Morgunblaðið - 30.10.1997, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 1997
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
JONAS
BJÖRNSSON
+ Jónas Björns-
son fæddist í
Reykjavík 29. jan-
úar 1958. Hann lést
á Spáni 28. septem-
ber siðastliðinn og
fór útför hans fram
frá Neskirkju 29.
október.
Kveðja frá
Skólahljómsveit
Kópavogs
Á stilltu haustkvöldi
á maður á fiestu öðru
von en því að heyra
um andlát vinar síns og samstarfs-
manns. Þó að haustlaufin falli og
grasið fölni fyrir utan gluggann
og naprir vindar blási er erfitt að
samþykkja að svo skyndilega hafi
haustað að í lífí Jónasar Bjömsson-
ar. Seinna, þegar mesta áfallið er
yfirstaðið og vitundin hefur loks
meðtekið tíðindin, líður langur tími
í doða og skilningsleysi og áleitnar
spurningar vakna sem enginn fær
nokkru sinni svarað. Eftir situr síð-
an söknuður og eftirsjá eftir góðum
félaga.
Ég kynntist Jónasi fyrir aldar-
fjórðungi þegar ég hóf að læra á
hljóðfæri hjá Skólahljómsveit
Kópavogs, sem þá laut styrkri
stjórn föður hans Björns Guðjóns-
sonar. Við vorum síðan samferða
í Hornaflokknum og Jassbandinu
og áttum margar góðar stundir
saman. Minnisstætt er meðal ann-
ars sögufrægt tjaldball á Rútstúni
og „bílskúrsævintýrið“, þegar Jón-
as innréttaði bílskúr foreldra sinna
sem hljóðver og eyddi þar mörgum
stundum með félögum sínum. Síðar
meir urðum við einnig vinnufélagar
sem kennarar við Skólahljómsveit-
ina. Allan þennan tíma minnist ég
ekki að hafa séð Jónas öðruvísi en
glaðværan og kátan, hann átti
ávallt í fórum sínum létta kímni-
sögu sem hæfði hveiju tilefni og
fróðleiksmola um flesta hluti. Hann
létti okkur hinum tilveruna með
því að slá á léttu strengina og finna
bjartar hliðar á öllum málum. Sem
kennari nýtti hann sér þessa kosti
sína til að tengjast nemendum sín-
um traustum böndum og ávann sér
fljótt virðingu þeirra og aðdáun.
Nemendur hans sjá því í dag ekki
einungis á eftir kennara sínum
heldur einnig góðum vini sem þeir
hefðu svo gjarnan viljað njóta sam-
vista við mun lengur. Við kennar-
arnir söknum Jónasar sömuleiðis.
Okkar ágæti samstarfsmaður horf-
inn úr okkar röðum og svo ótrúlegt
að vita til þess að rödd hans muni
aldrei framar hljóma um ganga og
stofur.
Fyrir hönd Skólahljómsveitar
Kópavogs færi ég Svövu og
börnunum, Birni og Ingibjörgu, og
öðrum aðstandendum Jónasar mín-
ar innilegustu samúðarkveðjur.
Ossur Geirsson stjórnandi
Skólahljómsveitar Kópavogs.
Við vinkonurnar viljum minnast
Jonna, sem við kynntumst sem
unglingar. Minningar streyma
fram í hugann.
Kjallarinn á Kaplaskjólsvegin-
um, strákarnir; þeir Raggi, Eiki,
Ingi og Jonni að æfa í hljómsveit-
inni. Okkur boðið að hlusta. Æfing-
in byrjaði á fínu trommusóló, svo
kom gítarinn og bassinn og að lok-
um söngurinn. Okkur fannst ekki
skrítið að Jonni var sá eini af þeim
sem lagði tónlistina fyrir sig.
Hljómsveitin Skóhljóð vann þó til
unglingaverðlauna sumarið 1972.
Og árin liðu. Allt breyttist en þó
Jonni aldrei. Hann var alltaf jafn
blíður. Þá sjaldan við hittumst var
alltaf eins og við hefðum séð hann
í gær. Okkur fannst Jonni staldra
alltof stutt við, en tónlist himinsins
hefur eignast góðan liðsmann. Við
vottum foreldrum
Jonna, systur, eigin-
konu og börnum okkar
dýpstu samúð.
Elísabet og
Anna Magnea.
Með örfáum orðum
langar mig að kveðja
vin og félaga úr Lúðra-
sveit Reykjavíkur, Jón-
as Björnsson, sem svo
óvænt féll frá í blóma
lífs síns, en fréttin um
fráfall hans snart mig
og fjölskyldu mína
djúpt. Ég kynntist Jónasi ekki að
ráði fyrr en hann gerðist félagi í
Lúðrasveit Reykjavíkur, en þar
hafði ég áður starfað um árabil,
bæði með föður hans, Birni Guð-
jónssyni, og afa, Guðjóni Þórðar-
syni, en þeir gegndu báðir starfi
formanns Lúðrasveitar Reykjavík-
ur um áraraðir. Lúðrasveitin vænti
líka mikils af Jónasi því á síðasta
aðalfundi sveitarinnar var hann
kjörinn varaformaður.
Þó svo að mín persónuleg kynni
af Jónasi hafi ekki skarað mörg
ár veit ég að þar fór mannkosta-
maður og góður drengur, sem mik-
ill missir er að.
Ég vil fyrir hönd fjölskyldu
minnar votta ekkju og ungum börn-
um Jónasar, foreldrum, systrum
og öðrum aðstandendum okkar
dýpstu hluttekningu og samúð.
Blessuð sé minning Jónasar Björns-
sonar.
Þórarinn Óskarsson.
Því hamingja þín mælist
við það sem þér er tapað
og þá er lífið fagurt
og eftirsóknarvert
ef aldrei hafa fegurri
himinstjðmur hrapað
en himinstjömur þær
er þú sjálfur hefur gert.
(T.G.)
Þegar Leikfélag Kópavogs setti
Bör Börsson á fjalimar árið 1975
var markið sett hátt. Guðrún Þ.
Stephensen var leikstjóri og hljóm-
sveitarstjóri var Björn Guðjónsson,
stjórnandi Skólahljómsveitar Kópa-
vogs. Magnús heitinn Pétursson
var píanóleikari og hljómsveitina
skipuðu sjö hljóðfæraleikarar úr
Hornaflokknum. Einn af þeim var
Jonni, sonur Bjössa blásara,
skemmtilegur og hlýr strákur.
Þarna var samankominn sam-
stilltur hópur listamanna sem vann
saman daga og nætur í nokkrar
vikur. Sterk bönd vináttu voru
bundin og í rauninni skilur maður
ekki að leiðir skuli skiljast á eftir.
Árin líða eitt og eitt og við gleðj-
umst yfir góðum fréttum hvert af
öðru, fögnum velgengni og hryggj-
umst þegar illa gengur.
Að leiðarlokum er gott að geta
lokað augunum fyrir veruleikanum
um stund, en opna fyrir minning-
arnar, þær verða ekki teknar frá
okkur.
Guð blessi alla ástvini Jonna.
Kolbrún Björnsdóttir.
Það var tregablandið andrúms-
loftið í Gróttu-húsinu í fyrsta
tímanum eftir fréttina um svipleg-
an dauða Jónasar. Við þessir full-
orðnu „strákar“, lífsreyndir og öllu
vanir, vorum dolfallnir og máttlitlir
gagnvart lífsgátunni. Eftir að hafa
drúpt höfði í mínútu þögn hófum
við leikinn en tómleikatilfinning og
söknuður sóttu á og enginn okkar
vék huganum frá Jónasi. Þessi fót-
boltatími varð öðruvísi en allir hin-
ir. Einhvern veginn náði ákafinn í
leiknum aldrei að yfirvinna þessa
óþægilegu tilfinningu að Jónas yrði
aldrei meira með. Öllum var ljóst
að skarðið sem Jónas skilur eftir
verður ekki fyllt.
Jónas var drengur í leik og átti
marga skemmtilega spretti í fót-
boltanum. Hann spilaði ekki ein-
göngu upp á sigur heldur ekki síð-
ur til að eiga skemmtilegar stundir
með félögunum. Hann var einstak-
lega glaðbeittur og glúrinn við að
milda andrúmsloftið. Nærvera Jón-
asar hafði góð áhrif á hópinn. Hann
var jákvæður og átti auðvelt með
að sýna okkur hinum vinskap og
hlýhug án þess að láta of mikið
með það.
Um leið og við þökkum Jónasi
fyrir góðan leik vottum við fjöl-
skyldu hans innilega samúð og biðj-
um Guð um styrk í sorginni.
Strákarnir í fótboltanum.
Sjá nú er liðin sumartíð.
Hennar ljómi, blíður blómi.
(J.Þ.)
Það voru þungbær tíðindi sem
okkur bárust í Smáraskóla árla
morguns mánudaginn 29. septem-
ber sl. Hann Jónas okkar hafði lát-
ist af slysförum á Spáni. Þetta gat
ekki verið satt? Við sem kvöddum
hann svo hressan og kátan fyrir
örfáum dögum. Við sem hlökkuðum
svo til að hitta hann aftur eftir
nokkra daga og fá að heyra hvað
á daga hans hafði drifið. Það er
hræðilega erfítt að sætta sig við
kvöld þessa lífs þegar það ber svona
brátt og óvænt að. Jónas átti eftir
að skila svo mikilvægu hlutverki í
lífi sínu varðandi börnin sín og fjöl-
skyldu svo og við tónlistaruppeldi
fjölda barna.
Á svona stundum verður okkur
ljós sú þjáningarfulla staðreynd að
lífið fer ekki aftur á bak. Það verð-
ur ekki aftur snúið. Hversu heitt
sem við óskum þess. Á svona stund-
um verður okkur einnig ljóst að
þjáningin er einn af fylgifiskum
lífsins. Kahlil Gibran fjallar um
þessi tengsl lífs og þjáningar er
hann segir: „Eins og kjarni verður
að sprengja utan af sér skelina, til
þess að blóm hans vaxi upp í ljós-
ið, eins hljótið þið að kynnast þján-
ingunni.“ Það eru margir sem sitja
nú hnípnir og hugsi, með djúpan
söknuð og sársauka í brjósti.
Ég man fyrst eftir Jónasi þegar
hann var unglingur í Skólahljóm-
sveit Kópavogs, en ég kenndi um
árabil við Kársnesskóla þar sem
skólahljómsveitin hafði aðsetur. Ég
kynntist honum ekkert þá en fylgd-
ist með honum úr fjarlægð, fyrst
og fremst vegna þess að hann var
sonur hans Bjössa. Það var ekki
fyrr en haustið 1994 þegar Smára-
skóli hóf göngu sína að ég kynnt-
ist honum persónulega. Frá þeim
tíma hefur Jónas komið reglulega
í Smáraskóla til að kenna börnum
í skólanum einleik á blásturshljóð-
færi. Börnin eiga, ekki síður en við
þessi fullorðnu, erfítt með að skilja
það sem hefur gerst. Þau sakna
góðs kennara og vinar.
Jónas skilur mikið eftir sig með-
al þeirra sem kynntust honum i
Smáraskóla. Frá fyrstu tíð var litið
á hann eins og einn af starfsmönn-
um skólans. Hann stóð bara styttra
við, í viku hverri, en flestir aðrir.
Það kom fljótt í ljós hvers konar
öðlingur var þarna á ferð - heil-
steyptur, hugsandi og skemmtileg-
ur maður sem hafði óbilandi áhuga
á öllu mögulegu. Þegar við rifjum
upp samskipti okkar við Jónas för-
um við ósjálfrátt að brosa. Fram-
koma hans einkenndist af glaðlegri
rósemi ef svo má segja. Hann virt-
ist alltaf vera í góðu skapi og það
var afar stutt í kímnina hjá honum.
Hann hafði yndi af að segja sögur
og sögurnar hans voru rosalega
skemmtilegar. Hann varpaði einnig
oft fram heimspekilegum spurning-
um sem létu mann ekki í friði í
nokkurn tíma og voru því stöðugt
umræðuefni þegar maður hitti
hann. Hann pældi t.d. mikið í upp-
runa hinna ýmsu orða. Sérstaklega
er mér minnisstætt þegar hann
spurði eitt sinn hvort við vissum
hver uppruni orðsins „afmæli"
væri. Þetta kom hreyfingu á hug-
arfarið. í ljós kom að menn vissu
ekki svarið og því olli þetta smáör-
væntingu um skeið. En Jónas hélt
áfram að pæla fyrir okkur og með
okkur og loksins fékkst niðurstaða
í málið með aðstoð mæts íslensku-
fræðings.
Við höfðum á tilfinningunni,
áður en Jónas fór til Spánar, að
hann væri ekkert áfjáður í að fara
þessa ferð. Hann fann því reyndar
allt til foráttu að fara. Hann hafði
m.a. orð á því að börnin sín væru
að byija í skólanum, og því vildi
hann vera heima. Hann sagði líka
að það væri allt of heitt á Spáni á
þessum tíma. Þetta væri því sann-
arlega „kolvitlaus tími“, eins og
hann orðaði það sjálfur.
Jónas gaf okkur ríkulega hlut-
deild í lífí sínu þau fáu ár sem
hann staldraði við í Smáraskóla.
Hann gaf okkur mikið af sjálfum
sér en sú gjöf er sannarlega dýr-
mætasta gjöfín. Hann var aldrei
framandi gestur meðal okkar, þótt
hann staldraði stutt við í viku
hverri, heldur sannur vinur sem
okkur þótti öllum mjög vænt um.
Við erum afar þakklát fyrir að
hafa fengið að kynnast honum.
Fyrir hönd starfsmanna Smára-
skóla sendi ég eiginkonu Jónasar,
börnum, foreldrum og öðrum að-
standendum okkar innilegustu
samúðarkveðjur. Minningin um
góðan vin lifir.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði séjof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Valgerður Snæland
Jónsdóttir.
í dag, miðvikudaginn 29. októ-
ber, verður Jónas Björnsson eða
Jonni, lagður til hinstu hvíiu og vil
ég minnast þessa ágæta vinar örfá-
um_ orðum.
Ég kynntist Jonna í barnaskóla,
nánar tiltekið í Melaskólanum, og
þar sem nokkur samgangur var
milli foreldra okkar tókst með okk-
ur kunningsskapur. Þegar ég var
10 ára flutti ég úr vesturbænum,
fór í annan skóla og heyrði aðal-
lega af Jonna gegnum sameigin-
lega vini. Þegar ég flutti aftur í
vesturbæinn átta eða níu árum síð-
ar endurnýjaðist vinátta okkar.
Hélst sú vinátta alla tíð síðan þótt
oft hafí liðið of langur tími milli
funda okkar. Jonni var gallharður
KR-ingur og voru samverustundir
okkar oft tengdar þessum sameig-
inlega áhuga okkar á vesturbæjar-
liðinu. Á sumrin fórum við saman
á knattspyrnuleiki en körfuknatt-
leiki á veturna. Það var með ólík-
indum hve duglegur Jonni var að
mæta á leiki KR-liðsins, því hann
var yfirleitt önnum kafínn. Fyrir
utan tónlistarkennsluna, lengst af
í Kópavoginum en einnig víðar um
landið, var hann á kafi í spila-
mennsku úti um land allt. Jonni
trommaði með mörgum hljómsveit-
um og var meðal annars í spila-
mennsku með Geirmundi Valtýs-
syni, Steina spil og síðustu árin
með hljómsveit Rúnars Þórs. Að
sjálfsögðu var hann einnig í skóla-
hljómsveit Hagaskólans, Skóhljóði.
Ég hitti Jonna örfáum vikum fyrir
ótímabært fráfall hans. Þá ókum
við til Keflavíkur til þess að fylgj-
ast með leik KR-inga við heima-
menn. Þó úrslit leiksins yrðu ekki
alveg eins og við Jonni höfðum
vonað fannst mér ferðin ánægjuleg
vegna góðs félagsskapar hans. Það
var ekki annað hægt en líða vel í
návist hans. Jonni var alltaf léttur
í lund og hafði smitandi gott skap.
Fyndist honum kompaníið dauflegt
lumaði hann alltaf á nokkrum gam-
ansögum sem kitluðu hláturtaug-
arnar. Það var alltaf líflegt kring-
um Jonna og ég mun minnast hans
með hlýjum hug.
Mér finnst missir minn við frá-
fall Jonna mikill en hann er þó lít-
ill samanborið við missi Svövu,
barna þeirra, Kristínar, Ingibjarg-
ar, Birnu og Atla, foreldra hans
og annarra ættingja. Ég votta þeim
mína dýpstu samúð.
Guðmundur J. Kjartansson.
í dag verður æskuvinur minn
Jónas Björnsson, eða Jonni eins og
ég kallaði hann ætíð, borinn til
grafar. Fregnin af ótímabæru and-
láti Jonna var svo óraunveruleg og
óvænt að ég hef vart getað trúað
henni fyrr en nú. Minningar hafa
hellst yfir eins og í hviðum og ég
hef sárlega fundið fyrir tómarúm-
inu sem skilið hefur verið eftir.
Kynni okkar Jonna voru nokkuð
sérstök. Við hittumst fyrst og lék-
um okkur saman þegar við vorum
bara sex ára. Ég var nýfluttur í
Vesturbæinn, á Grímsstaðarholtið,
og Jonni bjó á Birkimelnum. Sum-
arið eftir var ég sendur í sveit að
Brekku í Skagafirði. Þar hittumst
við Jonni aftur og endurnýjuðum
fyrri kynni okkar og vorum þijú
sumur saman í sveitinni. Skóla-
göngu hófum við saman í Melaskól-
anum í Reykjavík um haustið, fyrst
hvor í sínum bekk en síðar í sömu
bekkjardeild. Þegar kom að því að
við færum í gagnfræðaskóla,
Hagaskólann, var öllum bekkjar-
deildum skipt upp. Við Jonni lent-
um aftur í sama bekk, gengum
saman til prests og fermdumst loks
saman. Við ferminguna í Neskirkju
var gengið inn í tvöfaldri röð, við
Jonni gengum saman hlið við hlið
inn í kirkjuna. Haustið eftir fór ég
í heimavistarskóla, Skógaskóla
undir Eyjafjöllum. Ég þekkti engan
sem á heimavistarskóla hafði farið
og hafði aldrei að Skógum komið.
Það var því ekki laust við að tals-
verður kvíði fylgdi mér upp í rút-
una á Umferðarmiðstöðinni þegar
ég hélt austur. Sá fyrsti sem ég sá
í Austurleiðarrútunni var Jonni sem
einnig var á leiðinni í Skógaskóla.
Mér er til efs að við höfum nokk-
urn tíma verið eins ánægðir að hitta
hvor annan. Við lentum auðvitað í
sama bekk og á sama herbergi á
heimavistinni. Árið eftir fórum við
báðir í Hagaskólann aftur. Ég fékk
síðar sumarstarf hjá Sindra-Stál
og það gerði Jonni einnig og unnum
við saman eitt sumar. Þó svo að
leiðir okkar hafi síðar ekki legið
saman með jafn skrautlegum hætti
og á barns- og unglingsárunum
rofnaði samband okkar aldrei.
Gagnkvæmar heimsóknir áttu sér
stað með reglulegu millibili og við
Valdís nutum minnst tveggja ára-
móta með þeim Jonna og Svövu,
bæði á Birkimelum og Seilugrand-
anum. Það var alltaf jafn gaman
að hitta Jonna. Létt lund, frábær
frásagnargáfa og endalausar
birgðir af gamansögum voru ein-
kennandi fyrir Jonna. Þeir eru fáir
sem ferðast hafa jafn mikið um
ísland og Jonni. Hann spilaði með
Geirmundi Valtýssyni á Norð-
urlandi, Steina spil á Suðurlandi,
Rúnari Þór og fleirum um land allt.
Ekki verður saga Skólahljómsveit-
ar Kópavogs sögð án þess að nafn
Jonna beri á góma, ekki fremur
en hljómsveitarinnar Skóhljóðs sem
sigraði svo eftirminnilega í hljóm-
sveitakeppninni á Húsafelli og var
skólahljómsveit Hagaskóla. Auk
þess kenndi Jonni tónlist á fleiri
stöðum á landinu en ég kann að
nefna. Hann kenndi þó lengst af á
Sauðárkróki, í Kópavogi og á Suð-
urnesjum.
Fyrir utan létta lund og afslapp-
aða lífssýn einkenndi það Jonna
hve opinn hann var og átti auðvelt
með að ræða við hvern sem var
um hvað sem var. Ég hef aldrei
kynnst neinum sem þekkti til eins
margra og kunni af þeim einhveij-
ar sögur. Börnin mín kölluðu hann
jafnan „Jonna sponna spíturass",
ekki vegna þess að þau vildu upp-
nefna eða stríða honum heldur
vegna þess að þannig kynnti hann