Morgunblaðið - 26.10.1997, Side 10

Morgunblaðið - 26.10.1997, Side 10
10 B SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ Þeir sem koma fram í útvarpi eiga ekki að láta móðann mása, tafsa o g tuða, hika og hnjóta í viðurvist hljóð- nemans, skrifar Pétur Pétursson. Hlustend- ur eiga heimtingu á því að efnið sé tilreitt með þeim hætti að hnökrar séu sem fæstir. TIL SKAMMS tíma velktist eng- inn í vafa um hvernig ætti að bera fram ættarnafnið, sem blasir við augum í upphafi fyrir- sagnar. Það var eins og allir íslendingar væru „dús“ við at- hafnamenn þá, sem áttu hér stóreignir og höfðu fjölda starfs- manna í þjónustu sinni. Á húsi því, sem nú ber hið ömurlega og afkáralega heiti „Hitt húsið“ blasti við augum vegafarenda skrautlegt skilti með heiti versl- unar H.P. Duus, sem þar hafði aðsetur. Duus-feðgar, Peter Duus, sem kvæntur var Ástu Tómasdóttur Bech og sonur þeirra hjóna, Hans Peter Duus, stýrðu verslunum sínum í Reykjavík, Keflavík og víðar. Bryggjuhúsið við Vesturgötu, Geysishúsið gegnt því, Duus- portið við Aðalstræti og fleiri athafnasvæði minna á starfsemi feðganna og venslamanna þeirra, er lengi stóðu fyrir um- svifum í atvinnurekstri. Hróðný Pálsdóttir á Seltjarnarnesi, Ósk- ar verkstjóri í Haga og fleiri aldraðir Reykvíkingar gætu sagt frá minnisstæðum vinnudögum hjá Duus. Þeim dytti aldrei ann- að í hug en að nefna fyrirtækið DÚS. Ari Johnsen óperusöngvari, fyrsti lærði söngvarinn, var son- ur Guðrúnar, dóttur Péturs Duus. Ari gat sér frægðarorð fyrir óperusöng í Berlín, Ham- borg og Lundúnum. Stundaði síðar söngkennslu. Kenndi mörgum löndum sínum. Ari aug- lýsti í Vísi 19. mai 1923: „Islendingurinn Ari Jónsson óperusöngvari, Leifsgötu 7, ís- lands Brygge, Kaupmannahöfn býður íslendingum að stunda söngnám í Kaupmannahöfn, til- sögn. Hann hefir sungið í Weim- ar, Leipzig, Hamburg, Berlín, Hannover og v. 36 af lærisvein- um hans hafa lokið fullnaðar- prófi.“ Dómar um listhæfileika til sýnis Um þessar mundir er lesið úr ritum Þórbergs Þórðarsonar um lifnaðarhætti í Reykjavík á fyrri tíð. Lesarinn, þroskamikil og fjölhæf leikkona hafði eigi notið nauðsynlegrar fræðslu um fram- burð. Hún talaði um Dus- bryggju, en ekki Dúsbryggju. Þó hefðu verið hæg heimatökin fyrir þáttarstjórnendur í Efsta- leiti, að leita í söngvasafn Ríkis- útvarpsins. Þar má finna lag Bjarna Guðmunds- sonar (föður Hildar fréttamanns) og Lár- usar Ingólfssonar við ljóð Þórbergs Þórðar- sonar „Seltjarn- arnesið er lítið og lágt“. Tryggvi Tryggva- son og félagar sungu það á sinni tíð. I kvæði Þórbergs segir ennfremur: Prestskona fæddist í holt- inu hér, hún giftist manni sem hlær að mér.“ Hér á Þórbergur við frú Guðrúnu Pét- ursdóttur frá Hrólfsskála á Sel- tjarnarnesi, systur Sigurðar skipstjóra á Gullfossi. Eiginmað- ur hennar var séra Sigurgeir Sigurðsson, er síðar varð biskup. Þórbergur, Sigurgeir og Guð- rún munu öll hafa verið félagar í Ungmennafélagi Reykjavíkur. Sigurgeir var glaðlyndur maður og góðviljaður. Var spaugsamur og mun hafa hlegið dátt að ýmsum uppátækjum Þórbergs. Séra Sigurgeir var sóknarprest- ur á ísafirði á þeim árum, sem Þórbergur var þar tíður gestur hjá Vilmundi Jónssyni, er þar var þá héraðslæknir. Þórbergur segist hafa ort ljóðið í „sótt- hitakasti“ á Stýrimannastíg 9 haustið 1923 . .. Lagið segir hann að Bjarni Guðmunds- son og Lárus Ing- ólfsson hafi samið í járnbrautarlest í Rússlandi. „Sjald- gæfur viðburður, að íslenskir tónverkar- ar hafi smekk fyrir að semja lög við annað en sentimen- talan leir.“ Móðir annars tónskáldsins, Bjama, var hinsveg- ar ekki jafn hrifin af uppátæki sonar- ins. Nikólína Sig- urðardóttir var frá Pálsbæ á Seltjarnar- nesi. Heimir Þorleifsson sagn- fræðingur segir frá því í „Selt- irningabók" sinni að Nikólína hafi kunnað syni sínum „litlar þakkir fyrir þetta innilegg hans til vísna Þórbergs, sem hún taldi hinn versta samsetning". Um leið og fundið er að fram- burði í þætti Ríkisútvarpsins skal fúslega játað að þar hefir mörgum orðið á í messunni. Greinarhöfundur, sá er þessar línur ritar, er í þeim hópi. Lengi lifir í minni símhringing í leyni- númer Ríkisútvarpsins 4996 dag nokkurn árið 1941. Síminn var á gangi milli magnarasalar og þularstofu. Nýráðinn starfsmað- ur stóð við grammófón, sem á máli málhreinsunarmanna var nefndur „söngvél". Plata var lögð á fóninn og söngkonan kynnt með sænskum framburði: Engel Lund. Lögð sérstök áhersla á u-ið. Rétt í þann mund sem þulurinn, sem var sá er hér rifjar upp minningar, hafði sleppt orðinu kom góðviljaður hlutstandi til hjálpar. Hann sagði í símann: „Hvað er þetta, ungi maður. Vitið þér ekki að þetta er hún Gagga okkar. Gagga Lúnd. Litla stúlkan í apó- tekinu ... Það er hún, sem heit- ir Engel Lund á plötunni. Hún var alin upp í næsta húsi (Gamla apótekinu við Austurvöll). Gagga hefir ferðast um heiminn og sungið íslensk lög og ljóð. Góði minn. Þér verðið að vita þetta.“ Sá sem hér talaði og fræddi ungan fávísan mann reyndist vera Magnús Jónsson guðfræðiprófessor og alþingis- maður. Hann varð síðar formað- ur útvarpsráðs og ráðherra um skeið. Magnús Jónsson var fjöl- fróður og margvís maður, hvetj- um manni skemmtilegri. Það mætti rifja upp síðar. Hann hringdi seinna í sama síma. Þetta atvik varð umhugsunar- efni. Sýndi nauðsyn þess að leita upplýsinga og afla sér fróðleiks og vitneskju um flytjendur og efni, sem var á dagskrá hverju sinni. Þeir sem koma fram í út- varpi eiga ekki að láta móðann mása, tafsa og tuða, hika og hnjóta í viðurvist hljóðnemans. Hlustendur eiga heimtingu á því að efnið sé tilreitt með þeim hætti að hnökrar séu sem fæstir. Öldruð kunningjakona mín hringdi til mín fyrir alllöngu. Kvaðst hafa sent Ríkisútvarpinu bréf með ósk um að fá að lesa útvarpssögu. Hún fékk neikvætt svar frá framkvæmdastjóra Rík- isútvarpsins. Hann tjáði henni að hlustendur kysu „lærða leik- ara“ og treystu þeim einum til þess að lesa útvarpssögur. Nú kannaðist ég vel við þessa konu, sem til mín hringdi og vissi jafn- framt að hún hafði lesið sögur og annast útvarpsþætti með mestu prýði. Skýrmælt og áheyrileg. Ég furðaði mig á þessu svari framkvæmdastjóra, en vissi að konan sagði satt. Var fullvel kunnugt um yfirlætisfulla afstöðu svokailaðra mennta- manna, sem töldu einskisverðar prófgráður sanna yfirburði skriftlærðra og settu þá skör ofar alþýðu. Að sögn séra Árna Þórarinssonar voru þeir Eyjólfur „ljóstollur“ og Jóhannes bóndi Magnússon í Dal þeir menn sem hann heyrði „lesa með mestri prýði“. „Oft hef ég óskað þess, að háskólinn hérna og útvarpið hefðu haft þessa menn til að kenna prestum og útvarpsþulum frambuð," bætti séra Árni við frásögn sína. Hvorugur þeirra er prófasturinn nefndi naut svo- kallaðrar æðri menntunar. Eyjólfur „ljóstollur" Magnússon lærði bókband í Reykjavík. Það var allt og sumt. Duus-bryggjan hét áður Fischers-bryggja. Hún var við norðurhlið Bryggjuhússins, sem dró nafn sitt af þeirri staðreynd að þá fyrst var hægt að ganga þurrum fótum á land er Fischer faktor gekkst fyrir því framtaki að skip gætu lagst þar við fest- ar. Duus-fjölskyldan eignaðist verslun Fischers. Það varð öflug- asta útgerðarfyrirtæki hér á landi. Stóð veldi þess allt til árs- ins 1928. í Bryggjuhúsinu er nú rekinn veitingastaður. Það var lengi eitt höfuðein- kenni Ríkisútvarpsins og aðals- merki, að fróðleiksfús og vellæs alþýða átti sæmilega greiðan aðgang að hljóðnema í húsa- kynnum stofnunarinnar. Breyt- ing á þeim starfsháttum verður ekki til bóta. Hljóðnemi Ríkisút- varpsins á ekki að vera spýtu- bijóstsykur eða kjör-íspinni, sem gengur bara milli manna og munna í einskonar stjörnufáka- og hústökuliði í Efstaleiti. Mér kemur stundum til hugar hvort hér eigi að hefja nýskipan menntamála að hætti liðinnar aldar. Þá gaf Rasmus Rask út „Lestrarkver handa heldri manna börnum“. Sveinbjörn Hallgrímsson svaraði með því að gefa út „Nýtt stafrófskver handa minni manna börnum". Ljúkum svo þessu spjalli með því að þakka Margréti Helgu leikkonu fyrir ljómandi frammi- stöðu í fjölda hlutverka á leik- sviði og í útvarpi. Jafnframt ber að þakka Gísla Halldórssyni leik- ara ógleymanlegan lestur á góða dátanum Svejk. Höfundur er þulur. AÐALSTRÆTI 2, sem nú heitir Hitt húsið, var verslunarhús Duus-verslunar í upphafi þessarar aldar en eitthvað vafðist það fyrir mönnum hvort bera ætti fram sem Dus eða Dús. „Duus kaupir af þeim málfiskinn“ GAGGA okkar Lúnd en ekki Engel Lund. 1 il Y J A BÍLASALAN 1 SÍMI 567 3766 OG 577 2800. Toyota Carina E CU Daihatsu Charade CR. BMW 3251 Crand Cherokee Limited 4.0 Renault Clio RT Árg. 1993, ek. 63 þús. km. Steingrár. Sjálfsk., ABS hemlar, toppl., þjófavörn, álfelgur. Skipti á ódýrari. Verð kr. 1.220 þús. Árg. 1994, ek. 48 þús. km, dökkgrænn. Beinsk. 5 gíra. Verð 720 þús. Árg. 1992, ek. 89 þús. km. hvftur. ABS hemlar, topplúga, spoiler, 17"BBS álfelgur. Skipti á ódýrari. Verð kr. 2.200 þús. Árg. 1994, ek. 37 þús. km, rauður, Sjálfsk., leðurákl., álfelgur, ABS hemlar. Skipti möguleg á ódýrari. Verð kr. 3.100 þús. Árg. 1993, ek. 28 þús. km. Sjálfskiptur, vökvastýri. Fjarstýrðar samlæsingar. Verð kr. 780 þús. lUýja bílasalan ♦ Helgi Jóhannsson, lögg. bifreiðasali. ♦ Markús Þórhalisson, sölustjóri. ♦ Jósteinn Þorgrímsson, sölustjóri.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.