Morgunblaðið - 14.09.1997, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 14.09.1997, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 1997 B 13 k 'Xr.'.pm ■T' ^ : [valseyjarkirkju og börnin taka undir. Árni Johnsen fararstjóri Heimis leikur nótnaborð fyrir grænlenska drenginn í hlutverki stjórnandans. Spáð í spilin í Brattahlíð Bátarnir ösluðu leiðina til baka. Við vorum á heimleið með viðkomu í tveimur byggðarlögum til þess að syngja fyrir heimamenn. Hópnum var skipt á tvo báta og kóssinn tek- inn á Narsaq, annan stærsta bæ Suður-Grænlands með um 2.000 íbúa. Nú nutu menn birtunnar á siglingunni, spáðu í borgarísjakana, fylgdust með hvölunum á leiðinni og allt lék í lyndi. Það var skrafað og skeggrætt, því grænlensku firð- irnir era langir. A þilfari annars bátsins sátu konur við lestarlúgu og þar spáði Birgitta Pálsdóttir frá Sauðárkróki í spil fyrir stöllum sín- um. Það var ævintýralegt að fylgj- ast með því, hún var svo viss, svo trúverðug og rökföst, svo snjall sál- fræðingur og djúphugi, sat þarna eins og ankeri á lífshlaupi þeirra sem hún var að spá fyrir og það var ekkert rek á því. I Narsaq var sungið í þétt setinni kirkju og við mikla hrifningu og síð- an var bærinn skoðaður lítillega áð- ur en haldið var af stað til Bratta- hlíðar, Eiríks rauða, sem var síðasti áfangastaður Heimis í Grænlands- ferðinni. Þar voru rústir fyrri alda skoðaðar, staldrað við hjá rústum Þjóðhildarkirkju sem Þórhildur kona Eiríks rauða lét byggja rétt fyrir aldamótin 1000 og er þar um að ræða fyrstu kirkjuna í Ameríku sem Grænland tilheyrir jarðfræði- lega. Síðan var sungið í Brattahlíð- arkirkju fyrir sveitafólkið sem þar býr. Það var sama sagan, andlitin ljómuðu og það var sérlega skemmtilegt og hlýlegt að sjá hjá þessu hlédræga og rólynda fólki sem býr í strjálbýli Grænlands. Síð- ustu lögin voru síðan tekin í rústum gömlu bygginganna í Brattahlíð, sungið í átt til Sólarfjalla Sigurðar Breiðfjörðs, eða Undir Sólarfjöll- um. Margir sólstafir höfðu leikið um Suður-Grænland þessa daga, ekki síst þeir sólstafir sem Heimir gaf heimamönnum með söng sínum. Frábær kór og frábær hópur ferða- félaga hafði heimsótt granna sína í vestri, en nú skyldi aftur heim í skin sólar við Skagafjörð, því þar er nú kosturinn sá að þar skín sól í hjarta hvernig sem viðrar. Einhvern veginn var það nú svo samt sem áður að ég hygg að marg- ir ferðafélagarnir hafi tekið Græn- land með sér heim, því galdur Grænlands er sá að hrífa náttúru- elskandi fólk, krafturinn í landinu, víddin, birtan, magnið; allt er þetta galdur sem menn geta lengi dundað sér við að spila úr. HEIMISMENN fengu miklar þakkir hjá Grænlendingum. Á myndinni þakka Heimismenn fyrir sig í 1000 ára gömlum rústum bæjar Eiríks rauða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.