Morgunblaðið - 30.10.1997, Síða 37
SKOÐUN
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 1997 37
„SMÁM saman tókst
mér að fá fyrstu inn-
sýn í það sem alltaf er
stórkostlegt í ósviknu
listaverki, að brjótast
inm' framandi heims-
mynd og tileinka sér
hana“.
Svona kemst Ejler
Bille, helsti hugmynda-
fræðingur COBRA
listastefnunnar að orði
í bók Thors Vilhjálms-
sonar um Svavar
Guðnason, þegar hann
minnist þess tíma er
hann sá verk Svavars í
fyrsta sinn í París
1938. í þessum meitl-
uðu orðum felast sannindi sem
margir hafa tileinkað sér og geta
enn tileinkað sér. Pau eiga ekki ein-
ungis við um myndlist heldur um
allar listir og jafnvel um öll gefandi
og góð mannanna verk. Tilvitnunin
lýsir fyrst og fremst þeim áhrifum
sem skapandi list vekur með mönn-
um, áhrifum sem gagntaka fólk á
einn eða annan hátt, samstundis
eða smátt og smátt. í vikunni hafa
tvö málverk verið kærð til Ríkislög-
reglunnar af eigendum þeirra, til
viðbótar þeim kærum sem þar
liggja fyrir af minni hálfu. Af því
tilefni langaði mig til að rifja ýmis-
legt upp tilheyrandi þessu máli og
til að svara ýmsum þeim ásökunum
sem komið hafa fram frá eiganda
Gallerís Borgar, Pétri Þór Gunn-
arssyni, m.a. að ég viðhafi ófag-
mannleg vinnubrögð, stundi sjálfur
sölu á listaverkum og hindri sölu
listaverka hjá Galleríi Borg, rrieð
því að segja frá þegar á vegi mínum
verða folsuð verk(!), sem svo undar-
lega vill til að öll eru keypt hjá Gall-
eríi Borg.
Fólk sem vinnur með málverk
frá morgni til kvölds nánast alla
daga ársins kemst vart hjá því að
þekkja gjörla viðfangsefni sín, sem
og flóru íslenskra málara, einkum
frá fagurfræðilegu sjónarhorni.
Starfsaldur minn í mínu fagi, for-
vörslu á málverkum, er mjög álíka
og Péturs hjá Galleríi Borg og er
mér því vel kunnugt um hvaða lág-
markskröfur hægt er að gera til
fólks með slíka reynslu. Við þetta
má bæta að Pétur hefur lokið próf-
um frá listaskóla í Danmörku áður
en hann hóf störf og ætti því að
hafa fengið allnokkra þekkingu á
tæknilegum þáttum málverka áður
en hann hóf störf við listaverkasölu.
Og ástríðuna hefur varla skort. Eg
nefni þetta hér því mér þykir undr-
um sæta að Pétur hafi ekki, starfs-
heiðurs síns vegna, samstundis og
ótilkvaddur látið í té eigendasögu
umræddra verka og gert allt annað
það er mætti hreinsa hann af hin-
um minnsta grun um að Gallerí
Borg ætti einhvern hlut að máli við
falsanirnar. Mér finnst undarlegt ef
hann gerir sér ekki grein fyrir því,
að hann skapar sér og fyrirtæki
sínu tortryggni almennings með því
að bregðast við með þeim hætti að
ásaka undirritaðan um ófagmann-
leg vinnubrögð, og láta skína í tor-
tryggni gagnvart forvörðum al-
mennt (sbr. sjónvarps- og útvarps-
viðtöl og Morgunblaðsgreinar frá
síðast liðnu vori). Til samanburðar
geri ég ráð fyrir að þótt ekki lægi
fyrir nema hinn minnsti grunur um
að peningaseðill væri falsaður yrði
hann án efa þá þegar rannsakaður
ítarlega án þess að væna neinn um
ófagleg vinnubrögð. En þótt mál-
verkið sé ekki peningaseðill getur
það hins vegar verið gjaldmiðill,
verðmætur gjaldmiðill, sem á sér
sem betur fer sína málsvara. Það
hefur glögglega komið í ljós undan-
farna mánuði er eigendur 23
meintra falsana gáfu
leyfi sitt til að kæra
þessi verk til Ríkislög-
reglunnar. Þeir, eins og
ég, vildu fá fram eig-
endasögu þeirra, því
enn er því þannig farið
með alla hluti, að þeir
eiga sitt upphaf og sinn
endi. Þessir aðilar hefðu
aldrei gefið samþykki
sitt til að kæra nema
þeir treystu fag-
mennsku minni og því
sem ég hef haldið fram.
Þessir eigendur gera
einnig þá kröfu að sá
eða þeir sem standa á
bak við þennan glæp fái
sín maklegu málagjöld. Samt er
það svo að þótt fyrstu verkin hafi
verið kærð 27. mars s.l., hefur eng-
in eigendasaga þessara 23 mál-
verka komið fram.
Vinnureglur margra uppboðsfyr-
irtækja eru þannig að trúnaður
þeirra við seljendur verka er hafinn
yfir hagsmuni almennings. Megin-
reglan er sú að ef upp kemst um
svik þarf að fá leyfi seljanda verks-
ins til að gefa nafn hans upp við
rannsóknina. I mörgum tilvikum er
þetta einmitt aðilinn sem stendur á
bak við svikin.
Eg hef sagt opinberlega að ég
hef a!ls engra persónulegra hags-
muna að gæta í þessum málum. Eg
held að öllum ætti að vera orðið
ljóst að hér er verið að kæra fölsun
á málverkum en ekki verið að rífa
niður íslenskan málverkamarkað
eða stunda áróðursstarf til að koma
Galleríi Borg á kaldan klaka. Það
er ekki mín sök að í öllum þessum
falsanatilvikum, að einu undan-
skildu, sé það Gallerí Borg sem
mestra hagsmuna á að gæta og því
er eðlilegt að hafa átt von á því að
þeir myndu reyna að upplýsa málið
strax, frekar en að bera ásakanir á
hendur mér, sem ég held að ég yrði
aldrei bógur til að standa undir,
nefnilega að rústa íslenska mál-
verkasölumarkaðinum. I þessum
málum sem fyrr eru það verkin
sem tala. Það vita allir sem vilja
vita að ég vinn eingöngu við mál-
verkaforvörslu, en stunda ekki sölu
á málverkum með neinum hætti og
hef aldrei gert. Pétur þarf því
hvorki að óttast það að ég fari að
taka upp málverkasölu né að helstu
listamenn þjóðarinnar hætti að
hafa þann sess meðal þjóðarinnar
sem þeim ber. Það eina sem okkur
gengur til er að upplýsa um glæp
sem við teljum að þurfi að taka á
strax svo allir geti séð hvemig mál-
in eru vaxin. Pétur, jafnt sem aðrir,
verður að gera sér grein fyrir því,
að í svona alvarlegum málum gildir
engin hálfvelgja og að fólk í mínu
fagi vinnur eftir ákveðnum siða-
reglum, svo ekki sé rætt um skyld-
ur okkar sem borgara þessa lands
(sbr. hver myndi þegja ef hann
grunaði að hann hefði í höndum
falsaðan peningaseðil?). I viðskipt-
um með málverk hljóta að gilda
sömu lögmál og annars staðar í
þjóðfélaginu. Því er það vægast
Vinnureglur margra
uppboðsfyrirtækja eru
þannig að trúnaður
þeirra við seljendur
verka er hafínn yfír
hagsmuni almennings,
segir Óiafur Ingi Jóns-
son. Meginreglan er sú
að ef upp kemst um
svik þarf að fá leyfí
seljanda verksins til að
gefa nafn hans upp við
rannsóknina.
sagt undarlegt að í sjö mánuði hef-
ur hvorki Pétur né lögfræðingur
hans haft samband við undirritaðan
til að kynna sér málin. Frá hans
bæjardyrum séð getur það átt sínar
skýringar, en að láta það ógert að
setja sig í samband við þá við-
skiptavini sem telja sig hafa verið
svikna í kaupunum nær varla nokk-
urri átt og ber vott um fádæma
virðingarleysi. Varla flokkar hann
þá sem óvini sína. Mér hefur sýnst
að starfsorka hans hafi verið óbiluð
undanfarið og hefur hann m.a. gefið
sér tíma til þess að höfða meiðyrða-
mál og flytja starfsemi sína í
stærra og betra umhverfi. Eg vil
nota tækifærið og gera Pétri það
ljóst, að hann hafi getað og geti enn
leitað til mín eins og allur almenn-
ingur til að láta meta vafasöm verk
án borgunar eins og ég hef gert
hingað til. Eg mun ekki elta ólar við
hann í þessu máli persónulega þó
að meiðyrðalöggjöfin bjóði upp á
slíkt. Hins vegar eiga eigendur
kærðra verka heimtingu á bótum.
í lögum um uppboð stendur m.a. í
5. gr.: „Kaupandi uppboðsmunar
getur ekki borið fyrir sig galla á
seldum mun nema hann svari ekki
til þess heitis er hann var auð-
kenndur með við söluna, seljandi
hafi haft svik í frammi eða almennt
sé talið óheiðarlegt að skjóta sér
undan ábyrgð."
Þarna, ef að líkum lætur, koma
hagsmunir Gallerís Borgar og selj-
anda verkanna saman og ættu þeir
því að geta snúið bökum saman til
að uppíýsa málið. Það ætti nú að
vera ljóst hvers vegna ég hef lagt
svo mikla áherslu á í þessum kær-
um að fá eigendasögu fram, því slík
rannsókn kostar litla fjármuni og
er óyggjandi sönnun. Hagsmunir
almennings eru með því einnig
hafðir í heiðri, því það væri sorg-
lega illa farið með almannafé ef
stofnað yrði til dýrra efnarann-
sókna, þá sennilega frá útlöndum,
einkum með það í huga að sáralitlu
fé er varið árlega til rannsókna á
menningarverðmætum innan
myndlistar. Þetta sjónarmið hljóta
eigendur Gallerís Borgar að geta
tekið undir. Það skýtur því skökku
við þegar ljós eru þau vinnubrögð
sem viðhöfð eru í Galleríi Borg,
samkvæmt viðtali við Pétur, m.a. í
Morgunblaðinu frá 1. apríl í vor.
Þar getur að lesa um þá einu eig-
endasögu sem gefin hefur verið upp
opinberlega af galleríinu í sam-
bandi við kærurnar og er hún í full-
komnu ósamræmi við það sem Pét-
ur hafði áður sagt mér og einnig
kaupandanum, er ég spurðist fyrst
fyrir um viðkomandi verk áður en
kært var. I samtölum mínum við
Pétur sagði hann mér að eigendur
þessa verks, sem sagt var eftir
Júlíönu Sveinsdóttur, væru „heið-
virð hjón“ í vesturbæ Reykjavíkur,
sem væru svo vönd að virðingu
sinni að ekki mætti ónáða þau með
þessum grunsemdum, hvað þá að
krefja þau um endurgreiðslu í eigin
persónu. Opinberlega segir hann
hins vegar við Morgunblaðið í kjöl-
far kærunnar um sömu mynd:
„Samkvæmt þeirri eigendasögu
sem við höfum í höndum, keypti
danskur lögmaður hana beint af
Júlíönu Sveinsdóttur á sínum tíma.
Hann var í tengslum við Dansk
Kunstforening og Gammel Strand,
sem var virtur sýningarsalur,
þannig að við töldum að um örugga
eigendasögu væri að ræða.“
Látum vera ósamræmið á milli
„heiðvirðu hjónanna" og lögfræð-
ingsins en spurt er: var eigenda-
sagan fyrir eða eftir uppboð? Þess
má að lokum geta að fyrir kænina
hafði Pétur látið viðkomandi verk í
rannsókn erlendis til að greina yfir-
málninguna. Eg veit að slíkar rann-
sóknir taka sinn tíma, en nú er það
langt um liðið að eðlilegt er að
spyrja hvort niðurstöður hafi ekki
borist fyrir löngu og hverjar þær
séu. Sömuleiðis væri það kærkomið
að sá maður ...sem hefur miklu
meira vit á Kjarvalsmálverkum
heldur en allir forverðir landsins"
(Pétur í Mbl. 2. júlí Ks.l.) legði fram
krafta sína í þágu almennings varð-
andi þessi mál og sætir það raunar
furðu að Pétur hafi ekki notið hans
aðstoðar fyrir löngu við að hreinsa
sig af leiðinlegum dylgjum. I lokin
er vert að geta þess að áður en
fyrstu þrjár kærurnar birtust í vor
gerði undirritaður sér strax grein
fyrir að um umtalsvert magn fals-
ana væri að ræða. Eg taldi þá að
þær gætu verið um 40. I dag tel ég
að þær geti verið nær 200 en 100 og
byggi þá skoðun á eðlilegum líkind-
um, þar sem ég hef nú þegar skoð-
að 24 verk sem ég tel fólsuð og hafa
tvö þeirra verið kærð, sem fyrr
segir. Erfitt er að geta sér til um
ágóða af þessum svikum en hann
gæti numið um 50 miljónum króna.
Nú má ekki skilja orð mín svo að ég
stundi leit að fólsuðum málverkum,
því öll hafa þessi verk komið upp í
mínar hendur gegnum vinnu mína.
Hagnað, annan en starfsheiður
minn, hef ég heldur engan af þess-
um kærum nema síður sé. Það er
því einlæg ósk mín, eins og hinna
mörgu sem verulegra hagsmuna
eiga að gæta í þessu máli, að það
verði til lykta leitt hið fyrsta. Verk
listamanna okkar er þjóðararfur
sem endurspeglar alúð, virðingu og
listræna glímu við viðfangsefnið,
þar sem jafnan er leitað fullkomn-
unar. Þau endurspegla menningu
okkar. Okkur ber því að heiðra
minningu okkar góðu meistara,
sem og samtímalistamenn okkai-,
og gera allt sem í okkar valdi
stendur til að koma í veg fyrir
ruddaleg svik og móðgun við list
þeirra.
Höfundur er málverkaforvörður.
ÆFINGAGALL
BUXUR 980
PEYSUR 980
PEYSUR
"—nimafir
Wmm
MC GORDON
GALLABUXUR
Ath Sendum í póstkröfu.
Grænt númer 800-5730. Simi 562-9730.
Fax 562-9731
DRESS
MANN
LAUGAVEGI 18 B - REYKJAVIK
AFTUR UM MAL-
VERKAFALSANIR
Ólafur Ingi
Jónsson