Morgunblaðið - 30.10.1997, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 1997 31
AÐSENDAR GREINAR
Um fisk, fólk
og kvóta
ÞAÐ ER ekki nú-
tímalegt í dag að tala
um fisk og fólk. Það
skal tala um fisk og
kvóta. Fólkið er ein-
hvers staðar þar fyrir
utan og skiptir minna
máli. Byggðastefna er
ekki til, annað en lög-
mál stundargróðans.
Hvernig tekið var á
vandamálum Þingeyr-
ar við Dýrafjörð, bæði
seint og illa, var svo
sannarlega sönnum
fyrir breytingu í hugs-
unarhætti frá já-
kvæðri félagslegri
íhlutun ýmissa aðila
og til afskiptaleysis og tregðulög-
máls sem vekur óhug hjá mörgu
fólki nú til dags. Það leysir varla
þjóðfélagið undan skyldum sínum
við þegnana þótt gagnkvæmum
ávinningi fyrirtækja samvinnu-
manna og samstarfsfyrirtækja
þeirra til þess að efla sinn rekstur
sé í einhveijum tilfellum kastað á
glæ og menn hrekist af sorglegri
lítilmennsku frá vel leysanlegum
verkefnum og láti skeika að sköp-
uðu um afleiðingar.
Þorsteinn Jóhannesson, læknir
á ísafirði, var með sína einföldu
túlkun á afleiðingum kvótakerfis-
ins í blaðagrein í Morgunblaðinu
nú nýlega. Sem oddviti sjálfstæð-
ismanna á ísafirði, setti hann
marklítil orð á blað. Stuðningur
við flokk hans merkir einfaldlega
samkvæmt reynslu síðari ára,
óbreytt ástand ranglætis og vax-
andi vandræða fyrir vestfirsk
sjávarþorp. Boðuð lagasetning í
dag er sjáanlega til þess gert að
festa ranglætið í sessi. Hans
flokkur hefur of lengi haft völdin
í sjávarútvegsráðuneytinu til þess
að kenna öðrum um vitleysuna í
kvótakerfinu, of lengi haft tökin
' Byggðastofnun til þess að kenna
öðrum um seinaganginn þar og
mistökin. Afstaða bæjarstjórnar-
manna í ísafjarðarbæ gangvart
erfiðleikunum á Þingeyri verður
áreiðanlega rædd í bæjarpólitík-
inni þar vestra með vaxandi þunga
þegar líður að nýjum kosningum
og sjálfsagt verða einhverjar sjón-
hverfingar reyndar til þess að
breiða yfir skömm og skaða. Þor-
steinn hvetur til þess að þingmenn
þjóðarinnar geri nauðsynlegar
ráðstafanir vegna kvótakerfisins,
ekki síðar en á haustþinginu og
þetta veit hann að fólk á Vest-
fjörðum vill heyra. En hvort það
er trúverðugt í eyrum þess fólks
sem lengst beið eftir stuðningi
bæjarstjórnar ísafjarðarbæjar við
eðlilegar lausnir í atvinnumálum
á kjörtímabilinu, því verður hver
að svara fyrir sig. Og hver skyldi
yfirleitt trúa því á
Vestfjörðum eða ann-
ars staðar að einhverj-
ar raunverulegar
breytingar út úr sjálf-
heldu kvótakerfisins
séu í augsýn í höndum
núverandi ráðamanna
þjóðarinnar. Þing-
menn Vestíjarða hafa
m.a. átt sitt tækifæri
til þess að sameinast
um tillögur til úrbóta,
sameinast um það að
vinna vasklega í þess-
um grundvallarmálum
atvinnulífsins á Vest-
fjörðum. En því miður
er helst að sjá að
menn hafí sameinast um það eitt
að gera ekkert raunhæft í þessum
málum.
Að tala um fólk í sambandi við
fiskveiðar ætti að vera eðlilegt og
sjálfsagt. En hafa málin ekki þok-
ast nokkuð úr réttum fókus þegar
kerfið dregur réttindi fólks í sínum
heimabyggðum til fiskveiða - úr
byggðunum og lífsskilyrði breyt-
ast til hins verra án þess að ein-
Öll sanngimi mælir með
því, segir Sigurður
Kristjánsson, að kvót-
inn komi aftur í þær
byggðir sem hafa misst
hann.
staklingar ráði þar nokkru um.
Er það ekki svo að nú sé erfitt
að spóla til baka þá vitleysu sem
yfir hefur gengið með reglum um
framsal aflaheimilda og söfnun
þeirra hjá örfáum aðilum. Hvernig
væru þeir fáu og stóru settir ef
eignir þeirra í aflaheimildum væru
allt í einu þurrkaðar út. Slíkt yrði
augljóslega að gerast á löngum
tíma og nú er einnig orðið erfitt
að skila til baka kvótaukningu til
þeirra eignaraðila sem urðu að
þola skerðinguna á sínum tíma.
Það er öll sanngirni sem mælir
með því að kvótinn komi aftur í
þær byggðir sem misstu hann á
sínum tíma en þar er óvíst að finn-
ist sömu fyrirtækin og þar getur
verið óvíst að jafnvel fínnist fólk
eins og staðið er að þessum mál-
um. Hér hefði verið fyrirbyggjandi
gegn þeirri vá, sem sótt hefur að
ýmsum útgerðarstöðum, að koma
á byggðakvótum, að verulegu leyti
bundnum við fiskvinnslufyrirtæk-
in. Hvernig eru svo aðstæður að
verða í þessu landi fyrir nýja að-
ila, að byija í útgerð? Er það eðli-
legt og ákjósanlegt að það skuli
ekki vera neinar aðstæður?
Sameining útgerðarfyrirtækja
er oft til hagræðingar og sparnað-
ar þar sem stutt er milli staða.
Sameining milli landshluta og
þvert yfir landið getur stundum
sýnst furðulegt fyrirbæri og skýr-
ist sér í lagi af því kvótabraski
sem nú blómstrar. Það er fjár-
magnið sem ræður ferðinni og
þeir sem aðgang hafa að nægilegu
fjármagni, hafa einnig bestu að-
stöðuna til þess að gera góðan
hag - enn betri. Þess er þó að
vænta og þess sér merki nú þeg-
ar, að hvorki útgerð eða fisk-
vinnsla þrífist á braski til fram-
búðar, ef ekki er eðlilegur grund-
völlur til veiða og vinnslu. Hvar
ætli þá verði hert á sultarólinni
fyrst í rekstri hinna stóru fyrir-
tækja? Það verður gjarnan á litlum
stöðum sem eru svo óheppnir að
eiga allar ákvarðanir undir öðrum
og þá þýðir ekkert að tala gegn
hagfræði augnabliksins.
Byggðastefna hlýtur að vera
nauðsynleg til þess að skapa þann
ramma sem þarf til þess að frekar
verði kappkostað að gera rétta
hluti á réttum tíma, fremur en
draga allar ákvarðanir þangað til
skaði hefur skeð sem annars hefði
auðveldlega verið komist hjá.
Hinn mannlegi þáttur verður að
hafa þann forgang að fólk, hvar
sem það býr á landinu, fái skoðun
á sínum málum og pólitísk af-
skipti verði ekki aðeins sýndar-
leikur þar sem aðstoð berst of
seint og er of lítil og kemur ekki
til þeirra aðila sem helst áttu til-
kall til þeirrar aðstoðar. Það vax-
andi öryggisleysi sem íslenska
kvótakerfið með sitt tiltölulega
fijálsa framsal veiðiheimilda,
skapar fólki sem hefur lífsviður-
væri sitt af störfum við fiskveiðar
og fiskvinnslu, er ekki bjóðandi á
tímum tækniframfara og bættra
samgangna. Hér verður að bijóta
í blað til betri tíðar.
Ekki þarf þykka veggi Alþingis
til þess að loka fyrir útsýni ráða-
manna til framsækinna ráðstaf-
ana fyrir þetta blessaða land okk-
ar. Menn falla í þá gryfju að afs-
aka sig með því að þjóðfélagið sé
á valdi gróðahyggju sem aldrei
fyrr en gleyma því að slíkt kapp-
hlaup getur nokkuð fyrirvaralítið
opinberað annmarka sína og inni-
byggða fátækt. Ef það eru ennþá
sannindi að sú skylda hvíli á okk-
ur að skila umhverfi okkar í góðu
ástandi til barna okkar og í betra
ástandi en við fengum til umsjár,
þá verður mörgu að breyta sem
nú horfir til verri vegar. Aldrei
má gefast upp í erfiðleikum þessa
verkefnis og fólk lærir af reynsl-
unni. Þeir góðu menn, sem bregð-
ast skyldum sínum fyrir almenn-
ing, þurfa að læra sína lexíu og
þeir eru svo sannarlega ekki sjálf-
kjörnir til sömu afrekanna á nýj-
um degi, á nýjum degi athafna
og réttlætis sem verður að koma,
ekki síst í vestfirsku atvinnulífi.
Höfundur er fyrrv.
kaupfélagsstjóri.
Ráðist á verkafólk
í fiskvinnslu
í MORGUNBLAÐ-
INU um helgina er í
tvígang vegið illilega
að verkafólki í fisk-
vinnslu. í laugardags-
blaðinu er greint frá
aðalfundi Vinnslu-
stöðvarinnar í Vest-
mannaeyjum. Frá
fundinum berast skýr
skilaboð. Farið verður
fram á viðræður við
verkalýðsfélögin um
LAUSNIR á vandanum
og annaðhvort fallast
þau á breytingar á vin-
nutíma og bónusfyrir-
komulagi eða frysti-
húsunum verður lokað,
öðru eða báðum. Daginn eftir berg-
málar Reykjavíkurbréf Morgun-
blaðsins sama boðskap, en þar
stendur m.a.: „Það mundi koma
verulega á óvart, ef starfsfólk fýrir-
tækisins vildi heldur missa vinnu
en taka þátt í nauðsynlegum breyt-
ingum til að rekstur félagsins verði
hagkvæmur." Frekar er svo hnykkt
á þessu viðhorfi og sagt að boltinn
sé hjá verkalýðsforystunni og að
ábyrgð hennar sé mikil.
Ekki er allt sem sýnist í þessu
máli. Samkvæmt upplýsingum í
ársreikningi Vinnslustöðvarinnar
má ætla að launagreiðslur hafi ver-
ið um 900 milljónir króna á síðasta
rekstrarári. Tapið í botnfiskveiðum
og -vinnslu var hins vegar um 450
milljónir kr. skv. upplýsingum
Morgunblaðsins. Stjórnendur
Vinnslustöðvarinnar og Morgun-
blaðið eru sammála um að framtíð
fyrirtækisins ráðist af viðbrögðum
verkafólks við hagræðingartillög-
um. Ég bendi á að það þyrfti að
lækka launakostnað um 50% til
þess að eyða tapinu. Hvernig ætla
menn að ná því fram?
Ég sé ekki fyrir mér meiri ávinn-
ing af umræddum hagræðingarað-
gerðum en 10-15% nema ætlunin
sé að lækka laun verulega. Ég veit
ekki hve stór hluti af þessum 900
milljónum er vegna vinnslunnar, en
ef ég gef mér að það séu um 40%
eða um 360 milljónir kr. gæti hag-
ræðingin skilað um 35-50 milljón-
um kr. í afkomubata. Fráleitt er
að það skipti sköpum í 450 milljóna
kr. tapi.
Stærstur hluti vandans liggur í
öðru en launum verkafólks og það
er bæði rangt og ósvífið af forsvars-
mönnum Vinnslustöðvarinnar að
gera verkafólk ábyrgt fyrir slæmri
stöðu fyrirtækisins.
Þetta heitir að árinni
kennir illur ræðari. Af
fréttinni má greina að
vandinn liggur í því að
hráefnið er of lítið sem
fer í vinnsluna, fyrir-
tækið er of skuldsett
og fjárfestingar hafa
ekki skilað sér í bættri
afkomu. Ég get ekki
fallist á að verkafólkið
beri ábyrgð á þessu og
enn síður að lausnin
liggi í því að fækka
pásunum.
Ég efa ekki að for-
svarsmenn verkafólks
eru tilbúnir að ræða
vinnutímabreytingar en þá til þess
að skila sínu fólki hærri launum.
Helsta vandamálið í vinnslunni er
láglaunastefnan og skortur á metn-
aði forstjóranna til að breyta henni.
Vandi landvinnslunnar er ekki
nýr af nálinni og hefur verið til
umræðu um margra ára skeið. Á
síðasta vori flutti ég frumvarp sem
Ég skora á Morgunblað-
ið, segir Kristinn H.
Gunnarsson, að beina
sjónum sínum að því að
jafna skilyrði milli land-
vinnslu og sjóvinnslu.
ætlað er tii þess að jafna starfsskil-
yrði landvinnslu og sjóvinnslu. Ég
man vel eftir umfjöllum Morgun-
blaðsins um það fyrir nærri áratug.
Þá kom það fram að frystiskipum
verður meira úr sínum kvóta en
öðrum. Var því haldið fram að
munaði 20-25% sem frystiskip
hefðu framyfir ísfiskskip. Þetta
þýðir einfaldlega að vinnslan í
frystiskipunum er að greiða sem
því svarar lægra fiskverð en land-
vinnslan. Það er gríðarlegur munur
enda hráefniskaup langstærsti
kostnaðarliður vinnslunnar. Ég
skora á Morgunblaðið að beina sjón-
um sínum að því að jafna skilyrði
milli landvinnslu og sjóvinnslu
fremur en að hengja verkafólk í
Vestmannaeyjum og Þorlákshöfn
upp í hæsta tré.
Höfundur er þingmaður
Alþýðubandaiagsins.
Kristinn H.
Gunnarsson
/\(v>/ //V\\\v\ - Ciæbavara
GjdfdVdid mdtdl 0(J kdflísleil.
Allii verðflokkdi. - •
VERSLUNIN
Heinisfiægir hönnuðir
iii.d. Gidimi Veisdt e.
Laugavegi 52, s. 562 /2-'t i.
Rpninlarsala
vegna breytinga
10-40% afsláttur
Fataskápar, skenkar, borðstofuborð, rúm, stólar,
myndir, kistur, borðbúnaður o.fl.
Opið sunnudag frá kf. 13-17 J
íkbú
Austurstræti 8
Kjör
ir