Morgunblaðið - 14.09.1997, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 14.09.1997, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 1997 B 15 EINS og við má búast, hafa fjölmargar bandarískar kvik- myndir verið gerðar, þar sem hafnaboltaíþrótt- in ieikur stórt ■ hlutverk. Fyrir ) þá sem vilja kynna sér leikinn og stemmninguna í kringum hann er minnst hér á nokkrar þessara mynda. (Orion, 1988.) Árið 1919 gerðist eitt mesta hneykslið í sögu bandarísks hafnabolta. Chicago White Sox voru komnir í úrslitakeppnina á móti Cincinnati Reds, þegar hópur leik- manna Wliite Sox samdi við fjárhættuspil- ara um að tapa keppninni og þiggja fyrir dágóðar summur. Þetta vakti gífurlega reiði bandarísks almennings og átta leik- menn Wliite Sox voru settir í ævilangt bann sem atvinnumenn, þar á meðal einn frægasti Ieikmaður þess tíma, „ShoeIess“ Joe Jackson. Liðið var í mörg ár að rétta úr kútnum eftir þetta hneyksli, en hópur- inn sem spilaði 1919 gekk ævinlega undir skammarheitinu „Black Sox“. Hópur leik- ara fer á kostum í þessarri mynd, þeirra á meðal John Cusack, Christopher Lloyd, Charlie Sheen og Micahel Rooker. Leik- sljóri er rithöfundurinn og leikarinn John Sayles (City of Hope), en hann leikur einnig blaðamann í myndinni. (Universal, 1989) Það er kannski við hæfi að horfa á þessa kvikmynd,eftir að hafa séð Eight, Men Out. Ungur bóndi (Kevin Costner) í Iowa-ríki byrjar að heyra raddir, sem segja honum að byggja hafnaboltavöll á landi sínu. Eftir að völlurinn er tilbúinn, birtast þar löngu horfnir leikmenn íþróttarinnar. Fyrstur til að koma er einmitt „Shoeless" Joe Jackson, og stuttu síðar birtast félagar hans úr Chicago White Sox, þeir sem bann- færðir voru, árið 1919. Síðan bætist stöðugt í hópinn. En þegar á myndina líð- ur, kemur hinn raunverulegi tilgangur leikvangsins í ljós. Leikstjórinn, Phil Alden Robinson, fer stundum yfir strikið í tilfinn- ingaseminni, en fyrir unnendur hafnabolta er það skemmtilegur draumur að sjá allar helstu hetjurnar samankomnar á litlum velli, lengst útá kornökrum Iowa. „Þrjú högg og út með þig" GOÐSAGNIR hafnaboltans vestra - Babe Ruth og Lou Gehrig eða Járnhestur- inn en þeir léku saman tíu leiktímabil. háan stall, þótt hann hefði vel efni á því. Þetta tengist held ég líka einni af ástæðunum fyrir vinsældum hafnabolta hérna,“ heldur hann áfram. „Maður getur setið í stúkunni, horft á leikinn, og talið sér trú um að maður geti nú gert þetta eins vel og leikmennirnir. Það er auðvitað út í hött, en líttu á mennina sem eru að spila. Þeir eru sumir komnir vel á fertugs- aldur, komnir með kollvik, og líta ekkert sér- staklega út fyi-ir að vera í góðri æfingu. Maður gæti villst á þeim og John Smith, sem á heima í næsta húsi. Ástæðan er nefnilega sú að hafna- bolti er ekki aðeins líkamleg íþrótt, heldur að stórum hluta hugarleikfimi, og það tekur mörg ár að komast almennilega inn í leikinn.“ Við ræðum aðeins um launin sem þessir menn fá fyrir að spila. Eins og í öðrum at- vinnumannaíþróttum hér í landi, eru leikmenn giTðarlega vel launaðir - þeir bestu þéna millj- ónir dollara fyiTr hvert leiktímabil, auk þess að hala inn annað eins og meira fyrir auglýsingar. „Það sem er hins vegar öðruvísi við hafna- bolta,“ segir Gonyea, „er að í flestum tilfellum líða mörg ár, áður en leikmenn byrja að þéna af alvöru. Hafnaboltaliðin gera samninga við efnilega háskólastúdenta, alveg eins og í körfu- bolta og fótbolta, en í stað þess að senda nýlið- ana beint út á völl, þá eru þeh' sendir í nýliða- deildina (Rookie league), þar sem þeir hefja ferilinn. Liðin í aðaldeildunum (Major Leagu- es) eiga og reka síðan lið í undirdeildum (Min- or Leagues), þar sem verðandi stjörnur fá tækifæri til að þroska hæfileikana. Það geta síðan liðið nokkur ár, áður en leikmenn komast í aðalliðin. Sumir fá aldrei það tækifæri, og eyða ferlinum með einhverju liði sem keppir kannski í Norður Carolínu Deildinni, eins og aðalpersónan sem Kevin Costner lék í kvik- myndinni Bull Durham." Sérstakur leikur Meðal íþróttagreina sem stundaðar eru í þessu landi, hefur hafnabolti ákveðna sérstöðu, hvað reglur vai'ðar. Hafnabolti er eina íþróttin, þai' sem liðið í sókn er ekki með boltann, held- ur er það varnarliðið sem höndlar hann - aðal- lega kastai'inn og gríparinn. Eina skiptið sem sóknarliðið snertir boltann, er þegar hann smellur í kylfu þess sem slær. Leikvangurinn er líka sérstakur. Hann er í laginu eins og demantur (og dregur amerískt nafn sitt af því), og samkvæmt ströngustu skilgreiningu regln- anna, þá nær það svæði þar sem gildur (fair) bolti lendir, yfir einn fjórða jarðarkúlunnar, því að í rauninni eru engin endamörk á vellin- um - upphafspunkturinn er á heimahöfn, og endapunkturinn, þar sem hliðarlínurnar tvær mætast aftur, er nákvæmlega hinum megin á jarðarkúlunni. Hafnabolti og eilífðin „Ég trúi á hafnabolta. Ég hef reynt öll stærstu trúarbrögðin, ogflest af þeini smærri. Éghef tilbeðið Búdda, Allah, Brahma, Vishnu, Shiva, tré, sveppi og Isadóru Duncan. Ég veit ýmislegt. Það eru til dæmis 108 perlur í kaþ- ólsku talnabandi og það eru 108 saumar i hafnabolta. Þegar ég komst að þessu síðast- nefnda, ákvað ég að gefa Jesús séns. En það hreinlega gekk bara ekki upp. Guð veitti mér of mikla sektarkennd.... Það er nefnilega engin sektarkennd í hafnabolta - og manni leiðist aldrei. Leiktímabilið er langt og maður verður að treysta því. Þetta er alveg satt: ég hef reynt öll þessi trúarbrögð og eina trúin sem virkilega nærir sálina, daginn inn og daginn út - er trúin á hafnabolta.“ Þessi tilvitnun í Annie Savoy, persónuna sem Susan Sarandons leikur í kvikmyndinni Bull Durham, segir kannski aht sem segja þarf. Á síðustu setningunni fylgh' myndavélin Annie eftir, þegar hún gengur inn í stúkuna á heimavelli Durham Bulls, og líkingin við kirkju verður næstum þvi áþreifanleg. Kannski er heldur ekki að furða að fólk hafí líkt leiknum við trúarbrögð. Eins og í flestum trúarbrögð- um, þá er óendanleikinn til staðar í hafnabolta. Afmörkunin á hverri lotu leiksins er hvorki bundin við tímalengd né stigafjölda, heldur endar lotan þegar þrír leikmenn úr hvoru liði eru úr leik, vegna þess að þeir hafa ekki hitt boltann, varnarliðið hefur gripið hann á lofti frá þeim (flyball), eða þeir hafa ekki komist á fyrstu höfn eftir löglegt högg. Þótt það hafi ekki gerst ennþá, þá er þess- vegna mögulegt að leikur í hafnabolta verði óendanlega langur og vissulega gerist það oft að hætta þarf leik að kvöldi og ljúka við hann daginn eftir. Þar að auki er spilað til sigurs, þannig að ef staðan er jöfn efth' níu lotur, er leikið áfram þar til sigur vinnst í leiknum. „Þetta er eitt af því sem er svo heillandi við leikinn," segir Gonyea, „þessi vitund um að leikurinn fari fram í sínum eigin heimi; eins og hversdagurinn fyiTr utan skipti ekki öllu máli. Það er auðvitað blekking í sjálfu sér, að hugsa svona - ég meina, ég gæti ekki setið hérna til eilífðarnóns - en þetta er samt partur af róm- antíkinni sem umlykur hafnabolta, og þetta fmnurðu hvergi annars staðar í bandarískum íþróttum. Þegar maður síðan hugsar um að þetta er einmitt íþróttin sem hefur í gegnum árin sameinað kynslóðh’nar, þá er kannski eng- in furða að hafnabolti skipi eins mikilvægan sess í þjóðlífinu okkar og raun ber vitni,“ segir Don. „Eg er búinn að koma á þennan leikvang síðan ég var smástrákur, fyrst með afa mínum og pabba. Núna fer ég með fjögurra ára dóttur mína á leiki og við skemmtum okkur dável hérna saman.“ Níunda lotan er að renna sitt skeið á enda. Fólk er farið að tínast úr stúkunni, enda er ljóst að Tigers eru með öruggan sigur í höfn. Lokastaðan er 14 stig á móti 9 stigum þeirra Baltimore manna. Við bindumst fastmælum um að hittast á næsta leik. Höfundur er blaðamaður og skrifar fyrir Morgunblaðið frá Handan'kjunum. (Minor Leagues). Þau lið eru mörg í eigu stóru liðanna, og þar eru efnilegir leikmenn gjarnan aldir upp og þjálfaðir fyrir aðal- deildina. Háskólalið spila síðan í sínum eigin deildum, og flest bandaiTsk börn hafa einhvern tímann spilað hafnabolta í Litlu deild (Little League). „Balls“ og „Strikes" CAL Ripken jr. hjá Balti- more Orioles býr sig undir að kasta í leik gegn Boston Red Sox en hann hefur leikið allra manna flesta leiki bandarísku hafnarboltadeild- inni eða 2411 leiki í röð. AÐ væri efni í nokkrar blaðsíður Morgun- blaðsins, að ætla sér að útskýra reglur og skipulag bandarísks hafnabolta til hlítar. Hér verður þess vegna aðeins drepið á helstu atriðum leiksins, þannig að áhorfendur skilji að einhverju leyti hvað fer fram. Fyrst nokkur orð um deilda- fyrirkomulagið hjá atvinnu- mannaliðunum. Aðaldeildirnar (Major Leagues) eru tvær, Am- eríska deildin (American League) og Þjóðardeildin (National League). í hvorri deild leika 15 lið í þremur riðlum og fram á núverandi leiktímabil léku liðin aldrei utan sinnar deildar. Leiktímabilið hefst á vorin og því lýkur með úrslita- keppninni (World Series), seint í október, þai' sem sigurvegarar hvorrar deildar berjast um heimsmeistaratitilinn. Núver- andi heimsmeistarar eru New York Yankees. Auk aðaldeild- anna eru svæðisbundnar deildir Hafnaboltaleikvöllur er í lag- inu eins og demantur með réttu horni. I horninu er heimahöfnin, með heimaplötunni (home plate), þai' sem gríparinn, kylfarinn og einn af þremur dómurum standa. Utfrá heimahöfn liggja tvær línur og innan þeirra er það sem kallað er „fair ter- ritoi'y." Svæðið utan þeirra kall- ast „foul territory“. Á miðju vall- arins, 20 metra frá heimaplöt- unni, stendur kastarinn og kast- ar til kylfarans, sem reynir að sláboltann út á völl. I hvoru liði eru níu leikmenn. Leikurinn skiptist í níu lotur (innings) og í hverri lotu slá þrír leikmenn frá hvoru liði. Kylfar- inn stendur hjá heimaplötunni og gerir sitt besta til að slá bolt- ann, sem kastarinn sendir. Yfir heimaplötunni er ímyndaður kassi. Utlínur hans markast af lögun heimaplötunnar og hæð hans nær frá hnjám og upp að bringu kylfarans. Innan þessa kassa verður boltinn að koma frá kastaranum, svo kastið teljist gilt. Kylfarinn fær þrjár tilraun- ir til að hitta gilt kast, en í hvert skipti sem hann sveiflar, telst það sem tilraun (,,strike“), þó svo að kastið hafí verið ógilt. Fyrstu tveh- „foulballs" kylfings teljast vera tih-aunir, en þriðja „strike" getur ekki verið „foul- ball“, heldur verður að vera mis- heppnuð sveifla, eða gildur bolti. Þannig geta menn fræðilega staðið til eilífðar og slegið „foul- balls“ uppí stúku. Efth' þrjú „strikes" eru menn úr leik, eða „out“. Ef kastið er ógilt, og kylfarinn sveiflar ekki, þá kall- ast það „ball“, og ef kastarinn kastar þremur ógildum köstum, má kylfarinn ganga á fyrstu höfn. Þetta gera kastarar stund- um viljandi („walk the batter“), ef staðan í leiknum er tæp og kylfingurinn er góður. Góðir kastarar ráða yfír mörgum mismunandi aðferðum til að kasta boltanum; til eru „curveballs", „sinkers", „sliders" og „fastballs", þar sem kastarinn kastai' einfaldlega eins fast og hann getur. Snilld kylfingsins felst síðan oft í því að giska á, hvemig næsti bolti kemur, og sveifla eftir því. „Flyball“ og „Grand SIam“ Ekki er nóg að hitta boltann, því ef varnarliðið grípur hann á lofti er kylfingurinn úr leik. Ef höggið er gott, og lendir innan vallar, reynh' kylfingurinn að komast á fyrstu höfn. Sé liðs- maður hans þar fyrir, færir sá sig á næstu höfn. Til að skora stig, þarf kylfingurinn (sem nú er orðin að hlaupara), að komast á milli allra hafnanna og aftur heim. Það gera menn, þegar varnarliðið er að ná í bolta sem sleginn hefur verið út á völl. Einnig reyna menn oft að „stela höfn“, þ.e. að hlaupa milli hafna, þótt boltinn sé ekki í leik. Það sést stundum gert, þegar kastar- inn er um það bil að henda bolt- anum, eða ef gríparinn missir stjórn á boltanum á heimahöfn. Þetta bragð er þó varasamt, enda eru rúmir 25 metrar milli hafna og varnarmenn eru fljótir að bregðast við. Algengast er að sjá „þjófnað“ á annarri höfn, því í venjulegum vamarleik stendur enginn vamarmaður þar og þangað er lengst að kasta boltan- um frá heimaplötunni. Þegar kylfingur slær boltann útfyiTr völl og skorar heima- hlaup (homerun), er boltinn úr leik og stigið er tryggt. Bestu heimahlaupin era síðan þegar leikmenn eru á öllum þremur höfnum („bases loaded“). Þá skorar sóknarliðið fjögur stig og talað er um að kylfingurinn hafi hitt „Grand Slam“. Leiknum lýkur þegar spilaðar hafa verið níu lotur og annað liðið er yfir. Ef liðin eru jöfn eftir níu lotur, er spilað áfram þar til sigur vinnst. HAFNABOLTI snýst um baráttuna milli kylfings og kastara, sem getur komið boltanum á 160 kílómetra hraða og hitt lófa- stóran flöt í 20 metra fjarlægð. HAFNABOLTI í H0LLYW00D The Natural (Tri Star, 1984) | Robert Redford leikur hér ungan sveita- dreng, Roy Hobbs, sem þykir hafa ótrú- lega hæfileika í hafnabolta. Áður en hann fær tækifæri til að sýna hvað í sér býr, er hann skotinn af dularfullri konu. Mörgum árum síðar kemst liann að hjá einu af stór- liðunum, New York Giants, og sannar að hann hefur engu gleymt. Þetta er hugljúf mynd í leiksljórn Barry Levinsons (Avalon, 1 Rain Man), þar sem ástin á hafnabolta er í . fyrirrúmi. Bull Durham (Orion, 1988) Kevin Costner, Susan Sarandon og Tim Robbins fara hér á kostum í einni af bestu myndum leikstjórans Ron Shelton (Tin Cup, White Men Can’t Jump). Costner leik- ur sjóaðan hafnaboltamann að nafni Crash Davis, sem ráðinn er til liðsins Durham Bulls, sem leikur í Norður-Karólínu deild- inni. Crash fær það hlutverk að líta eftir i efnilegum, en nautheimskum kastara (Tim Robbins) sem er að hefja atvinnumannsfer- ilinn. Susan Sarandon leikur Annie Savoy, kennslukonu í Durham, sem elskar bæði leikinn og Ieikmennina. Hún hefur það fyr- ir venju að eiga í ástarsambandi við einn leikmann á hverju leiktímabili, og í þetta skiptið verður Robbins fyrir valinu. Það kemur hins vegar á daginn að Annie á meira sameiginlegt með Crash. Ásamt því að vera óður til hafnaboltans, er Bull Dur- ham einnig vel gerð og vitræn ástarsaga. Field of Dreams Eight Men Out

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.