Morgunblaðið - 30.10.1997, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 30.10.1997, Qupperneq 33
32 FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 1997 33 JllrogtiiiÞlftfetfe STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. MENNTUN SJÓMANNA ÞJÓÐIN BYGGIR afkomu sína að mestu á sjávarút- vegi og mun svo verða um ófyrirsjáanlega framtíð. Þess vegna skiptir miklu máli, að íslenzkir sjómenn njóti beztu menntunar, sem völ er á hverju sinni, og mikilvægi hennar eykst stöðugt eftir því sem tækninni fleygir fram. Þungamiðjan er menntun skipstjórnar- manna, jafnt á fiskiskipum sem farskipum, svo og vél- stjóra. Menntun sjómanna er mjög til umræðu nú vegna hugmynda um nýja leið til reksturs Sjómannaskóla ís- lands, þ.e. Stýrimannaskólans og Vélskólans, og vegna húsnæðismála þeirra. Menntamálaráðherra, Björn Bjarnason, hreyfði þeirri hugmynd sl. vor við Kristján Ragnarsson, formann LÍÚ, að sjávarútvegurinn komi að rekstri Sjómannaskólans og telur hann það vel koma til greina. Kristján telur að atvinnugreinin eigi að bera ábyrgð á skólanum og námsefni, enda sé hún mun hæfari til þess en opinber- ir embættismenn. Hann bendir á Verzlunarskólann í þessu sambandi og telur rekstrarform hans miklu nú- tímalegra og opnara fyrir breytingum en núverandi rík- isrekstur. Þetta eru mjög athyglisverðar hugmyndir og full ástæða er til, að helztu samtök og fyrirtæki sjávar- útvegs og siglinga hrindi þeim í framkvæmd sem allra fyrst. Þörf er á skjótum viðbrögðum vegna þess, að tillögur hafa komið fram um að flytja Sjómannaskólann á brott úr „háborg íslenzku sjómannastéttarinnar“ eins og for- seti lýðveldisins, Sveinn Björnsson, kallaði bygginguna er hornsteinn var lagður að henni á sjómannadaginn 1944. Hún er nú illa farin vegna viðhaldsleysis og kosta viðgerðir töluvert fé. Tillögur hafa komið fram um, að Kennara- og uppeldisháskólinn fái bygginguna til af- nota, en Sjómannaskólinn verði fluttur að Höfðabakka. Stjórnendur hans telja kostnað vegna flutnings verða margfalt meiri en kostnaðinn við endurnýjun núverandi húsnæðis og þau útgjöld verði að greiða, þótt öðrum verði fengin byggingin til afnota. Enginn vafi er á því, að bygging Sjómannaskólans er tengd sjómannastéttinni í hugum landsmanna og brottflutningur hans þaðan er mikið tilfinningamál. Skólastjórarnir, kennarar, nemendur og starfsfólk, svo og ýmis samtök sjómanna hafa mótmælt öllum slíkum tillögum. Rök fyrir brottflutningi þurfa því að vera sann- færandi og augljós til að friður verði um hann og þau blasa ekki við. GRUND75 ÁRA FYRIR 75 árum, í endaðan októbermánuð árið 1922, var Elli- og hjúkrunarheimilið Grund vígt og tekið í notkun. Forystumenn þess voru í hópi brautryðjenda - þeirra sem brutu ís að öldrunarþjónustu hér á landi. Farsæl starfsemi stofnunarinnar spannar nú þrjá aldar- fjórðunga og umfangsmikla öldrunarþjónustu, bæði í höfuðborginni og í Hveragerði. Hún var og á sinn hátt kveikjan að þeirri víðfeðmu öldrunarþjónustu, sem nú er veitt víðast hvar á landinu, þótt enn þurfi betur að gera, einkum að því varðar hjúkrunarrými fyrir aldraða. Meðalævi íslendinga hefur lengst um áratugi á 20. öldinni. Breytt aldursskipting þjóðarinnar kallar á vax- andi öldrunarþjónustu. Þvi kalli hefur Elli- og hjúkrunar- heimilið Grund, sem raunar er eina elliheimilið á land- inu sem komið er á ellilífeyrisaldur, reynt að svara eft- ir mætti. Þar eru nú liðlega 260 heimilismenn, þar af 160 í hjúkrunarrýmum. Hliðstæðar stofnanir hafa víða risið, sem fetað hafa slóð brautryðjendanna. Eftirspurn eftir öldrunarþjón- ustu er samt sem áður verulega meiri en framboðið, einkum eftir hjúkrunarrýmum. Aðkallandi er að útrýma biðlistum öldrunarsjúklinga. Þeir samræmast hvorki mannúð né menningu. Fólk sem skilað hefur samfélag- inu langri starfsævi, á rétt á því að búa við þá heilbrigð- isþjónustu, sem aðstæður þess krefjast, sem og þokka- legri afkomu á efri árum. írar kjósa sér forseta til næstu sjö ára Reuters KEPPINAUTAR í írsku forsetakosningunum komu saman í sjónvarpssal til lokakappræðna á þriðjudag. Á myndinni eru frá vinstri: Mary McAleese, Adi Roche, „Dana“ Rosemary Scallon, Mary Banotti og Derek Nally. I fótspor frú Robinson Forsetakosningar fara fram á írlandi í dag og reynist skoðanakannanir réttar mun lögfræðiprófessorinn Mary McAleese verða arftaki Mary Robinson, sem notið hefur gífur- legra vinsælda í embætti. Ásgeir Sverrisson kynnti sér frambjóðendur og ræddi við frétta- skýrendur á írlandi um kosningamar en fjór- ar konur vom í framboði að þessu sinni. BREYTINGAR Á STARFSEMI LÍFEYRISSJÓÐA ______________Iðgjald í lífeyrissjóði_______________ 6% af heildarlaunum frá atvinnurekanda eins og áður. 4% af heildarlaunum launþega eins og áður. Ríkisstjórnin hefur gefið yfirlýsingu um að heimildir í skatta- lögum verði rýmkaðartil frádráttar iðgjalds úr 4% í 6%. Launþegi getur þá ráðstafað viðbótinni í lífeyrissjóð. Lágmarksréttindi samkvæmt 4. grein 56% af launum miðað við 40 ára inngreiðslutíma og taka lífeyris hefjist við 70 ára aldur. Aukinn sveigjanleiki um ráðstöfun iðgjalda Ef 8-9% iðgjalda dugar fyrir lágmarks tryggingarvernd má lífeyrissjóður ákveða að þetta hlutfall iðgjalda fari til samtryggingar. Afgangurinn, a.m.k. 1 -2%, getur þá farið í séreignarsjóð. Lágmarksiðgjald verður eftir sem áður 10%. Framkvæmdastjóri Frjálsa lífeyrissjóðsins um lífeyrissjóðafrumvarpið Felur í sér rýmri aðildarskyldu IRAR ganga að kjörborðinu í dag og velja sér forseta til næstu sjö ára, sem bíða mun það erf- iða verkefni að feta í fótspor Mary Robinson, er notið hefur mikilla vinsælda í þessu embætti frá því hún var kjörin árið 1990. Kosningarnar eru sögulegar að þessu sinni fyrir þá sök að fjórar konur eru í framboði en að- eins einn karl og sýnir það hver áhnf kjör Mary Robinson hefur haft á Ir- landi. Konurnar fjórar hafa enda lagt sig í líma við að líkjast frú Robinson sem mest í kosningabaráttunni en ef marka má nýjustu skoðanakannanir getur aðeins snörp fylgissveifla komið í veg fyrir að Mary McAleese, sem er 46 ára gömul og prófessor í lögum, verði næsti forseti írlands. Kosningarnar nú eru til marks um þau þáttaskil sem kjör Mary Robinson markaði árið 1990. Fram að því hafði forsetaembættið verið ætlað eldri körl- um í dökkum fötum, sem tóku á móti trúnaðarbréfum sendiherra og sögðu fáein orð þegar þörf var talin á við opinber tækifæri. Embætti þetta varð engan veginn bendlað við endurnýjun, umskipti eða stöðu írsku þjóðarinnar á alþjóðavettvangi. Einstakur forseti Allt þetta breyttist með kjöri Mary Robinson. Hún fyllti embættið nýjum þrótti eftir að hún hafði óvænt verið kjörin enda nánast utangarðsmaður í pólítísku tilliti er þún kom fram á sjón- arsviðið. Forseti írlands hefur lítil sem engin völd en Mary Robinson tókst að vekja athygli á málum sem heims- byggðin hafði tilhneigingu til að hundsa auk þess sem hún gerði emb- ættið alþýðlegra á heimavelli. Forsetinn æddi um Sómalíu er land- ið var við að leysast upp í borgarastyij- öld og heimsótti þrívegis Rwanda er morðæðið reið yfir þar. Með ferðum sínum til fátækra þróunarríkja gæddi hún embætti forseta Irlands nýrri sið- ferðislegri dýpt, sem vakti athygli er- lendis og hrifningu í heimalandi henn- ar. „írar hafa aldrei átt forseta eins og Mary Robinson og margir spyija hvort nokkur von sé um að slíkur for- seti verði aftur kjörinn. Það er enginn vafi á að landsmenn hefðu almennt viljað að hún héldi áfram. Hún gjör- breytti þessu embætti," sagði Patrick Comerford, blaðamaður við írska dag- blaðið The Irish Times, í samtali við Morgunblaðið. Er Mary Robinson ákvað að láta af embætti skömmu áður en kjörtíma- bil hennar rann út til að taka við starfi Mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóð- anna þurftu írskir stjórnmálaflokkar að bregðast hart við. Tilnefningar þeirra sýndu hins vegar hversu margt hafði breyst á írlandi á þessum sjö árum. Á það ekki síst við um hug- myndir um stöðu konunnar í samfélag- inu, sem forðum var talið henta best að vera „berfætt og barnshafandi að störfum í eldhúsinu" eins og stundum var sagt. Eftir að einn vinsælasti stjórnmála- maður írlands, John Hume, hafði látið þau boð út ganga að hann hygðist ekki verða í framboði, tilnefndi stærsti flokkur írlands, Fianna Fail, lagapró- fessorinn Mary McAleese, sem hefur nú mjög trausta forustu ef marka má skoðanakannanir. Katólskur íhaldsmaður McAleese er fædd árið 1951 og er óvenjulegur frambjóðandi fyrir þá sök að hún er fædd á Norður-írlandi. Erf- itt er hins vegar að henda reiður á nákvæmlega hver lífssýn hennar og heimspeki er. Hún virðist í senn vera katólskur íhaldsmaður og þokkalega róttækur „um- bótasinni". Þannig hefur hún haldið fram hefðbundnum strangkatólskum viðhorfum hvað varðar fóstureyðingar og andstöðu við hjónaskilnaði en á hinn bóginn hefur hún stutt nokkur baráttumál fijáls- lyndra svo sem þau að samkynhneigð- um verði tryggð full mannréttindi og prestar fái að ganga í heilagt hjóna- band. „Skoðanir hennar eru mótsagna- kenndar um margt og hún hefur leitt ákveðnar spurningar hjá sér. Stjóm- málaskoðanir skipta hins vegar litlu þar eð forseti landsins hefur engin pólitísk völd og því hefur þetta ekki unnið gegn henni,“ segir Patrick Com- erford. Nuala O’Faolain, einn þekktasti dálkahöfundur Ira nú um stundir, seg- ir í samtali við Morgunblaðið að McAleese sé engan veginn fijálslynd eða „femínisti". „Hún getur alls ekki talist frambjóðandi, sem boðar kven- frelsi. Hún er hægri sinnaður katól- ikki og fulltrúi hinnar stofnanavæddu kirkju. En hins vegar má ekki gleyma því að yfirgnæfandi meirihluti þjóðar- innar fer í messu að minnsta kosti einu sinni í viku.“ McAleese hefur líkt og hinar kon- umar þijár sem í framboði eru, reynt að líkja eftir Mary Robinson í kosn- ingabaráttunni og gildir það bæði um fas hennar og klæðaburð. Þær hafa, eins og fyrirmyndin, klæðst síðum jökkum en hárið er stuttklippt sem sérfróðir telja til þess fallið að skapa ímynd fijálslegs „hressileika og lífs- þróttar". En McAleese á meira sam- eiginlegt með frú Robinson en hár- greiðsluna því aðeins 24 ára gömul tók hún við kennarastöðu hennar í lögum við Trinity College er sú fyrr- nefnda flutti sig um set. Báðar reyndu þær á sínum tíma á ná kjöri til þings en mistókst það. Báðar eru fyrst og fremst metnaðarfullar menntakonur, fulltrúar nýrra tíma á írlandi. Stórgreind og full metnaðar En þótt þessar tvær konur kunni að virðast líkar á yfirborðinu greinir margt þær að þegar betur er að gáð. Patrick Comerford bendir á að bak- grunnur þeirra sé gjörólíkur. „Mary Robinson er af miðstéttarfólki komin og var fulltrúi vinstri aflanna 1990. Mary McAleese er hins vegar af held- ur fátæku fólki komin og ólst upp á meðal þjóðemis- sinna á Norður-írlandi. Það er því engan veginn svo að stuðningsmenn Mary McAleese séu að leita eftir einhvers konar spegilmynd af Mary Robinson. Þær eru um margt mjög ólíkar konur.“ Nuala O’Faolain tekur dýpra í ár- inni: „Mary McAleese á ekkert sam- eiginlegt með Mary Robinson. Hún mun vafalaust sinna störfum sínum óaðfinnanlega sem forseti en hún mun ekki gera það af innlifun og tilfinn- ingu líkt og Mary Robinson gerði. Mary Robinson hóf embættið upp yfir stjómmál en nú hefur Mary McAleese neytt okkur til að horfast í augu við þá staðreynd að það búa líka Irar á Norður-írlandi en því hefur þjóðin vilj- að gleyma.“ Mary McAleese er sögð sérlega greind kona og reynsla hennar af sjón- varpi þykir hafa nýst henni vel í þess- ari kosningabaráttu. Eftir að hafa kennt lögfræði við Trinity College í íjögur ár gerðist hún sjónvarpsfrétta- maður um tveggja ára skeið. Hún er „réttu megin við miðjan aldur" eins og viðmælendur á írlandi orðuðu það og geislar af sjálfstrausti, sem skilar sér sérlega vel í gegnum sjónvarp. „Hún á ekki neitt það til sem kallast getur sjálfsefi og virðist á köflum vera heldur tilfinningasnauð," segir Nuala O’Faolain en bætir við að enginn geti efast um hæfni Mary McAleese. Árás fyrrum samherja Verkamannaflokkurinn studdi framboð frú Robinson fyrir sjö ámm en stendur nú að baki Ádi nokkurrar Roche, sem þekkt er fyrir baráttu sína á vettvangi umhverfismála, einkum gegn notkun kjarnorku og rekið hefur góðgerðarsamtök til að aðstoðar börn- um, sem urðu fórnarlömb kjamorku- slyssins í Tsjemobyl. Framboð hennar fór vel af stað og um tíma var Roche með mest fylgi frambjóðenda í skoðanakönnunum. Roche, sem er 42 ára, varð hins vegar fyrir miklu áfalli er fyrmm félagar í samtökunum komu fram opinberlega og lýstu yfir því að þeir myndu ekki styðja hana því hún hefði jafnan sýnt mikinn yfírgang í öllum störfum sín- um. Gengu þeir svo langt að segja að stjórnarhættir hennar hefðu verið „stalínískir". „Ég get verið ákveðin. Ég var í raun og vem aldrei „Tsjernobyl-engill- inn“. Enginn er dýrlingur í iifanda lífi,“ sagði Roche er hún reyndi að bera hendur fyrir höfuð sér en það var um seinan. „Þessar ásakanir lögðu fram- boð hennar í rúst og hún hefur aldrei náð sér strik eftir þetta," segir Patrick Comerford. Nuala O’Faolain telur hins vegar að áhrif þessa hafi verið gróflega of- metin og að Roche hafí einfaldlega fallið í skuggann af miklu hæfari frambjóðanda. „í hugum íra tengist hún hippa-heimspeki sem einfaldlega höfðar ekki til þjóðarinnar og vekur engan áhuga. Nú um stundir hugsa írar um tvennt: Norður-írland og fóst- ureyðingar," segir hún. Virt og reynd Þriðji fulltrúi valdakerfísins á ír- landi heitir Mary Banotti og er 58 ára. Hún er fulltrúi Fine Gael, helsta stjórnarandstöðuflokksins og er eini frambjóðandinn sem hefur reynslu af stjórnmálastörfum en hún hefur setið á Evrópuþinginu frá 1984. Mary Ban- otti er um margt athyglisverður fram- bjóðandi, hún er fráskilin, hjúkmnar- kona að mennt, var áður gift ítöiskum lækni og bjó um íjögurra ára skeið í Rómarborg. Hún hefur starfað í þró- unarlöndum, barist fyrir hagsmunum kvenna og látið sig umhverfismál varða. Árið 1989 sá framkvæmda- stjórn Evrópubandalagsins, sem þá var, sérstaka ástæðu til að vekja at- hygli á frammistöðu hennar á Evrópu- þinginu. Viðmælendur Morgunblaðsins á ír- landi bentu á að þrátt fyrir að Mary Banotti væri eini frambjóðandinn sem kæmi úr stjómmálalífinu hefði hún ein ekki orðið fyrir persónulegum árásum og aurkasti. Banotti nýtur virðingar fyrir dugnað sinn og elju. Dana snýr aftur Sá frambjóðandi sem þekktastur er erlendis er söngkonan „Dana“, sem forðum heillaði Evrópubúa er hún tryggði írum sigur í söngvakeppni Evrópu árið 1970 með laginu „All Kinds of Everything". Dana, sem raunar heitir Rosemary Scallon, býr nú í Alabama í Bandaríkjunum og starfar þar við trúarlega útvarpsstöð auk þess sem hún hefur haldið söng- ferlinum áfram með heldur litlum ár- angri. Margir hafa átt erfítt með að taka framboð hennar alvarlega og yfírlýsing hennar þess efnis að hvergi væri kveðið á um það í stjórnarskrá írlands að forsetinn mætti ekki syngja, mæltist misjafnlega fyrir. Dana hefur sungið fyrir Páfann og heldur fram íhaldssömum sjónarmið- um sem flest hver eru talin hans heil- agleika þóknanleg. Víst er hins vegar að óvænt stórtíðindi á borð við sigur- inn í söngvakeppninni 1970, þegar sjálfur Julio Iglesias þurfti að lúta í lægri haldi fyrir bjartraddaða og skýr- mælta söngfuglinum frá írlandi, þurfa að gerast eigi Dana að hreppa forseta- embættið. „Dana hefur staðið sig frábærlega og nýtur hér mikilla persónulegra vin- sælda. Hún hefur haldið fram strangkatólskum sjónarmiðum en gert það af manngæsku og kærleika, sem vakið hefur verðskuldaða athygli," segir Nuala O’Faolain. Vinnusjúklingur á eftirlaunum Hinn óháði frambjóðandinn að þessu sinn er Derek Nally, fyrrum lögreglumaður, sem kominn er á eftir- laun en getið hefur sér gott orð fyrir að hafa stofnað samtök til aðstoðar við fórnarlömb glæpamanna. Nelly sem er 61 árs gamall, kom síðastur frambjóðenda fram á sjónarsviðið og hefur allt frá því verið að beijast við að vinna upp forskot hinna fjögurra. Nally er talið til tekna að vera „vinnusjúkl- ingur“ og hann hefur lengi verið landsþekktur fyrir bar- áttu sína við „kerfið" m.a. er hann var framkvæmda- stjóri hagsmunasamtaka lögreglu- manna. Sprengjan fellur Kosningabaráttan hefur að sögn viðmælenda á írlandi verið sérlega líf- leg og athyglisverð og er óháðu fram- bjóðendum tveimur ekki síst þökkuð sú staðreynd. Talsmenn Verkamanna- flokksins tóku því illa er fyrrum sam- heijar Adi Roche greiddu henni rot- höggið á opinberum vettvangi og líta svo á að frambjóðandinn hafí orðið fórnarlamb ófrægingarherferðar. Söngkonan Dana hefur kvartað undan hinu sama. Sprengjan í þessari kosningabar- áttu féll hins vegar fyrir rúmum tveimur vikum er Derek Nally sakaði Mary McAleese um „dulinn stuðning” við Sinn Fein, stjórnmálaarm írska lýðveldishersins (IRA) og sagðist hafa heimildir fyrir þessu úr írska utanrík- isráðuneytinu. Sagði hann að spum- ingar hlytu að vakna bæði um siðferð- isleg viðmið og persónu Mary McAl- eese. Málið þótti svo alvarlegt að það var tekið til umræðu á þingi þar sem stjórnarandstaðan sótti að Bertie Ahern, forsætisráðherra og ieiðtoga Fianna Fail, og sagði það lýsa alvar- legum dómgreindarbresti að hafa til- nefnt konu þessa til embættis forseta. Upplýsingar Nallys voru byggðar á trúnaðarskjölum úr utanríkisráðu- neytinu írska hvar embættismaður einn gerð grein fyrir samtali sínu við McAleese þar sem hún virtist vera Sinn Fein hliðholl. Hún brást hins vegar við með að lýsa yfir því að hún hefði aldrei stutt IRA og myndi aldrei leggja blessun sína yfír baráttu þess- ara illræmdu hryðjuverkasamtaka. „Samúðarfylgi“ Svo virðist sem „leiftursókn" Nallys hafí haft þveröfug áhrif og raunar kann hún að ráða úrslitum í þessum kosningum. Nokkrir ráðgjafar hans hættu í kjölfarið en ennþá er ekki ljóst hvort þeim var gert að taka pokann sinn. Árásin hefur orðið til þess að kalla fram „samúðarfylgj" við Mary McAl- eese og stjórnmálaskýrendur hafa margir hveijir harmað að slíkum lúa- brögðum skuli hafa verið beitt og spurt áleitinna spurninga varðandi lekann á trúnaðarupplýsingum úr ut- anríkisráðuneytinu. Sú mikla athygli sem flölmiðlar sýndu málinu hefur og sýnilega komið frambjóðandanum til góða. Gerry Adams, leiðtogi Sinn Fein, hefur lýst yfir stuðningi við Mary McAleese og virðist það ekki heldur hafa orðið henni til tjóns. Sigur eftir aðra talningu? Atlagan að Mary McAleese virðist hafa aukið fylgi lögfræðiprófessors- ins. Alltjent reyndist fylgið við hana hafa vaxið um heil fimm prósentustig á 11 dögum, samkvæmt skoðana- könnun, sem birt var um liðna helgi. í könnun sem dagblaðið The Irish Times birti í gær kváðust 46% að- spurða ætla að greiða henni fyrsta atkvæði sitt en í forsetakosningum á írlandi mega kjósendur - það er ekki skylda - velja fyrst einn frambjóðanda en síðan raða hinum - fjórum í þessu tilfelli- upp í röð og flyjast atkvæðin þannig á milli manna eftir því sem þeir sem fæst atkvæði fá detta út við talningu. Fylgi við Mary Banotti hafði minnk- að og hugðust 30% kjósenda greiða henni fyrsta atkvæði sitt. Enginn hinna frambjóðendanna þriggja á möguleika á að hreppa embættið ef marka má þessa könnun og aðrar eldri. Fylgi þeirra hefur mælst á bilinu 6-8 prósent en í síðustu könnuninni hafði Dana náð 10% og var í þriðja sæti. Samkvæmt þessari könnun mun Mary AcAleese hreppa embættið eftir aðra talningu atkvæða og hljóta 52% atkvæða gegn 35% Mary Banotti. Breytt yfirbragð Fylgismenn Mary Banotti hertu róðurinn mjög nú síðustu dagana fyr- ir kosningarnar og reyndu ákaft að höfða til óákveðinna kjósenda, sem reyndust vera um 20% samkvæmt síð- ustu skoðanakönnun. Sjálf sagði Banotti að baráttan væri engan veginn töpuð og kvaðst bjartsýn á að takast myndi að snúa tafl- inu við. Framkoma og yfirbragð Mary McAleese þótti hins vegar breyt- ast mjög í þessari viku. í stað fremur óþreyjufullrar menntakonu, sem vænd hafði verið um hroka og lét á stundum ógert að svara spurningum blaða- manna á þeim forsendum að þær væru óljósar ef ekki beinlínis heimsku- legar, var komin yfírveguð, þægileg og skilningsrík kona sem sýnilega var tekin til við að búa sig undir embætt- ið þótt hún reyndi að dylja sigurviss- una. „Þessi kona er gífurlega metnað- arfull. Hún ætlar sér mun lengra og það er alveg Ijóst að hún lítur ekki á forsetaembættið sem lokaáfangann á ferli sínum,“ segir Nuala O’Faolain. BRYNHILDUR Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri Fijálsa lífeyrissjóðsins, telur að drög að frumvarpi um starfsemi lífeyrissjóða feli í sér að fólk hafi heldur rýmri rétt til að velja sér lífeyrissjóð en verið hefur. „Það er opnað fyrir aðeins meira frelsi fólks til að velja sér sjóð og það hefur þau áhrif að fleiri gætu farið í séreignarsjóðina. í gömlu.lög- unum er þetta bundið við starfssvið þó að allir lífeyrissjóðir hafí kannski ekki fylgt því mjög fast eftir. Aðild- arákvæðið er því ekki eins þröngt í frumvarpsdrögunum," sagði Bryn- hildur. í gildandi lögum segir að öllum launamönnum sé skylt „að eiga aðild að lífeyrissjóði viðkomandi starfs- stéttar eða starfshóps". í drögum að frumvarpi um starfsemi lífeyrissjóða segir að aðild að lífeyrissjóði skuli fara „eftir þeim kjarasamningi sem ákvarðar lágmarkskjör í hlutaðeig- andi starfsgrein, eða sérlögum ef við á. Taki kjarasamningur ekki til við- komandi starfssviðs eða séu ráðning- arbundin starfskjör ekki byggð á kjarasamningi velur viðkomandi sér lífeyrissjóð eftir því sem reglur ein- stakra sjóða leyfa.“ Brynhildur sagði jákvætt að að rýmka ætti heimildir einstaklinga til frádráttar lífeyrisiðgjalda frá skatti úr 4% í 6%. Með þessu væri verið að hvetja fólk til að auka sparnað og langlíklegast væri að fólk myndi setja þessa viðbót í séreign. Hún sagði óvíst hvernig séreignar- sjóðirnir kæmu til með að uppfylla ákvæði frumvarpsins um lágmarks- tryggingavernd. Hugsanlega gerðu þeir það með því að stofna samtrygg- ingarsjóði, en einnig kæmi til greina að kaupa tryggingar af tryggingafé- lögum líkt og margir gerðu í dag. Hún sagði að það væri lagt í hend- ur sjóðanna að reikna út hvað iðgjald- ið þyrfti að vera hátt til að uppfylla ákvæði 4. greinar um að lífeyrir megi ekki vera lægri en 56% af mánaðarlaunum. Það væri margt sem hefði þar áhrif, m.a. ávöxtun sjóðanna. Ef miðað væri við að lífeyr- ir væri að meðaltali greiddur í 8 ár eftir sjötugt og reiknað með 7% ávöxtun færi 40-50% af lágmarksið- gjaldinu í að tryggja þessa lágmarks tryggingavernd. „Almennt tel ég að með þessu frumvarpi sé verið að stíga ákveðið skref í átt til frjálsræðis," sagði Brynhildur. Kallar á skerðingu á rétti lyá sumum sjóðum í frumvarpsdrögunum er gert ráð fyrir að lögfest verði að munur á eignum og skuldbindingum lífeyris- sjóða megi ekki vera meiri en 10% og munurinn má ekki hafa verið meiri en 5% í 5 ár samfleytt. Ljóst þykir að ekki uppfylla allir starfandi lífeyrissjóðir þetta ákvæði í dag. Gert er ráð fyrir að ef munur á eignum og skuldbindingum sjóðanna er umfram þessi mörk verði stjórnir þeirra að gera breytingar á sam- þykktum þeirra. Þær geta falið í sér y skerðingu réttinda, auknar iðgjalda- greiðslur eða sameiningu sjóða. Ef eign sjóðanna er umfram þessi mörk ber stjórnum sjóðanna einnig að bregðast við, væntanlega með því að auka réttindin. Bankaeftirlit getur beitt dagsektum Samkvæmt frumvarpinu fær bankaeftirlit Seðlabankans heimildir til að setja lífeyrissjóði skilyrði ef það telur að hann brjóti lögin og til að beita dagsektum ef lífeyrissjóður hlít- ir ekki kröfum þess. Núverandi löggjöf setur lífeyris- sjóðunum ekki ströng skilyrði um að þeir verði að eiga fyrir skuldbinding- ^ um sínum. Ákvæði um fjárhag er að finna í reglugerðum sjóðanna og í lögum um ársreikning og endurskoð- un, en þar er með almennum orðum talað um að fjárhagur sjóðanna þurfi . að vera góður og bankaeftirlitinu er gert að hafa eftirlit með starfsemi þeirra. Aldrei hefur verið lögfest að . jafnvægi þurfí að ríkja á milli eigna . og skuldbindinga. Sjö sjóðir í vandræðum Bankaeftirlitið hefur árlega gert H fjármálaráðherra grein fyrir fjár- - hag sjóðanna. í síðustu greinar- - gerð, sem er orðin árs gömul, er 1 athygli vakin á að fjárhagur sjövj sjóða sé þannig að meira en 10% vanti upp á að þeir eigi fyrir skuld- bindingum. Ásta Þórarinsdóttir, deildarstjóri hjá bankaeftirlitinu, sagði að staða þessara sjóða hefði batnað og sumir væru komnir upp ■ fyrir þessi mörk. Ásta sagði erfitt að segja til um hvað margir sjóðir þyrftu að gera ráðstafanir til að uppfylla ákvæði frumvarpsins um mismun á eignum og skuldbindingum. Fram að þessu hefði ekki verið gerð trygginga- fræðileg úttekt á öllum sjóðunum árlega svo ítarlegar upplýsingar um ‘ stöðu þeirra allra lægju ekki fyrir. Staða Lífeyrissjóðs bænda væri t.d. mun betri en kæmi fram í síðustu skýrslu bankaeftirlitsins. Sjóðir sem hefðu staðið höllum fæti hefðu flest- ir verið að gera ráðstafanir til að jafna mun á eignum og skuldbind- ingum. v Skarpgreind, sjáifsörugg og metn- aðarfull „Á ekkert sameiginlegt með Mary Robinson"
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.