansarnir námu land um 1920 breiddust þeir út eins og eldur í sinu og enn og aftur lærði fólk hvert af öðru þó heimsóknir erlendra danskennara hafi tíðkast. Á stríðsárunum siðari komu breskir og bandariskir her- menn með fjölda nýrra dansa sem íslendingar kepptust við að læra af þeim á dansleikjum borgarinn- ar. Oft í viku var dansað við undir- leik lifandi tónlistar á hinum ýmsu dansstöðum. Fólk sótti dansleiki gagngert til þess að dansa og njóta tónlistarinnar og áfengi kom lítið við sögu. eftii Rögnu Söiu Jónsdóttur VISINDI/Hafafiseindir massaf Nýtt um dulatfulla eind FISEINDIR myndast í lofthjúpnum fyrir tilstuðlan geimgeisla. ÁRIÐ 1930 sagði austurriski eðlis- fræðingurinn Wolfgang Pauli fyrir um tilvist físeinda. Þessar dular- fullu eindir hafa æ síðan valdið eðlisfræðingum miklum heilabrot- um og enn er margt óljóst um eigin- leika þeirra. Nú er talið nokkuð víst að fiseindir komi fyrir í þremur afbrigðum og eins er trúlegt að hver fiseind eigi sér sína andeind. Eðlisfræðingar hafa um áraraðir haft sérstakan áhuga á spurningunni hvort fiseindir hafi massa sem mundi hafa afgerandi áhrif á hátterni þeirra. Á undan- förnum árum hef- ur stór samstarfs- hópur vísinda- manna frá Bret- landi og Banda- ríkjunum rann- sakað eiginleika fiseinda sem myndast í loft- hjúpnum fyrir til- stuðlan geimgeisla. Niðurstöður þeirra benda eindregið til þess að ein fiseind geti ummyndast í aðra. Slíkt styður sterklega þá tilgátu að fiseindir hafi massa. Endanleg staðfesting á þessari tilgátu, sem hefur verið á sveimi um margra ára skeið, mundi hafa mikil áhrif innan stjarneðlisfræði og alheims- fræði. Fiseindir víxlverka mjög veik- lega við allt efni og geta auðveld- lega ferðast í gegnum jörðina án þess að fínna fyrir tilvist hennar. Vegna þessa er mjög erfitt að greina físeindir, en það var ekki fyrr en 1956 að þær fundust með tilraunum. Vísindamenn hafa því gjarnan reynt að koma fiseindatelj- urum fyrir eins djúpt í jörðinni og mögulegt er og hafa því gjarnan kosið djúpar námur. Bresku og bandarísku vísindamennirnir komu nifteindateljara sínum, ‘ sem af mestu leyti samanstóð af 1.000 tonnum af bárujárni, fyrir í djúpri og ónotaðri járnnámu í Norður- Minnésota í Bandaríkjunum. Gert er ráð fyrir tilvist þriggja tegunda fiseinda sem nefnast raf- fiseindir, mý-fiseindir og tá-fiseind- ir í höfuðið á þeim eindum sem þær myndast með, þ.e. rafeindum, mý- eindum og táeindum. Kenningar segja fyrir um það að geimgeislar leiði til myndunar helmingi fleiri mý-fiseinda en raf-fiseinda. Vís- indamennirnir fundu hins vegar að hlutfallið á milli þessara tveggja afbrigða var 50:50. Þetta er f sam- ræmi við niðurstöður tilrauna sem áður voru framkvæmdar í Japan og Bandaríkjunum. Niðurstöðurnar hafa lengi valdið eðlisfræðingum höfuðverk, en mögulegt er að túlka þær með notkun skammtakenning- arinnar ef gert er ráð fyrir því að fiseindirnar búi yfir smávægilegum stöðumassa því þá er mögulegt að ein gerð geti ummyndast í aðra á leiðinni til jarðarinnar. Það er alkunna að eindir búa yfír eiginleikum bylgna og því er hægt að nota bylgjufræði til að lýsa hreyfingu þeirra í rúmi. Tíðni efnisbylgnanna er háð stöðumassa eindanna. Því þyngri sem eindin er því styttri er bylgjulengd henn- ar. Tvær tegundir fiseinda sem eftir Sverri Olafsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.