Morgunblaðið - 14.09.1997, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 14.09.1997, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 1997 B 5 Morgunblaðið/Gunnlaugur Ólafsson í TRÖLLAKRÓKUM. Hrikalegir móbergsstólparnir í Tröllakrókum gnæfa yfir jökulsána og Axarfell. Til hægri sést í rætur Sauðhamarstinds. Morgunblaðið/UG LITSKRÚÐUGAR líparítskriður gera uppgönguna erfiðisins virði. Séð yfir Ölkeldugil og að Illakambi. MorgunblaðiðAJG GUNNLAUGUR Ólafsson, einn landeigenda í Stafafelli, við Þilið svokallaða, þverhníptan berggang sem liggur úr Þilgili. Byggðin í Víðidal FRÁSAGNIR af byggðinni í Víðidal í Lóni hafa á sér þjóð- sagnablæ enda erfitt fyrir nú- tímafólk að ímynda sér þá ásókn í jarðnæði sem rak fólk til að hefja búskap uppi á öræf- um, þar sem dagleið var til byggða hið minnsta, harðir vet- ur og heylítið. í bók Ferðafé- lags íslands um Austfjarðafjöll eftir Hjörleif Guttormsson, er rakin saga byggðar í Víði- dal og er byggt að nokkru á henni hér. Komið er í dalinn frá Leiðartungum að vestan- verðu en skammt er að fara úr Egilsseli, skála Ferðafélags Fljótsdals við Kollumúlavatn. Að sunn- anverðu endar dalurinn í þverhníptu klöngri sem ófært er öllum nema fugl- inum fljúgandi, eins og tveir ólánsamir þýskir ferðamenn komust að fyr- ir nokkrum árum, er þeir lentu í sjálflieldu þar. Vaða þarf Víðidalsá til að komast að grösugum hlíðum þar sem bláfátækir bændur reyndu í þrígang að lifa af landsins gæðuin. í vætutíð getur vaxið svo mjög í ánni að hún verði ill- eða ófær. Ellefu íbúar í Víðidal Þegar náttúrufræðingurinn Þorvaldur Thoroddsen kom í dalinn árið 1882 í fylgd Sigfús- ar Jónssonar, bónda á Hvanna- völlum í Geithellnadal, var hins vegar brotist um örðugan veg úr Hofsdal að austanverðu. Atti sú för og gróskan í dalnum vafalaust drjúgan þátt í ákvörð- un Sigfúsar að fiytja í dalinn vorið eftir ásamt eiginkonu sinni, Ragnhildi Jónsdóttur, og tvítugum syni þeirra, Jóni. Voru þau þriðju og síðustu ábúendumir í dalnum og byggðu bæ sinn fyrst á rústum fyrri bæjar en fljótlega nokkru neðar í túninu og mótar enn fyrir bæjarrústunum. Bæinn nefndu þau Gmnd og bjuggu þar við þokkalegan hag í fjórt- án ár, til vors 1897 en fjárfellir í harðindum þann vetur mun hafa ráðið mestu um að byggð- in lagðist þá niður. Er fiest var bjuggu ellefu manns í Víðidal. Undu Sigfús og Ragnhildur liag sínum heldur illa eftir flutning- ana og söknuðu Víðidals ákaft. Snjóflóð fellur á bæinn En fyrstu ábúendur í Víðidal sem vissa er fyrir, voru Stefán sterki Ólafsson frá Húsavík eystri og Anna Guðmundsdóttir frá Aðalbóli. Komu þau sér upp nýbýli í Víðidal sumarið 1835 en höfðu líklega flutt þangað sum- arið áður. Þau bjuggu í dalnum fram undir 1840 en slitu þá samvistum eftir stormasöm kynni en um búskap þeirra er lítið vitað. Stefán var mágur bóndans í Eskifelli, sem er sunnan í Kjarrdalsheiði og löngu komið í eyði. Næsta kynslóð fluttist í dalinn árið 1847 en það vora Þorsteinn Hinriksson frá Hafursá í Skógum og kona hans, Ólöf Nikulás- dóttir, ættuð úr Síðu. Fluttu þau í Víðidal úr vimiumennsku, með tvo kormmga syni sína og dóttur Olafar á fermingar- aldri. Settust þau að í eyði- bæ Stefáns en búseta þeirra hlaut hörmulegan endi því á fyrsta eða öðr- um vetri féll snjóflóð á bæ- inn. Fómst Þorsteinn og báðir drengirnir en mæðgurnar komust af og höfðust við í bæjarrústun- um í nokkrar vikur. Er vistir þraut, brutust þær til byggða og var bjargað við illan leik við Geithellnadal. Minnis- varði er í túninu um Þorstein og drengina tvo, þar sem talið er að bærinn hafi staðið. Er ætlunin að gera mannvistarleifunum í dalnum betri skil en nú er, auk þess sem landeigendur hyggjast byggja upp tjaldstæði fyrir göngufólk í dalnum, þar sem hvönnin, sauðfé og hreindýr hafa ráðið ríkjum síðustu öldina. Morgunblaðið/GÓ ENN mótar fyrir rústum bæjar og útihúsa á Gmnd í Víðidal en rétt 100 ár eru síðan byggð lagðist þar af. straumur á svæðið eykst, hver ber ábyrgð á því að koma t.d upp hrein- lætisaðstöðu og annarri þjónustu við ferðamenn? Hver gætir þess að ekki verði of mikill ágangur manna og bú- fénaðar og í höndum hvers er fram- tíðaruppbygging svæðisins? Afstaða manna til málefna hálendisins er misjöfn, hagsmunir t.d. skotveiði- manna, göngufólks, hestamanna og jeppaeigenda fara ekki alltaf saman. Endalaust má deila um hversu greið- ur aðgangur eigi að vera að ýmsum viðkvæmum náttúruperlum á há- lendinu en ekki verður horft hjá því að aukinn ferðamannastraumm- kall- ar á aukna stjórnun, landvörslu og gjaldtöku og ferðamenn gera auknar kröfur um snyrtiaðstöðu og þjón- ustu. Lagaákvæði um rétt almennings til endurgjaldslausra afnota af landi eru brotakennd en í þeim felst sú meginstefna að landeiganda beri að þola meinalaus afnot af landareign sinni nema sérstök ákvæði mæli á annan veg. Hluti Stafafells var friðlýstur árið 1976 og haldast hefðbundnar nytjar óskertar. Friðlýsingin takmarkar þó ekki eignarrétt landeigenda en er stefnumörkun um nýtingu. Umferð vélknúinna ökutækja er bönnuð nema á ógrónum áreyrum, vegum og merktum akslóðum og réttur almenn- ings til útivistar er ríkari en almennt gerist um eignarlönd. í friðlýsingar- samningum var gert ráð fyrir að Náttúruvemdarráð byggði upp að- stöðu og sæi um móttöku ferðamanna en sú varð ekki raunin. Ferðafélags- deildir, sjálfboðaliðar og landeigend- ur hafa sinnt uppbyggingu á svæðinu. Nú er unnið að endurskoðun á reglu- gerð um friðlandið og er þar gert ráð fyrir að landeigendur beri mehi ábyrgð á uppbyggingu og rekstri þess en í fyrri samningi. Eins og fram hefur komið hafa landeigendur í Stafafelli ákveðnar hugmyndir um uppbyggingu svæðis- ins, sem þeir vonast til að muni verða til þess að efla byggð í Lóni en það hefur á einni öld breyst úr því að vera fjölmennasta byggðarlagið í Austur-Skaftafellssýslu í það fá- mennasta. Gunnlaugur segir að að jafnaði hafi verið gott samstarf við þá sem staðið hafa að uppbyggingu og skipulagningu ferða inn á svæðið. Ferðafélög Fljótsdalshéraðs og Austur-Skaftafellssýslu hafi byggt skála og Ferðafélag Islands gefið út bækur um svæðið. Landeigendur hafi ævinlega virt umferðarrétt al- mennings en þeir telji hins vegar að þeir sem selja ferðir um svæðið séu háðir leyfi landeigenda. „Ef margir keppa um útgerð inn á svæðið skap- ar það leiðinlega ímynd þess. Við höfum lagst gegn því að menn nýti sér landið án þess að leggja nokkuð til uppbyggingar þess og hyggjumst fá dómstóla til að skera úr um rétt landeigenda ef þörf krefur." Gunnlaugur og fjölskylda hans hafa byggt upp ferðaþjónustu í Stafafelli og hafa látið vinna að margs konar þróiyiar- og skipulags- málum á jörðinni. Auk þess sem áður hefur verið nefnt um göngubrýr og tjaldstæði, er unnið að göngukorti og jarðfræðiúttekt. Hugmyndir eru uppi um stækkun friðlandsins og jafnvel stofnun þjóðgarðs. Breyting- ar sem gerðar voru á lögum um þjóð- garða á síðasta ári gera mögulegt að stofna þjóðgarð á eignarlandi. Öll áætlanagerð og undirbúningur kostar fé og segir Gunnlaugur að möguleikar á uppbyggingu svæðis- ins felist ekki síst í því að sækja um styrki, sem hafa fengist til hennar. „En þegar allt kemur til alls er það komið undir landeigendum sjálfum hvort þeir kjósa að stuðla og standa að uppbyggingu á hálendisjörðun- um. Framtakssemi þeirra eða fram- taksleysi ræður mestu. í framtíðinni trúi ég að landeigendur og heima- menn muni hafa umsjón með svæð- inu þannig að rekstur og landvarsla verði á þeiira ábyrgð. Hlutverki Náttúruverndar ríkisins má þá líkja við gæðaeftirlit. Stofnunin grípur inn í, gerir athugasemdir, telji hún að einhverjar framkvæmdh- eða til- högun sé ekki í anda samkomulags um friðlýsingu.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.