Morgunblaðið - 30.10.1997, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 1997 27
LISTIR
Svanurinn
hlýtur lofsamlega
dóma á Spáni
SVANURINN, skáldsaga Guðbergs
Bergssonar, kom nýverið út á Spáni
í þýðingu Aitors Yraola, hjá bóka-
forlaginu Tuquets. Henni hefur ver-
ið mjög vel tekið af
gagnrýnendum og
fjallað hefur verið um
bókina og höfundinn í
mörgum spænskum og
suður-amerískum dag-
blöðum og tímaritum.
Viðtöl við Guðberg
birtust m.a. í tveimur
útbreiddustu dagblöð-
um Spánar, E1 País og
La Vanguardia og í
CAMBIO 16, einu
helsta vikutímariti
landsins.
í heilsíðugrein í La
Vanguardia fjallar
hinn þekkti rithöfund-
ur Robert Saladrigas
ítarlega um Svaninn og lýkur grein
sinni á þessum orðum: „Þetta er
falleg bók og nærgöngul og þar er
að finna að breyttu breytanda hinn
skapandi kjarna góðra bókmennta.
Mikilvægi hans er enn einu sinni
staðfest í þessari bók sem berst
okkur frá ljarlægu landi." Ævifer-
ill Guðbergs er einnig rakinn og
getið um lofsamlegan dóm Milans
Kunderas um Svaninn og höfund
hans. Þá er Svanurinn ein þriggja
bóka sem bókmenntagagnrýnendur
La Vanguardia telja bestu skáld-
verk júlímánaðar.
í þekktasta dagblaði Spánar, E1
País, var flallað um Svaninn. Þar
var hann í hópi þeirra fímm erlendu
bóka sem J. Emesto Ayala-Dip taldi
skyldulesningu bókmenntaunnenda.
í tímaritinu Qué leer fær bókin háa
einkunn og gagniýnandinn Carles
Barba segir lausn sög-
unnar snjalla og í anda
þeirra íslendingasagna
sem Jorge Luis Borges
hafí hrifíst svo mjög af:
„Telpan gengur ein-
sömul upp á ijall og
finnur vatnið, og síðan
svaninn, sem hún þekk-
ir úr frásögnum fólks-
ins í nágrenninu. Þessi
fundur er markaður
afar bjartri tilfínningu
þar sem guðdómurinn
og lífíð renna saman í
eitt og Guðbergur
Bergsson flytur okkur
á meistaralegan hátt.“
í tímaritunum E1 Sem-
anal og MÍA fær Svanurinn einnig
afar jákvæða dóma.
Þær góðu viðtökur sem bókin
fékk á Spáni leiddu til þess að hún
seldist upp og kom út í öðru upp-
lagi um það leyti er mánuður var
liðinn frá útgáfudegi. Eins hefur
Svanurinn verið gefinn út af bóka-
forlagi í Mexíkó sem dreifir henni
um alla Suður-Ameríku.
Svanurinn kom fyrst út hjá For-
laginu árið 1991 og hlaut íslensku
bókmenntaverðlaunin. Hún hefur
þegar komið út í Bretlandi, Dan-
mörku, Svíþjóð, Tékklandi, Frakk-
landi og Spáni. Á næsta ári er hún
væntanleg í þýskri þýðingu hjá hinu
virta forlagi Steidl.
Guðbergur
Bergsson
Börn í gleði og sorg
BOKMENNTIR
Barnabók
VINABÖND
eftir Sigrúnu Oddsdóttur. Mynd-
skreytingar Freydisar Kristjánsdótt-
ur. Barnabókaútgáfan 1997. Prent-
húsið ehf. - 72 blaðsíður.
„VEISTU hvað gerist ef maður
þekkir engan? - Kynnist! “ (b!s 5).
Þannig byijar barnasaga Sigrúnar
Oddsdótttur, „Vina-
bönd.“ Hildur tekur
Villu á orðinu og áður
en varir hefur hún
kynnst fjölmörgum
krökkum í sjávarþorp-
inu. Hún er úr borginni
og ýmislegt kemur á
óvart í samfélaginu.
Lífið er nátengdara
náttúrunni og atvinna
flestra tengist sjósókn
á einn eða annan veg.
Börnin eru opinskárri
og nota skrýtin orð eins
og að „vippa“ (bls. 11)
og „heybrók" (bls. 62).
Hildur byijar í skól-
anum og lífið heldur
áfram að koma á óvart.
Hún fer á skíði og hestbak og renn-
ir hýru auga til stráks í bekknum.
Smám saman opnast glufur inn í
heim hinna fullorðnu. Mamma Hild-
ar missir fóstur og foreldrar Villu
skilja. Að vissu leyti felur söguþráð-
urinn í sér hringrás því að til stend-
ur að Villa flytji í burtu með móður
sinni eftir skilnaðinn. Engu að síður
ætla vinkonurnar að halda áfram
að vera vinkonur eins og Hildur
hefur haldið áfram að vera vinkona
Stellu eftir að hún flutti frá borginni
í sjávarþorpið.
Vinabönd er Ijúfsár saga um sorg-
ir og gleði lítillar stúlku og vina
hennar í íslensku sjávarþorpi. Ekki
er talað niður til hins unga lesanda.
Hann er jafningi, einn af hinum í
gleði og sorg. Sorgin er ekki íþyngj-
andi til lengdar enda draga nýir at-
burðir aftur og aftur að sér athygli.
Eini gallinn á annars mjög trú-
verðugri og góðri frásögn felst í
persónusköpun innan fjölskyldna
Hildar og Villu. Fjölskylda Hildar
er samheldna menntaljölskyldan úr
borginni á meðan Villa tilheyrir
sundraðri sjómannsfjölskyldu í sjáv-
arþorpi. Pabbi Villu á við áfengis-
vandamál að stríða og mamma henn-
ar skefur ekki utan af hlutunum svo
aðkomukonunni úr borginni blöskrar
á stundum. „Fyrirgefið
þið, ég er svolítið sein
fyrir“ segir mamma
Villu, „ég hef enga skál
til að þeyta ijómann í
af því að strákurinn
skeit í skálina,“ segir
hún hispurslaust og
strýkur hárlokk frá
enninu með handarbak-
inu. Hildi finnst
mamma svolítið skrítin
á svipinn (bls. 19).
Þrátt fyrir hnyttna sýn
á samskipti . tveggja
ólíkra kvenna er upp-
bygging Ijölskyldunnar
því miður til þess fallin
að styðja við, alltof út-
breidda, fordóma gagn-
vart íbúum smárra sjávarþorpa á
íslandi.
Höfundurinn á auðvelt með að
setja sig í spor barnsins, skilar
raunsæjum og áhugaverðum sögu-
þræði frá sér í líflegum stíl og á
góðri íslensku. Sagan ætti að henta
yngstu lesendunum, strákum og
stelpum, einstaklega vel, enda er hún
ekki löng og línubilið gott. Fyrir
utan að sagan er auðvitað spenn-
andi og skemmtileg aflestrar. Gam-
an verður að fylgjast með næstu
sögum höfundarins.
Myndskreytingarnar eru hóflegar
og styðja vel við textann. Allur frá-
gangur er til stakrar fyrirmyndar.
Anna G. Ólafsdóttir
Sigrún
Oddsdóttir
Aðeins í 3 daga;
STÓRÚTSALA
MblMilM-MI
IMSMM MM tfSMM
1 nmlfinr íiiH nWrn hmtfi í niif
LdEiiiiiiur fiii mm iiih í piii
aS 48 miik
$ SUZUKI
--
SUZUKIBÍLAR HF.
Skeifunni 17 • Sími 568 5100
Mikið úrval góðra, notaðra bíla