Morgunblaðið - 14.09.1997, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.09.1997, Blaðsíða 14
14 B SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ + ÞAÐ MÁ kannski segja að hafnabolti sitji við sama borð og aðrar vinsælar íþróttir í Banda- ríkjunum. Það er kvartað yfir ríkum eigendum sem bera enga ti-yggð til aðdáenda og eru til- búnir til að flytja sig um set, fái þeir ekki nýja íþróttahöll á silfurfati. Fólk fussar yfir ofborg- uðum og illa uppöldnum leikmönnum sem bera enga tryggð til liðsins síns og þjást af peninga- -græðgi. En það er samt eitthvað sérstakt við að fara á hafhaboltaleik - „go to the ballpark", eins og Ameríkanar segja - sem maður finnur ekki á fótbolta - eða körfuboltaleikjum. Liðinu þínu getur gengið illa - en það er eins og það skipti ekki öllu máli. Eins og þessir þrír eða fjórir klukkutímar sem maður dvelur á vellin- um séu ekki aðeins til að horfa á leikinn og spá í frammistöðu leik- manna, heldur líka til r að drekka í sig stemmn- inguna, ræða tölfræði liðsins við sessunauta, og gera sitt besta til að grípa boltana sem kylfirinn slær uppí stúku. Því að hér, og aðeins hér, getur maður séð fullorðið fólk sitja einbeitt með leðurhanskann í hægri hendi og bíða eftir litlum hvítum bolta sem gæti mögulega flogið nærri. Hér, og aðeins hér, sér maður síðan þetta sama fólk standa upp og klappa fyrir þeim heppna áhorfanda sem sat kannski rétt fyrir ofan, var svo heppinn að grípa í boltann og er nú faðmaður af sessunaut sínum. Hérna þykir það nefnilega ekkert smámál að komast yfir „foulball" eins og þeir eru kallaðir, og fólk geymir þá uppá arinhillu það sem eftir er. Og þrátt fyrir að stundum megi sjá leikmenn æsa sig yfir ákvörðun dómara og haga sér kjánalega, þá er hitt algengara, mun algeng- ara, að sjá drengilegheitin þegar menn slá boltann út af vellinum, skora „homerun" og skokka hringinn milli hafna á meðan fólkið í stúkunni fagnar. Þá stökkva leikmenn ekki í fangið hver á öðrum, heldur taka virðulega í hendina á hinum útvalda. Beibið „Homerun" er nefnilega það sem skiptir máli hérna, og það er fyrir slík afrek sem hetj- ur verða til í hafnabolta. Hver einasti aðdáandi ' leiksins hefur lesið um Babe Ruth, feitlaginn monthana sem spilaði fyrir New York Yankees frá 1920 til 1934. Babe Ruth gat ekki hlaupið hratt. Hann var ekkert sérstakur í vörn held- ur. En Beibið gat slegið. Maður lifandi, gat hann slegið. í meira en þrjá áratugi átti hann metið í heimahlaupum, og þegar hann var uppá sitt besta, þá var hann þjóðhetga, reykti fína vindla, hélt opinberlega uppi hjákonu og bauð litlum börnum í bíltúr í drossíu sem var sér- smíðuð fyrir hann. Arið 1928 borgaði liðið hon- um 700 þúsund dollara í laun og hann launaði það með því að slá boltann sextíu sinnum út- fyrir völlinn. Þegar hann lést, árið 1948, lá lík hans á viðhafnarbörum á leikvangi liðsins, Yankee Stadium, og tugir þúsunda aðdáenda vottuðu honum virðingu sína. Skrúfuboltar á ógnarhraða Það er nefnilega erfiðara en sýnist að hitta þennan litla hvíta bolta. Góður kastari (pitcher) getur hent boltanum á ótrúlegasta hátt; hann getur látið boltann beygja og detta, eða einfaldlega hent honum svo fast að kylfar- inn veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið og hefur varla tíma til að sveifla kylfunni. Kastar- inn stendur á litlum hól, 60 fet og sex tommur frá heimaplötunni og þegar boltinn kemur æð- andi, þá hefur kylfarinn um það bil hálfa sek- úndu til að ákveða hvort hann sveiflar, eða læt- ur boltann fara í hanskann á gríparanum (cateher). Þetta er það sem hafnabolti snýst um - baráttuna miEi kylfings og kastara, sem „getur komið boltanum á 160 kílómetra hraða og hitt lófastóran flöt í 20 metra fjarlægð. Það er þess vegna ekki að furða, þótt góðir kylfing- ar verði frægir - frægari en góðir kastarar. Ef ' þú hittir tuttugu af hverjum hundrað boltum þá þykirðu ansi góður. Ef þú hittír þrjátíu, þá þénarðu meira en miMjón dollara á ári, og litlir krakkar elta þig og biðja um eiginhandarárit- anir. Ef þú hittir 40 og yfir, þá ertu tekinn í guðatölu, fólk flykkist á völlinn tii að sjá þig og blaðamenn fylgjast með hverju skrefi sem þú tekur. Þannig lífi lifði einn frægasti kylfari síð- ustu áratuga, Reggie Jackson, sem spilaði með New York Yankees. Hann fékk viðurnefnið „Mr. October", fyrir að vera alltaf kominn í toppform, þegar kom að úrslitakeppninni. I einum af lokaleikjunum árið 1977, var hann þrisvar sendur til að slá. Hann sveiflaði kylf- unni þrisvar - og sló boltann út af vellinum í öll þrjú skiptin, nokkuð sem enginn annar hefur afrekað í einum leik, hvorki fyrr né síðar. Yankees urðu meistarar það árið. „Hafnabolti er leikur mistakanna" Blaðamaður Morgunblaðsins situr á efri svölunum á leikvangi Detroit Tigers, Tiger Stadium, með Don Gonyea, útvarpsfrétta- manni frá Detroit og forföllnum aðdáanda eikjum. Liðinu þinu ^^^ op helgisiðir Þótt færa megi sönnur á að fleiri horfi á körfubolta og amerískan fótbolta í Banda- ríkjunum, þá er engin íþrótt sem heillað hefur bandarísku þjóðarsálina á sama hátt og hafnaboltinn hefur gert. Björn Malmquist brá sér á leik með heimaliðinu sínu, Detroit Tigers. GREINARHÖFUNDUR á leikvangi Detroit Tigers, Tiger Stadium, með Don Gonyea, útvarpsfréttamanni frá Detroit og forföllnuin aðdáanda Detroit Tigers. Detroit Tigers. Heimaliðið er að bursta Baltimore Orioles; staðan er 8 - 4, eftir 5 lotur. Við erum næstum beint fyrir aftan og ofan heimahöfn - og erum med augun opin fyrir boltum sem gætu komið fljúgandi. „Hvað meinarðu," segi ég. „Jú, sjáðu til. Að meðaltah, þá hitta bestu kylfingarnir ekki nema kannski fjögur af hverjum tíu köstum. Það þýðir að þér mistekst í hinum sex. Maður má ekki búast við of miklu, og það er kannski þess vegna sem heimahlaup- um er fagnað svona innilega." Hávaðinn á vellinum verður næstum því ær- andi allt í einu og allir standa á fætur. Einum af leikmönnum Tigers hefur tekist að hlaupa hringinn heim, án þess að slá boltann út af vell- inum - „in-the-park- homerun", sem sjaldan sést. Þetta afrek færir liðinu tvö stig - það var leikmaður á fyrstu höfn - og staðan er orðin 10 - 4, Tigers í vil. „Þetta árið er gaman að fara á völlinn," segir Gonyea. „í fyrra voru Tigers hreint út sagt hræðilegir, og núna er þeir að vinna Orioles, sem er sennilega besta liðið í Amerísku deild- inni." Stuttu síðar er lotan yfirstaðin, sú næsta byrjar og Orioles fá tækifæri til að skora. Fyrsti leikmaðurinn til að slá, er Cal Ripken. Þótt stuðningsmenn Tigers séu hér í miklum meirihluta, þá er klappað duglega fyrir honum. Ripken er nefnilega einn frægasti atvinnumað- ur í hafnaboltanum núna. Ekki vegna þess að hann hitti svona vel, heldur vegna þess að hann sló met sem allir héldu að aldrei yrði slegið - þegar þetta er skrifað, hefur hann spilað 2411 leiki í röð - met sem leikmaður New York Yankees að nafhi Lou Gehrig átti í meira en hálfa öld. Það segir kannski til um hvað hafna- bolti er heilagur hér í landi, að þegar Ripken var að því kominn að ná metinu, þá fóru menn að tala um að hann ætti að taka sér frí - það væru helgispjöll að taka metið frá Gehrig. Því ef bandarískur hafnabolti á sér dýrlinga, þá er Gehrig þar fremstur í flokki. Hann lék með New York Yankees á þriðja áratugnum og var einn af bestu kylfingum þess tíma, þótt ÓKUNNUGUM virðist hafnaboltinn heldur kyrrlát íþrðtt en stundum er þ<S talsverður handagangur í öskjunni, einkum þegar menn freista þess að ná heim í höl'n. hann léki í skugga Babe Ruths. En á meðan Beibið var úti á lífinu, með Ijósmyndara og að- dáendur í eftirdragi, þá fór lítið fyrir Gehrig - hann kippti sér ekki upp við frægðina, og leit á íþróttina sem vinnu - vinnu sem hann rækti vel. Ferill Gehrigs endaði hins vegar fyrir tím- ann - árið 1939 var hann greindur með áður óþekktan taugahrörnunarsjúkdóm - sem nú er kallaður Lou Gehrig's Disease - og það var einmitt hér, í Tiger Stadium, sem hann ákvað að draga sig í hlé. Samkvæmt þjóðsögunni, þá var hann kominn í búninginn og tilbúinn í slag- inn, en eftir að hann tilkynnti þjálfaranum að hann væri hættur, gat hann ekki hugsað sér að horfa á leikinn. Hann fór inn í búningsher- bergi, skipti um fót og labbaði yfir götuna á barinn Hoots, og fékk sér í glas. Tveimur árum síðar var Gehrig allur. Hoots er hins vegar op- inn, enn þann dag í dag og er vel sóttur, bæði fyrir leik og eftir. „Ástæðan fyrir því að Gehrig var tekinn í dýrlingatölu er kannski sú að venjulegt fólk FRÆGASTI hafnaboltaleikavangur heims, Yankee Stadium í New York, þar sem vel má áttí auðvelt með að setja sig í hans spor," segir greina „demantinn", þ.e. sjálft leiksvæði fþróttarinnar. Gonyea. „Hann var lítíllátur og setti sig ekM á ' « i i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.