Morgunblaðið - 30.10.1997, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 1997 15
AKUREYRI
Ný aðferð við efnisöflun Kísiliðjunnar lofar góðu
Stefnt að tilraunum
í Mývatni sem fyrst
KÍSILIÐJAN við Mývatn.
Á VEGUM Kísiliðjunnar
í Mývatnssveit hefur ver-
ið unnið að rannsókn á
nýrri aðferð við efnis-
vinnslu í Mývatni. Rann-
sóknin fór fram í til-
raunastöð í Hollandi en
í framhaldi af þeim nið-
urstöðum sem nú liggja
fyrir, er stefnt að því að
hefja tilraunir við efni-
söflun í Mývatni með
þessari nýju aðferð sem
fyrst, jafnvel strax
næsta sumar.
Hreiðar Karlsson,
stjórnarformaður Kísil-
iðjunnar, segir niður-
stöður rannóknarinnar
það vænlegar að rétt sé að gera
tilraunir á því svæði í Mývatni þar
sem verksmiðjan hefur leyfi til efn-
istöku, þ.e. í Ytri-Flóa. Aðferðin
lýtur að því að sækja kísilgúrinn
undir botn vatnsins, án þess að
raska yfirborði botnsins.
Raunhæfur möguleiki
„Menn hafa líkt þessu við kýrplóg
en slík tæki hafa m.a. verið notuð
við að plægja niður jarðstrengi og
ræsa fram. Hugmyndin byggist á
því að fara undir botninn og at-
hafna sig þar. Við eigum hins veg-
ar langt í land með að gera þetta
að veruleika en menn telja sig sjá
fram á að þetta geti verið raunhæf-
ur möguleiki." Kísiliðjan hefur
vinnsluleyfi í Ytri-Flóa til ársins
2010 en talið er að búið verði að
hreinsa allan kísilgúr á svæðinu
árið 2004 eða 2005. Því leitar Kísil-
iðjan nýrra leiða við efnisöflunina.
Eins og fram kom í Morgunblað-
inu nýlega hafa landeigendur í
Vogum við Mývatn sent umhverfis-
ráðuneytinu erindi, þar sem óskað
er eftir því að gefin verði fyrir-
mæli um að Kísiliðjan dæli úr botni
Vogaflóa og Kálfstjörn. Landeig-
endur telja að svæði í Vogaflóa sé
orðið svo grunnt að silungur sé að
hverfa. Auk þess muni Kísiliðjan
væntanlega fá þar hráefni um ára-
bil. Landeigendur minna einnig á
Kálfstjörn, þar sem
einnig sé gott hráefni.
Svæðið sé hins vegar
alveg snautt af fiski og
mörgum andategund-
um og því mikilvægt að
það verði dýpkað.
Merkilegt álit í
umræðuna
Guðmundur Bjarna-
son umhverfisráðherra
segir að erindi landeig-
enda sé til skoðunar í
ráðuneytinu og hann
geti því lítið tjáð sig um
málið að svo stöddu.
Guðmundur sagði þó
merkilegt að fá álit
landeigenda inn í þá umræðu sem
framundan er.
í framhaldi af niðurstöðum rann-
sókna á þessari nýju aðferð við
efnisöflun sagðist Guðmundur gera
ráð fyrir að farið yrði fram á mat
á umhverfisáhrifum vegna hennar.
Þannig að það yrði skoðað ítarlega
hvort hægt væri að ná samkomu-
lagi um áframhaldandi efnistöku í
vatninu.
„Eftir að gerðar hafa verið til-
raunir með þessari nýju aðferð í
vatninu gætu mál farið að skýrast
eitthvað og þá hvort mögulegt er
að fá áframhaldandi námavinnslu-
leyfi út á nýjar vinnsluaðferðir,“
sagði Guðmundur.
Morgunblaðið/Kristján
Flutningabíll og
dráttarvél í árekstri
FLUTNINGABÍLL og dráttarvél
með mykjudreifara skullu harka-
lega saman á þjóðveginum á
Svalbarðsströnd um miðjan dag
í gær, með þeim afleiðingum að
bæði ökutækin höfnuðu utan
vegar. Okumaður dráttarvélar-
innar skarst á höfði og var flutt-
ur á slysadeild FSA en meiðsl
hans voru þó ekki talin alvarleg.
Ökumaður flutningabílsins slapp
ómeiddur.
Ökumaður flutningabilsins
hugðist fara fram úr dráttarvél-
inni við afleggjara inn á tún, á
sama tíma og ökumaður dráttar-
vélarinnar beygði inn á afleggj-
arann. Ökutækin rákust harka-
lega saman og stungust bæði út
fyrir veg. Dráttarvélin er mikið
skemmd ef ekki ónýt en m.a.
brotnuðu bæði afturhjól hennar
undan í látunum svo og annað
hjólið á mykjudreifaranum.
Flutningabíllinn skemmdist
nokkuð.
Kynning• á
skrifstofu-
búnaði
HLJÓMVER á Akureyri efnir
tii sýningar á skrifstofubúnaði
í verslun sinni við Glerárgötu
á föstudag frá kl. 9-18 og laug-
ardaginn 1. nóvember frá kl.
10 til 17. Meðal þess sem sýnt
verður og kynnt eru ljósritunar-
vélar, símbréfstæki, skjávarp-
ar, sjóðsvélar, reiknivélar,
skipuleggjarar og GSM-símar.
Morgunblaðið/Kristján
Um 700 nemendur hlupu
NEMENDUR Brekkuskóla tóku
þátt í Norræna skólahlaupinu í
siðustu viku. Alls tóku um 700
börn í 1.-10. bekk þátt og gátu
þau valið um að hlaupa 2,5, 5 eða
10 km. Einnig hlupu kennarar
og starfsmenn skólans. Jóhannes
Bjarnason, íþróttakennari sagði
tilganginn með hlaupinu m.a. að
stuðla að hreyfingu nemenda og
um leið væri þetta ágætis leið til
að brjóta upp skólastarfið.
Foreldraráð Síðuskóla
Kennaraskortur og
þrengsli há starfi
FORELDRARÁÐ Síðuskóla hefur
sent skólanefnd Akureyrar bréf þar
sem fram kemur að ráðið telji að
farsælt starf skólans sé í verulegri
hættu. Kennaraskortur og þrengsli
í skólanum séu meiri en við verði
unað og nefnt sem dæmi að um 30%
kennslukrafta séu leiðbeinendur,
rúmlega fimmtungur kennara hafi
sagt upp, fjöldi nemenda í mörgum
bekkjardeildum sé of mikill og sér-
hæft starfsfólk alltof fátt.
Hvetur foreldraráð íbúa skóla-
hverfisins til að þjappa sér saman
um skólann. Gerir ráðið þá kröfu til
bæjaryfirvalda, að veitt verði nauð-
synlegt viðbótarfjármagn til úrbóta
þegar í stað.
Guðmundur Sigvaldason sem sit-
ur í foreldraráðinu sagði að frá upp-
hafi hefði skólastarf verið farsælt.
Nú óttuðust menn að það gæti verið
í hættu. „Skólinn er að ganga í gegn-
um breytingarskeið,“ sagði Guð-
mundur og nefnir mikil þrengsli
vegna einsetningar. Sex kennslu-
stofur vantar til að fullnægja hús-
næðisþörf. Fram til þessa hafa að
jafnaði verið þijár bekkjardeildir í
árgangi, en nú í haust var sumum
þeirra skipt upp í tvo bekki sem þá
eru stórir, með allt að 30 nemendum.
Guðmundur sagði að það myndi
bjarga miklu ef ein laus kennslu-
stofa yrði sett á lóð skólans og ef
hægt væri að komast að samkomu-
lagi við foreldra barna í einni bekkj-
ardeild um að mæta í kennslu eftir
hádegi myndi það létta á og minnka
þrengsl.