Morgunblaðið - 30.10.1997, Síða 8
MORGUNBLAÐIÐ
8 FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 1997________________________
FRÉTTIR
Eldri borgarar afhenda Alþingi kröfugerð um bætt hjör
ÞAÐ styttist nú líka í að ég bætist í hópinn, elskurnar mínar . . .
Hótelkostnaður langt
undir verðlistaverði
KRISTÍN Aðalsteinsdóttir, sölu-
stjóri á Hótel Cabin, sem var opn-
að í Reykjavík í sumar, segir að
tilkoma hótelsins hafi leitt til þess
að verð á hótelgistingu í borginni
sé lægra yfir vetrarmánuðina en
áður. Hótelstjórar nokkurra
stærstu hótela borgarinnar segja
hins vegar að verðið sé svipað og
í fyrra.
Cabin-hótel hefur mun minni
herbergi en önnur hótel en þeim
fylgja sturta, sjónvarp og sími.
Kristín segir að verðið hjá Cabin-
hóteli hafi verið uppundir helmingi
lægra enda borgi viðskiptavinir
annarra meira fyrir stærri her-
bergi. Frá því að vetrarverðskrá
tók gildi 1. október með lægra
verði í takt við minni eftirspum á
markaðinum hafi hins vegar önnur
hótel stórlækkað sitt verð og jafn-
vel farið niður fyrir Hótel Cabin.
Lækkandi
hótelkostnaður
Tveggja manna herbergi hjá
Cabin kostar í vetur 4.900 krónur
um helgar en 3.900 krónur virka
daga með morgunverði. Eins
manns herbergi kostar 3.300 krón-
ur en 3.800 krónur um helgar. Auk
þess eru 27 eins manns herbergi
sem ekki hafa glugga út úr húsinu
og kosta 2.000 kr. í miðri viku og
2.500 kr. um helgar.
„Nú hafa önnur hótel verið að
auglýsa lægri verð þannig að það
er greinilegt að þetta hótel hefur
orðið þess valdandi að hótel-
kostnaður hefur lækkað í Reykja-
vík yfir veturinn," segir Kristín.
Einar Olgeirsson, hótelstjóri
Flugleiðahótelanna Hótels Esju og
Hótels Loftleiða, lýsir annars kon-
ar verðþróun milli ára. Hann segir
að Flugleiðahótelin selji nú eins
manns herbergi á 3.900 krónur en
tveggja manna á 5.200. Sama verð
gildi helgar og virka daga. Þetta
sé sama verð og gilti að vetrarlagi
í fyrra. Hótelin bjóði auk þess til-
boð tengt flugfargjöldum þar sem
verð á tveggja manna herbergi sé
5.200 krónur.
Jónas Hvannberg, hótelstjóri
Hótels Sögu, segir að samkvæmt
verðskrá sé verð á tveggja manna
herbergi í vetur 10.700 krónur en
að hafi verið 10.600 kr. í fyrra.
gangi eru helgarpakkar þar sem
tveggja manna herbergi kostar
5.900 krónur. Það sé sama verð
á helgartilboði og í fyrra. Jónas
segir að þessi verð gildi eingöngu
um helgar en selt sé fullu verði
vírka daga. Eins manns herbergi
kostar 9.300 fullu verði, sem er
300 kr. hækkun frá í fyrra en á
helgartilboði er kostnaðurinn
4.900 en var 4.700 í fyrra, að
sögn Jónasar.
Helgartilboð
alla vikuna
Hvorki Einar, Jónas né Bjarni
Ásgeirsson, hótelstjóri Grand Hót-
els Reykjavíkur, kannast því við
að tilkoma Cabin-hótels hafi áhrif
á verð hótelþjónustu yfir vetrar-
mánuðina í Reykjavík. Bjarni segir
að Grand Hótel selji tveggja manna
herbergi á 10.300 krónur sam-
kvæmt verðlista en 6.300 á helg-
artilboði, sem samkvæmt upplýs-
ingum Morgunblaðsins gildir í raun
alla vikuna, nema við alþjóðlegar
pantanir. Að sögn Bjarna var helg-
artilboðið 5.900 krónur í fyrra.
Eins manns herbergi eru á helgar-
tilboðum seld á 4.800 en sam-
kvæmt verðlista er verðið 6.300
krónur.
Þýzkaland og Island bandamenn í NATO
Náin varnarsam-
vinna við Banda-
ríkin Evrópu holl
Werner Holzer
AVEGUM Varð-
bergs, Samtaka
um vestræna
samvinnu (SVS) og þýzk-
íslenzka vináttufélagsins
Germaníu hélt sl. Iaugar-
dag Werner Holzer, fyrr-
verandi aðalritstjóri
Frankfurter Rundschau,
opið erindi á Hótel Sögu
undir yfirskriftinni
„Þýzkaland og ísland eru
bandamenn í NATO“.
Áður en Holzer, sem hefur
meðal annars tekið þátt í
að rækta tengsl Þýzka-
lands við Norður-Ameríku
allt frá árinu 1950, flutti
erindið náði Morgunblaðið
tali af honum og fékk
hann til að tjá sig um
efnisval sitt.
„Þessi yfirskrift nær
yfir vítt svið. Það sem fyrirlestur
minn fjallar um er májefni sem
snertir hvort tveggja ísland og
Þýzkaland, það er hið breytta hlut-
verk Atlantshafsbandalagsins eft-
ir hrun Sovétríkjanna og stækkun
bandalagsins til austurs - hvaða
ríki fá fyrst að gerast aðilar og
hver ekki. Þar með kem ég að því
að fjalla um möguleikana og þörf-
ina á að setja NATO ný markmið.
Hvaða verkefnum getur það sinnt
í framtíðinni og hvers vegna er
það yfirleitt enn til?“
- En hvað um samband íslands
og Þýzkalands sérstaklega?
„Samband íslands og Þýzka-
lands innan NATO er fullkomlega
hnökralaust; það er enginn ágrein-
ingur milli þessara tveggja banda-
manna innan bandalagsins.
Ástæðurnar fyrir þessu eru fjöl-
þættar. ísland er eitt af stofnríkj-
um NATO - eftir því sem ég kemst
næst myndi bandalagið ekki heita
NATO ef ísland hefði ekki verið
með frá upphafi. Þessi áherzla í
nafni samtakanna á Norður-Atl-
antshaf skilst mér að hafi komið
til vegna eindreginnar óskar ís-
lendinga. Annars héti bandalagið
ef til vill ATO, Atlantic Treaty
Organization.“
Annað sem íslendingar og
Þýzkaland eiga sameiginlegt hvað
varðar samstarfið innan NATO
varðar tengsl bandalagsins við
hinn fyrrverandi óvin í austri.
Hvorug þjóðin vill að hin breytta
staða í heimsmálunum leiði til
nýrrar blokkamyndunar, hvort
sem er milli arftakaríkja Sovétríkj-
anna, Rússlands sérstaklega, og
NATO eða milli þessara ríkja og
Evrópusambandsins. Að þessu er
ekki hlaupið, það vitum við.
En ég sé líka hagsmuni íslands
og Þýzkalands fara
saman í hinu nýja sam-
starfi sem er verið að
koma á meðal ríkjanna
í kringum Eystrasalt.
Eystrasaltsráðið gæti
orðið gagnlegur vettvangur til að
byggja upp traust samstarf milli
Norðurlandanna, Þýzkalands, Pól-
lands, Eystrasaltsríkjanna þriggja
og Rússlands.
Síðan er annað sem varðar ís-
lenzka hagsmuni í þessu sambandi
beinlínis, bæði fyrr og síðar, en
það eru skipasamgöngur á haf-
svæðinu allt frá Murmansk til
Svalbarða og Grænlands sem og
í Eystrasaltinu. Ég tel að Þjóðverj-
ar hafi mikinn skilning á því
áhyggjuefni íslendinga, að ekki
verði með breytingunum skapaðir
nýir óvissuþættir. Mikilvægi Is-
lands í NATO lá jú ætíð fyrst og
fremst í landfræðilegri legu þess,
úti í Atlantshafinu.
►Werner Holzer er fæddur í
Zweibriicken í Þýzkalandi árið
1926. Hann hóf blaðamennsku-
feril sinn 1947 fyrir Mannheim-
er Morgen, Der Ruf og Siid-
deutsche Zeitung. Um tíma var
hann fréttaritari Siiddeutsche
Zeitung, Frankfurter Rund-
schau og Tagesanzeiger í
Ziirich. Einnig starfaði hann um
tíma sem blaðamaður í araba-
löndum, Afríku, Bandaríkjun-
um og Víetnam, eða þar til hann
tók við starfi aðalritstjóra
Frankfurter Rundschau árið
1973. Því starfi gegndi hann til
1991.1991-1995 vann Holzer
að því að koma á fót fréttastofu
í Washington fyrir þýzka sjón-
varpsfyrirtækið Vox og var
fréttastjóri þar, en er nú kom-
inn á eftirlaun.
- Mikilvægið lá í legu landsins,
segirðu, en hefur það þá ekki
lengur mikilvægu hlutverki að
gegna?
„Nei, ég vil ekki segja að Island
hafi ekki lengur mikilvægu hlut-
verki að gegna í NATO. Heimurinn
tekur ekki slíkum stakkaskiptum
þó að valdahlutföllinn færist eilítið
til. Með legu íslands hefur það
eftir sem áður mikilvægu hlutverki
að gegna, þó að þetta hlutverk
hafi breytzt nokkuð.
Framlag íslands til starfsemi
NATO tengist því sem ég tel að
sé meginástæðan fyrir því að
bandalagið er ennþá til. Það er
eina varnarbandalagið í heiminum
sem virkar. Þetta blasir við einkum
ef maður ber NATO saman við
Öryggis- og samvinnustofnun Evr-
ópu, sem bæði ísland og Þýzkaland
eru einnig aðilar að. Markmið
þeirrar stofnunar eru göfug, en
hún skilar ekki
nándarnærri sama ár-
angri og NATO gerir.“
- Er ekki rétt að
ísland og Þýzkaland
séu samheijar innan
NATO aðþvíleytinu að bæði lönd-
in vilji að Bandaríkin haldi áfram
virkri þátttöku í vörnum Evrópu?
Innan Evrðpu eru allháværar
raddir um að Evrópa sjái um sig
alfarið sjálf að þessu leytinu, ekki
satt?
„Jú, þetta er hárrétt. Það hefur
lengi verið togstreita fyrir hendi
milli svokallaðra „Atlantshafs-
sinna" og „Meginlandssinna" í
evrópskum stjórnmálum, líka inn-
an Þýzkalands. En ég hef alltaf
verið þeirrar skoðunar, að Megin-
landssinnarnir hafí rangt fyrir sér.
Það hefur sýnt sig að það er öllum
Evrópuþjóðunum til hagsbóta ef
Bandaríkjamenn taka virkan þátt
í varnarsamvinnunni."
ísland ber
ábyrgð á „N“-
inu í NATO