Morgunblaðið - 30.10.1997, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 1997 13
FRÉTTIR
Lengi verið vilji alþingismanna að gera landið að einu gjaldsvæði fyrir símaþjónustu
Ráðherra varaði við
kostnaðartilfærslum
Akvæði um að sama notkunargjald fyrir símaþjónustu skuli vera
alls staðar á landinu er að finna í fjarskiptalögnm sem samþykkt
voru á Alþingi í desember 1996.139. grein segir að notkunar-
gjald fyrir talsímaþjónustu hjá hverjum rekstrarleyfíshafa fyrir sig
skuli vera hið sama alls staðar á landinu eigi síðar en 1. júlí 1998.
ÁKVÆÐI þetta var sett í lögin að
tillögu meirihluta samgöngunefndar
og þegar hann mælti fyrir tillögunni
sagði Einar K. Guðfmnsson þingmað-
ur Sjálfstæðisflokks, formaður nefnd-
arinnar, að með þessu væri verið að
tryggja fyrri markmið sem fólust í
breytingu á fjarskiptalöggjöfinni vor-
ið 1995. Sagði Einar að breytingin í
eitt gjaldsvæði væri möguleg með
hliðsjón af tækniframförum, en rétt
væri að veita nokkum aðlögunartíma
svo að sem minnst röskun hlytist af.
Fulltrúar stjórnarandstöðunnar í
samgöngunefnd töldu hins vegar ekki
þörf á aðlögunartíma og fluttu þeir
tillögu um að landið yrði gert að einu
gjaldsvæði 1. júlí 1996.
Róttæk breyting
Umræða um að breyta landinu í
eitt gjaldsvæði hefur lengi verið við
lýði og í mars árið 1995 sagði Hall-
dór Blöndal samgönguráðgherra,
þegar hann kynnti fækkun gjald-
svæða Pósts og síma sem fól í sér
28-74% lækkun símkostnaðar utan
höfuðborgarsvæðisins, að til athug-
unar hefði verið að stíga þá skrefið
til fulls og gera landið að einu gjald-
svæði. Hann sagði að ákveðið hefði
verið að bíða með það þar sem t.d.
hefði þurft að koma til hækkun stað-
arsímtala ef farið hefði verið út í svo
róttæka breytingu.
í janúar sama ár lögðu þrír þing-
menn Alþýðubandalagsins, þau
Ragnar Arnalds, Margrét Frímanns-
dóttir og Jóhann Ársælsson, fram
frumvarp til laga á Alþingi um jöfn-
un verðlags, þar á meðal jöfnun sím-
kostnaðar. í frumvarpinu var gert
ráð fyrir að samgönguráðherra
skyldi ákveða eigi síðar en 1. apríl
1995 að landið allt yrði eitt gjald-
svæði og öll símtöl innanlands verð-
lögð á sama hátt, óháð vegalengdum
milli notenda.
Þegar Ragnar mælti fyrir frum-
varpinu sagði hann að ekki sæjust
nein rök eða sanngirni sem mæltu
með þvi að dýrara væri fyrir símnot-
anda í einum landsflórðungi en öðrum
að hringja til höfuðborgarsvæðisins,
og mishá gjöld eftir svæðisnúmerum
tvímælalaust leifar frá því símaþjón-
ustan var handvirk. Þarna væri því
um að ræða mismunun sem ætti
engan rétt á sér, væri algjörlega úr-
elt og ætti því tafarlaust að afnema.
Undir þetta tók Páll Pétursson
félagsmálaráðherra sem sagði að það
væri sjálfsagt mál að öll símtöl innan-
lands væru verðlögð á sama hátt, og
það væri „aldeilis ótrúleg íhaldssemi
hjá símanum að hafa þijóskast við
að stíga jöfnunarskrefið til fulls“.
Löngu úrelt svæðaskipting
í mars árið 1996 beindi Siv Frið-
leifsdóttir, þingmaður Framsóknar-
flokks, fyrirspurn til samgönguráð-
herra um það hvort til stæði að taka
upp eina gjaldskrá Pósts og síma
um land allt, en þá hafði gjaldsvæð-
unum fækkað niður í þrjú. Sagði hún
m.a. að það hlyti að vera kappsmál
að allir landsmenn hefðu sömu
möguleika til að hýta sér upplýsinga-
tæknina. Nefndi hún sem kost í því
sambandi að Póstur og sími „leggi
niður löngu úrelta svæðaskiptingu
landsins og taki upp einn taxta fyr-
ir öll almenn símtöl innanlands þann-
ig að allir sitji við sama borð.“
Halldór Blöndal samgönguráð-
herra sagði í svari sínu að það væri
rétt að pólitískur þrýstingur hefði
verið jafnvel svo áratugum skiptir
um að jafna þann mun sem verið
hefði á langlínusímtölum og innan-
svæðasímtölum. Hann sagði að ef
sú leið yrði farin að taka upp gjald-
skrá fyrir öll símtöl þá myndu inni-
falin skref hjá símnotendum á lands-
byggðinni hverfa því merkingarlaust
væri að hafa þau.
„Jafnframt liggur fyrir að þung-
inn af gjaldheimtunni mun færast
til í einhverjum mæli. Hann mun
áreiðanlega færast frá atvinnu-
rekstrinum yfir á einstaklingana, á
heimilin. Það mun verða kostnaðar-
tilfærsla frá fyrirtækjum yfir á heim-
ili ef landið verður gert að einu gjald-
svæði. Ég hygg að allir séu sam-
mála um það sem sett hafa sig inn
í þessi mál. Eigi að síður geta menn
talið að fyrir því geti verið rök. Það
er annað mál. Eins og sakir standa
er næsta skref sem tekið verður að
fækka gjaldsvæðum niður í tvö, sem
hefur auðvitað verulega lækkun í för
með sér . . . og halda áfram í átt
til fulls jafnaðar eins og hefur verið
stefna Póst og síma. Það að breyta
landinu einnig í eina gjaldskrá hefur
erfíðleika í för með sér í sambandi
við línuleigu og ýmislegt því líkt sem
sem skýrir auðvitað betur að kostn-
aðartilfærslan færist yfir á einstakl-
ingana, yfir á heimilin frá atvinnu-
rekstrinum, auk þess sem ýmsar
spurningar vakna í sambandi við
samkeppnisstöðu Pósts og síma síðar
meir þegar talsíminn verður gefínn
fijáls eftir tvö ár,“ sagði samgöngu-
ráðherra. Bætti hann síðar við að
auðvitað stæði til að sami taxti yrði
á Interneti um land allt.
Eitt brýnasta hagsmunamál
landsbyggðarinnar
I umræðum um málið sagði Guðjón
Guðmundsson þingmaður Sjálfstæð-
isflokks að jöfnun símkostnaðar væri
tvímælalaust eitt mikilvægasta og
brýnasta hagsmunamál landsbyggð-
arinnar, og Arnbjörg Sveinsdóttir,
þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði
það ekki vera vansalaust að einstakl-
ingar og fyrirtæki þessa lands skyldu
búa við viðskiptahindranir af því tagi
sem fælust í svæðaskiptingu hvað
gjaldskrá varðar. Sagði hún að gera
ætti landið að einu gjaldsvæði þegar
Póstur og sími yrði gerður að hlutafé-
lagi. Jón Kristjánsson þingmaður
Framsóknarflokks sagði að hann teldi
að kominn væri tími til að stíga skref-
ið til fulls ogjafna símkostnað. Tækn-
in stæði því ekki fyrir þrifum, því
kominn væri ljósleiðari hringinn í
kringum landið. Sú fjárfesting hefði
verið að mestu leyti greidd af erlend-
um aðilum þannig að fjárfestingar-
kostnaður ætti ekki að kalla á mis-
munandi gjaldskrá.
= HÉÐINN =
VERSLUN
SELJAVEGI 2 SÍMI 562 4260
SVIPMIKILL EÐALVAGN
frá aðeins 1.778 þúsund krónum!
Hyundai Sonata er flaggskip Hyundai flotans;
svipsterkur og glæsilegur bíll á góðu verði.
Hyundai er breiður og rúmgóður eðalvagn
með 139 hestafla 2000 vél og er einstaklega
lipur og mjúkur í akstri. Tveir líknarbelgir,
ABS bremsukerfi, styrktarbitar í hurðum o.fl.
tryggir öryggi farþeganna.
N Ú ER LAG - SONATA
<B>
HYunoni
- til framtíðar
B&L, Suðurlandsbraut 14 & Ármúla 13, Sími: 575 1200, Söludeild: 575 1220,
Fax: 568 3818, Email: bl@bl.is, Internet: www.bt.is